Dagur - 04.11.1995, Side 20

Dagur - 04.11.1995, Side 20
Akureyri, laugardagur 4. nóvember 1995 Kirkjur og björgunarsveitir hafa tekjur af svartri atvinnustarfsemi: „Ansi súrt að kerf- ið skuli valda því að gærum sé 116111“ - segir framleiðslustjóri Loðskinns hf. Nokkuð er um það að lamba- gærur séu lagðar inn til sút- unar hjá sútunarverksmiðjunum af aðilum sem ekki eru með hefðbundinn búskap. Þarna er t.d. um að ræða kirkjur og björgunarsveitir og er í flestum tilfellum um að ræða gærur af heimaslátruðu. Ekki er líklegt að heimaslátrun hafl aukist að neinu marki, en hins vegar hefur verðið á gærum farið hækkandi og því aukinn áhugi á því að koma þeim í verð í stað þess að farga þeim. Sigurður Karl Bjamason, fram- leiðslustjóri Loðskinns hf. á Sauð- árkróki, segir að sá fjöldi gæra sem ekki skilar sér til sútunar eftir heimaslátrun sé mun meiri en þær sem lagðar séu inn. Sigurður segir að bændur hafi að sjálfsögðu rétt til heimaslátrunar og gærur af þeim lömbum skili sér frekar til sútunar en af fé sem slátrað sé fram hjá „kerfinu" og kjötið og jafnvel innmaturinn líka seldur á svörtum markaði. Örfáir menn leggi inn gærur af heimaslátruðu og segir Sigurður að ekki sé hægt að hegna þeim fyrir fjöldann, enda hafi yfirvöld aðrar leiðir til að komast að umfangi ólöglegrar kjötsölu, hafi þau áhuga á því. Sigurður Karl segir að gærur sem séu lagðar inn á nöfn kirkna og Akureyri: Elín Magnús- dóttir 100 ára í dag Elín Magnúsdóttir, nú til heimilis á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, er hundrað ára í dag, 4. nóvember. Elín bjó lengst af í Gröf í Öng- ulsstaðahreppi en flutti til Akur- eyrar árið 1955 þar sem hún hefur búið síðan. Eiginmaður hennar, Jón Stefánsson, lést árið 1956. Þau eignuðust tvö böm, Önnu Sigríði og Jón Laxdal, sem bæði eru búsett á Akureyri. Elín er vel hress, fylgist vel með útvarpi og einnig lítillega sjónvarpi. Hins vegar á hún erfitt með að lesa, enda sjónin farin að daprast. óþh Nýtt riðutilfelli Riðuveiki hefur verið staðfest í fé á bænum Gauksstöðum í Skefilsstaðahreppi. Þetta kem- ur fram í fréttablaðinu Feyki á Sauðárkróki. Um 400 fjár eru á Gauksstöð- um og samkvæmt Feyki gæti svo farið að fénu á Hóli, næsta bæ við Gauksstaði, verði einnig fargað, en það hefur verið fóðrað í gömlu útihúsi á Gauksstöðum. óþh björgunarsveita skipti nokkmm hundruðum og enn séu að koma gæmr sem lagðar séu inn á áður- nefnda aðila. „Það er ákveðin viðkvæmni fyrir því að leggja gæmmar ekki inn á nafn viðkomandi til þess að ekki uppgötvist að þar hafi farið fram slátmn og kjötið selt á svört- um markaði. Okkur þykir ansi súrt að kerfið skuli vera þannig að henda verði verðmætum til að losna undan einhverju eftirliti, skattlagningu o.fl.,“ sagði Sigurð- ur Karl Bjamason. Reynir Einksson, framleiðslu- stjóri Skinnaiðnaðar hf. á Akur- eyri, segir að stundum séu gær- umar skildar eftir fyrir utan verk- smiðjuna að næturlagi og komi starfsmennimir að þeim á morgn- ana. Þá er ekki getið um nafn innleggjanda en meðfylgjandi beiðni um að andvirðið að lokinni sútun verða látið renna t.d. til ákveðinnar kirkju eða björgunar- sveitar. Einnig hafa nokkrar björg- unarsveitir lagt sig eftir gæmm af heimaslátruðu, og sótt þær til við- komandi bónda, sjálfsagt gegn því að að geta þess ekki hvaðan þær eru fengnar. Tvö sl. haust hefur verið um töluverða aukningu að ræða á „kirkju- og björgunar- sveitagærum" og kann bæði hærra verð og töluverð umræða um skinnaverksmiðjumar og hörð samkeppni þeirra á milli að ráða þar einhverju um. Hjá Skinnaiðnaði hf. á Akur- eyri er reiknað með að um 1000 lambagæmr berist verksmiðjunni þar sem skilaverð er lagt inn á reikning kirkju eða björgunar- sveita. Meðalverð á hvítum lambagærum em 115 krónur á kfló en hver gæra vegur um 3 kg. Skilaverð á svörtum gærum er hins vegar ekki nema um 50% þess sem fæst fyrir þær hvítu þannig að meðalskilaverð er um 100 krónur. Greiðslur fyrir þessar gæmr gætu því numið um 300 þúsund krónum. GG Innimálning verði Gljá- stig 10 Verðfrákr. 56&lítri KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565 íslendingar á öllum aldri þekkja vel hinn vinsæla Skólaost. Hann er mildur og góður og tilvalinn ofan á brauðið, bæði heima og í skólanum. Skólaosturinn er nú kominn í nýjar og fallegar umbúðir sem hæfa betur þessum ljúffenga osti, en ostinum sjálfum breytum við ekki - enda engin ástæða til! ÍSLENSKIR OSTAR^

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.