Dagur - 11.11.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 11.11.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. nóvember 1995 - DAGUR - 5 Sigurhæðir og Matthíasarsafn til sýnis almenningi í dag: Ein af perlum Akureyrar Hér er skrifstofa þjóðskáldsins, en hún er nánast eins og þegar Matthías bjó í húsinu. Mynd: BG Œl m Sigurhæðir eru óneitanlega glæsilegt hús og byggt í svokölluðum „sveitser- Mynd: GG Á' ' A í dag verður þess minnst að 160 ár eru liðin frá fæðingu sr. Matt- híasar Jochumssonar, skálds og prests á Akureyri. Safnið að Sig- urhæðum verður opið fyrir al- menning frá 14-18 og þá verður hægt að skoða húsið. Einnig veður flutt dagskrá af hljóð- snældu, þar sem heyra má ýmis- legt úr verkum skáldsins. Er hér komið kjörið tækifæri til þess að kynna sér safnið að Sigurhæðum og skoða þetta merkilega hús, en á því hafa farið fram miklar end- urbætur á síðustu árum. Sr. Matthías ætti í raun að vera óþarfi að kynna. Hann var eitt helsta skáld rómatísku stefnunnar og þá orti hann mikið af sálmum og trúarkvæðum auk ýmissa tæki- færiskvæða. Þekktastur er hann sennilega fyrir íslenska þjóðsöng- inn. En sr. Matthías fékkst einnig við fleira, hann samdi leikritið Útilegumennina, sem síðar var nefnt Skugga-Sveinn og þýddi einnig leikrit erlendra stórskálda, Byrons lávarðar, Ibsens og fjögur leikrita Shakespeares. Á 85 ára afmæli sínu árið 1920 var Matthías gerður heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Islands og jafnframt fyrsti heiðursborgari Akureyrar. Viku seinna, þann 18. nóvember 1920, andaðist hann. Sjálfsævisaga sr. Matthíasar nefn- ist Sögukaflar af sjálfum mér og kom út 1922. Sigurhæðir Sigurhæðir, sem sr. Matthías lét reisa árið 1903 og bjó í til dauða- dags, er merkilegt hús fyrir margra hluta sakir og á vegum Minjasafnsins á Akureyri hefur saga hússins verið tekin saman. Nafnið mun vera komið frá nokkr- um kunningjum Matthíasar, sem nefndu húsið þetta þegar það var nýreist. Matthías skoraði síðan á hagyrðinga að senda sér stöku um húsið sem hefði orðin „leið“ og „Sigurhæðir" í síðari helmingi. í Breiðholti ofan Akureyrar hefur Hestamannafélagið Léttir til nokk- urra ára rekið félagshesthús sem kallast Fjöðrin. Þar eru pláss fyrir um 15 hross. Félagið keypti gam- alt hesthús sem gert var upp þann- ig að aðstaðan fyrir hestana er góð. Hins vegar vantar enn að- stöðu fyrir hestaeigendur og starfsfólk og hefur félagsheimilið Skeifan nokkuð verið nýtt í því sambandi en Skeifan er rétt við Fjöðrina. I Fjöðrinni fer fram áhugaverð starfsemi fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á hestum. Þessi starfsemi hefur eflst ár frá ári. Gert er ráð fyrir að leigjendur séu yngri en 20 ára en ekki er neitl neðra aldurs- takmark. Þó þurfa krakkar að vera nokkuð sjálfbjarga eða njóta að- stoðar foreldra ella. Stundum hafa foreldrar barnanna líka verið með hesta í húsinu og kemur það mjög vel út. Starfsmaður hefur eftirlit með daglegum rekstri. Hann kennir stú“. Alls bárust yfir 100 vísur en þessi þótti best: Heimþrá manns er heiðin greið; huldir liggja þrœðir, anda hans er leiða leið Ijúft á Sigurhœðir. krökkunum að vinna verkin og sýnir þeim hversu mikið þarf að gefa hestunum, hvemig á að hirða þá og einnig fer hann með þeim í útreiðartúra. Að öðru leyti skiptast hinir ungu hestaeigendur á um að vinna dagleg störf og kemur það þá í hlut hvers og eins að sjá um húsið hálfsmánaðarlega. Sameig- inlegur fundur er einu sinni í mán- uði. Að öðru leyti er engin mæt- ingarskylda en auðvitað er æski- legt að koma sem oftast til að sinna sínum hrossum. Krakkarnir í Fjöðrinni halda mikið saman og gera allt mögu- legt saman. Sum koma jafnvel með skólabækurnar sínar með sér og sitja og læra í Skeifunni. Þar er líka hægt að borða nestið sitt og oft er hægt að kaupa kakó. Farið er í daglega útreiðartúra ef veður leyfir og þegar vora tekur er stundum farið í lengri ferðir, t.d. í Vín eða fram á Kaupangsbakka. Sl. sumar fór þessi hópur ásamt fleirum í nokkuna daga ferðalag austur í Sörlastaði í Fnjóskadal. lifandi kona hans, Guðrún Run- ólfsdóttir og dætur þeirra Matthca og Þóra ásamt bömum sínum, í húsinu í nokkur ár. Það var síðan selt og seinna útbúin sér íbúð á efri hæðinni. Einnig var gerð ný forstofa við norðurstafn og efri hæðin stækkuð með kvistbygging- Starfsemin byggist mikið á reið- túrum en einnig að læra að verða sjálfbjarga með flest sem varðar hrossin. Krakkar á vissum aldri eru oft með mikla hestadellu. Stundum eru foreldrar í vafa um liversu endingargóður hestaáhuginn er hjá baminu. Góð leið til að komast að því er að leigja