Dagur


Dagur - 25.10.1995, Qupperneq 14

Dagur - 25.10.1995, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 25. október 1995 Glæsilegir minningartónleikar Skagfirska söngsveitin, Söngsveitin Drangey, Söngflokkurinn Veirumar og flokkur einsöngvara efndu til mikilla tónleika í íþróttahúsinu í Varmahlíð í Skagafirði laugardag- inn 21. október. Tónleikamir voru haldnir til minningar um Jóhann Pétur Sveinsson, lögfræðing, frá Varmalæk í Skagafirði, en hann var félagi í Skagfírsku Söngsveitinni í mörg ár. A tónleikunum í Varmahlíð voru einungis flutt lög eftir skagfirska höfunda: Eyþór Stefánsson, Guð- mund Valtýsson, Jón Bjömsson, Kristján Stefánsson og Pétur Sig- urðsson. Skagfirska Söngsveitin hóf tón- leikana og söng fjögur lög. Söngur þessa máttuga kórs hefur verið marglofaður og að verðugu. Flutn- ingur hans er jafnan fágaður og vandlega unninn. Agi í kórnum er góður undir stjórn Björgvins Valdimarssonar, söngstjóra hans, og túlkun langvíðast næm og áhrifarík. Af bar flutningur á laginu Bikarinn eftir Eyþór Stefánsson við ljóð Jóhanns Sigurjónssonar. Óskar Pétursson söng einsöng og gerði vel, en kórinn var fallega nýttur til þess að skapa hrif. Guðmundur Sig- urðsson söng einnig einsöng með kómum í laginu Mánaskin eftir Ey- þór Stefánsson við ljóð eftir Helga Konráðsson, og gerði talsvert vel. Næst komu fram einsöngvaram- ir Helga Rós Indriðadóttir, Asgeir Eiríksson, Margrét Stefánsdóttir og Sigurjón Jóhannesson. Þessir lista- menn komu fram bæði í einsöng og í tríói, þar sem Ásgeir, Helga Rós og Margrét lögðu saman krafta sína. Öll stóðu vel fyrir sínu, en af bar af flutningur Helgu Rósar á Lindinni eftir Eyþór Stefánsson við ljóð eftir Huldu og flutningur Sig- urjóns Jóhannessonar á laginu Líf eftir Pétur Sigurðsson við ljóð eftir Stefán frá Hvítadal. Ásgeir Eiríksson hefur eftirtekt- arverðan mjúkan bassa. í laginu Myndin þín eftir Eyþór Stefánsson við ljóð eftir Gísla ðlafsson, gerði hann í heild vel, en fyrir kom að röddin lokaðist lítillega á neðan- verðu sviði sínu. Einnig mætti fas hans vera lipurra. Margrét Stefáns- dóttir flutti lagið Heiðló eftir Jón Björnsson við ljóð Stefáns frá Hvítadal. Flutningur hennar var ör- uggur, en blær raddarinnar var lítils háttar flár. Allir þessir einsöngvarar eru ungir að árum og eiga enn eftir mikið í mótun sinni. Allir hafa það til að bera, sem vekur vonir um enn betri flutning er stundir líða. Söngsveitin Drangey var næst á efnisskrá. Söngstjóri hennar er Snæbjörg Snæbjamardóttir. Hún stóð að stofnun Skagfírsku söng- sveitarinnar og stjórnaði henni fyrstu þrettán starfsárin. Söngsveit- in Drangey flutti þrjú lög og bar af flutningur á laginu Vor, þar sem Friðbjöm G. Jónsson söng einsöng með kómum. Friðbjörn gerði tals- vert vel og kórinn var traustur jafnt í bakröddum sem öðmm hlutum flutnings síns. Einsöngvarar komu aftur fram að söng Söngsveitarinnar Drangeyj- ar loknum. Fyrst sungu Ásgeir Eiríksson og Sigurjón Jóhannesson dúett í laginu Þú varst mitt blóm eftir Jón Bjömsson við ljóð Davíðs Stefánssonar. Raddir þeirra féllu vel saman og varð úr fagur flutn- ingur. Annan dúett mynduðu Helga Rós Indriðadóttir og Margrét Stef- ánsdóttir og í laginu Þú sem eldinn átt í hjarta eftir Jón Bjömsson við ljóð eftir Davíð Stefánsson. Raddir söngkvennanna féllu ekki svo vel saman sem skyldi. Því var áferð í flutningi ekki verulega áheyrileg, þó að öryggi brysti ekki. Þriðja dú- ettinn skipuðu Óskar Pétursson og Sigurjón Jóhannesson og sungu þeir lagið Hirðingjasveinninn eftir Jón Bjömsson við ljóð Kjartans Ólafs- f Verkmenntaskólinn á Akureyri INNRITUN Innritun til náms á vorönn 1996 lýkur föstudaginn 3. nóvember nk. Þeir sem sækja síðar geta ekki vænst skólavistar. Skrifstofa skólans er opin alla kennsludaga kl. 08.