Dagur - 22.11.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 22.11.1995, Blaðsíða 14
íHXMiMliMWF 14 - DAGUR - Miðvikudagur 22. nóvember 1995 NVJAR RÆKUR MINNINC Mávahlátur - eftir Kristínu Marju Baldursdóttur Mál og menning hefur sent frá sér skáldsöguna Mávahlátur eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Mávahlátur er uppvaxtarsaga sem gerist í sjávarplássi á sjötta áratugnum. Allt fer á annan end- ann í friðsælli þorpsveröldinni þegar Freyja birtist skyndilega einn góðan veðurdag, komin alla leið frá Ameríku. Og ekki er að undra þótt þorpsbúum verði hverft við: Freyja er með þykkt og svar- brúnt hár niður á mjaðmir, ísblá augu og rauðan munn - hún er löng og í laginu eins og kókflaska, borðar ekki kjöt, á sjö koffort af flíkum og er kaldari í viðmóti en Ifk Ur þessum efniviði smíðar höfundurinn áleitna sögu um ver- aldarvafstur þorpsbúanna, vafstur sem þeir taka alvarlega mávum staðarins til nokkurrar skemmtun- ar. Mávahlátur er þannig í senn spennusaga og ástarróman, þorps- saga og trúverðug aldarfarslýsing. Kristín Marja Baldursdóttir er þekkt fyrir skrif sín í Morgunblað- ið, en Mávahlátur er fyrsta skáld- saga hennar. Mávahlátur er 246 bls., unnin í G.Ben.-Edda prentstofa h.f. Káp- una gerði Guðjón Ketilsson. Verð kr. 3.840. Hjartastaður - eftir Steinunni Sigurðardóttur Mál og menning hefur sent frá sér skáldsöguna Hjartastaður eftir Steinunni Sigurðardóttur, en þetta er fyrsta bók höfundar sem kemur út hjá Máli og menningu. Að bjarga barninu sínu: Getur nokkur móðir lagt í erfiðari ferð? Harpa Eir verður að takast hana á hendur með unglingsdóttur sína, Eddu Sólveigu, sem komin er í bland við hæpið lið í Reykjavík. Hún fær vinkonu sína, þekktan flautuleikara, til að aka þeim mæðgum á ættaróðalið austur á fjörðum þar sem þær ætla að hafa vetursetu. En leiðangurinn sem upphaflega var lagt í til að bjarga baminu verður öðrum þræði að leit móðurinnar að sjálfri sér... Hjartastaður er ævintýraleg ferð um ytri heima og innri. í ytri ferðinni ber fyrir augu stórbrotna náttúru landsins, víðáttur sanda og jökla, og sérkennilegt og ógleym- anlegt fólk sem landið hefur fóstrað. Innri ferðin er eins og frá- sagnarháttur Steinunnar bæði glettin og sársaukafull, þrungin nagandi spurningum sem fá óvænt svör í bókarlok. Þetta er lang viða- mesta skáldverk Steinunnar til þessa. Vegur Steinunnar Sigurðardótt- ur fer nú ört vaxandi á erlendri grund. Bókmenntaunnendur á Norðurlöndunum taka hverri þýð- ingu fagnandi og þann 3. þessa mánaðar birti franska stórblaðið Le Monde langan og lofsamlegan dóm um skáldsögu Steinunnar, Tímaþjófinn, sem er nýkomin út í franskri þýðingu Régis Boyer. I ritdómnum segir m.a.: „Maður er strax heltekinn af þessu ferðalagi á fjarlægar slóðir og losnar ekki við það tak fyrr en að lestri lokn- um... Alda kann þá list að þjást næstum kæruleysislega, þjást án þess að íþyngja öðrum... Sérstök bók. Sérstök skáldkona. Það er vel þess virði að staldra við þ'ennan íslenska ástríðuhita." Hjartastaður er 370 bls., unn- in í Prentsmiðjunni Odda h.f. Kápumynd gerði Robert Guille- mette. Verð kr. 3.880. * I auga óreiðunnar - eftir Einar Má Guðmundsson Mál og menning hefur sent frá sér ljóðabókina I auga óreiðunnar eftir Einar Má Guðmundsson, en þetta er fyrsta bók Einars sem kemur út hjá Máli og menningu. í þessari nýju ljóðabók tekur Einar upp þráðinn frá hinum ógleymanlegu