Dagur - 04.11.1995, Side 13

Dagur - 04.11.1995, Side 13
Laugardagur 4. nóvember 1995 - DAGUR - 13 POPP MACNÚS ÚEIR CUÐMUNDSSON Veröld Ásgeirs Þeir eru án efa vandfundnir aðrir íslensku tónlistarmennimir, sem lengri reynslu og feril hafa en trommuleikarinn Ásgeir Óskars- son. Það væri efni í margar Popp- síður að ætla að rekja feril Ás- geirs, en hann hefur verið að í hátt í 30 ár og komið nálægt nær öllum tónlistarstefnum sem nöfnum tjáir að nefna. Hljómsveitimar sem Ás- geir hefur komið nálægt og tón- listarmennirnir sem hann hefur ljáð krafta sína til, eru sömuleiðis nær óteljandi svo ekki sé nú minnst á allar plöturnar. Þær eru áreiðanlega orðnar vel á annað hundraðið sem hann hefur tekið þátt í að gera með ýmsum hætti. Það mun þó ekki vera fyrr en nú að Ásgeir stígur það stóra skref að gefa sjálfur út plötu undir eigin nafni. Er hún nú nýkomin út og nefnist, eins og reyndar var sagt frá fyrst hér á síðunni fyrir nokkru, Veröld smá og stór. Er það ekki á hverjum degi sem trommuleikari sendir frá sér plötu og kemur það því ekki þ.a.l. á óvart að um nokkuð óvenjulega plötu og margræða er að ræða. Djassandi verður þó að segjast að svífi yfir vötnum á plötunni, en lagasmíðamar, sem allar eru eftir Ásgeir, eru býsna fjölbreyttar og Ásgeir Óskarsson. Hans fyrsta eigin piata nú loks komin út eftir langan feril. vel pældar að því er virðist. Þær krefjast því sumar nokkurrar hlustunar til að komist verði til botns í þeim, en slíkt er líka oftar en ekki einkenni góðra lagasmíða. Ásamt því að fremja ásláttinn að venju, syngur Ásgeir á plötunni og spilar á hljómborð og bassa. Honum eru svo líka til aðstoðar m.a. Bjöm Thoroddssen á gítar og Egill Ólafsson (m.a. með Asgeiri í Stuðmönnum og Þursaflokknum), Bubbi, KK og söngkonumar Berglind Björk, Guðrún Gunnars og Andrea Gylfa. Allt fólk sem ekki er þekkt fyrir annað en góð og vönduð vinnubrögð. Gæðin eru því ótvíræð á Veröld smárri og stórri og skapara sínum til sóma, þótt vissulega sé platan ekki við allra hæfi eða til þess fallin að njóta „hópvinsælda". Rísandi nýstirnið Alanis Morisette Á síðustu árum hafa Kanadamenn átt nokkrar ansi hreint góðar söng- konur, sem náð hafa að slá svo urn munar í gegn í rokk- og popp- heiminum. Gallinn hefur hins veg- ar oftar en ekki reynst sá, að þær hafa margar fallið jafn hratt niður af stjömuhimninum eins og þær hafa stigið. Líklega er hin þokka- fulla Alannah Myles gleggsta dæmið um það. Sló hún í gegn um allan heim árið 1990 með laginu Black Velvet og fór með það sem og fyrstu samnefndu plötuna sína í hæstu hæðir vinsældalista. Nú muna aftur á móti fáir eftir henni, þótt hún liafi áfram gefið út að sögn hinar þokkalegustu plötur. Um þessar mundir er önnur ung söngkona frá Kanada (frá Tor- onto, ef umsjónarmann misminnir ekki) að feta í fótspor hinnar fyrr- nefndu og virðist hún jafnvel lík- leg til að slá henni við í fyrstu vin- sældum. Heitir hún Alanis Mori- sette, mun vera rétt liðlega tvítug og er hreinlega að gera „allt vit- laust“, með fyrstu plötunni sinni, Jagged Little Pill. Lög á borð við You Oughta Know (þar sem fé- lagamir úr Red Hot Chili Peppers, Dave Navarro og Fleah, aðstoða hana) o.fl. hafa náð miklum vin- sældum og í upphafi nýliðins októbermánaðar, náði platan á toppinn í Bandaríkjunum, þar sem hún hélst við í tvær vikur. Raunar em um þrír mánuðir frá því Jagg- ed Little Pill kom út í heimaland- inu og Bandaríkjunum og hefur hún verið á topp tíu nær allan þann tíma í báðum löndunum. Með líflegu tónleikahaldi í Evr- ópu að undanfömu, þar sem við- Alice In Chains að leggja upp laupana? Alice In Chains, Seattlesveitin sem um nokkurt skeið hefur átt í harðri tilvistarkreppu þrátt fyrir gott gengi, tórir enn og er nú að koma með nýja plötu, sem margir bíða spenntir eftir, og einfaldlega mun bera nafn hljómsveitarinnar. En vegna þess að hún hefur ekki gert neinar áætlanir um tónleikaferð til að fylgja útgáfunni eftir, eins og vaninn er, eru áfram uppi raddir um að platan verði síðasta verkið