Dagur - 11.11.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 11.11.1995, Blaðsíða 8
8- DAGUR - Laugardagur 11. nóvember 1995 elsk þjóð, það sést hvað við höf- um átt miklar bókmenntir á öldum áður þegar við höfðum ekki að- stöðu til að gera neitt annað en að skrifa, þó það væri einnig í raun af vanefnum hvað efni og aðstöðu varðaði. Erfíð og dýr markaðssetning Markaðssetning á allri listastarf- semi er mjög erfið og hún er dýr. Minn draumur er að listadeild rík- isútvarpsins verði einhvem tímann rekin í líkingu við íþróttadeildina. Eftir að hafa hlustað á útvarps- stjóra flytja ræðu á menningar- málafundi á Flúðum fyrir nokkr- um árum hef ég góðar vonir um að sá dagur komi að þetta verði að veruleika. Ekki svo að hann hafi sagt það beinlínis, heldur fannst mér andi ræðu hans vera sá að hann vildi gera listum hátt undir höfði. Eg held að þetta væri mjög árangursrík aðferð, að hafa t.d. viðtal við forvígismenn leiksýn- inga, forvígismenn kórastarfsemi eða hljómsveita sem starfa úti á landi. Það væri ekkert síður áhugavert, en að vita hverjir hefðu t.d. skorað mörk í NBA körfubolt- anum. En með þeirri visku erum við oft vakin í morgunfréttatímun- um.“ - Hvað gefur það þér að taka þátt í leiklistarstarfsemi í dreifbýl- inu? „Það er mjög gaman að taka þátt í þessari starfsemi. Bæði hér á Húsavík og í sveitunum er gaman að sjá hvað margt fólk er í raun fært um að iðka þessa hluti, hvað það getur mikið, gerir mikið og vill ráðast í mikið, þrátt fyrir erf- iðar aðstæður sumstaðar. Ég hef átt því láni að fagna að starfa með fólkinu hér frammi í dölunum á undanfömum ámm. Það er af- skaplega góður andi sem ríkir hjá þessum leikhópum, í þeim starfar fólk sem vill sækja fram og gerir það. Það finnur til einlægrar gleði við hvem þann hjalla sem það hefur sigrað á brattgöngu listar- innar.“ Indíánaleikur - Nú ert þú kominn upp á svið í Indíánaleik hjá Eflingu. „í vetur og fyrravetur hef ég unnið með leikdeild Umf. Efling- ar. Við settum upp Indíánaleik eða Það þýtur í Sassafrastrjánum. Vet- urinn síðasti var okkur afar óhag- stæður til sýninga. Vegna fann- fergis var öllu pakkað saman og beðið með sýningar til haustsins. Ég hljóp síðan í skarðið fyrir leik- ara sem fara þurfti suður í haust. Ég hef mikla ánægju af að leika með hópnum. Reynslan hefur sýnt að það hefur yfirleitt ekki spillst færð að ráði fyrr en eftir áramót og því var haustið valið til sýninga að þessu sinni. Við emm nú að nálgast 20. sýninguna og tvær sýningar eru eftir, á fimmtudagskvöld og laug- ardagskvöld. Verkinu hefur verið mjög vel tekið en inn í það var bætt söngvum. Þetta er vinsæl þekkt músík. Þama er heil kántrí- hljómsveit sem bræðumir úr Grundargili og Friðrika Illugadótt- ir skipa. Það hefur verið ákaflega gaman að fást við þetta verkefni.“ - Er þetta ekki óvenjulega mik- ill sýningafjöldi? „Jú, en þess ber að geta að áhorfendur komust hreinlega ekki á margar sýninganna og leikend- umir varla heldur nema með herkjum. En fyrst þeir voru mættir var sýningum fírað af þrátt fyrir fámenni á áhorfendabekkjum. Það kom fyrir að leikendur þurftu að koma á fjórhjóladrifnum traktor- um þegar bflar komust ekki og það lá við að ég kæmist ekki á frumsýningu. Einn áhorfenda fór á jeppa með breiðum dekkjum sem hann gat hleypt úr og ég fékk far með honum,“ segir leikstjórinn, sem nærri missti af frumsýningu verksins í mars. IM Hörður Benónýsson og Inga S. Egilsdóttir í hlutverkum hjónanna í Indíánaleik, sem Sigurður Hallmarsson leikstýrir. Mynd: Runólfur með jákvæðum huga. Starfsemin kostar fólk sem að þessu vinnur ógurlegan tíma og fyrirhöfn. Því betur er samfélagið yfirleitt mjög þakklátt fyrir þessa starfsemi og sækir leikstarfsemi og söngstarfsemi hjá sínu heima- fólki, langt út fyrir það sem mér finnst erlendir vinir okkar í sama geira hafa sagt að viðgengist í þeirra heimalandi. Það verður að teljast að íslend- ingar séu upp til hópa mjög list- Sigurður Hallmarsson hefur í