Dagur


Dagur - 18.10.1995, Qupperneq 7

Dagur - 18.10.1995, Qupperneq 7
Miðvikudagur 18. október 1995 - DAGUR - 7 Bílafjöldinn á Ystafelli í Kinn er slíkur að ókunnugir álykta sjálfsagt að þar standi yfir þá stundina fjölmenn samkoma. Litið við hjá Ingólfí Kristjánssyni í Ystafelli í Köldukinn: Tvö hundruð bííar í einni bendu Reo trukkurinn af árgerð 1952 koin að Ystafelii í kringum 1960. Bílinn var notaður til skólaaksturs um nokkurra ára skeið, en hefur síðustu árin staðið ógangfær í bílabendunni miklu. Ljósmyndir: Sigurður Bogi. Þegar ekið er framhjá bænum Ystafelli í Köldukinn munu ókunnugir sjálfsagt álykta í fyrstu að þar standi yftr fjölmenn samkoma - eða máski að ábúend- ur haft boðið fjölmenni í afmælis- veislu sína. Slíkur er bflaíjöldinn fyrir utan bæjarhúsin að ein- hverjir myndu segja að hið hálfa væri nóg. Sjálfur segir Ingólfur Kristjánsson í Ystafelli að bflarn- ir séu einhvers staðar nærri 200 og þeim hefur hann safnað að sér um hálfrar aldar skeið. Ingólfur hefur lengi fengist við bflavið- gerðir ásamt öðrum störfum. í seinni tíð helgað sig þeim alfarið sem - og því að gera upp gamla bfla. Það var í Ystafelli í Kinn sem þingeyskir bændur komu árið 1881 og stofnuðu fyrsta kaupfélag lands- ins. Til áréttingar um það er minn- isvarði á staðnum. En ekki eru bfl- ar Ingólfs Kristjánssonar síður merkilegir og eru minnismerki um bílamenningu liðins tíma. „Það var einhvem tímann um það rætt að bflana hérna ætti að urða. En ekki veit ég hvað hefði orðið um marga þeirra ef ég hefði ekki eignast þá. Jú, ekki get ég sagt annað en mér finnist vænt um bflana. Strákamir töldu þá einhverju sinni og þá vom Ingólfur Kristjánsson. „Jú, ekki get ég sagt annað en mér finnist vænt um bílana,“ segir hann. þeir tæplega 200 talsins. Það er mér áhyggjuefni hve margir gamlir bflar eru staðsettir suður í Reykja- vík. Þar eyðileggjast þeir mjög fljótt vegna seltu í sjávarlofti,“ sagði Ingólfur, þegar blaðamaður Dags heimsótti hann nýlega. Ingólfur Kristjánsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en fluttist norður ásamt Kristbjörgu Jónsdótt- ur, sem er frá Ystafelli, árið 1946. Löngum starfaði Ingólfur við akst- ur fyrir ýmsa aðila og einnig við bflaviðgerðir. Kona hans og sjö böm þeirra önnuðust búskap og skepnuhald. „Suma bfla vil ég hreinlega hafa inni í stofu,“ segir Ingólfur og þar nefnir hann sérstaklega til sögunna bfl af gerðinni Ford AA, árgerð 1929. Endursmíði hans lauk fyrir um ári síðan, en upphaflega er bfl- inn sá fenginn frá Jóhannesi Her- mundssyni á Akureyri. Núna eru Ingólfur og Sverrir sonur hans að gera upp Land Rower jeppa, sem erárgerð 1951. Ingólfur segir að óðum grisjist úr skógi þeirra gömlu bíla sem vítt og breitt hafi verið til, heima á sveitabæjum og undir hlöðuveggj- um. „Jú, það er talsvert leitað hing- að til okkar eftir varahlutum og eins boddíum. Við reynum að hjálpa mönnum eins og við getum, en látum okkar þarfir hafa forgang. Þá hefur Þjóðminjasafnið einnig talsvert leitað til okkar. Pétur Jóns- son starfsmaður þess er að gera upp gamalar rútur frá Steindóri og hjá mér hefur hann fengið ýmsar leiðbeiningar og einnig hef ég út- vegað honum varahluti," segir Ing- ólfur, sem er heiðursfélagi í Fom- bflaklúbbi íslands. Einhver myndi halda að bfla- fjöldinn á Ystafelli væri aðeins ómerkilegt jámamsl. Svo er alls ekki hjá Ingólfi, því í hans ranni á hver bíll sína sögu og um hann em til margrar sögur. Þannig er að finna í haugnum gamlan skrið- dreka og einnig fyrsta snjóbfl Guð- mundar Jónassonar, sem er fræg- asti hálendis- og jöklafari Islend- inga og var fmmherji á því sviði. -sbs. Hver bíll og farartæki á sína sögu. Þetta er fyrsti snjóbíll Guðmundar Jón- assonar, eins fyrsta hálendis- og jöklafara íslendinga. Bílinn fékk Guð- mundur keyptan með ráðherraleyfi í kringum 1950 og var hann notaður m.a. til aðstoðar bændum á Héraði á hörðum snjóavetrum þar. Ingólfur eignaðist snjóbílinn fyrir um 25 árum síðan.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.