Dagur - 04.11.1995, Page 8
8- DAGUR - Laugardagur 4. nóvember 1995
Utanríkisráðuneytið efndi
á dögunum til ráðstefnu fyr-
ir ræðismenn íslands víðs
vegar um heim. Ein þeirra
sem sótti ráðstefnuna var
Heather Alda Ireland, ræðis-
maður íslands í Vancouver,
Kanada. Ráðstefnan var þó
ekki eina ástæða komu
hennar í þetta sinn því hún
notaði einnig ferðina til að
kynna Ijóðabók eftir afa
sinn Guttorm Guttormsson
og kom m.a. til Akureyrar í
þeim erindagjörðum.
„Ég hef jafn mikið íslenskt blóð í
æðum og þú en örlögin höguðu því
svo að forfeður mínir fæddust í öðru
landi,“ segir Heather Alda Ireland
við blaðamann og augljóst að hún er
stolt af uppruna sínum og hefur
sterkar taugar til íslands en báðar
ömmur hennar og afar komu frá ís-
landi. Hún segist vera farin að nota
Öldu nafnið meira en áður en eftir-
nafnið fær hún hins vegar frá mann-
inum sínum og hefur það oft valdið
ruglingi hjá fólki að einhver sem
heiti „Ireland" sé ræðismaður fyrir
land sem heitir „Iceland".
Alda er uppalin í íslendinganý-
lendunni í Manitoba, Kanada, og
báðir foreldrarnir eru, eins og áður
sagði, af íslensku bergi brotnir.
„Fram að unglingsárum töluðu þau
nær eingöngu íslensku," segir hún.
Sjálf talar Alda þó litla íslensku og
þykir það miður. „Það var lítil
áhersla lögð á að kenna okkur böm-
unum íslensku þegar ég var að alast
upp. Ég leitaði ekki eftir því heldur
enda var maður upptekinn af því að
vera eins og allir hinir og vildi ekki
skera sig úr.“
Viðskipti, fjárfesting-
ar og ferðamenn
Alda var skipaður ræðismaður fyrir
íslands hönd í maí á þessu ári. „Ég
er mjög stolt af því að vera fulltrúi
Islands en jafnframt finnst mér þetta
vera ábyrgðarhlutverk,“ segir hún
og hefur mikinn metnað að sinna
vel því hlutverki að kynna ísland.
Ráðstefna ræðismanna, sem
haldin var í Reykjavík, segir Alda
að hafi tekist mjög vel. „Við vorum
104 ræðismenn frá 60 löndum og
yera fulltrúi
íslands
það var mjög gaman að hitta full-
trúa alls staðar að úr heiminum sem
allir áttu það sameiginlegt að tala
máli íslands erlendis."
Hún segir að utanríkisráðherra
hafi skipulagt þriggja daga kynning-
ardagskrá fyrir ræðismennina og
hann hafi lagt áherslu á að nauðsyn-
legt væri fyrir ísland að auka við-
skipti við önnur lönd, reyna að fá
erlenda fjárfesta til að leggja fé í ís-
lenskt atvinnulíf og að efla ferða-
mannastraum til landsins. „Það er
einkum í tengslum við síðastnefnda
atriðið sem ég sé fyrir mér að ég
geti gert gagn. Vancouver er á vest-
urströnd Kanada og fjarlægðin veld-
ur vissum erfiðleikum í viðskiptum.
Reyndar ætla ég að skoða hvort til
séu aðilar sem hefðu áhuga á að
fjárfesta á Islandi en mestir eru
möguleikamir í ferðaþjónustunni. í
Vancouver og nágrenni býr fjöldi
fólks sem hefur áhuga á útiveru og
að vera í náinni snertingu við nátt-
úruna og það er einmitt jDannig fólk
sem kann að meta það sem Island
hefur upp á að bjóða," segir Alda.
Þýddi Ijóð afa síns
Þó ráðstefna ræðismanna hafi dreg-
ið Öldu til landsins í þetta sinn var
tilgangur fararinnar ekki eingöngu
bundinn við ráðstefnuna. Fyrir
þremur árum tók hún sig til og
Heather Aida Ireland: „Það var lítil
áhersla lögð á að kenna okkur
börnunum íslensku þegar ég var að
alast upp. Ég leitaði heldur ekki eft-
ir því enda var maður upptekinn af
því að vera eins og allir hinir og
vildi ekki skera sig úr.“ Mynd: BG
Stolt að
þýddi nokkur ljóð eftir afa sinn,
Guttorm Guttormsson, og gaf út
bók í Kanada. Þó Guttormur hafi
búið í Kanda alla sína ævi skrifaði
hann eingöngu á íslensku og Öldu
langaði til að kynna Kanadabúum
ljóðin hans og þýddi þau þess vegna
yfir á ensku. „Það er auðvitað alltaf
erfitt að þýða ljóð svo vel fari en ég
hugsaði með mér að jafnvel ofurlítil
innsýn í ljóð hans væri betra en að
þau féllu í gleymsku. Ég þýddi 43 af
ljóðum hans og í bókinni em ljóðin
á ensku öðru megin og íslensku hin-
um rnegin."
