Dagur - 08.11.1995, Síða 11
Miðvikudagur 8. nóvember 1995 - DAGUR - 11
Hausttónleikar Smfóníuhljómsveitar Norðurlands
HOTEL KEA
Laugardagur 11. nóvember
Lokað
vegna
einkasamkvæmis
4. nóvember efndi Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands til tónleika í
íþróttahúsi Framhaldsskólans á
Laugum í Reykjadal í Suður-Þing-
eyjarsýslu. Auk hljómsveitarinnar
komu fram Karlakórinn Hreimur í
Aðaldal og Baldvin Kr. Baldvins-
son, baritónsöngvari. Stjórnandi á
tónleikunum var Guðmundur Oli
Gunnarsson. Stjórnandi Karla-
kórsins Hreims er Robert Faulkn-
er en undirleikari hans Juliet
Faulkner.
Tónleikarnir hófust á hinu sí-
vinsæla verki Jeans Sibeliusar,
Finlandiu. Flutningur var fallega
unninn og víða natnislega dregin
fram stef í milliröddum. Þegar í
þessu verki sýndi hljómsveitin
hvílíkum framförum hún hefur
tekið. Leikur hennar var vel sam-
hæfður og hljómfagur og málm-
blásarar hafa ekki oft hljómað bet-
ur.
í næstu tveim verkum tók
Karlakórinn Hreimur þátt í flutn-
ingi. Hið fyrra var Hermannakór-
inn úr II Trovatore eftir G. Verdi
við íslenskan texta eftir ókunnan
höfund, en hið síðara Pílagríma-
kórinn úr Taunnhauser eftir R.
Wagner með íslenskum texta eftir
Gest. Kórinn var ekki alveg
hreinn í nokkrum hlutum flutnings
síns á fyrra verkinu, en stóð sig
annars vel. Hljómsveitin var hins
vegar í háværasta lagi einkum í
lokin. I Pflagnmakórnum söng
kórinn án undirleiks í upphafs-
hluta verksins. Hann féll örlítið,
en rétti sig fljótlega af, þegar
hljómsveitin kom inn í flutninginn
og var hann í heild tekið fallegur.
Næst lék hljómsveitin L’Ar-
lesienne eftir G. Bizet. Flutningur
var léttur og fjörlegur. Samhæfing
var í góðu lagi og fiðlur og hom
sérlega vel strokin og blásin.
Baldvin Kr. Baldvinsson kom
fram næst og söng aríuna Hlýðið,
já hlýðið úr Ástadrykknum eftir
G. Donizetti með íslenskum texta
eftir Guðmund Sigurðsson. Rödd
Baldvins söng fallega, en hann
virtist ekki geta tekið á sem skyldi
og var hljómsveitin í háværasta
lagi á köflum. Karlakórinn Hreim-
ur og Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands fluttu næst Suðrænar rósir
eftir Jóhann Strauss yngri með
texta eftir Hjört Þórarinsson og
Drykkjuvísu úr óperunni Veiði-
ferð Karls konungs eftir Frederik
Pacius með texta eftir Hauk
Ágústsson. Baldvin Kr. Baldvins-
son söng einsöng í síðara verkinu.
Leikur hljómsveitarinnar var ör-
uggur og ákveðinn. Hins vegar
var leikur hennar heldur hávær á
köflum og kæfði jafnt kór sem
einsöngvara. Baldvin Kr. Bald-
vinsson beitti sér skemmtilega í
síðara verkinu og náði talsvert
góðri túlkun. Kórinn var fjörlegur
og styrkur í flutningi sínum ekki
síst í Drykkjuvísunni. Svíta nr. 1
úr Pétri Gaut eftir E. Grieg var
næst á efnisskrá. Verkið skiptist í
fjóra þætti, sem eru Morgunn,
Dauði Ásu, Dans Anítru og 1 höll
Dofra konungs. Smágallar komu
fram í fiðlum og homum í fyrsta
og þriðja þætti og spilltu þeir túlk-
un nokkuð. Flutningur annars
þáttar var sérlega fínlega unninn
og hrífandi og örugg stígandi í
fjórða þætti skapaði viðeigandi
lyftingu í verkið.
Landsýn eftir E. Grieg með ís-
lenskum texta eftir S. J. Jóhanns-
son tókst vel í flutningi hljóm-
sveitarinnar, kórsins og Baldvins
Kr. Baldvinssonar. I þessu verki
var styrkur hljómsveitarinnar bet-
ur við hæfi en í öðmm verkum
tónleikanna, þar sem söngvarar og
hljómsveit voru saman, þó að ekki
hefði mikið meira mátt vera.
