Dagur - 18.10.1995, Side 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 18. október 1995
MINNINO
%
Ami Valmundsson
Fæddur 17. apríl 1923 - Dáinn 11. október 1995
Árni Valmundsson fæddist á Akur-
eyri 17. apríl 1923. Hann varð bráð-
kvaddur þ. 11. okt. sl.
Foreldrar hans voru Valmundur
Guðmundsson vélsmiður á Akur-
eyri, f. 29. júní 1890, d. 24. júlí 1963
og Sigríður Árnadóttir f. 27. júlí
1901, d. 31. ágúst 1962. Systkini
Árna eru: Anna Valmundardóttir f.
9. jan. 1925, maki Eysteinn Árna-
son, Guðný Valmundardóttir f. 17.
ágúst 1926, d. 24. jan. 1989, maki
Stefán Guðjohnsen (látinn), Einar
Valmundsson f. 28. mars 1928,
maki Hallfríður Sigurgeirsdóttir,
hálfbróðir Árna (sam-mæðra) er
Eiður Baldvinsson.
Árni kvæntist Önnu Daníelínu
Pétursdóttur frá Brekkukoti í
Svarfaðardal þ. 31. ágúst 1946.
Þau eignuðust 2 syni og þeir eru:
Árni, framkvæmdastjóri, kvæntur
Margréti Þorvarðardóttur og eiga
þau 2 börn, Hjalta og Önnu Björk;
Valmundur Pétur, matreiðslumeist-
ari, kvæntur Ingibjörgu Ringsted
og eiga þau 4 syni, Baldvin, Árna
Má, Pétur Örn og Stefán Erni.
Árni Valmundsson nam vélsmíði
við Iðnskólann á Akureyri og hjá
föður sínum og ráku þeir feðgar
saman vélaverkstæði á Akureyri.
Eftir lát Valmundar rak Árni véla-
verkstæðið allt til ársins 1971, en þá
hóf hann störf hjá Siglingamála-
stofnun ríkisins sem skipaskoðunar-
maður. Síðar varð Árni umdæmis-
stjóri stofnunarinnar á Norður-
landi, með aðsetur á Akureyri.
Gegndi hann því embætti allt til
ársins 1993. Hann gegndi jafnframt
ýmsum öðrum störfum. Til nokk-
urra ára var hann prófdómari í
sveinsprófum í sinni iðngrein, tók
þátt í sjóprófum, sá um tjónamat
fyrir tryggingafélög o.fl.
Til margra ára var Árni með
umboð og þjónustu fyrir Saab báta-
vélar á Islandi.
Útför Árna fer fram hjá Akur-
eyrarkirkju í dag og hefst athöfnin
kl. 13.30.
I dag verður jarðsunginn frá Akureyr-
arkirkju Árni Valmundsson, fv. um-
dæmisstjóri Skipaskoðunar ríkisins á
Akureyri.
Ámi kvaddi þennan heim snögg-
lega, en hann varð bráðkvaddur á
heimili sínu þann 11. október sl.
Vissulega kemur það við þá er til
þekkja, þegar fólk í fullu fjöri, þótt
komið sé á eftirlaunaaldur, er hrifið
svo skjótt burt og án viðvörunar.
Ámi Valmundsson lærði vélsmíði
hjá föður sínum í Smiðjunni og lauk
síðar prófi frá Iðnskólanum á Akur-
eyri, en eflaust hefur hann byrjað að
fikta og aðstoða föður sinn strax og
aldur hefur gefið tilefni til. Smiðja
Valmundar var til húsa, þar sem nú
heitir Smiðjan-veitingahús, mitt í mið-
depli höfuðstaðar Norðurlands - Ak-
ureyrar. Tímamir breytast og menn-
irnir með en Smiðjan þjónar samt
þeim er þangað koma, enn þann dag í
dag, þótt á öðrum vettvangi sé.
Ámi reisti af framsýni verkstæðis-
hús nálægt Slippnum en á þeim tíma
var Slippurinn lítið fyrirtæki miðað
við það sem hann er nú.
