Dagur - 18.10.1995, Page 8

Dagur - 18.10.1995, Page 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 18. október 1995 HÚSNÆÐISSKRIFSTOFAN Á AKUREYRI Skrifstofustarf Á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri er laust starf til umsóknar. Leitað er að traustum og drífandi starfskrafti sem getur unnið sjálfstætt. Viðkomandi þarf að vera lipur í þjón- ustu og að eiga auðvelt með að umgangast fólk. Góð íslensku- og tölvukunnátta er áskilin, einkum Word og Excel. Laun samkvæmt kjarasamningi Akureyrarbæjar. Skrifleg umsókn, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, Skipa- götu 12, 600 Akureyri fyrir 25. október. Allar nánari upplýsingar eru veittar á sama stað, sími 462 5311. Húsnæðisskrifstofan er reykiaus vinnustaður. Stuðningshópur fólks sem fengið hefur háls- áverka verður með fund í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, mið- vikudagskvöldið 18. október 1995, kl. 20. Jón Ingvar Ragnarsson bæklunarlæknir verður gestur fund- arins. Allir velkomnir. Gengið er inn um kapelludyr. Stjórnin. •• KJORBUDIN KAUPANGI Fimmtudagstilboð Kýrhakk 495 kr. kg / Kýrgullash 765 kr. kg Föstudagstilboð Þurrkryddaður lambahryggur 668 kr. kg Hvítlauksstungínn lambahryggur 668 kr. kg FIMMTUDAGS- 0G FÖSTUDAGS- KYNNING 0G TILBOÐ FRÁ SKUGGA HF. Lakkrís, bananastykki og froskar VIKUTILBOÐ frá miðvikudegi til miðvikudags EINARSSAMLOKUBRAUÐ gróf kr. 99 Frá FinarQhslf^ríi' Kóngakaka 267 kr. / Möndlukaka 268 kr. Frá Brauðgerð Kr. Jónssonar: Kaffiterta 278 kr. Kleinuhringír 4 stk. í pk. 99 kr. Frá Nýja-Bautabúrinu: Frosið saltkjötsfars 369 kr. kg Frá Kjarnafæði: Taðreykt hrossabjúgu (gróf) 269 kr. kg k KJÖRBÚDIN SIMI 461 2933 - FAX 461 2936 PC|TIM '*>afh<>/7ri6 %na ■■■■■■■ ■■■ míumferðar 1ÍRÁÐ Deilur um greiðslur til talmeinafræðinga: Ríkið neitar að greiða aðstoð við börn með talgalla - vísar á sveitafélögin í leiðara Morgunblaðsins þriðju- daginn 10. október var bent á að deilur innan stjómkerfisins valdi því að frá 1. júlí hafi börn sem stama ekki fengið nauðsynlega aðstoð til að vinna bug á þessu tal- meini. Reyndar eru stamandi börn ekki einu fómarlömbin heldur koma þessar deilur niður á fleiri bömum á forskólaaldri sem þurfa á talkennslu að halda. Björn Bjamason, menntamálaráðherra, segir að málið snúist um greiðslur til talmeinafræðinga og hver eigi að borga þeim. „Við höfum vissa fjárveitingu í menntamálaráðuneytinu sem við stöndum undir en síðan er annað sem við teljum okkur ekki hafa lagalegar heimildir til að inna af hendi. Þessi kostnaður hefur verið greiddur af menntamálaráðuneyt- inu en nú er leikskólinn kominn yfir til sveitarfélaganna og því er þetta spuming um verkaskiptingu. Ég tel nauðsynlegt að þetta mál verði rætt bæði við sveitarfélögin og einnig þarf félagsmálaráðu- neytið að koma að þessu en við höfum verið að borga samkvæmt lögum sem heyra undir félags- málaráðuneytið þannig að það er svolítið einkennilegt hvemig að þessu er staðið í stjómkerfinu,“ segir menntamálaráðherra. Hann segir ennfremur að þetta sé vandi sem verið sé að reyna að leysa en það hafi þau áhrif að tal- meinafræðingar fái minna borgað úr opinberum sjóðum en þeir telja sig eiga rétt á. „En að sú fjárhæð sem varðar t.d. stamara sé 2 millj- ónir, eins og segir í leiðara Morg- unblaðsins, það er út í bláinn. Það er ekki um svo háar fjárhæðir að ræða.