Dagur - 18.10.1995, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 18. október 1995
Fiskvinnsla KEA í Hrísey:
„Hráefnisöflun hjá okkur hefur
gengið misjafnlega að undan-
förnu. í dag er þetta hins vegar
ágætt, hingað komu í morgun
nær 30 tonn af þorski, sem Már
SH landaði í Ólafsvík. Alls land-
ið togarinn 65 tonnum, 45% afl-
ans fara hingað enn 55% til
vinnslu á Dalvík. Með samstarfl
KEA við útgerðarfyrirtækið
Snæfelling í Ólafsvík miðlum
við hráefni milli okkar og þetta
er hluti af því.“
Þetta sagði Magnús Helgason,
framkvæmdastjóri Fiskvinnslu
KEA í Hrísey, þegar blaðamaður
Dags ræddi við hann á dögunum.
Mikið er umleikis hjá fyrirtækinu
og þar starfa að jafnaði á milli 45
til 50 manns. Rekstur fiskvinnsl-
unnar segir Magnús ganga mis-
jafnlega. Eins og annarsstaðar
standi frystingin höllum fæti, en
saltfiskverkun betur enda hafi
verð á saltfiski verið að hækka að
undanfömu. Stór hluti þess fisks
sem unninn er í Hnsey fer á Bret-
landsmarkað. Bendir Magnús á að
breska pundið hafi verið mjög lágt
skráð að undanfömu. Sé skráð
núna á í kringum 102 kr. en hafi
farið niður í allt að 100 kr. þegar
verst lét. Toppurinn hafi verið
þegar það var skráð á 108 kr. í
kringum áramótin síðustu. Það sé
þessi veika staða pundsins sem
skýri slaka afkomu.
En allt byggist á hráefnisöflun
og líkast til mun hún styrkjast
með samstarfi KEA við Snæfell-
ing hf. Þá segir Magnús að nokk-
uð sé stólað á kaup af rússneskum
skipum, en oft fari orð ekki saman
við efndir hjá Rússum. Oft sé fiski
lofað, sem seint eða aldrei komi.
Við flæðilínuna starfa konur og þær snyrta flökin og pakka fiskinum.
Ljósm: Sigurður Bogi.
Magnús Helgason hjá fiskvinnslu KEA í Hrísey. „Hráefnisöflun hjá okkur
hefur gengið misjafnlega að undanförnu.“
Þó hengja menn hatt sinn á það nú
að einhver Rússafiskur berist til
vinnslu í Hrísey í kringum næstu
mánaðamót.
Talsvert hefur verið unnið af
skrápflúru og langlúru hjá frysti-
húsinu í Hrísey að undanförnu og
hafa þær tegundir farið á markað í
Belgíu.
„Það hefur gengið misjafnlega
hjá okkur að fá fók í vinnu. I
ágúst síðastliðnum auglýsti ég hjá
vinnumiðlunum eftir 15 starfs-
mönnum, sem ég þurfti að fá í
byrjun september. Út úr þessu
fékk ég ellefu starfsmmenn, en
þar af eru þrír hættir nú þegar.
Fólk fer strax héðan, um leið og
því býðst eitthvað betra inn á Ak-
ureyri. Hingað hafa komið nokkir
karlmenn til starfa, reyndar hafa
þeir ekki starfað við snyrtingu og
pökkun fisks heldur verið við ým-
is hliðarstörf,“ sagði Magnús
Helgason í fiskvinnslu KEA í
Hrísey. -sbs.
Samstarf við Snæfellmg
styrkir hráefnisöflun okkar
- segir Magnús Helgason, framkvæmdastjóri
Aðalfundur Félags skólastjóra á Norðurlandi eystra:
Mikílvægt að leita víðtækrar sam-
stöðu um umbætur í skólastarfi
_ Undir
Ahriíumá
Torginu
Fimmtudagskvöldið 19. októ-
ber mun hljómsveitin Undir
Áhrifum spila á veitingastaðn-
um Torginu á Akureyri.
Undir Áhrifum skipa reynd-
ir spilarar sem getið hafa sér
gott orð með ýmsum hljóm-
sveitum eins og Ömmu Dýr-
unn, Byltingu og Karakter.
Vissara er fyrir rokkþyrsta
Akureyringa að mæta snemma
til að fá sæti á Torginu því bú-
ast má við fjölmenni. Hljóm-
sveitina undir Áhrifum skipa:
Rúnar söngur, Óli gítar, Ár-
mann bassi og Jón á trommur.
Fréttatilkynning.
Nöfii féllu
niður
í frásögn af útför séra Þórhalls
Höskuldssonar í blaðinu í gær
urðu þau leiðu mistök að niður
féll nafn hr. Péturs Sigurgeirs-
sonar, biskups, en hann þjón-
aði fyrir altari við athöfnina,
og nafn Jóns Bjarman, sjúkra-
húsprests, sem var einn þeirra
átta presta sem báru kistu sr.
