Dagur - 08.11.1995, Page 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 8. nóvember 1995
LEIÐARI
Milljarða verkefni
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN:
AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON,
HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285).
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087
Samþykkt eiganda álversins í Straumsvík í
fyrradag um stækkun verksmiðjunnar úr 100
þúsund tonnurn í 162 þúsund tonna fram-
leiðslugetu boðar umtalsverða vítamínsprautu
inn í íslenskt efnahagslíf. Framkvæmdir við
stækkun fyrirtækisins eru gríðarlega umfangs-
miklar og munu skapa hundruðum manna
vinnu og að þeim loknum bætast 70 ný störf
við í framleiðslunni í Straumsvík. Þetta er ekki
svo lítilsvert þegar jafn hart er í ári á atvinnu-
markaðnum sem raun hefur borið vitni undan-
farin ár. Áhrifin af stækkun álversins eru líka
mikil út um þjóðfélagið, t.d. í raforkukerfinu
þar sem mæta þarf aukinni eftirspum eftir raf-
orku. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur aukist
samfara þessum framkvæmdum og það er já-
kvætt.
Þó útlitið sé allt annað en bjart á mörgum
sviðum í atvinnulífinu hefur samt sem áður örl-
að á viðleitni fyrirtækja að undanförnu til fjár-
festinga og framkvæmda sem skilað getur nýj-
um störfum sem ættu að verða vel þegin.
Samningur um stækkun álversins er stórt skref
í þessa átt og mun vafalítið hafa mikil áhrif
enda um 16,5 milljarða fjárfestingu að ræða.
Mest er um vert að íslendingar spili sem
hagkvæmast úr þeim möguleíkum sem við eig-
um í raforkunni og nýtingu hennar til iðnaðar-
framleiðslu. Greinilegt er að margir horfa til
landsins vegna raforkunnar og okkur er nauð-
syn að spila þannig úr að ágóðinn verði viðun-
andi fyrir þjóðarbúið.
Mikilsvert er að framkvæmdirnar í Straums-
vík nýtist þjóðarbúinu vel og stytti biðina eftir
birtu í atvinnumálunum. íslendingar hafa í
gegnum árin alltof oft litið á tækifæri eins og
þessi sem tilefni til að fara á fjárfestingafyllerí í
stað þess að líta á stórframkvæmdir af þessu
tagi sem tækifæri til að búa í haginn fyrir magr-
ari árin. Við eigum að hafa vítin nú til að varast
þau og hafa þá skynsemi til að bera að nota þá
innspýtingu í atvinnulífið sem nú er framund-
an til að byggja upp og mjaka okkur markvisst
upp úr öldudalnum.
Kennarafélögin um yfírfærslu reksturs grunnskólans til sveitarfélaga:
Aunnin réttindi
verða að haldast
Kennarasamtökin í landinu telja
brýnt að hefja nú þegar gerð nýs
kjarasamnings milli stéttarfélaga
sinna og sveitarfélaga, en sem
kunnugt er taka sveitarfélögin við
rekstri grunnskólans 1. ágúst á
næsta ári. í tilkynningu frá Kenn-
arasambandi Islands og Hinu ís-
lenska kennarafélagi segir að á
næstu vikum verði línur varðandi
yftrfærslu áunninna réttinda kenn-
ara að skýrast, en kennarar leggja
ríka áherslu á að sömu réttindi
haldist þótt sveitarfélög verði í
framtíðinni launagreiðandi þeirra
en ekki ríki.
Hið íslenska kennarafélag og
Kennarasamband íslands sendu
fyrr í vikunni frá sér tilkynningu
þar sem tæpt er á nokkrum helstu
áhersluatriðum þeirra. Segir þar
að óskert réttindi grunnskólakenn-
ara séu ekki aðeins mikilvæg fyrir
kennara sjálfa, heldur og ekki síð-
ur fyrir öflugu skólastarfi í fram-
tíðinni.