fyrstu ljóðabókum sínum, Er nokkur í kórónafötum hér inni og Sendisveinninn er einmana sem komu út árið 1980. Fyrir honum rúmar ljóðformið allt milli himins og jarðar, hann yrkir um brennandi mál í samtíðinni, um Iandið og þjóðernið, verkföll og refarækt, vindinn og tímann, skáldskapinn og ástina. Fyrr á þessu ári hlaut Einar Már Guðmundsson Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir síðustu bók sína, skáldsöguna Englar alheimsins, en sagan sú fer víða um þessar mundir því bú- ið er að semja um útgáfu á henni í níu löndum og fleiri samningar eru á döfinni. í auga óreiðunnar er 95 bls., unnin í G.Ben.-Eddu prentstofu h.f. Málverk á kápusíðu er eftir Tolla. Verð kr. 2.680. KIPULAG RÍKISINS Hringvegur, Fljótsheiði Mat á umhverfisáhrifum - frumathugun Skipulag ríkisins kynnir fyrirhugaöa lagningu hringvegar frá Fosshóli við Skjálfandafljót, yfir Fljótsheiði að vegamótum við Aðaldalsveg nr. 845 við Jaðar. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 22. nóvember til 28. desember 1995 á Skipulagi ríkisins, Reykjavík, á skrifstofu Reykdælahrepps, Kjarna og hjá oddvita Ljósavatnshrepps, Landamóts- seli, eftir samkomulagi. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 28. desember 1995 til Skipu- lags ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfis- áhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. Fanney Halldórsdóttir IJj Fædd 19. janúar 1973 - Dáin 7. nóvember 1995 Það voru hræðilegar fréttir sem við fengum að heyra þriðjudaginn 7. nóvember, Fanney frænka var látin. Þú fórst alltof fljótt, áttir eftir að gera svo mikið. Þú varst alltaf í góðu skapi og það skein af þér gleðin. Þú gast allt- af komið fólki til að hlæja ef eitt- hvað var að, enda áttir þú fullt af góðurn vinum. Við vorum oft mikið sarnan, sér- staklega eftir að þú fluttir í sömu götu og ég, Kringlumýrina. Þá fórst þú að korna oft í heimsókn til að spjalla. Svo þegar þú eignaðist bíl- inn fórum við að fara út að keyra, um bæinn og út um allt. Það var svo gaman þegar þú komst keyrandi á gráa bílnunt þínum, lagðir honurn fyrir framan húsið okkar og komst hlaupandi upp tröppumar með fal- lega brosið þitt. Þú varst ntikið fyrir kvikmyndir og það var alltaf hægt að spyrja þig út í hinar og þessar bíómyndir, þú vissir allt. Enda þegar ég fékk bréfin sem þú skrifaðir mér frá Bandaríkj- unum voru alltaf nokkrar línur um þær myndir sem þú varst búin að sjá úti. Stuttu áður en þú fórst lil Bandaríkjanna bauðst þú mér heim til þín til að horfa á bíómynd. Eg þáði það og svo sátum við uppi í sófa með fulla skál af nammi, einn flögupoka og heilan helling af gosi og létum fara vel um okkur. Þó að þú hafir verið sex árum eldri en ég varstu alltaf tilbúin að gera eitthvað með mér, hvort sem það var að spila eða fara eitthvað út. Til dæmis þegar þú varst að vinna á útvarpsstöð hér í bæ, fyrr í vor, langaði mig að fara með þér og hjálpa. Eg þurfti bara að nefna það, þér fannst það alveg sjálfsagt að ég kæmi með. Ég gat alltaf sagt þér allt, þú varst alltaf tilbúinn að hlusta á það sem ég hafði að segja. Þetta var bar? smá hluti af þeim yndislegu minningum sem ég á urn þig, elsku frænka, þú verður alltaf í hjarta mínu og ég bið góðan Guð að gæta þín. Ég kveð þig elsku frænka og vinkona. Elsku Halldór, Ólína, Ómar, Elfar, Torfi Rafn, Unnur, amma, afi, Jón og Snjólaug og aðrir