Dagur - 25.10.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 25.10.1995, Blaðsíða 1
78. árg. Akureyri, miðvikudagur 25. október 1995 205. töiubiað Skandia Lifandi samkeppni W - lœgri iðgjöld Geislagötu 12 • Sími 461 2222 Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra: Stofnað verði embætti skóla- fulltrúa og þrjár skólaskrifstofur INorðurlandskjördæmi vestra, líkt og víðast annarsstaðar, er komin á fullan skrið vinna til undirbúnings á flutningi grunn- skólans frá ríki til sveitarfélaga. Að undanförnu hefur Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra staðið fyrir fundum í kjördæminu þar sem þessi mál eru til umræðu. Hugmyndin er að stofna embætti skólafulltrúa, sem þjóni öllu kjördæminu og einnig verði settar á fót þrjár skólaskrifstofur, sem starfi sjálf- stætt og lúti ekki sameiginlegri yfirstjórn. „Við höfum verið að ræða möguleika á samstarfi allra sveit- arfélagana á Norðurlandi vestra og þar er hugmyndin um svokall- aðan skólafulltrúa. Við höfum sett þriggja manna nefnd í að kortleggja verksvið þessa skóla- fulltrúa og hugmyndin frá SSNV er að hann verði staðsettur á Blönduósi. Skólafulltrúinn verði einhvers konar endurútgáfa af fræðslustjóra og með svipað verk- svið, hugsi fyrst og fremst um heildar skipulagið og haldi hlutun- um saman,“ sagði Björn Sigur- björnsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Hann segir menn einnig hafa verið að ræða að jafnframt verði settar upp þrjár sjálfstæðar skóla- skrifstofur, eða þjónuststöðvar fyrir nemendur. Gert sé ráð fyrir að þær verði á Blönduósi, Sauðár- króki og Siglufirði. „Við erum að vona að það náist samstaða um eina skrifstofu sem þjóni Skaga- firði og þeim 800 nemendum sem þar eru, aðra skrifstofu á Blöndu- ósi sem þjóni þeim 700 nemend- um sem eru í Húnavatnssýslum og þriðja skrifstofan verði á Siglu- firði með 300 nemendur, en Sigl- firðingar eru þannig landfræðilega settir að þeir vilja gjaman reyna að þjónusta sig sjálfir eins og hægt er.“ Björn segir að þessir þjónustu- kjarnar gætu á hugsanlega ein- hvern hátt tengst félagsmálasviði viðkomandi sveitarfélaga, eins og l.d. bamavemdarmálum. „Það er reyndar mjög opið og hefur ekki verið sérstaklega rætt hvemig sú tenging gæti orðið. En maður get- ur vel látið sér detta í hug að þetta tvennt geti legið einhversstaðar saman. Rótin að vanda nemenda sem á í erfiðleikum í skólanum liggur oft utan skólans, gæti t.d. legið hjá fjölskyldunni og þama slær saman tveimur sviðum, fé- lagsgeira sveitarfélagsins og skólamálageiranum. Okkur finnst því eðlilegt að skoða hvort hægt sé að samnýta eitthvað af þeim starfskrafti og skrifstofuplássi sem sveitarfélögin þurfa að reka,“ sagði Björn. HA Á opnu húsi í Menntasmiðjunni Eins og komið hefur fram voru í gær 20 ár liðin frá því að konur héldu kvennafrídaginn hátíðlegan um allt land. Þessara tímamóta minntust konur á Akur- eyri í gær, annars vegar með opnu húsi í Mennta- smiðju kvenna í gær og hins vegar baráttu- og há- tíðarfundi í Deiglunni í gærkvöld þar sem flutt voru ávörp og ýmis skemmtiatriði voru í boði. Um hið talaða orð í Deiglunni í gærkvöld sáu Aðal- heiður Sigursveinsdóttir, Sigfríður Þorsteinsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Auður Hjörleifsdóttir. Greint verður frá fundinum í Deiglunni í blaðinu á morgun. Meðfylgjandi mynd var tekin á opnu húsi í Menntasmiðju