Það sem kennarar nefna meðal
annars sem sín hagsmunamál er
að þeim verði áfram tryggð aðild
að Lífeyrissjóði starfsmanna ríks-
ins. Það sé grundvallaratriði fyrir
þá sem í þann sjóð greiða nú - og
aðrir starfsmenn skólanna verði að
eiga aðild að jafn verðmætu fyrir-
komulagi. Þá segir að áfram verði
réttindi vegna ráðninga að vera
óskert; til dæmis hvað varðar aug-
lýsingar á lausum stöðum, bams-
burðarleyfi, veikindaorlof og svo
framvegis.
Samningsbundin ákvæði vegna
námsorlofs og slíks verða að
haldast þótt nýr launagreiðandi
komi til. Ennfremur vilja kennara-
félögin að menntamálaráðuneytið
hafi eftirlit með framkvæmd sveit-
arstjóma á kennararáðningum og
segja jafnframt að kennurum sé
mikilvægt að hafa í starfi sínu
grundvöll til að tryggja eðlilega
framkvæmd grunnskólalaga.
Kjarasamningur kennara við ríkis-
valdið rennur út 1. ágúst á næsta
ári, en eftir þann tíma verða sveit-
arfélög launagreiðendur stéttar-
innar. Því leggja kennarar áherslu
á að viðræður um gerð nýs samn-
ings hefjist sem fyrst og þar er
meginkrafan að réttindi haldist
óskert.
Þá segir í plaggi kennarafélag-
anna að vegna yfirtöku sveitarfé-
laga á sérfræðiþjónustu skólanna
þá verði hún að batna frá því sem
nú er. Vegna ónógra fjárfestinga
frá ríkinu hafa fræðsluskrifstofur,
sem í framtíðinni munu heita
skólaskrifstofur, ekki getað veitt
nema lágmarksþjónustu og ekki
allt það sem þeim ber skv. lögum.
Segjast kennarafélögin jafnframt
vilja eiga fulltrúa í stjóm skóla-
skrifstofanna þegar þær taka til
starfa. -sbs.
Safnað handa Flateyringum
Þessi vaski hópur tók sig til á dögunum og hélt tombólu til styrktar þeim
sem eiga um sárt að binda eftir snjóflóðið á Flateyri. Þau söfnuðu alls
6.918 krónum og heita frá vinstri: Berglind Smáradóttir, Hulda Hall-
grímsdóttir, Jón Ingi Hallgrímsson, Karen Mist Kristjánsdóttir, Dúi Ól-
afsson og Kristján Eldjám Kristjánsson. Mynd: bg
Skákfélag Akureyrar:
Þórleiftir Íeíðír
í haustmótínu
Ljóð og lausavísur
Sigfúsar Þorsteinssonar
Út er komin Ijóðabókin „í ai-
vöru og án, Ijóð og lausavísur“
eftir Sigfús Þorsteinsson.
Sigfús fæddist að Litlu Há-
mundarstöðum á Árskógsströnd
árið 1921 og bjó lengst af á
Rauðavík í sömu sveit. Undan-
farin ár hefur hann verið fram-
kvæmdastjóri Bíla- og vélaverk-
stæðis Hjalta Sigfússonar og er
búsettur á Hauganesi.
Frá unga aldri hefur Sigfús
fengist við ljóðagerð og kveðskap.
Á síðustu ámm hafa birst eftir
hann ljóð, sögur, frásagnir og
tækifærisvísur í blöðum og tíma-
ritum. Þá voru birt ljóð eftir hann í
bókinni íslensk alþýðuskáld.
