Dagur - 11.11.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 11.11.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 11. nóvember 1995 U5fí eplirduð..........kr. 98,- kg TahExtrefíL...........kr. 109,- Þegar þú verslar ódýrt! Gefur Mál og menning: út Barnasálfræðí Mál og menning hefur gefið út bókina Barnasálfræði eftir sál- fræðingana Álfheiði Steinþórs- dóttur og Guðfinnu Eydal. Bókin er ætluð sem handbók handa upp- alendum og öllum öðrum sem sinna málefnum barna. Hún fjallar um þroska barna frá fæðingu til unglingsára og er fyrsta íslenska bókin sinnar tegundar. Annars vegar er lýst eðlilegum þroskaferli og sérkennum hvers aldursskeiðs um sig og hins vegar tekið á ein- stökum atriðum. Má þar nefna kafla um foreldrahlutverkið og annan um mótun bams í fjöl- skyldu, þar sem meðal annars er rætt um einkabörn og tvíbura. Staldrað er við breytingar og álag sem komið geta upp í lífi bama, svo sem missi ýmis konar, skilnað foreldra, búferlaflutninga og stjúpfjölskyldur. Þá er fjallað um sálræna erfiðleika bama og hegð- unarvandkvæði og loks um af- markaða þætti, til dæmis svefn- venjur, aga, ofbeldi, leik og sköp- un, kynhlutverk, vináttu, umferð- ina og margt fleira. Halldór Hansen bamalæknir ritar aðfaraorð að bókinni sem er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Ljósmyndir eru eftir Sissu og kápu gerði Margrét E. Laxness. Verð: 3.960 krónur. - segja strákarnir í norðlensku hljómsveitinni Byltingu gaman að sjá það.“ - Finnið þið fyrir auknum vin- sældum? „Já, okkur er boðið í fleiri partí,“ segja þeir hlæjandi en vilja annars lítið tjá sig um hvort þeir séu að verða frægir. Verða jafnvel hálffeimnir þegar spurt er hvort kvenþjóðin sýni þeim meiri áhuga. Einhverjir í hópnum eru að verða pabbar, harðgiftir og segjast rólegir í kvennamálum. „Annars er best að segja sem minnst um þetta.“ Dýrt dæmi Geislaplatan sem Bylting hefur gefið út heitir „Ekta“ og er tekin upp á Akureyri í Stúdíó Hljóðlist. „Við byrjuðum að taka upp í júlí og unnum þetta í skorpum. Það var engin pressa á okkur og við ætluðum að sjá til hvenær við myndum gefa hana út. En svo ákváðum við að kýla á þetta fyrir jólin,“ segja þeir og virðast ánægðir með þá ákvörðun. „Við ætlum að hafa útgáfutónleika 30. nóvember í 1929 og síðan verða óformlegir útgáfutónleikar 1. og 2. desember á Kaffi Reykjavík." Skífan dreifir geislaplötunnni en útgáfuna kosta þeir sjálfir og eru sammála um að fjárhagslega sé það erfitt dæmi. „Þetta hleður utan á sig og þegar allt er tínt saman er þetta heilmikið en von- andi blessast þetta samt,“ segir Valur. Draumurinn er að hafa at- vinnu af spilamennskunni en sem stendur eru þeir allir í fullri vinnu eða námi og hljómsveitin er áhugamálið og því lítill tími fyrir önnur hugðarefni. „Ef geislaplatan gengur vel stefnum við að at- vinnumennskunni," segja þeir ákveðnir. Lágmarkið að vera flottir Leðurjakki merktur Byltingu sem Bjarni klæðist í viðtalinu vekur at- hygli blaðamanns og segjast þeir allir eiga einn slíkan. „Þetta eru ákveðnir stælar í okkur. Við hugs- uðum þetta sem svo að ef við gæt- um ekki verið góðir væri lágmark- ið að vera flottir,“ segir Tómas og hlær. „En við erum ekkert flottir, við erum bara góðir,“ skýtur Val- ur inn í. „Sumum finnst þetta rosalega hallærislegt en það er allt í lagi, hjá okkur er þetta bara grín,“ segir Bjami. - Er gaman að spila í hljóm- sveit? „Já alveg frábært," svara þeir allir samhljóma. „Það væri mjög erfitt að hætta þessu. Við erum alltaf að ferðast um landið, koma á nýja staði og hitta nýtt fólk og það er geysilega gaman," segir Valur og Bjami tekur undir þetta: „Það er alveg sérstök tilfinning að standa upp á sviði fyrir framan 3- 400 manns og allir eru hoppandi og argandi." Við látum orð Bjama vera lokaorðin hér. En strákamir í Byltingu hafa ekki lokið sér af. Þeir eru rétt að byrja. AI í þessari viku kom út ný geilsa- plata sem ber heitið „Ekta“ og það eru norðlensku strákarnir í hljómsveitinni Byltingu sem standa að útgáfunni. Blaðamað- ur Dags hitti að máli þrjá með- limi Byltingar, Tómas Sævars- son, Val Halldórsson og Bjarna Valdimarsson, og ræddi við þá um hljómsveitina og nýútkomna geislaplötu. Auk þremenning- anna eru þeir