Dagur - 02.11.1995, Síða 16

Dagur - 02.11.1995, Síða 16
Akureyri, fimmtudagur 2. nóvember 1995 Fjölskvlduvemd ...eíns og þú vílt hafa hana Fjölskylduvernd er ný þjónusta Tryggíngar hf. Hún feiur í sér míkinn sveígjanleika fyrír hvem og einn tíl að sníða tryggingarpakkann að sínum þörfum. TKYGGING HF Hofsbót 4 • Símí 462 1844 Rífandi gangur hjá Sæplasti á Dalvík: Áætlanir um aukna afkastagetu Skagafjörður: í það minnsta 350 ær drápust Mér sýnist að í Skagafirði hafi að lágmarki drep- ist um 350 kindur. Svo virð- ist sem tjónið sé mest á svæð- inu í kringum Varmahlíð; í Seyluhreppi, Vatnsskarði og aðeins í Lýtingsstaðahreppi. Þetta er sem sagt um miðbik héraðsins, þar scm menn verða sjaldan fyrir slíkum áfölluni, enda sjaldgæft að norðanáttin nái þarna fram af svo mikilli hörku,“ sagði Jóhannes Ríkarðsson, ráðu- nautur hjá Búnaðarsam- bandi Skagfirðinga. Mest tjón varð á Húsabakka í Seyiuhreppi, þar drapst um 140 fjár. Jóhannes sagði að hópur fjár hafi þar hrakist und- an veðrinu út í botnlausa mýr- arpytti og sokkið á bólakaf. Hins vegar fennti fé í Vatns- skarðinu og Jóhannes sagðist einnig vita dæmi um slíkt í Blönduhlíðinni, en fé hafi bjargast þar. „Ég hygg að það hafi sloppið til með nautgripi, fjögur hross drápust í snjóflóði á Sleitustöðum og mér er kunnugt um nokkur önnur hross sem drápust." Jóhannes sagðí að þessa dagana væri verið að taka sam- an umfang tjónsins til þess að sækja um bætur úr Bjargráða- sjóði. Samkvæmt lögum sjóðs- ins er sjálfsábyrgð bænda 5% sem þýðir að engar bætur fást fyrir fyrstu fimm ærnar af hverjum 100 en síðan eru greiddar 5 þúsund krónur fyrir ána. „Hross fást hins vegar ekki bætt. Félag hrossabænda ákvað að hætta að greiða til Bjargráðasjóðs og þess vegna eru hrossabændur réttlausir," sagði Jóhannes. óþh Mjög mikil eftirspurn hefur verið eftir framleiðsluvör- um Sæplasts hf. á Dalvík síð- ustu vikur og mánuði. Verk- smiðjan er keyrð á fullum af- köstum við framleiðslu fiski- kera, unnið á aukavöktum allar helgar og fyrirsjáanlegt að svo verði á næstunni. Verkefnastað- an er góð um þessar mundir og er verið að gera áætlanir um að auka afkastagetu í kerafram- leiðslu. Sala á fiskikerum hefur skipst nokkuð jafnt milli sölu innanlands og erlendis. Um 10% af sölu þessa árs hefur verið til Suðaustur-Asíu og er þar mikill áhugi á fram- leiðsluvörum fyrirtækisins. Á síðustu árum hefur Sæplast lagt aukna áherslu á framleiðslu á plastvörum fyrir byggingariðnað- inn og fer sá þáttur starfseminnar vaxandi. Hér er um að ræða rot- þrær, tengibrunna og nú síðast plaströr. Framleiðsla á plaströrum hófst á síðasta ári, hefur gengið nokkuð vel, jókst t.d. um 60% milli ára og Sæplast þannig náð að tryggja stöðu sína á röramarkaðin- um. Áætlanir gera ráð fyrir allt að 15% aukningu rekstrartekna á ár- inu, en fyrirtækið velti 361 millj- ón í fyrra. Velta fyrstu 6 mánuði þessa árs var 191 milljón og hagn- aður ríflega 20 milljónir. Starfs- menn eru 29 talsins. HA Flateyríngum sýndur samhugur í verki Hátt í 2000 manns tók þátt í blysför á Akureyri sl. samhug. Á myndinni sést hluti þátttakenda koma þriðjudagskvöld til minningar um þá sem fórust í niður tröppur Akureyrarkirkju. Sjá nánari um- snjóflóðinu á Flateyri og til að sýna Flateyringum fjöllun á bls. 6. GG KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565 Skyrtur Vesti Peysur Buxur Jakkar Jakkaföt Úlpur Frakkar Kápur Treflar Hanskar Miöstöö hagstæöra viöskipta Opið mánud.-föstud. 10-18 Laugard. 10-13

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.