Bókin „í alvöru og án“ skiptist,
eins og nafnið gefur til kynna, í
tvo hluta. í þeim fyrri, „í alvöru",
er fjöldi ljóða, flest frá síðustu ár-
um. Ljóð Sigfúsar einkennast af
yfirlætislausri hlýju og virðingu
bóndans fyrir náttúmöflunum og
landinu, sem og hafinu sem er
honum hugleikið yrkisefni. í ljóð-
um sínum fæst hann einnig við líf
og kjör fólks fyrr og nú, hvort
heldur er í Þorvaldsdal eða Þýska-
landi. Ljóð hans miðla lesendum
af þúsund ára sýn þeirrar kynslóð-
ar sem ólst upp í torfbæjum við
búskaparhætti lítt breytta frá land-
námstíð og hefur lifað hina algeru
umbyltingu síðustu þriggja aldar-
fjórðunga. Hið ytra hefur allt
breyst, en mannskepnan og nátt-
úmöflin em söm við sig.
í síðari hluta bókarinnar, „Án
alvöru“, en svo ýmis konar tæki-
færiskveðskapur og gamanmál frá
síðustu árum. Em þar ýmsum
sendar sneiðar og föst skot og hin-
ar skoplegri hliðar hversdagslífs-
ins bundnar í stuðla og rím. Að
engu gerir þó höfundur meira grín
en sjálfum sér.
Bókina, sem er rösklega eitt
hundrað blaðsíður að lengd, gefur
höfundur út sjálfur. Offsetstofan á
Akureyri prentaði.
„I alvöm og án“ er fáanleg í
Bókabúð Jónasar á Akureyri og í
bókaversluninni Sogni á Dalvík.
Þá er hægt að hafa samband við
Sigfús í síma 466 1951 og hann
mun senda bókina hvert á land
sem er.
Þegar fimm umferðum er ólokið
í Haustmóti Skákfélags Akur-
eyrar er Þórleifur Karlsson efst-
ur með 5,5 vinninga af sex og á
hann frestaða skák. Þór Valtýs-
son er í öðru sæti, einnig með
5,5 vinninga af 8 mögulegum.
Yfirseta er í hverri umferð
mótsins. Smári Valtýsson kemur í
þriðja sæti með 5 vinninga af 8 og
Guðmundur Daðason í fjórða sæti
með 4,5 vinninga af 8.
Þann 6. nóvember var 10 mín-
útna mót fyrir 45 ára og eldri og
bar Ólafur Kristjánsson þar sigur
Ljósmyndamiðstöðin Myndás,
Laugarásvegi 1, Reykjavík, mun
í samvinnu við Heimilistæki,
umboðsaðila Agfa á íslandi,
halda ljósmyndasamkeppni í
svart/hvítri Ijósmyndun og
stækkun.
1. verðlaun 35 þúsund - vöruút-
tekt hjá Agfa, 2. verðlaun 25 þús-
und - vöruúttekt frá Agfa og 3.
verðlaun 10 þúsund - vöruúttekt
frá Agfa.
úr býtum. Hann fékk 8,5 vinninga
af 10. Röð næstu manna var þann-
ig: 2. Sveinbjöm Sigurðsson, 7,5
vinningar af 10, 3. Jón Björgvins-
son 7 vinningar af 10, 4. Haraldur
Ólafsson, 6,5 vinningar af 10 og í
fimmta sæti varð Karl Steingríms-
son með 6 vinninga af 10.
Næsta mót verður hjá Skákfé-
lagi Akureyrar í kvöld kl. 20. Þá
verður 10 mínútnamót með for-
gjafarsniði þannig að þeir skák-
menn sem eru stigalágir eða stiga-
lausir fá meiri tíma en hinir. JÓH
12-15 bestu myndimar verða
svo á sýningu í desember.
Dómarar í keppninni em Leifur
Þorsteinsson, formaður Ljós-
myndarafélags íslands, Ragnar
Axelsson, blaðaljósmyndari hjá
Morgunblaðinu, og Egill Sigurðs-
son, Ljósmyndaþjónustu Egils.
Allar nánari upplýsingar má fá
í Ljósmyndamiðstöðinni Myndás,
Laugarásvegi 1, eða í síma
5811221.
Ljósmyiidasamkeppni
í svart/hvítri liós-
myndun og stækkun