Þorvaldur Ey- fjörð og Frímann Rafnsson einnig meðlimir í hljómsveit- inni. Strákamir í Byltingu eru á aldr- inum 21 upp í 25 ára og í núver- andi mynd hefur hljómsveitin spilað saman í um eitt ár. Kjaminn í hljómsveitinni hefur þó unnið saman lengur. „Við byrjuðum eig- inlega á þessu vegna þess að við höfðum ekkert að gera,“ segir Bjarni. Einn kunni eitthvað á gítar í byrjun en annars var kunnáttan ekki mikil. Ur henni hefur þó ver- ið bætt síðan bæði með eigin fikti og eins hafa einhverjir farið í tón- Hljómsveitin Itylting gaf út geislaplötu í vikunni. í Byltingu eru metnaðarfullir piltar sem stefna hátt og vonast þeir til að útgáfa plötunnar opni þeim leið inn á tónlistarmarkaðinn á íslandi. listarskóla. Tómas er í forsvari fyrir hljómsveitinni og sá sem sér um viðskiptahliðina en hann spilar jafnframt á hljómborð. Bjami er bassaleikari, Valur spilar á trommur, Þorvaldur og Frímann á gítar en söngnum hafa þeir skipst á að sinna. Tónlistin sem Bylting spilar er mjög fjölbreytt og má finna rokk- lög, diskólög, rólegar ballöður og allt þar á milli. „Við erum miklir gleðipinnar á böllum og spilum diskó, rokk og alls konar lög. Reyndar kom það okkur á óvart hve diskóið er að verða vinsælt aftur,“ segir Valur og Tómas bætir við: „Við eigunt eitt diskólag sem farið er að heyrast í útvarpinu en þetta lag var upphaflega eiginlega meira grín en alvara af okkar hendi.“ Sjálfir segjast strákarnir vera hálfgerðar alætur á tónlist og innan hljómsveitarinnar rúmist flestar tónlistarstefnur. „Mikil- vægast er að vera skemmtilegir og hafa gaman af þessu,“ segir Tóm- as. Stefna hátt Eins og margar aðrar hljómsveitir kom Bylting sér fyrst á framfæri með því að skemmta á árshátíðum og þorrablótum og spila þar lög sem aðrir hafa gert vinsæl. Útgáfa geislaplötunnar kemur sennilega til með að breyta þessu og stefna piltamir inn á stærri markaði. „Með þessari geislaplötu komum við til með að spila meira af okkar eigin lögum á böllum,“ segir Val- ur. „Við stefnum inn á annan markað núna, þennan unglinga- markað og eins að spila á vínveit- inga- og skemmtistöðum," bætir Bjami við. Það er greinilegt að Bylting er á uppleið og stefnir hátt. í sumar spiluðu þeir svolítið með stærri hljómsveitum og fengu góðar við- tökur. Akureyri er heimavöllurinn en þeir hafa einnig spilað annars staðar út á landi, bæði á Austur- landi og Vesturlandi. „Við höfum spilað minna fyrir sunnan en erum að byrja að brjótast inn á þann markað núna,“ segja þeir. Þó að Akureyri sé þeirra heimavöllur finnst þeim oft erfið- ara að spila þar en annars staðar. „Fólk tekur okkur ekki alvarlega," segir Valur. Tómasi þykir skemmtistaðirnir ekki vera nógu jákvæðir gagnvart staðarhljóm- sveitum. „Þeir sækja alltaf hljóm- sveitir suður þó fullt sé af góðum hljómsveitum fyrir norðan. Fólk virðist frekar viðurkenna hljóm- sveitir ef þær koma að sunnan.“ Tvö lögreglumál Sumarið var viðburðaríkt hjá Byltingu ekki aðeins hvað snertir spilamennsku heldur komu þeir félagar nálægt tveimur lögreglu- málum. Snemma í sumar var brot- ist inn í bílinn þeirra og hljóðfær- um stolið og seinna um sumarið lentu þeir í slagsmálum eftir ball í Víðihlíð. Þó þeir óski ekki eftir því að fólk leggi það í vana sinn að stela frá þeim eða berja þá við- urkenna þeir að þessi mál hafi verið mjög góð auglýsing fyrir þá og margir sem fyrst hafi vitað af hljómsveitinni vegna frétta af þessum málum. Slagsmálin voru á misskilningi byggð segja þeir. „Einn okkar lenti í einhverjum erj- um og við ætluðum að skilja á milli og það endaði með ósköp- um,“ segir Valur. I sumar kom Bylting laginu „Best of‘ inn á íslenska vinsæld- arlista og áðurnefnt diskólag er farið að banka á dyr listans. í kjöl- far þess að lög eftir þá fóru að hljóma í útvarpi segir Valur orðið algengara að beðið sé um þeirra eigin lög þegar þeir spili á böll- um.“ Ég hef lika tekið eftir að fólk syngur með lögunum og það er UnogKblanddðfiakk... „kr. 489,- kg Un Gúllas „kr. 698,-kg KSnitsel .. kr. 698,- kg UnFile „ kr. 1398,- kg Iceberg salat „kr. 98,-kg Paprika grsn „ kr. 98,-kg Paprika rauð „kr. 98,-kg fígúrkur „kr. 98,-kg Mikilvægast að hafa gaman af þessu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.