Dagur


Dagur - 02.11.1995, Qupperneq 6

Dagur - 02.11.1995, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 2. nóvember 1995 Valdim ENRING AGAR HúsiÖ opnaö kl. 21.00 Hljómsveitin Félagar flytur lifandi tónlist Aldurstakmark 20 ára Snyrtilegur klæönaöur. STRANDGOTU 53 Samhugur í verki á Akureyri: Blysför og samemingar stund á Ráðhústorgi Hátt á annað þúsund manns tók þátt í blysför frá íþróttahöllinni á Akureyri í fyrrakvöld, sem fram- haldsskólamir á Akureyri stóðu að og var farið niður Hrafnagils- stræti, Eyrarlandsveg, niður tröpp- ur Akureyrarkirkju, göngugötuna og staðnæmst á Ráðhústorgi. Þar átti mannfjöldinn saman stutta stund í samhug með þeim sem um sárt eiga á binda á Flat- eyri við Önundarfjörð vegna snjó- flóðsins sem þar féll úr Skolla- hvilft ofan kauptúnsins aðfaranótt sl. fimmtudags sem kostaði 20 manns lífið _ auk hins gífurlega eignatjóns. A Ráðhústorgi flutti Asta Hrönn Björgvinsdóttir, nem- andi Háskólans á Akureyri, ávarp og þakkaði þann samhug sem Ak- ureyringar hefðu sýnt með svo áþreifanlegurm hætti, en Asta Hrönn er ættuð frá Flateyri. Síðan flutti Martha Ömólfsdóttir nem- andi Verkmenntaskólans ljóð; Hanney Þórey Guðmundsdóttir nemandi Menntaskólans stutta hugvekju og þeir Jón Jósep Snæ- bjömsson og Lýður Bjömsson fluttu lagið „Til eru fræ“. Jens Garðar Helgason stjómaði stund- inni. Sameiginlega báðu viðstadd- ir saman Faðir vorið og sameinuð- ust í einnar mínútu þögn. Um 500 friðarljós voru skilin eftir logandi á Ráðhústorgi fram á nótt. Myndir/texti: GG Hvíldarlaus ferð inní draumínn Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýtt smásagnasafn eft- ir Matthías Johannessen ritstjóra, en hann er löngu kunnur sem einn fremsti og mikilvirkasti rithöfund- ur þjóðarinnar. I kynningartexta segir m.a.: „Smásagnasafnið Hvfldarlaus ferð inní drauminn hefur að geyma 22 smásögur og stutta þætti þar sem bestu kostir Matthí- asar sem skálds fá notið sín. Þar er m.a. að finna fíngerðan og ljóð- rænan skáldskap, hnyttnar frá- sagnir og ógleymanlegar mannlýs- ingar, svo að eitthvað sé nefnt. Styrkur höfundarins liggur ekki síst í blæbrigðaríkum og fjörleg- um stfl, myndauðugu og oft marg- ræðu líkingamáli. Tvær sögur bókarinnar eru umfangsmestar, Hvar er nú fóturinn minn? og Seglin og vindurinn, margslungn- ar sögur sem verða lesendum eft- irminnilegar eins og annað fjöl- breytilegt efni bókarinnar." Bókin er 189 bls. Verð kr. 2.980. Kveðja til fólksins á Flateyri s Eg kveiki tuttugu kertaljós í kvöld þegar rökkvafer. Þau sindra björt fyrir sérhvern þann er sorg í hjarta ber. s Eg kveiki fyrir þau kertaljós sem kvödd voru héðan á braut. Hvert íslenskt höfuð við helfregn þeirra í harmi og ótta laut. s Eg kveiki tuttugu lítil Ijós - hve log þeirra fagurt skín. Lifenda minning um látna vini er Ijós sem aldrei dvín. K.F.S. Skemmtun sem vera átti í Laugaborg föstudaginn 3. nóvember er aflýst, en opið verður í Skeifunni sama kvöld frá kl. 21.30. Léttar veitingar. Nefndin.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.