áður en endalokin verða boðuð. tökurnar hafa verið góðar, virðist ekkert því til fyrirstöðu að hún leggi álfuna þá líka að fótum sér og það sama gildir víðar um heim. Tónlist Alanis er taktfast og á köflum býsna kröftugt popprokk, sem síðan rólegar ballöður bland- ast inn í. Er það líklega til marks um vaxandi áhrifamátt kvenna í poppinu (eins og annars staðar) að það þurfti aðra vaska konu til að ryðja Alanis úr toppsætinu í Bandaríkjunum, Mariah Carey, með nýju plötuna sína, Daydream. Tróna þær enn þegar þetta er ritað í tveimur efstu sætunum. Það er svo þriðja konan, engin önnur en Madonna, sem á stóran þátt í upp- gangi Alanis Morisette. Er Alanis nefnilega á mála hjá útgáfunni Maverick, sem Madonna á sjálf og rekur. Byítinq Ástæða er til að minna á, að plata fé- laganna í Byltingu, Ekta, er nú í þann niund að koma út og verður væntan- lcga komin í verslanir seinni part næstu viku, eða í byrjun þeirrar næstu. Tóntas oq ínqunn Og meira af akureyrskættuðum plötum, því parið Tómas Hermannsson frá Ak- ureyri og lngunn Gylfadóttir eru nú að senda frá sér plötuna, Endist varla..., en um vinnslu hennttr og margt fleira greindu þau einmitl frá í ítarlegu við- tali við Dag í sumar. Gefa þau plötuna út undir nafninu, Piltur Og Slúlka. Vinir öóm Hér annars staðar á síðunni er tjallað um plötu Ásgeirs Óskarssonar, Veröld smá og stór, sem nú er nýlega komin út. En eins og Ásgeirs er von og vísa er það ekki eina platan sem hann kem- ur nálægt um þessar mundir, því að á einni til a.nt.k. er hann fullur þátttak- andi. Hún er vitaskuld ineð Vinum Dóra, þar sem Ásgeir er með Halldóri Bragasyni söngvara og gítarleikara og Jóni Ólafssyni bassaleikara. Mun plat- an, sem verður sú fjórða nteð Vinunt Dóra, mörgum og margvíslegum, inn- lendum sem erlendum, bera heitið Hittu mig og kernur hún út eftir um rúma viku eða svo. Sú breyting vcrður nú frá hinum plötunum, að öll lögin verða með íslenskum textum og öll frumsamin, en áður var hugmyndin að hafa blöndu innlendra og erlendra laga. Athyglisverð plata Kartöflumúsa. Kartöflumýsnar Kartöflumýsnar í lummubakstri, er nafnið á ansi hreint hressilegri nýrri geislaplötu, með hópi skólasystkina sem kalla sig Kartöflumýsnar. Er um tólf frumsamin lög á plötunni að ræða, sem þau Lýður, íris og öll hin lýsa sjálf sem blöndu af rútubílarokki, leikhúsmúsík, gælum og músapoppi, hvorki meira né rninna. Hún er líka vel unnin, enda engir smákallar sem hjálpa til, Sigurður Rún- ar Jónsson (Diddi fiðla), Óskar Páll Sveinsson, Bjöm Thoroddssen o.fl. Rivers Cuomo hættír í Weezer Það verður ekki annað sagt en að misjafnt hafast tónlistarmennimir við, þegar horft er til aðalsprautu Weezer, Rivers Cuomo, en eins og kunnugt er slógu hann og fé- lagar hans vel í gegn með fyrstu plötunni sinni og þá ekki hvað síst með laginu, Buddy Holly. Meðan oftar en ekki berast heldur nei- kvæðar fregnir af öðmm rokk- stjömum og athöfnum þeirra, er það af Cuomo að segja að hann er ekki meira upphrifinn af frægð- inni en svo, að hann hefur nú söðlað um og sest á háskólabekk. Og það svo sannarlega ekki í neinum venjulegum háskóla, held- ur í sjálfum Harvard, sem án efa er sá frægasti í Bandaríkjunum, ef Rivers Cuoino fer ekki troðnar rokkhetjuslóðir. ekki öllunt heiminum. Hann er samt ekki hættur í Weezer og mun sveitin haga framtíðarverkum sín- um eftir því hvenær Cuomo á frí. Manic Street Preachers Þrír eftirstandandi meðlimir Man- ic Street Preachers, James Dean Bradfiels, Nicky Wire og Sean Moore, virðast ætla að halda eitt- hvað áfram saman, þrátt fyrir hvarf gítarleikarans Richey James fyrr á árinu. Höfðu þeir reyndar sagt að ef James nyti ekki framar við, myndu þeir klárlega hætta, en nú hafa þeir a.m.k. ákveðið að koma fram um áramótin, sem upphitunarsveit fyrir Stone Roses, á tónleikum sem haldnir verða í Wembleyhöllinni í London. Bradfield og Wire hafa svo verið að taka upp nýtt efni fyrir hugsan- lega plötu, sem kæmi þá út á næsta ári.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.