Bókin, sem heitir Áróra, var gef-
in út í 500 eintökum og seldust öll
eintökin. Hún fékk síðan nokkur
eintök prentuð í pappírskiljum og
tók með til íslands. „Tilgangurinn
var að endurvekja ljóðin hans afa
míns og koma þeim aftur á prent.
Ég hef fengið nokkrar bókabúðir í
Reykjavík til að selja bókina og ætla
að athuga hvort bókabúðir á Akur-
eyri séu tilbúnar til að taka við
nokkrum eintökum," segir Alda.
Vancouver fjölmenn
íslendingabyggð
I Vancouver býr töluvert af Islend-
ingum, t.d. námsmönnum, og eins
fólki sem er afkomendur fslendinga
sem fluttu vestur um haf um alda-
mótin síðustu. Alda segir að þar sé
starfrækt íslenskt-kanadískt félag
sem sé mjög virkt. „Við höldum
þorrablót, förum í lautarferð á sumr-
in, höldum upp á 17. júní og fleira.
Félagið á hús sem heitir Islandshús
og ég myndi segja að starfsemin
væri öflug."
íslenska utanríkisráðuneytið er
um þessar mundir að koma af stað
verkefni sem ber heitið „Routes to
the Roots“ eða „Leiðin að upprun-
anum“ og byggist á því að finna
fólk sem á rætur sínar að rekja til ís-
lands og hvetja það til að heimsækja
land forfeðra sinna. Alda segir að í
Vancouver sé mikill fjöldi fólks
sem gæti haft áhuga á þessu. „Mér
skilst að um 80% ferðamanna frá
Norður-Ameríku sem koma til Sví-
þjóðar og Danmerkur hafi sænskt
eða danskt blóð í æðum en íslend-
ingar hafa lítið gert út á þessi
tengsl,“ segir Alda og telur að verk-
efnið „Routes to the Roots“ ætti að
geta skilað mörgum ferðamönnum
til landsins.
AI
Dúettinn Piltur & stúlka, sem
Ingunn Gylfadóttir og Tómas
Hermannsson skipa, hefur sent
frá sér geislaplötu sem ber heit-
ið „Endist varla...". Kristján Ed-
elstein sá um útsetningar en
meðal hljóðfæraleikara eru Jó-
hann Ásmundsson, Jón Rafns-
son, Pálmi Gunnarsson, Sigfús
Örn Óttarsson, Karl Petersen,
Magnús Eiríksson og Trausti
Haraldsson. Á plötunni eru 12
lög og eitt aukalag og semja
þau Ingunn og Tómas lögin en
textar eru eftir Sjón, Þorvald
Þorsteinsson, Odd Bjarna Þor-
kelsson og Sverri Pál Erlends-
son. Tónsmiðja Tómasar og Ing-
unnar gefur plötuna út en Skíf-
an annast dreifingu.
Þau Ingunn og Tómas eru ekki
aðeins samstarfsaðilar heldur
einnig par en þau vöktu fyrst at-
hygli fyrir lagasmíðar þegar þau
komu tveimur lögum inn í undan-
keppni Eurovision sönglaga-
keppninnar. í framhaldi af þeirri
keppni ákváðu þau að gefa út
plötu og hófust upptökur fyrir al-
vöru síðla árs 1994. í tilefni útgáf-
unnar hafði Dagur samband við
Tómas, sem er Akureyringur, en
búsettur í Reykjavík. Hann segir
tónlistina á plötunni vera ljúfa og
rólega án þess þó að vera of
væmna.
Geislaplatan er unnin í stúdíói
Kristjáns Edelsteins á Akureyri og
hefur verið í vinnslu í tvö ár. „Við
búum í Reykjavík þannig að við
höfum farið norður viku og viku í
Piltur og stúlka senda frá sér geislaplötu:
Endist varia
senn og unnið í skorpum. Við er-
um mjög ánægð með hvemig til
hefur tekist. Textamir em ekki
eftir okkur en við erum líka mjög
ánægð með hvernig þeir koma
út,“ segir Tómas.
Búumst ekki við að
græða
- Titill plötunnar, „Endist
varla... “ ber vott um nokkra
svartsýni. Hverjar sýnast ykkur
líkurnar á að útgáfan gangi upp
fjárhagslega?
„Þær em ekkert rnjög góðar. Ef
við næðum að vera í núlli yrðum
við hæstánægð. Þetta er ekki gert
vegna þess að við búumst við að
græða. Skífan sér um að dreifa
plötunni þannig að hún á að vera
til alls staðar en við þurfum að sjá
um að kynna þetta. Titillinn „End-
ist varla...“ er þó ekki hugsaður
sem svartsýni heldur er hann til-
vísun í texta við eitt laganna. Þetta
er texti eftir Þorvald Þorsteinsson
og segir frá lífshlaupinu og hvern-
ig manni endist ekki ævin til að
gera hitt og þetta. Okkur fannst
þetta fallegur texti.“
- Ætlið þið að halda áfram á
tónlistarbrautinni?
„Við getum ekki verið að halda
tónleika þessa dagana þar sem við
eigum von á bami,“ segir Tómas,
en Ingunn var einmitt skrifuð inn
sama dag og viðtalið var tekið.
„En við stefnum að því að
halda áfram því við höfum mjög
gaman af þessu.“
AI