Ámi flutti starfsemi sína þangað,
enda voru miklar vonir og breytingar í
atvinnulífi á Akureyri á þeim tíma og
miðbærinn að taka á sig þá mynd sem
hann hefur í dag. Árni rak verkstæðið
um árabil þar til hann tók við starfi
hjá Skipaeftirlitinu 1970/71, sem eftir-
litsmaður og síðar sem umdæmisstjóri
eftirlitsins á Norðurlandi, en því starfi
gegndi hann til starfsloka 1993.
Ámi kvæntist Önnu Péturdóttur,
ættaðri úr Svarfaðardal og eignuðust
þau tvo syni; Áma, framkvæmdastjóra
íslenska lyfjafyrirtækisins í Vilnius og
Valmund, matreiðslumeistara á Akur-
eyri.
Alllengi bjó fjölskyldan í Ránar-
götunni en keypti síðan fallegt einbýl-
ishús með góðum garði og möguleika
á ræktun trjáa og blóma.
Ámi var mjög vandaður maður til
orðs og æðis, einn af þeim sem var
samkvæmur sjálfum sér og sem mað-
ur bar virðingu fyrir.
Hann var fastur á skoðunum sínum
um stjómmál og um menn og málefni.
Það var því virkilega gaman að gant-
ast við hann um sjtómmál, lands-
byggðapólitíkina og lífið yfirleitt, því
við vomm ekki ávallt á sömu skoðun.
Þetta gaf umræðunum gildi þannig
að báðir höfðu gaman af.
Ég og fjölskylda mín höfum notið
ríkulega af vináttu og gestrisni fjöl-
skyldunnar í Ránargötu og Espilundi
5 í áratugi, það ber vissulega að þakka
og aldrei verður það að fullu þakkað,
en þar bar aldrei skugga á. Við Unnur
og böm okkar þökkum vináttuna og
samfylgdina og vottum Önnu, Áma,
Valmundi og fjölskyldum þeirra, okk-
ar innilegustu samúð
Óskar H. Gunnarsson.
Ég horfi út um gluggann minn, á
haustlaufin falla eitt af öðru. Laufin
sem virtust ætla að halda sínum hlýja,
græna sumarlit fram á haustdaga,
fölnuðu skyndilega og hníga nú til
jarðar hægt og tignarlega. Fráfall míns
kæra tengdaföður Áma Valmundsson-
ar, bar jafnskjótt að og haustið, sem
sveipaði trén í garðinum mínum.
Hann sem gekk hress til sinna starfa á
degi hverjum og hlúði svo vel að fjöl-
skyldu sinni. Ámi var hlýr og góð-
hjartaður maður sem átti stóran sess í
lífi afabarnanna sinna. Hann var þeim
bæði góð fyrirmynd og sannur vinur.
Enginn var viðbúinn því að hann yrði
hrifinn burt frá okkur svo fyrirvara-
laust. Það er fátt um svör og erfitt að
hugga lítinn dreng sem segir að nú
geti afi ekki lagað vélina í bátinn. Lít-
ill afastrákur sem var búinn að sjá þá
fyrir sér, afa, pabba og bræðuma sigla
út á sjó á litla bátnum, á góðviðrisdegi
næsta sumar. Ámi afi var elskaður og
dáður af drengjunum og okkur, sem
áttum þá gæfu að eiga hann að. Sökn-
uðurinn ristir djúpt.
„Svo lída tregar sem tíðir. “
Til eru hamrar svo stríðir,
að allra þeir kraftanna krefjast.
I kraftinum sálirnar hefjast.
(Hulda)
Ég vil fyrir hönd okkar allra þakka
Áma fyrir árin öll og bið Guð að
blessa minningu hans og gefa Önnu
styrk í sorginni.
Ingibjörg Ringsted.
Margar hugsanir og minningar hafa
farið í gegnum hugann eftir að mér var
tilkynnt andlát séra Þórhalls Höskulds-
sonar. Fregnin er þó enn óraunveruleg
enda stutt síðan við vorum saman
ásamt fleiri prestum að ræða kirkjunn-
ar mál. Þar leiddi Þórhallur umræður
af áhuga enda hafði hann kynnt sér
þau vel sem hann ætíð gerði. Gott var
að sækja til hans ráð og leiðsögn,
traustur og varfærinn sem hann var, en
þó svo ákveðinn og fastur fyrir ef hon-
um fannst slíkt nauðsynlegt.