Þórhalls úr kirkju. Beðist er
velvirðingar á þessum mistök-
um.
Félag skólastjóra á Norðurlandi
eystra (FSNE) hélt aðalfund
sinn á Grenivík á dögunum, í
tengslum við fund sem fræðslu-
stjóri boðaði skólastjóra grunn-
skólanna í kjördæminu til. Auk
venjulegra aðalfúndarstarfa var
á dagskránni umfjöllun um
flutning grunnskóla til sveitarfé-
laga og uppbygging nýrrar
stofnunar sem tæki við af núver-
andi Fræðsluskrifstofu.
Sem kunnugt er taka sveitarfé-
lögin alfarið við rekstri grunn-
skóla þann 1. ágúst 1996, að upp-
fylltum vissum skilyrðum m.a.
hvað snertir lífeyrismál og ráðn-
ingamál kennara. Af hendi
menntamálaráðuneytisins og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga er nú
af fullum krafti hafinn undirbún-
ingur að þessum flutningum, en
talsvert skiptar skoðanir eru meðal
skólamanna hvort breytingin verði
skólastarfinu í landinu til framþró-
unar, að sögn Halldórs Gunnars-
son, sem er í stjóm FSNE.
Spumingin um hvað tekur við
af núverandi Fræðsluskrifstofu
brennur mjög á skólafólki, segir
Halldór. Starfshópur á vegum
FSNE hefur sett fram hugmyndir
um hvemig æskilegast sé að unnið
verði að því að móta starfsemi
nýrrar skólaþjónustu í kjördæm-
inu. „Þessar hugmyndir voru
kynntar á aðalfundi Eyþings fyrr í
haust og við ætlum að boða til
fundar innan félagsins á næstunni
um þetta mál og til þess endanlega
að setja fram okkar hugmyndir,“
sagði Halldór.
Hann segir því ekki að leyna að
menn hafi vissar áhyggjur af
framtíð Fræðsluskrifstofunnar,
enda skiptar skoðanir meðal
skólafólks um yfirtöku sveitarfé-
laganna á allri starfsemi gmnn-
skólanna, eins og fyrr er sagt.
í ályktun aðalfundar FSNE er
fagnað þeirri ákvörðun aðalfundar
Eyþings að leiðtað skuli sam-
komulags um að sett verði á fót
sameiginleg stoðþjónusta fyrir
grunnskólana í umdæminu. Orð-
rétt segir: „Fundurinn ítrekar mik-
ilvægi þess að leita víðtækrar
samstöðu um umbætur í skóla-
starfi um leið og rekstrarleg um-
sýsla grunnskólans flyst til sveit-
arfélaga. Fundurinn hvetur sveit-
arstjórnir til virks samstarfs við
foreldra, kennara og skólastjóra
um hagnýtingu þeirra möguleika
Ævisaga Maríu Guðmundsdótt-
ur, fyrrverandi fegurðardrottn-
ingar og ljósmyndafyrirsætu, er
væntanleg hjá Vöku-Helgafelli
nú um næstu mánaðamót. Ing-
ólfur Margeirsson skráir sögu
hennar og nefnist hún María -
konan bak við goðsögnina.
María Guðmundsdóttir komst á
hátinda tískuheimsins beggja
vegna Atlantsála í byrjun sjöunda
áratugarins. Hún var óvænt upp-
götvuð í París og varð undraskjótt
ein eftirsóttasta fyrirsæta heims.
María lifði hinu ljúfa lífi í stór-
borgum austan hafs og vestan og
kynntist eftirminnilegu fólki úr
til skólaumbóta sem nýsamþykkt
lög fela í sér.“ Auk Halldórs
Gunnarssonar eru í stjóm FSNE
þeir Arnþór Angantýsson og Osk-
ar Þór Sigurbjörnsson. HA
heimi stjórnmála, kvikmynda og
viðskipta. En Ingólfur Margeirs-
son fjallar einnig um það hvaða
verði María keypti frægðina og
framann. Hann fjallar um sigra
hennar og einsemd; segir frá upp-
vexti hennar á Djúpuvík á Strönd-
um og hrottafenginni árás sem
hún varð fyrir í New York; greinir
frá gleðistundum með glaumgos-
um í París og vist á geðdeild -
leiðinni á tindinn og niður aftur.
Ingólfur byggir á bréfum sem fóru
milli Maríu og foreldra hennar,
svo og á dagbókum hennar. Þá átti
hann ítarleg viðtöl við hana heima
og erlendis.
Ævisaga Maríu Guð-
mundsdóttur væntanleg