kvenna á Akureyri í gær og eins og sjá má voru konurnar á fremur þjóðlegum nótum. óþh/Mynd: BG Kelduneshreppur: Oviðkomandi bonnuð rjupnaveiði Bróðurpartur landeigenda í Kelduneshreppi í Norður- Þingeyjarsýslu, 34 aðilar, hefur bannað öllum óviðkomandi rjúpnaveiði á jörðum sínum. Einnig er bönnuð veiði á Ás- heiði, afréttarlandi í eigu Keldu- neshrepps, og sömuleiðis er öll rjúpnaveiði bönnuð innan þjóð- garðsins í Jökulsárgljúfrum. Haraldur Þórarinsson, í Kvist- ási í Kelduhverfi, segir að þetta sé víðtækasta rjúpnaveiðibann sem hann muni eftir á þessum slóðum og hann orðar það svo að þátttaka landeigenda hafi farið fram úr björtustu vonum. En af hverju skyldu landeig- endur í Kelduneshreppi banna óviðkomandi rjúpnaveiði? Harald- ur svarar því svo til að menn séu sammála um að lítið sé um rjúpu á þessum slóðum. Þess vegna hafi menn orðið sammála því að draga úr veiðinni eins og kostur er. óþh Staða aðstoöarprests verður auglýst laus til umsóknar Staða aðstoðarprests í Akureyrarprestakalli verður fljótlega auglýst laus til umsóknar og að öllu óbreyttu verður búið að ráða í stöðuna fyrir jól. Um er að ræða stöðu þá sem sr. Þórhallur Höskuldsson gegndi, en hann lést 7. október sl. Samkvæmt núgild- andi lögum eru ekki lengur til tvímenningsprestaköll, en séu sóknir það stórar að tvo presta þurfi til þjón- ustu, skal annar þeirra vera sóknarprestur og hinn að- stoðarprestur. Sr. Birgir Snæbjörnsson verður eftir sem áður sóknarprestur í Akureyrarprestakalli og aðstoðar- prestur verður ráðinn við hlið hans. Lögum samkvæmt er hægt að ráða aðstoðarprest til allt að Ijögurra ára. Á fundl aðal- og varamanna í sóknamefnd Akureyrar- kirkju sl. mánudagskvöld var samþykkt að fara þess á leit við Biskupsstofu að auglýsa stöðu aðstoðarprests. Á fund- inum var ítarlega rædd sú hugmynd að skipta Akureyrar- sókn í tvær sóknir og ráða í stöðu sóknarprests, en niður- staðan var sú að ráða aðstoðarprest. Guðríður Eiríksdóttir, formaður sóknarnefndar, segir að engu að síður hafi sókn- arnefnd ákveðið að skipa nefnd sem falið verði að kanna kosti þess og galla að skipta Akureyrarsókn í tvær sóknir. Hún nefndi í þessu sambandi að sóknarbörn í Akureyrar- prestakalli væru á níunda þúsund og í lögum væri ákvæði þess efnis að sóknum sem telji átta þúsund sóknarbörn skuli að jafnaði skipt í tvær sóknir. „Við viljum flýta okk- ur hægt í þessu máli og þess vegna teljum við rétt að kanna ítarlega kosti þess og galla að skipta sókninni og hugsanlega landfræðilega skiptingu hennar. Það þarf ótal margt að skoða í þessu sambandi og engin ástæða til að flýta sér um of í þessu,“ sagði Guðríður. Hún sagði að ef til skiptingar sóknarinnar í tvær sóknir komi á næstu ár- um, sé ekki hugmyndin að Akureyrarkirkja verði sóknar- kirkja annars safnaðarins og ný kirkja tilheyri hinum. Þvert á móti sé gert ráð fyrir því að Akureyrarkirkja verði kirkja beggja safnaða. Slíkt fyrirkomulag er að sögn Guð- ríðar þekkt hér á landi, til dæmis í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík, en að henni standa tveir söfnuðir. Guðríður tók fram að íbúar í Grímsey hafi líka um þetta mál að segja og þeir eigi eftir að fjalla um það. Sr. Svavar Alfreð Jónsson, héraðsprestur, hefur verið settur prestur í Akureyrarprestakalli í einn mánuð og mun þjóna fram í nóvember. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.