Dagur - 02.11.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 02.11.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Fimmtudagur 2. nóvember 1995 - DAGUR - 3 Stöplafiskur hf. í Reykjahverfi: Vinnsla hafin á japönskum loðnurétti Fyrsta sending á Evrópumarkað af þurrkaðri hrognafullri loðnu fór frá Stöplafiski í Reykjahverfi sl. þriðjudag. Um er að ræða mat sem Japönum líkar afar vel en hægt er einnig að flytja út til japanskra veitingahúsa í Evrópu og Ameríku. Þurrkuð loðna var grilluð á þriðjudaginn er Stöplafisksmenn héldu smá kynningu á þessari nýju framleiðsluvöru. Aðalsteinn Ama- son, framkvæmdastjóri, sagði að fyrirhugað væri að kynna Islend- ingum þennan rétt, sem væri mjög góður grillaður sem snakk meðan kjötið væri að grillast á sumrin, og eins mætti reikna með að þetta væri kærkomin nýjung sem for- réttur fyrir veitingahús. Um þrjú tonn af óunninni loðnu er til hjá Stöplafiski og nú verður hafist handa um að vinna Stöplafisksmenn buðu blaðamönn- um upp á grillaða loðnu og að sögn rann hún Ijúflega niður. Mynd: IM hana fyrir Japansmarkað. Aðal- steinn sagðist gera ráð fyrir tölu- verðum markaði fyrir afurðina í Evrópu. Mikil vinna er við fram- leiðsluna, en loðnan er þrædd á pinna og hengd upp til þurrkunar, síðan er hún fryst og pakkað í neytendaumbúðir fyrir Evrópu- markað, en stærri pakkningar fyrir Japansmarkað. Forsenda fyrir vinnslunni er ódýr orka frá hita- veitunni. Áætlað hefur verið að hægt væri að vinna um 200 tonn á ári miðað við eina vakt í húsinu. Um 8-11 manns fengju vinnu við slíka framleiðslu. Þetta fer eftir hvað vel tekst til við að þróa upp vinnslulínuna, að sögn Aðalsteins. „Verkefnið er það mannaflafrekt að miklu skiptir að þróa upp eins mikla hagræðingu og hægt er við vinnslulínuna. Lögð verður mikil áhersla á að vinnuaðstaðan verði sem þægilegust fyrir starfsfólkið," sagði Aðalsteinn. Aðalsteinn sagði að stór hluti þeirrar hrognafullu, frystu loðnu sem flutt væri frá íslandi til Jap- ans færi í slíka framleiðslu. Það er útlit og bragð sem máli skiptir þegar afurðin fer á markað því það er gæðavara sem kaupendum- ir eru að sækjast eftir. „Við þekkjum ekki markaðinn en þetta verkefni sem nú er unnið að á að segja okkur hvað rými er fyrir mikið af þessari vöru frá ís- landi inn á markaðinn. Við höfum mikla þekkingu á fiskvinnslu sem hefur verið okkar lifíbrauð. Eg er þess fullviss að við erum að fram- leiða gæðavöru og með hana í höndunum er ég bjartsýnn á að við komumst inn á markaðina," sagði Aðalsteinn. Fleiri nýjungar eru á döfinni hjá Stöplafiski. „Beint í pottinn," nefnist saltfiskur senr farið er að verka hjá fyrirtækinu. Hann er út- vatnaður, roð- og beinhreinsaður og skorinn niður í stykki sem passa beint á diskinn eftir suðu. Einnig er fyrirhugað að verka ferskan fisk á sama hátt, fisk sem hægt er að matreiða í flýti. IM Laugafiskur í Reykjadal: Stefnir í hagnað áþessuári Laugafiski í Reykjadal, sem kaupir þorskhausa og þurrkar til sölu á Nígeríumarkað, hefur tekist sæmilega að afla sér hrá- efnis að undanförnu og segir Lúðvík Haraldsson, fram- kvæmdastjóri, að nú séu menn að renna vonaraugum til þess að vel aflist á línutvöfölduninni, sem hófst í gær. Októbermánuð- ur hafi oft verið slakur og var ekki unnið alla daga hjá Lauga- fiski í þeim mánuði og ekki full vinnsla marga aðra daga í mán- uðinum. Markaðurinn hefur á þessu ári verið mjög stöðugur en hausarnir fara allir á Nígeríumarkað en einnig er markaður fyrir sjávaraf- urðir í nágrannalöndunum, eins og t.d. Kamerún, en Nígería er eina landið sem getur greitt umsamið verð fyrir hausana vegna olíuauðs landsins. Lúðvík segir að stöðugt sé verið að horfa til möguleika á fjölbreyttari framleiðslu til að Ekiðá bifreið og horfið af vettvangi - lýst eftir vitnum Ekið var á hvíta Escort