Dagur - 22.11.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 22. nóvember 1995
FRÉTTIR
Fyrirhugaöar vegarframkvæmdir á Möörudalsöræfum:
Grænt Ijós frá skipulagsstjóra
Skipulagsstjóri ríkisins hefur
fallist á fyrirhugaða lagningu
hringvegar Jökulsá á Fjöilum-
Biskupsháls, en um er að ræða
13,3 km langan veg.
Vegagerðin kynnti embætti
skipulagsstjóra ríkisins umrædda
vegarlagningu í ágúst sl. og lagði
fram frummatsskýrslu. Síðan var
skýrslan auglýst opinberlega 20.
september sl. og lá hún frammi til
kynningar hjá Skipulagi ríkisins, á
skrifstofu Öxarfjarðarhrepps og
hjá oddvita Jökuldalshrepps. Eng-
in athugasemd barst á kynningar-
tímanum.
Hugmyndin er sú að færa nú-
verandi vegarstæði um þrjá kíló-
metra suðvestur fyrir Grímsstaði
og stytta veginn um 4,3 kflómetra.
Vegurinn liggur um Jökuldals- og
Öxarfjarðarhreppa og hafa sveitar-
stjórnir beggja hreppa samþykkt
vegstæðið, en í umsögn Óxar-
fjarðarhrepps er þó gerð athuga-
semd við „...að þræða framhjá
einu af örfáum byggðum býlum á
þessum langa fjallvegi, öryggisins
vegna.“
Við Jökulsá á Fjöllum er þekkt
varpsvæði heiðagæsa, en sam-
kvæmt frummatsskýrslu munu
þessar væntanlegu vegarfram-
kvæmdir ekki hafa áhrif á það.
„Það mal byggir á upplýsingum
Braga Benediktssonar á Gríms-
stöðum um að varpsvæðið sé í um
100-200 nretra fjarlægð frá Jök-
ulsá, en vegurinn fer næst ánni í
260 metra fjarlægð," segir orðrétt
í gögnum Skipulags ríkisins.
Grímsstaðir ekki lengur í
aifaraleið
Með þessum nýja vegi er ljóst að
Grímsstaðir á Fjöllum verða ekki
lengur í alfaraleið. Vegurinn kem-
ur til með að færast frá hlaðinu á
Grímsstöðum að Jökulsá og verð-
ur heimkeyrslan að Grímsstöðum
frá hringvegi 4,4 km löng.
Hólsfjallavegur mun áfram liggja
framhjá Grímsstöðum. í frum-
matsskýrslu kemur fram það álit
að nýi vegurinn muni hafa þau
áhrif að dragi úr bensínsölu, versl-
un og aðsókn að tjaldsvæðinu á
Grímsstöðum, en hins vegar er
færsla vegarins ekki talin hafa
áhrif á aðsókn að bændagistingu á
Grímsstöðum, þar sem flestir
panti hana fyrirfram.
I gögnum Skipulags ríkisins
kemur fram að sveitarstjórn Öxar-
fjarðarhrepps hafi óskað eftir því
við Vegagerðina að hún kosti og
aðstoði aðila á Grímsstöðum við
uppbyggingu nýrrar þjónustuað-
stöðu.
Mótvægisaðgerðir vegna áhrifa
á mannlíf eru skv. frummats-
skýrslu:
- Akvörðun um mótvægisað-
gerðir vegna áhrifa á þjónustu á
Grímsstöðum verður tekin í sam-
ráði við ábúanda þar, Braga Bene-
diktsson.
- Heimkeyrslan að Grímsstöð-
um verður rudd á opnunardögum
Vegagerðarinnar.
- Komið verður fyrir neyðar-
skýli við veginn milli Mývatns-
sveitar og Víðidals til að auka ör-
yggi vegfarenda á vetrum. óþh
Starfsmenn Trésmíðaverkstæðis Þorgilsar Jóhannessonar á Svalbarðsströnd vinna þessa dagana af kappi við bygg-
ingu skolpdælustöðvar fyrir Akureyrarbæ. Mynd: bg.
Ljóst að gera þarf átak í frárennslismálum á Akureyri:
Framkvæma þarf
fýrir tæpan milljarð
fram til aldamóta
- fari Akureyringar yfir 15.000 íbúa markið
Starfsmenn Trésmíðaverkstæðis
Þorgilsar Jóhannessonar á Sval-
barðsströnd eru þessa dagana að
vinna af fullum krafti að bygg-
ingu skolpdælustöðvar fyrir Ak-
ureyrarbæ. Nýja skolpdælustöð-
in er við Torfunefsbryggjuna og
mun taka við skoipi frá miðbæj-
arsvæðinu. í framtíðinni verður
því dælt að væntanlegri megin-
útrás, sem verður við hreinsi-
mannvirki út í Sandgerðisbót.
í fyrstu atrennu mun nýja dælu-
stöðin koma skolpinu út fyrir
Oddeyrartangann, en framundan
er mikil lagnavinna tengd dælu-
stöðinni. Verktakinn á að skila af
sér í lok apríl á næsta ári og þá
verður byrjað á að tengja dælu-
stöðina norðanfrá. Síðan þarf
einnig að leggja til suðurs til að
taka við því skolpi sem kemur t.d.
niður Grófargil og enn sunnar.