ýmsu a& snúast þessa dagana. Hann er einn þeirra manna sem langar a& gera svo ótalmargt í líf- inu, og hefur hæfileika til þess. Fyrir nokkrum órum lét hann af störfum sem stjórnandi í skólamólum og helgar sig síóan leikslistar- starfsemi ab mestu. Siguró- ur leikur um þessar mundir í og leikstýrir sýningu hjó Umf. Eflingu í Reykjadal, Indíónaleiknum sem snjóaði í kaf ó vormónubum en all- ir sem séð hafa segja aö sé sérlega skemmtileg sýning. Sigurður er einnig að setja upp tvo stutta söngleiki úr hinni helgu bók, sem nem- endur Hafralækjarskóla munu sýna 1. des. Hann mun fara meó hlutverk í Sporvagninum girnd hjó Leikfélagi Akureyrar, og hann er róðinn sem leik- stjóri hjó Leikfélaginu Bú- kollu, sem sýna mun í Ljós- vetningabúð með vorinu. Þar ó bæ eru menn að ræða um að tími sé kominn til að setja upp Skugga- Svein, en ekki er það þó al- veg ókveðið enn. „Petta er grasrótin. Öll þessi menningarstarfsemi, leiklist, sönglist, er gerð til að fegra og bæta mannlífið í dreif- býlinu og gera dreifbýlið þolan- legra og byggilegra. Þessi starf- semi er fyllilega þess virði að henni sé gaumur gefinn, hún er ef til vill undirstaða þess að atvinnu- list þróist í landinu. Ég hef svo oft tekið eftir því þegar ég fer í leik- hús fyrir sunnan hve marga áhorf- endur ég þekki utan af landi og úr þeim geira sem er að stunda þetta heima í sínu héraði. Það segir hvað þetta gefur þeim mikið sem að starfa og líka hvað það er mik- ill hvati, bæði þeim og öðrum í heimabyggðinni, til að fara og sjá meira. Vís maður sagði eitt sinn að líklega hefðum við aldrei eign- ast Jónas Hallgrímsson ef við hefðum ekki átt hagyrðinga í hverri sveit. Það þarf lággróður, eða kjarr til að skýla trjánum. Leikstarfsemi og menningar- starfsemi alls konar hefur lengi verið iðkuð í dreifbýlinu og ég veit ekki hvort menn gera sér grein fyrir hve þetta er mikils virði uppeldislega, til að opna augu bama og ungmenna fyrir listum og því fagra og góða í líf- inu. Ég held að þetta sé mannbæt- andi starfsemi. Það er sérlega ánægjulegt að sjá þátttöku ung- menna í sýningum Leikfélags Húsavíkur á Gauragangi, sem nú er á fjölunum í Samkomuhúsinu hér,“ sagði Sigurður, aðspurður um gildi starfsemi áhugaleikfé- laga í dreifðari byggðum landsins. Samfélagið yfírleitt þakklátt - Eru sýningar áhugaleikfélaga hér á svæðinu vel sóttar? „Þær eru það yfirleitt en þó hefur leikstarf- semi áhugaleikfélaga barist í bökkum víða á landinu síðustu ár vegna fjárskorts. Fjárskorturinn stafar að öðrum þræði af því að það eru orðnar miklu hærri kröfur - segir leikhúsmaðurinn Sigurður Hallmarsson sem fólkið í dreifbýlinu gerir til þessarar leikstarfsemi en áður var gert, bæði varðandi allan útbúnað og annað. Bættar samgöngur gera fólki betur kleift að sækja atvinnu- leikhús og þá verður samanburð- urinn eðlilega miklu meiri. Auk þess gera leikhópamir miklu meiri kröfur til sjálfra sín en áður. Þetta er allt af hinu góða en þýðir að út- búnaður við sýningar er dýr. Ljósabúnaður er t.d. mjög dýr og félögin em auðvitað öll að nota ljósin sín á sama tíma. Því er erf- iðara um vik að samnýta rétt eins og heyvinnuvélar þegar allir þurfa að nýta þurrkinn og heyja á sama tíma. Það kostar oft ómælt erfiði og útsjónarsemi að útvega hlutina, en auðvitað eru erfiðleikar til að sigrast á þeim. Það er mikið gleðiefni þegar vel hefur tekist til og fólk lagt mikið á sig, áhorfendur skilja sinn vitjunartíma og mæta til að sjá sýningamar með gleði, sjá sitt fólk leika. Mörgum finnst þeir þá hafa þær skyldur við samfélagið að mæta í leikhúsið og gleðjast HYRNA HR BYGGINGAVERKTAKI • TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 • 600 Akureyri • Sími 461 2603 • Fax 461 2604 Smíðum fataskápa, baðinnréttingar, eldhúsinnréttingar og mnihurðir Teiknum og gerum föst verðtiiboð, þér að kostnaðarlausu. Creiðsluskilmálar við allra hæfi. a Held þetta sé mannbætandi starfsemi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.