bifreið, H-916, á gjaldskylda svæðinu austan Skipagötu í gær á tíma- bilinu frá klukkan átta til tólf og skemmdust hurðir á vinstri hlið verulega. Lögreglan telur útilok- að annað en ökumaður hafí tek- ið eftir því sem gerðist og óskar eftir vitnum að atburðinum. Ekið var utan í annan bíl í gær og horfið af vettvangi en síðdegis átti aðeins eftir að hafa tal af þeirn bílstjóra. GG draga úr þeirri áhættu sem fylgir því að vera með jafn einhliða framleiðslu og raun ber vitni og treysta á að verðlagið haldist stöð- ugt. „Við í Laugafiski erum sér- hæfðir í þessari framleiðslu og hún hefur gengið vel en frá árinu 1986 hafa verið sveiflur í verðlag- inu. Ef annars konar vinnsla kæmi hér inn væri það einhvers konar þurrkun. Við gætum t.d. þurrkað skreið, saltfisk og loðnu til gælu- dýrafóðurs, sem pakkað yrði í öskjur eða poka. Verð á gæludýra- fóðri úr loðnu var þokkalegt á síð- asta ári en það var hins vegar hag- stæðara að vera í hausunum. Af- koma Laugafisks hefur verið góð undanfarin ár, nokkurt tap varð þó á sl. ári en hagnaður nokkur ár þar á undan. Á þessu ári stefnir í rekstrarhagnað, en staða Banda- ríkjadollars kann þó að skekkja þá mynd eitthvað. GG ^ LUXO er leikur einn LUXO bókahaldarar og „Ijós" fyrir fullorðið fólk T#LVUTÆICI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 k______________Á Oxarfjarðarhreppur: Enginn skortur á atvinnu - framkvæmdum við hitaveitu miðar vel Mjög gott atvinnuástand hefur verið í Oxaríjarð- arhreppi allt þetta ár, að sögn Ingunnar St. Svav- arsdóttur, sveitarstjóra á Kópaskeri, og sagðist hún ekki sjá annað en næg atvinna væri í sjón- máli. Mikið hefur verið að gera hjá rækjuverk- smiðjunni Geflu, þá standa yfir hitaveitufram- kvæmdir og næg atvinna hefur einnig verið í tengslum við Fjallalamb og Silfurstjörnuna. Ingunn sagði framkvæmdum við hitaveitu miða nokkuð vel og nálægt 40 hús væri þegar búið að tengja. Alls eru notendur 64 og hún segir þetta taka heldur lengri tíma en menn gerðu sér grein fyrir, en framkvæmdahraðinn réðist einfaldlega af þeim fjölda iðnaðarmanna sem tiltækur er. Þá setti raf- magnsleysið strik í reikninginn þar sem vinna féll að sjálfsögðu niður. Eins og frá hefur verið greint seldi hreppurinn öll hlutabréf sín í rækjuverksmiðjunni Geflu á dög- unum til Jökuls hf. á Raufarhöfn. Hlutur sveitarfé- lagsins í verksmiðjunni var um 23,7%, 4,5 milljönir að nafnvirði og seldist á genginu 4,5 þannig að hreppurinn fékk urn 20,3 milljónir í sinn hlut. Ing- unn segir ekki hafa verið ákveðið í hvað peningam- ir verða settir, en menn hafi þó rætt um að leggja eitthvað til hliðar til þess að hafa möguleika á að koma inn í atvinnulífið þegar verr gengur. „Þó sveitarfélögum sé ekki skylt að taka þátt í atvinnu- líflnu er þetta ósköp einfaldlega það sem menn hafa neyðst til að gera þegar illa árar,-' sagði Ingunn. Rafmagnsmálin liafa sem óðast verið að komast í samt lag eftir norðanáhlaupið á dögunum. Hjá Geflu þurfti að henda hráefni sem nemur eins dags vinnslu sem vissulega er nokkurt tjón. „En gagnvart okkur eru þetta smámunir rniðað við það sem geng- ur á í öðrum landshlutum,-' sagði Ingunn St. Svav- arsdóttir. HA 'OI)DI*Á»AKUKI:Ylil»ODDI»Á»AKUREYRI*ODDI»Á»AKlllíEYRI«ODD]*Á*AKUREYRl*ODDI*Á*AKUIÍ #0kkur^Þútö"'upapp/r,/yÖS/y. % 'Nwkmðjum viðgútl óiiinar j og pöntum inn fyrir veturinn. Hjá umboösaðila okkar á Akureyri, Límmiðum Norðurlands, bjóðum við allar vörur fyrir skrifstofuna á frábæru verði. Komið og skoðið úrvalið (eða pantið vörulista). Pp,r’ re/Rnivélarúllur, Umm'fe 09 a"3t helstu skritstofuvörur. Límmiðar Norðurlands á Afeurey ri Strandgötu 31 • Sími 462 4166 • Fax 461 3035 * i a a o • i íi a a 0 mi v • v • i a a o • i a a a ö mi v • v • íci a o • i ö a a a n m v • v • i a a o

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.