Það verður því mikil lagnavinna á
svæðinu næsta sumar, að sögn
Gunnars Jóhannessonar, verk-
fræðings hjá Akureyrarbæ.
Hann segir erfitt að svara þeirri
spurningu hvenær málin komast
síðan í endanlegt horf, þ.e. hvenær
öllu skolpi verður dælt út í Sand-
gerðisbót og þar grófhreinsað áður
en það fer í sjóinn. Sjálf hreinsun-
armannvirkin vera ekki byggð fyrr
en allar útrásir verða komnar á
þennan eina stað. „Ég á til margar
áætlanir sem enda á mismunandi
tímum. Við erum að tala um að
eftir geti verið að framkvæma fyr-
ir einar 900 milljónir og þriggja
ára áætlun gerir ráð fyrir 45 millj-
ónum á ári. Þá sérðu að þetta
mundi taka 20 ár, en síðan eru
menn alltaf að láta sig dreyma um
eitthvert átak í þessum efnum.
Þetta fer allt eftir því hvað menn
veita af fé í þetta og hvort
pólitískur áhugi og vilji sé fyrir
hendi til að gera átak,“ segir
Gunnar.
Hann segir að samkvæmt regl-
um EES þá eiga sveitarfélög með
yfir 15.000 íbúa að vera búin að
þessum hlutum fyrir árið 2000 en
sveitarfélög með færri en 15.000
íbúa fá 5 ára frest til viðbótar.
„Eins og staðan er á Akureyri í
dag, meðan við erum ekki komin
yfir 15.000, þá höfum við frest til
ársins 2005,“ sagði Gunnar og
bætti við að menn gætu til gamans
leikið sér aðeins með þessar tölur.
„Þannig þarf því samkvæmt regl-
um EES að setja í þetta 200 millj-
ónir á ári fram til aldamóta, eða þá
sjá til þess að Akureyringar fari
ekki yfir 15.000 íbúa og þá fá
menn aðeins lengri frest. Það má
því velta sér upp úr því hvort ekki
sé ódýrara fyrir Akureyri að íbú-
um fjölgi ekki meira á næstu árum
þannig að fresturinn lengist,“
sagði Gunnar. HA
4*
Alþýðubandalagið
á Akureyri
Almennur
félagsfundur
verður haldinn í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu
18, fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Sagt frá nýafstöðnum landsfundi.
2. Kynning á áherslum nýrrar forustu og starfinu
framundan.
3. Önnur mál.
Margrét Frímannsdóttir formaður mætir á fundinn.
Heitt á könnunni. Félagar fjölmennið.
Stjórn ABA.
Jólaskraut o.fl., úr grænlenskum perlusaumi eru mjög eigulegir munir.
Mynd: GG
Munir unnir úr grænlenskum
perlusaumi
Þessa dagana er til sýnis á
Punktinum á Gleráreyrum mun-
ir unnir úr grænlensicum perlu-
saumi ásamt fjölda annarra fag-
urlega unninna muna sem eru til
sölu.
Töluverður fjöldi fólks hefur
lagt leið sína í Punktinn að undan-
fömu, en auðséð er á öllu yfir-
bragði að jólin eru að nálgast.
Þarna geta þeir sem vilja kaupa
vandaða, ódýra en jafnframt eigu-
í Punktinum
lega muni fengið þá fyrir sann-
gjarnt verð. Búast má við tölu-
verðum straumi fólks í Punktinn
fram undir jól og er ástæða til að
hvetja fólk til að láta sjá sig þar.
Ekki bara þá sem ekki hafa að
neinni atvinnu að hverfa.
Námskeið verður haldið eftir
áramót í grænlenskum perlusaumi
og verður námskeiðið í umsjón
þeirra Fríðu Dóm og Jónu Osk
Vignisdætra. GG
Verkalýðsfélag Húsavíkur:
Krafisl endurskoðunar
fjárlagafrumvarpsins
„Fjárlagafrumvarpið var mik- ar sjálfvirkar tengingar í al-
ið til umræðu og fólk spurði mannatryggingakerfinu og at-
mikið út í það á félagsfundin- vinnuleysisbótakerfinu. Það er
um. í fjárlagafrumvarpinu er ráðist á mæðra- og feðralaun.
gert ráð fyrir milljörðum í Afsláttur eftirlaunaþega vegna
aukinni skattheimtu af launa- heilbrigðisþjónustu lækkar. Það
fólki,“ sagði Aðalsteinn Bald- er enn og aftur aukin gjaldtaka
ursson, formaður Verkalýðs- á sjúkrahúsum. Það á að lækka
félags Húsavíkur, sem hélt útgjöld vegna atvinnuleysis-
fund sl. fimmtudag. trygginga. Mörg mál skipta
„Það eru ýmsir þættir sem miklu máli í frumvarpinu, en
korna illa niður á verkafólki og þessi tek ég fram yftr önnur,“
fólki sem er með minna á milli sagði Aðalsteinn. Hann sagði
handanna. Það er t.d. talað um að þetta væru rökin fyrir því að
að skattleysismörk verði lækk- fundurinn krafðist end-
uð í það sem var fyrir afnám urskoðunar fjárlagafrumvarps-
tvísköttunar. Það er afnám á all- ins í ályktun sinni. IM