pláss í félagshest- húsi Léttis í einn vetur. Það er venjulega ekki nauðsynlegt að leggja út í miklar fjárfestingar strax því oft getur hestamannafé- lagið haft milligöngu um að fá lánaðan hest til að byrja með. í vetur eru nokkur pláss laus í Fjöðrinni og geta áhugasamir haft samband við hesthúsanefnd Léttis en í henni eru Hafdís í síma 4622063, Guðrún í síma 4623862 og Hadda í síma 4626248. Plássin eru einungis leigð fyrir heilt tíma- bil í senn, frá janúar til júlí, og er leigan fyrir tímabilið 18 þúsund krónur, auk fóðurkostnaðar. (Fréttatilkynning frá Létti) um. Þessu fylgdu einnig breyting- ar á innra skipulagi. Byggingarstíll I samtantekt Minjasafnsins kemur fram að húsið að Sigurhæðum er byggt samkvæmt byggingarstfl, sem nefndur hefur verið „sveits- er“. Þessi byggingarstfll var að hluta til sprottin úr þjóðlegri róm- antík og voru fyrirmyndir hans sóttar til S-Þýskalands og Sviss. Einkenni á þessum húsum voru að þau voru á háum sökklum, port- byggð með þakskeggi sem slútti langt út fyrir veggina og voru sperrutæmar sjáanlegar og oft skreyttar. Gluggar voru stærri en áður hafði tíðkast og hærra til lofts. Nýjar gerðir skrauts voru í kringum glugga og dyr. Nokkru fyrir aldamótin 1900 tóku norskir sfldar- og hvalveiði- menn að flytja með sér tilsniðin timburhús til Islands sem voru í „sveitserstfl." Húsin voru einnig kynnt í bæklingum, katalógum, sem hingað bárust og fengu þá nafnið „kataloghús." Fóru íslensk- ir smiðir fljótlega að byggja hús í þessum stfl með katalógana sem fyrirmynd og má finna nokkur slík á Ákureyri, t.d. Samkomuhús- ið, Menntaskólann og Tuliníusar- hús. Sigurhæðir bera öll helstu einkenni „sveitserstflsins" en mun vera verk íslenskra smiða. Húsið er þó einfaldara hvað varðar skreytingar heldur en hin dæmi- gerðu norsku „sveitserhús“ og má kannski segja að í því hafi verið fólgin viss aðlögun að íslensku samfélagi. Þáttur Matthíasarfélagsins Matthíasarfélagið var stofnað árið 1958 í þeim tilgangi að eignast Sigurhæðir og koma þar upp safni um sr. Matthías. Félagið eignaðist neðri hæðina og leitaðist síðan við að færa hana í það horf sem hún var í þegar Matthías bjó þar, t.d. með því að safna munum sem voru í eigu skáldsins. „Það voru einkum afkomendur Matthíasar sem gáfu til safnsins og skrisfstofa hans er t.d. nánst eins og hún var á tíma sr. Matthíasar. Hér má því bæði sjá hvemig heimili sr. Matt- híasar var en einnig dæmigert timburhús frá fyrstu áratugum ald- arinnar og húsið er ekki síður merkilcgt sem slíkt," sagði Guðný Gerður Gunnarsdóttir, forstöðu- maður Minjasafnsins á Akureyri. Marteinn Sigurðsson átti að hennar sögn drýgstan þátt í stofn- un og starfsemi Matthíasarfélags- ins, var formaður þess til dauða- dags og hefur ekkja hans, Einhild- ur Sveinsdóttir, gefið hijómflutn- ingstæki til minningar um mann sinn og verða þau afhent í dag. Matthíasarfélagið afhenti Ak- ureyrarbæ eignir sínar, þ.e. neðri hæð Sigurhæða og safnið, árið 1981 og hefur bærinn síðan séð um reksturinn. Menningarmála- nefnd fól í vor Minjasafninu rekst- ur safnsins. Fyrir tveimur árum eignaðist bærinn síðan efri hæðina einnig og eru uppi hugmyndir um nýtingu hennar. Hefur menningar- málnefnd samþykkt að koma á fót í húsinu skáldasafni og lifandi bókmenntamiðstöð. Gagngerar endurbætur Safninu var lokað árið 1991 og opnað afur í sumar eftir gagngerar endurbætur. M.a. af þessu tilefni er kjörið fyrir fólk að kynna sér húsið og safnið. Að utan var húsið málað og settar nýjar grindur í glugga á neðri hæð. Nýjar útidyra- hurðir vom smíðaðar, útdyra- tröppur endumýjaðar o.fl. Innan- húss var skipt um ofna og gólfi hæðarinnar lyft en það var orðið mjög sigið. Oll gólf voru pússuð upp og femisborin, nýr gólfdúkur settur á forstofu, eldhús, búr og bakdyrainngang. Báðar stofur voru veggfóðraðar, spjaldaþil lag- fært og hæðin máluð að stærstum hluta. Við endurbætur hefur verið leitast við að færa húsið í það horf sem áður var og m.a. hefur tréverk verið oðrað og málað með olíu- málningu. Að endurbótum unnu smiðimir Gústaf Njálsson og Karl Gústafs- son, rafvirki var Valur Baldvins- son, málari Snorri Guðvarðarson og faglega ráðgjöf annaðist Magn- ús Skúlason hjá Húsafriðunar- nefnd ríkisins. Eins og fram hefur komið verð- ur Matthíasarhús opið í dag kl. 14-18. HA Aðalfundur Akureyrardeildar KEA veröur haldinn mánudaginn 20. nóvember kl. 20 að Hótel KEA. Félagar fjölmennið! Deildarstjórn. Eftir lát sr. Matthíasar bjó eftir- Hestamannafélagið Léttir á Akureyri: Ahugaverð starfsemi í Fjöðrmni - nokkur pláss laus í vetur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.