“ Er í skoðun hjá Akureyrarbæ Ingibjörg Eyfells, leikskólafull- trúi, segir að þetta mál sé í skoðun hjá Akureyrarbæ. Menntamála- ráðuneytið greiði hluta kostnaðar vegna stuðnings fatlaðra bama á leikskólum og fari upphæðin eftir því hvernig fötlunin sé greind. Akureyrarbær greiði svipaða upp- hæð á móti. I hópi stuðningsbama á leikskólum bæjarins eru böm með málerfiðleika sem tengist annarri fötlun. Böm með fram- burðargalla eða stam t.d. séu hins vegar ekki skilgreind fötluð sbr. lög um málefni fatlaðra nr. 59/1992 og njóti því ekki stuðn- ings umfram það sem leikskóla- kennarar, oft í samvinnu við tal- meinafræðinga, geti veitt. „Foreldrar þessara barna hafa því sjálfir greitt talmeinafræðing- um fyrir nauðsynlega þjónstu og hefur Tryggingastofnun ríkisins greitt hluta kostnaðar samkvæmt mati en menntamálaráðuneytið fyrir þau börn sem Trygginga- stofnun greiðir ekki. Menntamála- ráðuneytið hætti beinum greiðsl- um til talmeinafræðinga 1. júlí en hefur tilkynnt að það muni greiða til rekstraraðila leikskóla fyrir kostnað við þjónustu þeirra í sam- ræmi við lög um málefni fatlaðra og reglur um greiðslur ríkissjóðs vegna fatlaðra bama á leikskólum. I suttu máli þýðir þetta að ríkið greiðir ekki lengur fyrir þau böm sem hvorki falla undir mat Trygg- ingastofnunar né lög um málefni fatlaðra,“ segir Ingibjörg. Leikskólanefnd fundaði síðast- liðinn fimmtudag og var málið rætt en ekki var tekin ákvörðun um hvemig leikskólinn getur auk- ið þjónustu við þessi böm. Sú ákvörðun var hins vegar tekin að Inga Einarsdóttir, leikskólaráð- gjafi vegna stuðningsbama, kann- aði hversu umfangsmikill vandinn væri. Ingibjörg segir að í umræð- urp Eyþings um skólaþjónustu séu m.a. uppi hugmyndir um að þjón- usta við sérþarfaböm verði sam- eiginleg fyrir böm á leikskóla- og grunnskólastigi og því eðlilegt að þetta mál sé skoðað með hliðsjón af því. Hvað með börn utan leikskóla? Valdís Jónsdóttir, talmeinafræð- ingur á Akureyri, segir það vera réttlætismál að greitt sé fyrir að- stoð við böm með talgalla rétt eins og ríkið greiðir aðstoð við böm með annars konar fötlun. í grunnskólanum sé þessi þjónusta veitt en böm á forskólaaldri verið útundan. Jafnvel þó Leikskóla- deild Akureyrar myndi ráða til sín talkennara yrðu enn ýmis vanda- mál til staðar. „Hvað með böm sem eru ekki í leikskóla, þau sem eru heima eða hjá dagmömmum? Það er heldur ekki nóg að Akur- eyrarbær semji við talkennara heldur þarf að komast að sam- komulagi við öll litlu sveitarfélög- in í kring.“ Valdís segir ófullnægjandi að böm með talgalla fái ekki aðstoð fyrr en í grunnskóla. „Bamið líður fyrir þessa fötlun. Það fer illa með einstaklinginn ef hann er ekki skilinn og hann er öðruvísi en aðr- ir og það gildir fyrir bam líka. Ef við bíðum lengi með að laga tal- galla er einnig hætta á að bamið verði erfitt hegðunarlega séð, því böm kunna ekki að bregðast við öðruvísi en með brenglaðri hegð- un.