Dagur - 08.11.1995, Síða 9
Miðvikudagur 8. nóvember 1995 - DAGUR - 9
Öllum er óheimilt, nema starfsfólki, að koma inn í einangrunarstöðina, sem stendur norðarlega í Hrísey.
Myndir: Sigurður Bogi.
Einangrunarstöðin í Hrísey:
Tveir nýir nautgripa-
stofnar í eldi í Hrísey
Fyrir utan Einangrunarstöðina. Björn Henry Kristjánsson og Aðalbjörg
Jónsdóttir.
Tvö ný afbrigði nautgripastofna,
sem ekki hafa áður sést hér á
landi, eru nú í einangrun í Nauta-
stöð Landssambands kúabænda í
Hrísey og koma innan fárra miss-
era á íslensk nautabú. I fyrrasumar
komu í stöðina fósturvísar gripa af
stofnunum Limousin og Aberden
Angus og báru kýr í stöðinni kálf-
um þessara tegunda fyrr í sumar.
Þeir eru nú í eldi í Hrísey og dafna
vel, enda eru þeir af fljótvaxta
stofnum.
Einangrunarstöðin í Hrísey er í
dag aðskilin í rekstri í fjórar sjálf-
stæðar einingar. Fyrst er til að
taka áðumefnda nautastöð, sem
Landssamband kúabænda rekur,
einn hlutann rekur og kostar emb-
ætti yfirdýralæknis, gæludýrastöð-
in er rekin á vegum einkaaðila og
einangrunar- og eldisstöð fyrir
svín er á vegum Svínaræktarfélags
íslands. Aðalbjörg Jónsdóttir,
dýralæknir við stöðina, sem jafn-
framt veitir henni daglega for-
stöðu segir að mikið sé að gera í
stöðinni. Mikill sé áhuginn á að
flytja nýja stofna gæludýra til
landsins - og nefnir því til marks
að hálfs árs bið sé eftir að komast
með dýr í stöðina.
Tveir áðurnefndir nautgripa-
stofnar eru upphaflega komnir frá
Frakklandi og Skotlandi og hefur
ræktun þeirra gefíst þar vel. Sér-
staklega eru þeir þekktir fyrir mik-
inn vaxtarhraða, án þess að það
komi niður á'gæðum kjötsins, en
Limousin og Aberden Angus eru
stofnar sem eingöngu eru aldir til
kjötframleiðslu. Kjöt af gripum
þessara tegunda er meyrt og
vöðvamikið og til marks um vin-
sældir þess má nefna að erlendis
má finna veitingastaði sem ein-
beita sér að matreiðslu kjöts af
þessum tegundum. Og vegna þess
hve fljótvaxnir þessir gripir eru á
það að skila sér í lægri fram-
leiðslukostnaði og þar með lægra
verði til neytenda.
Aðalbjörg Jónsdóttir er sem
fyrr segir dýralæknir í Hríseyjar-
stöðinni og Björn Henry Krist-
jánsson er bústjóri þar. Þau búast
við að fyrstu sendingar sæðis úr
nýju stofnunum fari frá þeim eftir
rösklega eitt ár eða svo. Þá nefna
þau einnig að nýjungar séu að ger-
ast í svínaræktinni og nefna að nú
sé kominn í íslensk svínabú nýr
stofn norskra landsvína. Áfram sé
unnið að kynbótum á honum.
-sbs.
Akureyri:
Námskeið fyrir að-
standendur alkóhólista
Haldið verður námskeið fyrir að-
standendur alkóhólista í Glerár-
kirkju á Akureyri helgina 11. og
12. nóvember nk. frá kl. 9 til 17
báða dagana. Leiðbeinandi verður
Ragnheiður Oladóttir, ráðgjafi,
sem hefur unnið við ráðgjöf fyrir
aðstandendur síðastliðin sex ár.
Fyrirlestrar verða um meðvirkni,
æðruleysisbænina, tilfinningar og
fleira.
Leitast er við að skapa öruggt
umhverfi þar sem fólki er gert
kleift að vinna í sínum málum.
Námskeiðið nýtist vel bæði byrj-
Leiðbeinandi á
námskeiðinu
verður Ragnheið-
ur Óladóttir.
endum og
lengra komnum.
Einkaviðtal
er innifalið í
námskeiðsgjaldi
sem er kr. 8000.
Atvinnulausir fá
umtalsverðan
afslátt. Nánari
upplýsingar
gefur Sigríður
Gunnarsdóttir í
símum 4612412
og 4625159, einnig er hægt að ná
í Ragnheiði í síma 5615035.
Deiglan:
Fyrirlestur um handverk
Annað kvöld kl. 20.30 heldur Ing-
ólfur Ingólfsson, lektor við Kenn-
araháskóla íslands, fyrirlestur í
Deiglunni á Akureyri. Hann nefn-
ist „Án þekkingar á handverkinu
deyr menningin" og er sá fyrsti í
röð fyrirlestra frá Heimilisiðnað-
arskóla Islands. Gilfélagið hefur
hug á að fá fleiri fyrirlestra frá
skólanum í vetur og er það gott
tækifæri fyrir þá sem vilja auka
þekkingu sína á svið handverks og
lista.
Aðgangur að fyrirlestrinum er
ókeypis og öllum heimill. JÓH
A þessum myndum má sjá þá tvo nýju nauastofna, sem nú eru í ræktun í Hrísey, Aberden Angus (t.v.) og Limousin.
HRISALUNDUR
é Úrvals skinkufars kr. 299,- i
Afgreiðslutími: C“okó:
■■■■■■■■■
10.00-19.30
18.00
/
\
- fyrir þig!