Dagur - 25.10.1995, Side 2

Dagur - 25.10.1995, Side 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 25. október 1995 FRÉTTIR Snarpar umræður í bæjarstjórn Akureyrar um Krossanesmalið: Hörð gagnrýni minnihlutans Sigurður J. Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær fréttaflutning af því að vaxandi líkur væru á sameiningu Laxár hf. og Krossaness hf. sem birt- ist í Degi í gær. Sigurður sagði fréttir af samningaumræðum ekki hafa borist inn á borð bæj- arráðs, bæjarstjórnar eða fram- kvæmdasjóðs bæjarins og það væri mjög ámælisvert. Hann spurði einnig hvort meirihlutavilji væri fyrir sölu á Krossanesverkmiðjunni og hvort nýjum aðilum sem tekið hefðu þátt í nýrri hlutafjáraukningu í verksmiðjunni hefði verið gerð grein fyrir hugsanlegri sölu hennar. Kostir hennar hefðu að undanfömu verið nokkuð þrengdir í ljósi þess að nýjar verksmiðjur væru að rísa á Fá- skrúðsfirði og í Helguvík í Reykjanesbæ. Sigríður Stefáns- dóttir, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, tók undir orð Sig- urðar og sagði það sérkennileg vinnubrögð hjá meirihluta bæjar- stjómar að bæjarfulltrúar læsu um væntanlega sölu á fyrirtæki í eigu bæjarins á síðum Dags. Jakob Björnsson, bæjarstjóri, sagði að fyrir ári hefði verið skipaður starfshópur með sölu á hlutabréfunum að markmiði en jafnframt yrði tryggt að starfsem- in yrði áfram í bænum. Ekkert yrði gert í málinu án undangeng- is samþykkis bæjarráðs og bæj- arstjómar og nýjum hlutafjáreig- endum væri kunnugt um að verk- smiðjan yrði hugsanlega seld. í umræðum um úthlutun lóða sagði Heimir Ingimarsson, bæj- arfulltrúi Alþýðubandalagsins, að dæmi væru þess að þeir sem hefðu fengið úthiutað lóðum í Hindar- eða Hörpulundi hefðu boðið öðrum lóðirnar gegn því að þeir fengju að reisa húsið. Heimir vildi að nöfn þeirra yrðu birt en Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins og formaður skipulagsnefndar, neit- aði þeirri ósk. Gísli Bragi upp- lýsti ennfremur að deiliskipulag norðurhluta miðbæjar kæmi til endanlegrar afgreiðslu á næstu dögum. Kjarasamningar verkfræðinga Sigríður Stefánsdóttir vakti at- hygli á því að í kjarasamningum við verkfræðinga væri ákvæði um að deildarverkfræðingar bæru 10,1% hærri laun en aðrir verkfræðingar og með því væri verið að auka launamismun hjá starfsmönnum bæjarins sem ekki væri æskileg þróun. Áður var þessi munur 7,4%. Samingurinn var samþykktur með 9 atkvæð- um, tveir bæjarfulltrúar sátu hjá. í lok bæjarstjómarfundarins var konum óskað til hamingju með daginn, 24. október. GG Kappklædd grunnskólabörn Þessa dagana er um að gera að klæða sig vel, því veðrið skiptir oft á dag um ham. Eins og sjá má á þessari mynd, sem Björn Gísla- son, Ijósmyndari Dags, tók í gær af grunnskólabörnum á Akureyri ásamt fylgdarmanni, eru þau vel klædd og við öllu búin á leið í og úr skóla. óþh r-------------^ Canon faxtækl með fax/símdeili Verð frá kr. 29.900 LVUTÆICI L Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 A Ingolfur Margeirsson fær úthlutaö úr Menningarsjóði útvarpsstööva: Heimildamynd um sögu og mann- líf í Hrísey A dögunum var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Útvarpsstöðva. Auglýst var eftir styrkjum í ágúst sl. og var sótt um styrki til 96 verk- efna auk þess sem áréttaðar voru 118 umsóknir vegna verkefna sem sótt var um á síðasta ári, en þá var ekki út- hlutað úr sjónum þrátt fyrir að auglýst væri eftir umsókn- um. Einn þeirra sem hlaut styrk að þessu sinni er Ingólf- ur Margeirsson, rithöfundur. Styrkinn, 1,5 milljón króna, fær hann til undirbúnings og framleiðslu efnis fyrir sjón- varp, og ber verkefni lngólfs heitið, Sögur úr Hrísey. „Ég hef haft sumarsetu í Hrísey undanfarin ár og kynnst fólkinu í eyjunni ágætlega. Ég var mjög hrifinn af fóikinu sem þama býr, ekki síst eldra fólk- inu, og hef haft mikinn áhuga á að gera sjónvarpsmynd um þetta fólk, við gctum sagt rosk- ið alþýðufólk í Hrísey. Hug- myndin er að bregða upp mynd af eyjunni, sögu hennar og tím- anum fyrr á árum. Þetta er um margt sérstakt samfélag og sem útgerðarstaður á Hrísey mjög merkilega sögu,“ sagði Ingólf- ur, aðspurður um efni myndar- innar. Kynni sín af