“ AI Glæsitök á flygil Laugardaginn 14. október efndi píanóleikarinn Valgerður Andrés- dóttir til tónleika á Sal Tónlistar- skólans á Akureyri. Á efnisskrá voru verk eftir Jórunni Viðar, C. Debussy, F. Chopin, W. A. Moz- art og F. Liszt. Valgerður Andrésdóttir er Hafnfirðingur að uppruna og nam við skóla hér á landi þar til að hún hélt til framhaldsnáms í Þýska- landi. Hún hefur haldið tónleika hér á landi, en starfar mest erlend- is og hefur leikið þar víða. Nú býr Valgerður í Kaupmannahöfn. Valgerður er lifandi og tjáning- arríkur túlkandi. Það kom þegar fram í fyrsta verkinu, sem hún lék, en það var Hugleiðingar um fimm gamlar stemmur eflir Jórunni Við- ar. Verkið skiptist í fimm kafla, sem bera yfirskriftirnar Allegro, Cantabile, Pesante, Lento og Vi- vo. Verkið er fjölbreytt að blæ. Það sver sig í anda síns tíma. í því má heyra tónamál, sem svipar til þess blæs, sem kemur fyrir í verk- um Jóns Leifs, enda Jórunn Viðar samtíðarmaður hans, en hann virðist nú fyrst vera að ná viður- kenningu landa sinna. Verk Jór- unnar hafa verið leikin nokkuð á tónleikum hér á landi, en þó ekki svo mikið, sem ástæða væri til. Þau eru hugmyndarík, þjóðleg og iðulega hrífandi. Ef til vill hafa tónsmíðar hennar liðið fyrir þann blæ, sem þær bera, eins og Jóns TONLIST HAUKUR Á6ÚSTSSON SKRIFAR Leifs, eða, sem enn verra væri, fyrir það vanmat, sem virðist á stundum vera uppi á verk kvenna á tónlistarsviðinu. Túlkun Val- gerðar Andrésdóltur á hugleiðing- um Jórunnar Viðars var innlifuð og laðandi. Fjölbreytni í úrvinnslu kom vel fram og hinn ólíki blær þátta verksins naut sín skemmti- lega. Þetta verk, sem önnur eftir Jórunni Viðar, mætti skreyta tón- leikaskrár fleiri íslenskra píanó- leikara. Það er þess virði að það heyrist tíðar. Næst lék Valgerður Andrés- dóttir hið myndræna verk C. De- bussys La cathedrale engloutie og náði vel að túlka myndmál tónlist- arinnar í þessu magnaða verki. Síðara verkið eftir Debussy fórst henni ekki síður úr hendi, en það var Pour les arpéges composés, rómantískt verk, hugljúft og ang- urvært í túlkun Valgerðar. Eftir F. Chopin lék Valgerður Andrésdóttir Ballöðu op. 47 í As- dúr og Ballöðu op. 23 í g-moll. Þessi verk lék listamaðurinn af mikilli næmni og dró fram í þeim blæbrigði, sem létu fallega í eyr- um. Skemmtilegt var heyra hve vel Valgerði tókst að draga fram áleitna hrynjandi í fyrri ballöðunni og fallega hendingamótun hinnar síðari. Næst á efnisskrá var Sónata í D-dúr KV. 576 eftir W. A. Moz- art. Þetta verk, sem skiptist í þrjá kafla, Allegro, Adagio og Alle- gretto að klassískum sónötustíl, var svo sem Ijúf hvfld eftir þétta hljóma rómantísku tónskáldanna. Heiðríkja verksins naut sín fagur- lega í öruggri túlkun Valgerðar Andrésdóttur. Lokaverk tónleikanna var Aprés une Lecture de Dante - Fantasia quasi Sonata eftir virtú- ósinn F. Liszt. Hér reyndi á ekki síður en í fyrri verkum. Verkið er leikið í samfellu, en skiptist þó í nokkra hluta, sem hver hefur sinn blæ og býður hver upp á sínar þrautir í túlkun. Valgerður Andr- ésdóttir stóðst þær með glæsibrag. Þetta voru ánægjulegir tónleik- ar og vöktu að vonum veruleg fagnaðarlæti þakklátra áheyrenda, sem höfðu kunnað vel að meta glæsitök listamannsins á flygilinn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.