-15. Skólameistari. Jóhann Pétur Sveinsson. sonar. Flutningur var léttur og glað- legur. í þessum flokki söng Friðbjöm G. Jónsson lagið Nóttin með ljósa lokkinn eftir Eyþór Stefánsson við ljóð eftir Jóhann Sveinsson frá Flögu. Friðbjöm túlkaði lag og ljóð vel, en nokkrir brestir vomr á stöku stað í rödd hans. Lokaatriði í þess- um flokki var einsöngvarakvartett skipaður, Ásgeiri, Helgu Rós, Mar- gréti og Sigurjóni. Þau fluttu lagið Vorið kom í nótt eftir Jón Bjöms- son við ljóð Kjartans Ólafssonar. Flutningur kvartettsins var snyrti- lega af hendi leystur, en heldur meiri samhæfing raddanna hefði verið æskileg. MINNIN Cm Söngflokkurinn Veimrnar var næstur á efnisskrá og flutti tvö lög. Hljóm og fyllingu skorti í fyrra lag- ið: Við nyrsta haf eftir Kristján Stefánsson bæði lag og ljóð. Síðara lagið: Lítið skrjáf í skógi eftir Guð- mund Valtýsson við ljóð eftir Aðal- stein Hermannsson, var hins vegar vel flutt og virtist söngflokkurinn fmna sig gjörla í því. Lokaatriði þessara miklu tón- leika var samsöngur allra þeirra söngflokka, sem fram höfðu komið. I þessum lið voru flutt tvö lög. Hið fyrra var Ætti ég hörpu eftir Pétur Sigurðsson við Ijóð Friðriks Han- sens og stjórnaði Snæbjörg Snæ- bjamardóttir því, en hið síðara var Björt nótt eftir Jón Bjömsson við ljóð Davíðs Stefánssonar og var það sungið undir stjóm Björgvins Valdimarssonar. Bæði lög fórust hinum geysistóra kór vel úr hendi. Áheyrendur, sem gerfylltu hinn stóra sal og áheyrendastúku íþrótta- hússins í Varmahlíð voru ekki á því að sleppa söngfólkinu að efnisskrá lokinni og báðu um aukalög með áköfu klappi sínu. Þau voru veitt og voru ekki síður vel flutt en það efni, sem fram kom í efnisskrá. Síðast þessara laga var lagið Skagafjörður, Héraðssöngur Skagfirðinga. Þannig skal ljúka tónleikum Skagfirðinga hvort heldur heima eða heiman. Haukur Ágústsson. Ég er að hlusta á snældu sem hálf- bróðir minn, Þórir Kristjánsson, sendi mér. Á snældunni er upp- taka af jarðarför móður hans, en ég var þar ekki viðstödd. Rödd prestsins, sterk og hljómþýð, vek- ur eftirtekt mína. Ég hlustaði á orð hans, látlaus og hlý. Mér varð ljóst að hér talaði heimilisvinur, sem gjörþekkti allar aðstæður og skildi allt. Presturinn var séra Þórhallur Höskuldsson. I erfiðum veikindum Þóris bróður míns síðar sagði hann oft: „Ég ætla að tala við séra Þórhall“, eða „Hann séra Þórhallur hjálpar mér við þetta.“ Svo hringir síminn hjá mér einn daginn og ég heyri aftur þessa hlýju og samúðarríku rödd. Þórir, bróðir minn, er dáinn. Það er séra Þórhallur, sem flytur mér þessa fregn. Kynni mín af þessum bróður mínum voru í molum. í líkræðu séra Þórhalls fæ ég brotabrotin til að falla saman og myndin skýrist verulega. Þeir, presturinn og Þórir, voru frændur og vinir. Báðir áttu ættir að rekja til Skriðu í Hörgárdal og báðir höfðu dvalið þar löngum. Séra Þórhallur gerði það ekki endasleppt við mig. Hann sendi mér ættartölu, sem sýndi mér hvernig skyldleika okkar var farið. Ekki löngu síðar var hann, ásamt konu sinni, dóttur o.fl. fólki á ferð um Bárðardal. Þá áttum við góða stund á heimili mínu. Ég vonaði að það yrði upphaf að meiri kynnum. Nú erum við hljóð og harmi slegin. Efst í huga er þó þakklæti fyrir þann tíma, sem hann var á meðal okkar og fyrir allt, sem hann gerði fyrir með- bræður sína og systur. Þóru Steinunni, bömum, aldr- aðri móður og stjúpa og öðrum ástvinum sendum við hjónin ein- lægar samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa þau og styrkja. Hjördís Kristjánsdóttir. AKUREYRARBÆR Frá Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar Vinnumiðlunarskrifstofan, Glerárgötu 26, hefur fengið nýtt símanúmer: 460 1470 bréfsími: 4601475 Vinnumiðlunarskrifstofa Akureyrar. Leiðbeínmgarrít um skipu- lag sumarbústaðahverfa Hjá Skipulagi ríkisins er komið út leiðbeiningarrit um skipulag sum- arbústaða og sumarbústaðahverfa. í ritinu er fjallað um undirbún- ing og gerð skipulags fyrir sumar- bústaði, bæði heil hverfi og staka bústaði. Ennfremur er umfjöllun um hvaða gögn þurfi að leggja fram og hverjir séu umsagnar- og samþykktaraðilar. Sýnd eru dæmi um hvemig ganga skal frá skipulagsuppdrátt- um, með hvaða hætti auglýsing gagnvart almenningi skuli vera og um formlegt afgreiðsluferli. Svo sem kunnugt er hefur fjöldi sumarbústaða í landinu auk- ist mikið og lætur nærri að hann hafi tvöfaldast á síðastliðnum tíu árum. Miðað við þéttbýlisstaðina hefur sumarbústaðabyggð þá sér- stöðu að landið er yfirleitt í einka- eign en ekki sveitarfélags, þannig að til að vel takist þarf víðtæka samvinnu milli þessara aðila og eigenda sumarbústaðanna. I ritinu er mælt með að í hverju sumarbústaðahverfi sé stofnað fé- lag sumarbústaðaeigenda er fari með sameiginleg hagsmunamál þeirra.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.