Þórhalli var um sína daga falið að
leiða margvíslega baráttu á vegum
kirkjunnar. Ég nota orðið baráttu því
þau málefni er hann sinnti vom mörg
hver afar erfið og tímafrek og reyndu
mjög á baráttuþrek og þolgæði. Má
þar nefna mörg stór mál er snerta
kirkjuna í heild s.s. samskipti ríkis og
kirkju og eignamál kirkjunnar. En þó
að Þórhallur ynni ötullegá að þessum
málum þá fannst mér ætíð standa næst
hjarta hans málefni þeirra er erfitt eiga
og þurfa að berjast fyrir tilveru sinni
og rétti í íslensku þjóðfélagi nútímans.
Því kom krossinn strax í huga mér er
ég leit yfir starf þessa starfsfélaga,
jafnt sálusorgun sem predikun. Þór-
hallur tók sér stöðu við hlið þeirra sem
báru þungar byrðar og fómaði miklum
tíma og þreki til að létta ok þessara, og
veita birtu Krists og lífgefandi von inn
í líf þeirra í orði og verki.
En fyrir Þórhalli var krossinn ekki
aðeins tákn um böl og byrði. Miklu
heldur flutti krossinn honum boðskap-
inn um sigur Krists yfir órétti og synd.
I einlægu og takmarkalausu trausti til
Krists, og í eftirfylgd við frelsara sinn,
hélt hann stöðugt áfram þjónustu sinni,
þó að fáir þekktu betur en hann að
slíkt starf reynir á þrek til líkama og
sálar. „Vér finnum vanmátt vom“
skrifaði hann, „en hopum þó ekki, því
Kristur „mun sjálfur, er þér hafið
þjáðst um lítinn tíma, fullkomna yður,
styrkja og öfluga gjöra. Hans er mátt-
urinn.“ (I.Pét.5.10)“(Kristnar hugvekj-
ur I, Reykjavík 1980, bls. 171)
Trú Þórhalls nam „bjarta raust frá
krossi Krists: Ég skal bera byrði þína,
hvort sem hún heitir sorg eða vonleysi,
syndavitund eða dauðans angist. Þetta
er leyndardómur krossins" skrifaði
hann um atburði föstudagsins langa.
„Þess vegna ber bjarma vonar og gleði
inn í myrkur þessa dags. Þess vegna er
krossinn sigurtákn og vér syngjum:
Eg veit minn Ijúfur lifir
lausnarinn himnum á,
hannrœður ölluyfir,
einn heidrJesús sá,
sigrarinn dauðans sanni
sjálfur á krossi dó
og mér svo aumum manni
eilíft lífvíst til bjó.
H.P.“ (Kristnar hugvekjur I,
Reykjavík 1980, bls. 175)
Islensk kirkja hefur mikið að þakka
fyrir að Guð hafi gefið henni Þórhall
Höskuldsson til þjónustu í kirkju
Krists. Af alhug þakka ég að hafa
fengið að eiga hann að sem vin og
samstarfsmann um árabil. Við skyndi-
legt og ótímabært fráfall hans býr djúp
sorg og söknuður í hjarta allra þeirra
er hann þekktu, en ljúfar minningar
um þennan trausta þjón Drottins búa
með okkur. Við höfum öll misst mik-
ið. Þar er missir þeirra mestur er næst
honum stóðu og bið ég Guð að gefa
eiginkonu Þórhalls, bömum hans og
öðrum ættingjum styrk og huggun á
erfiðum tímum.
Jón Helgi Þórarinsson.
Elsku Þórhallur,
enginn veit hvað átt hefur, fyrr en
misst hefur. Stundum er hægt að vinna
aftur missinn, en stundum er það ekki
hægt. Þetta á ef til vill einna sterkast
við um þá er falla okkur frá.