ættingjar, megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Dagný frænka. Garðar Pálsson Fæddur 10. janúar 1942 - Dáinn 11. nóvember 1995 Elskulegi frændi okkar Garðar Pálsson, eða Gæi eins og við krakkamir kölluðunt hann, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 12. nóvember sl. Okkur langar að minnast þín í fáeinum línum. Það verður ekki hægt að tjá hér allar þær minningar sem við geym- um í hjörtunt okkar. Þær voru ófáar stundimar sem við áttum með þér, þrátt fyrir búsetu þína víða um land. Það vakti kátínu hjá okkur krökkunum að koma heim og finna þig í eldhúsinu hjá mömmu. Elsku frændi, þú hafðir sérstakt lag á börnum og hændust þau að þér, við vorum engin undantekning enda trúðum við í blindni því sem þú sagðir okkur og það gleymist seint. Við eigum öll okkar sérstöku minningu urn þig, Gæi, og þótt samverustundunum hafi farið fækkandi með árunum og við farið okkar leiðir og stofnað fjölskyldur, sýndir þú þeim jafn mikla hlýju og þú sendir okkur. Góði Guð, geymdu frænda okk- ar og blessaðu alla aðstandendur hans. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alll og allt. Stefán Stefánsson, Brynja Ósk Stefánsdóttir, Alda Stefánsdóttir, Ósk Stefánsdóttir. Til Garðars Dagssporin eru gengin og það húmar að kveldi lífs þíns. Þú sem óttalaust gekkst þennan erfiða veg og œðraðist ekki. I sál okkar beggja er sól hnigin til viðar og hugsunin hljóð. Far þú í friði vinur. Katla og Elva Rakel. Tvær nýjar bækur frá Birgittu Birgitta Halldórsdóttir, rithöfundur á Syðri-Löngumýri í Blöndudal, sendir tvær bækur frá sér fyrir þessi jól. Annars vegar er það bókin Við eigum valið - ef við viljum, sem er ævisaga Guðrúnar Ólafsdóttur reikimeistara. Hin bókin er skáld- sagan Andlit öfundar, sem er „spennandi saga urn afbrot og ást- ir,“ eins og segir á bókarkápu. Skjaldborg gefur báðar þessar bæk- ur út. „Ég er mjög þakklát því að hafa fengið að skrifa ævisögu Guðrúnar Ólafsdóttur reikimeistara. Saga hennar og reynsla tel ég að geti orðið mörgunt góð lesning. Sjálf er ég reikimeistari og þekki viðfangs- efnið því nokkuð,“ segir Birgitta. Á bókarkápu segir að í bókinni, Við eigum valið - ef við viljum, segi jafnframt frá lífi Guðrúnar sjálfrar; hvernig hún vann bug á erfiðum veikindum með jákvæðu hugarfari, erfiðu hjónabandi og eins frá því hvernig hún þróaði hæfileika sína sem reikimeistari. Bókin er 188 bls. Skáldsöguna Andlit öfundar skrifaði Birgitta á þessu og síðasta ári. Þetta er tjórtánda skáldsaga hennar. Um söguþráðinn segir svo á bókarkápu: „Jóhanna er ung stúlka, sem er búsett í Reykjavík. Hún er gædd dulrænum hæfileik- um, fjarskyggni, sem hafa gert henni lífið leitt, en hún telur sig hafa losnað við. - Dag einn sér hún sýn sem kemur blóðinu til að frjósa Bækurnar sent Birgitta scndir frá sér í ár. í æðum hennar. Hún bjargar litlu bami frá drukknun og fyrr en varir er hún flækt í ótrúlega atburðarás, þar sem hún fær engu ráðið. Lífi hennar er stefnt í hætlu. - Jóhanna kynnist nýju fólki og um leið kem- ur ástin inn í líf hennar. Er hægt að vera hrifin af tveimur mönnum? Getur hún treyst þeint. Ógnvænleg- ir atburðir gerast og Jóhönnu er Ijóst að um skipulagða glæpi er að ræða. Ef til vill getur hún komið í veg fyrir þá, en á um leið í hættu að fórna eigin lífi,“ segir þar. Bók þessi er 200 bls. -sbs. Birgitta Halldórsdóttir er orðin næsta afkastamikil.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.