TONLIST
HAUKUR ÁCÚSTSSON
SKRIFAR
Hljómsveitin lék næst hina afar
fjörlegu útsetningu Páls P. Páls-
sonar á laginu Á Sprengisandi eft-
ir Sigvalda Kaldalóns. Flutningur
var skemmtilega ömggur og
ákveðinn. Hóflegt ris og hraða-
aukning g ' blæ, sem skilaði sér
vel til áhe- ;nda.
Lokalag Baldvins Kr. Bald-
vinssonar á efnisskrá var Drauma-
landið eftir Sigfús Einarsson við
ljóð Guðmundar Magnússonar.
Hér var Bal'L;*’ á hfimavelli og
ge^i vp\. i nljómsveitinni var hins
vegar nokkur órói, sem ekki hafði
gætt fyrr í sama mæli á þessum
tónleikum, og var leikur hennar
ekki eins áheyrilegur og skyldi.
Lokaatriði tónleikanna var
flutningur Karlakórsins Hreims og
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands
á tveim lögum eftir Pál ísólfsson
við ljóð Davíðs Stefánssonar: í
dag skein sól og Brennið þið vitar.
Hljómsveitin stóð vel fyrir sínu en
hefði mátt gæta betur að styrk á
stundum. Kórinn skilaði vel styrk-
breytingum fyrra verksins og náði
í heild góðri túlkun í því síðara.
Þó voru neðri raddir heldur hljóm-
litlar og skorti fyllingu í sólóhlut-
um sínum í hinu síðara.
Áheyrendur gerðu góðan róm
að flutningi á tónleikunum í
Iþróttahúsinu á Laugum. Þeir
klöppuðu listamennina upp aftur
og aftur og fluttu þeir nokkur
aukalög. í heild voru tónleikamir
gott afrek og það vel lukkað þrátt
fyrir nokkra galla, sem vissulega
hefði verið skemmtilegra að vera
án. Af tónleikunum er hins vegar
ljóst, að Sinfóníuhljómsveit Norð-
urlands er komin áleiðis inn í nýtt
tímabil í starfssögu sinni. Tónleik-
ar hennar em orðnir tilhlökkunar-
efni og samstarf hennar við kóra á
Norðurlandi þáttur, sem vonandi
verður efldur enn frekar í framtíð.
Stærri búð að Furuvöllum 13:
Sími 462 2200
Eigandi Jókó, Jóhannes Sigurðsson
(til vinstri), og Sigursteinn Kristins-
son, sölumaður, fyrir framan versl-
unina. Mynd: BG.
Erum farin að taka
við pöntunum fyrir okkar
vinsæla
sem haldið verður
raúfeskvöldið 18. nóvember.
Veislustjóri: JFIosi ÓlafSs<
Dinnertónlist: Karl Olgeirsson
& Jóii Rafnsson
Danstónlist: Hljómsveitin
Herramenn
9 *
Borðapantanir
í síma 462 2200
HOTEL
Verfærabúðin var opnuð 28.
október á síðasta ári og heldur því
um þessar mundir upp á eins árs
afmælið. Jóhannes er ánægður
með viðtökurnar og vill koma á
framfæri þakklæti til viðskipta-
vina fyrir þær.
Hin nýja verslun, Jókó, býður
upp á ýmiskonar verkfæri, stór og
smá, slípivöru, málningarvörur og
bílamálningu. Einnig selur Jókó
heimilistæki af gerðinni Hotpoint,
sem þeir Jókó-menn segja að hafa
slegið í gegn, reynst endingargóð
og á góðu verði.
Nýtt og aukið pláss verslunar-
innar fer nær eingöngu undir
heimilistæki og má getá þess að
Jókó og Hekla hf. hafa aukið sam-
vinnu sín í milli. í því sambandi
mun Jókó síðar í þessum mánuði
bjóða upp á nýja heimilistækjalínu
frá General Eletrik.
Verkfærabúðin breytist í Jókó
Verkfærabúðin Furuvöllum 13 á
Akureyri hefur skipt um nafn og
stækkað verslunina um helming.
Nýja nafnið er Jókó. Að sögn Jó-
hannesar Sigurðssonar, eiganda
verslunarinnar, er nafnabreytingin
til komin vegna stóraukins vöru-
úrvals.