Þegar ég frétti af fráfalli þínu trúði
ég ekki viðmælanda nrinum. Mín eyru
neituðu að trúa því sem og hjarta mitt
og sála mín. Þannig fór þó að lokum
að viðmælanda mínum tókst að sann-
færa mig, þó ég hafi varla greint það
sjálfur. Yfir mig reið flóð minninga og
minningarbrota. Þú, inni á skrifstof-
unni þinni á heimili þínu. Þú, yfir
fréttunum. Þú, bakvið hús á góðum
sumardegi að grilla. Þú, á knattleik, að
styðja við bakið á okkur vinunum. Þú,
að hjálpa við ritgerðir. Þú, að kenna
okkur í Gagnfræðaskólanum. Þú að
leiðbeina okkur. Þú.. ,þú.. ,þú...
Ég kvaddi viðmælanda minn, fól
andlit mitt í greipum mér og grét. Ég
grét þínum tárum, þínum tárum og
fjölskyldu þinnar, minna vina. Fráfall
þitt er okkur öllum mikið áfall. Við er-
um haimi slegin. Meðan við biðjum
fyrir þér og þínum nánustu megum við
þakka fyrir sérhvert það ár sem við
höfum fengið að njóta samvista við
þig. Góðvild og umhyggja, ráðvendni,
skarpskyggni og lítillæti, óendanleg
þolinmæði og rólyndi. Þessum mann-
kostum varstu gæddur. Manni leið
ætíð vel í nærveru þinni og fann til ör-
yggis. Þú varst afar ósérhlífinn maður,
vannst gríðarlega mikið svo ekki sé
meira sagt. Þú hafðir samt tíma til að
sinna öllum þeim er knúðu dyra. Þar
var engum vísað frá. En umfram allt
þá varst þú góður maður og þannig
munum við minnast þín, prestur, faðir
og vinur.
Megi Guð vemda þig og varðveita
um alla ókomna tíð.
Eg bið þig góðan Guð að taka,
í greipar þér hinn mœta mann.
Sem til þín núna snýr til baka,
sjá hversu fljótt þú sóttir hann.
Kæra fjölskylda, góðu vinir, við
biðjum ykkur blessunar Guðs og
huggunar í sárum harmi.
Ykkar vinir,
Biggi, Ásgeir, Bragi, Mikki, Rún-
ar, Ómar, Valli, Doddi.
Á björtum vordögum fyrir um aldar-
fjórðungi var mér falið að rita bókar-
kafla. Um nokkum tíma hafði ég hug-
leitt á hvem hátt nálgast mætti þetta
efni; hvort verkið ætti að bera yfir-
bragð hinnar þurru upptalningar eða
hvort léttari frásagnarstíll kæmi sögu
heimasveitar og félagsmála þar betur á
framfæri. Að lokinni umhugsun ákvað
ég að fara bil beggja: þjóna staðreynd-
unum eftir því sem heimildir féllu til
og rými í takmarkaðri grein leyfði en
reyna einnig að fylgja formi hinnar
einföldu frásagnar. Auk þess að velta
fyrir mér efni og umfjöllun þessa litla
bókarkafla hugleiddi ég hvert sækja
mætti ráð í vanda sem óvanur sagna-
ritari gæti staðið frammi fyrir.
Áður en mér hafði komið neinn til
hugar í því efni færði ég í tal við sr.
Þórhall Höskuldsson, sem þá var ný-
lega orðinn prestur á Möðruvöllum í
Hörgárdal, við hvað ég væri að fást.
Við höfðum ekki átt mörg orð um
þetta viðfangsefni mitt þegar ég fann
mikinn áhuga hans á því og komst að
raun um að þar væri ef til vill að fá
ýmsar þær ráðleggingar, aðhald og
uppörvun sem nýliðann vanhagaði um.
Eftir því sem við ræddum þetta lengur
varð mér ljósara að þama hafði ég
fundið þann ráðgjafa er ég leitaði eftir.
Sr. Þórhallur fylgdist með framvindu
verksins af áhuga og auk margra gagn-
legra leiðbeininga tók hann að sér yfir-
lestur þess við verklok þar sem enn
var veitt af hollum ráðum. Heimsókn-
imar að Möðmvöllum urðu því margar
þetta vor; kvöldstundimar er teygðust
fram á nætur og vissulega var margt
fleira rætt en ritstörf mín á þessum
björtu vorkvöldum.