Hrísey og Hrís- eyingum segir Ingólfur mega rekja til ársins 1990 þegar hann skrifaði ævisögu Áma Tryggva- sonar, en Ámi hefur sem kunn- ugt er lengi verið með sitt ann- að heimili í Hrísey. „Þetta end- aði með því að við hjónin keyptum okkur þarna lítið hús og síðan hef ég dvalið þar á hverju sumri og meira til. Ég skrifa mikið í Hrísey. Það má segja að ég hafí tekið ástfóstri við eyjuna og lít eiginlega á mig sem hálfgerðan Norðlend- ing núorðið,“ sagði Ingólfur. Hann segir hadritið rétt að vera að fæðast þessa dagana en til stendur að taka myndina upp og ganga frá henni í suntar. „Þetta er hugsuð sem heimilda- mynd fyrir sjónvarp, kannski svona 40 mínútur á lengd eða svo,“ sagði Ingólfur, og ekki er að efa að margir bíða spenntir eftir útkomunni. IIA STAFF kaupir Oddeyrargötu 1 í nýjasta tölublaði Flugleiðafrétta kemur fram að Starfsmannafélag Flugleiða hafi fest kaup á húsinu nr. 1 við Oddeyrargötu á Akur- eyri, sem er á meðfylgjandi mynd. Starfsmannafélagið keypti húsið fyrir 5.9 milljónir króna. I Flug- leiðafréttum kemur fram að húsið þarfnist nokkurra endurbóta. óþh Færri farþegar norður í sama tölublaði Flugleiðafrétta segir frá því að 200 færri farþegar hafi ferðast með Fokker vélum Flugleiða frá Reykjavík til Akur- eyrar á tímabilinu maí-ágúst í ár miðað við sama tíma 1994. Fram kemur að helsti orsakavaldurinn hafi verið samdráttur hjá sviss- nesku ferðaskrifstofunni Saga reis- en, sem hafi nýtt sér innlandsflug í miklum mæli til Akureyrar undan- farin sumur. Þá nefnir Gunnar Már Sigurfinnsson, sölustjóri innan- landsflugs, það í Flugleiðafréttum að bundið slitlag alla leiðina norð- ur á Akureyri valdi því að fólk kjósi í auknum mæli að fara land- leiðina milli landshluta í stað þess að fara með flugi. óþh Framsóknar- konur vilja kvennabanka Á landsþingi Landssambands framsóknarkvenna í Kópavogi um síðustu helgi var samþykkt tillaga þar sem því er beint til Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að komið verði á fót sérstökum kvenna- banka. Meðal annarra samþykkta á þinginu má nefna að konumar hvöttu þingflokk framsóknarmanna til að hafa forystu um að sunnudag- ar verði virkir fjölskyldudagar í þjóðfélaginu. Þá samþykktu fram- sóknarkonur að skora á landbúnað- arráðherra að bæta hlut kvenna inn- an félagskerfis bænda. óþh Sauðárkrókur: Bæjarmála- punktar Rafveitan gefur í tilefni 70 ára afmælis Raf- veitu Sauðárkróks samþykkir veitustjórn að gefa Sjúkrahúsi Skagfirðinga nýja lampa á lóð Sjúkrahússins. Jafnframt hefur veitustjórn samþykkt að setja upp lýsingu á malarvelli á íþróttasvæðinu. Viðurkenningar fyrir endurbyggingu Bygginganefnd hefur sam- þykkt að óska eftir því við bæjarstjóm að heimila nel'nd- inni að veita, þegar ástæða þyki til, viðurkenningu þeim húseigendum, sem staðið hafi fyrir endurbyggingu gamalla húsa í bænum. Systkinaafsláttur Félagsmálaráð hefur samþykkt systkinaafsiátt á leikskólum bæjarins og verði hann sem hér segir: 25% með öðru bami og 50% með þriðja bami. Þessi gjaldskrárbreyting tekur gildi 1. janúar á næsta ári. Eftirlit við ieikskólana Félagsmálaráð samþykkti á l'undi fyrr í þessum mánuði að beina þeim tilmælum til lög- reglu að auka eftirlit við leik- skóla bæjarins og þá sérstak- lega um helgar. Guðmundur til Kölnar íþrótta- og æskulýðsráð hefur samþykkt að styrkja Guðmund Jensson, forstöðumann sund- laugarinnar, um tæp 80 þúsund krónur auk dagpeninga í fimm daga til þess að sækja íþrótta- sýningu í Köln í Þýskalandi 25.-28. október. Erindi Stjána hafnað Atvinnumálanefnd sér sér ekki fært að verða við beiðni Krist- jáns Jónssonar („Stjána rneik") þess efnis að skoðað verði hvort unnt sé að smíða fjöl- notajeppa á Sauðárkróki í sam- vinnu við heimamenn eftir teikningum hans. í bókun at- vinnumálanefndar segir að hún telji að bæjarfélagið hafí ekki fjármagn til verkefnisins auk þess sem umbeðin aðstaða sé ekki fyrir hendi. „Mat á skólastarfí“ Skólanefnd grunnskóla hefur samþykkt tillögu Bjöms Sigur- björnssonar um að nefndin fari þess á leit við bæjarráð að það fjármagni aðstoð við „Mat á skólastarfi“ við Grunnskóla Sauðárkróks.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.