Kvöldstundimar í eldhúsinu á
Möðruvöllum forðum komu í hugann
þegar sú fregn var borin mér í eyra á
ferð um Hvalfjarðarströnd á laugar-
dagsmorgni að sr. Þórhallur væri allur.
Stundir sem lýstu honum betur en
margt annað; að eiga áhuga og tíma til
að fylgjast með þessu frásagnarkomi
er ég vann að og vilja til að fylgja því
eftir allt til enda. Ég hygg að þama
hafi komið fram þau einkenni er mörg
starfa hans báru vitni og þeir fengu að
reyna er samvista við hann nutu og
þjónustu hans þáðu. í starfi hans sem
sóknarprestur, fyrst á Möðruvöllum og
síðar á Akureyri, nutu þessir eiginleik-
ar sín þar sem margir þurftu til hans að
leita. Ekki kæmi á óvart þótt sá sólar-
hringur, sem skaparinn hefur lagt
manninum í hendur til starfs og hvíld-
ar, hafi oftar en ekki verið honum of
skammur ef sinna átti öllu því sem að
kallaði og hann vildi leggja lið. Dag-
amir liðu því hratt og þótt starfsaldur-
inn hafi orðið styttri en samferða-
mennirnir höfðu búist við er æfistarf
hans ærið. Um það geta þeir borið sem
leitað hafa til hans; hvort sem var sem
prests eða persónuleika sem var boð-
inn og búinn að liðsinna í vanda þar
sem hann knúði dyra. í preststarfinu
lét hann hinn mannlega þátt mjög til
sín taka og lét sér annt um málstað
þeirra er orðið höfðu að þola það sem
oft virðast óverðskuldaðir erfiðleikar.
Þannig opnaði hann Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju því fólki sem við at-
vinnuvanda og einangmn þurfti að
stríða og var stöðugt að leita leiðá 'til
að létta því lífsbaráttuna með
einhverju móti.
Sr. Þórhallur var í eðli sínu stjórn-
málamaður þótt hann kysi að beita
þeim eiginleikum í þágu kirkjunnar og
hinna mörgu sem þangað leita af ýms-
um orsökum. Á þann hátt auðgaði
hann starfsvettvang sinn og opnaði
fjarlægum leið að húsi hins almáttuga.
Fyrir löngu mátti sjá að sá er yfir öllu
vakir hafði ætlað honum verðugt verk-
efni og ærinn starfa. En hitt var ekki
fyrir séð að hans yrði þörf á öðrum
stað með svo skjótum hætti sem orðið
hefur.
Einhverju sinni eftir að við höfðum
rætt bókarkafla minn í eldhúsinu á
Möðruvöllum forðum benti sr. Þór-
hallur mér á grafskrift á legsteini í
Möðruvallakirkjugarði. Grafskrift
þessi er hinsta kveðja Jóns Jónssonar,
prests, sem þjónaði Möðruvallaklaust-
ursprestakalli fyrr á tímum, til sinna
eftirlifenda. Þótt sr. Þórhallur hafi á
margan hátt notið eðlis og eiginleika
stjómmálamannsins í störfum sínum í
þágu kirkjunnar og þeirra er þangað
hafa leitað var hann einnig trúr hinum
æðri boðskap. Því fer vel á að minnast
hans með niðurlagi hinnar gömlu graf-
skriftar sem hann hafði mætur á og
hljóðar þannig:
„Minnstu þess maður
hvað mestu varðar
tak ráð í tíma
og treystu Guði. “
Þórður Ingimarsson.
Eftirfarandi minningarljóð birtist í
blaðinu í gær en eitt orð misritað-
ist, sem beðist er velvirðingar á, og
birtist ljóðið rétt hér á eftir.
Kveðja frá Stefáni Valgeirs-
syni og fjölskyldu
Það grúir nú sorg yfir sveitinni minni,
séra Þórhallur Höskuldsson látinn er.
I návist hans höfðum afkœrleika kynni
kom oft ti! þeirra erþjáningu ber.
Þá verður fátœkum mest það í minni
að misréttið átald’i hann allsstaðar hér.