Dagur - 22.11.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 22.11.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Miðvikudagur 22. nóvember 1995 - DAGUR - 3 Afkoma KEA fyrstu átta mánuði ársins kynnt á aðalfundi Akureyrardeildar KEA: Níu milljóna rekstrartap fvrstu 8 mánuðina Tap af rekstri Kaupfélags Ey- firðinga, þar með talinna dótt- urfyrirtækja, fyrstu átta mán- uði þessa árs nam 9 milljónum króna samanborið við 48 millj- óna króna hagnað sömu mán- uði 1994. Þetta kom fram í máli Magnúsar Gauta Gautasonar, kaupfélagsstjóra KEA, á aðal- fundi Akureyrardeildar KEA, sl. mánudagskvöld. Brúttóvelta móðurfélags KEA og dótturfyrirtækja fyrstu átta mánuðina var 5.8 milljarðar króna sem er uin 2% samdráttur frá sama tímabili 1994. Launa- greiðslurnar þessa fyrstu átta mánuði ársins voru 1180 milljón- ir króna og höfðu lækkað um 2% milli ára. Magnús Gauti sagði að sam- drátt í veltu KEA mætti fyrst og fremst rekja til samdráttar í fisk- vinnslunni og sömuleiðis væri olíusalan umtalsvert minni. Hann sagði afkomuna í sjávarútvegin- um afleita fyrstu átta mánuðina, en greinileg batamerki væru nú þegar togarinn Már væri byrjaður að landa afla til vinnslu hjá KEA. Þá sagði Magnús Gauti að af- koma Mjólkursamlagsins væri lakari það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Afkoma Mjólkursamlagsins væri þó vel viðunandi og réttu megin við strikið. Hann nefndi einnig að ennþá ætti KEA við erfiðleika að etja varðandi verslun utan Akur- eyrar og raunar hafi sigið á ógæfuhliðina í þeim efnum og rekstur Vöruhússins væri sem fyrr þungur. Bati í rekstrinum Magnús Gauti sagði að eftir því sem á árið hafi liðið hafi rekstur KEA batnað, en hins vegar hafi heldur sigið á ógæfuhliðina hjá Magnús Gauti Gautason, kaupfé- lagsstjóri KEA, á aðalfundi Akur- eyrardeildar KEA sl. niánudags- kvold. Myndir: BG dótturfélögum. I heildina sagði kaupfélagsstjóri þó að reksturinn hafi batnað bæði frá fjögun'a mánaða og sex mánaða uppgjöri. „Ég vil á þessu stigi ekki segja neitt um rekstramiðurstöðu í árs- lok. Það er best að fullyrða sem minnst um það. En vissulega vona ég að þróunin verði áfram sú að reksturinn batni og þegar upp verður staðið skili samstæð- an hagnaði í árslok," sagði Magnús Gauti Gautason. Rekstur Akva erfiður Kaupfélagsstjóri upplýsti að rekstur vatnsútflutningsfyrirtæk- isins Akva sé erfiður um þessar ntundir, tap á rekstrinum hafi aukist umtalsvert síðla sumars í kjölfar á kostnaðarsamri auglýs- ingaherferð í Bandarrkjunum sem ekki skilaði nægilegum árangri. Hluti fundarmanna á aðaifundi Akureyrardeildar KEA. Þó sagði hann að salan hafi auk- ist og hún yrði töluvert nteiri á þessu ári en í fyrra. Magnús Gauti upplýsti að hann hafi verið vestur í Bandaríkjunum í síðustu viku vegna þessa máls og rætt hafi verið við bandarískan aðila urn hugsanlega aðild að Akva. Allt of snemmt væri þó að segja til ltvers þessar viðræður leiddu. Stefnumótunarvinna Á síðasta aðalfundi var samþykkt að ráðast í umfangsmikla vinnu er lyti að stefnumótun Kaupfé- lags Eyfirðinga. Magnús Gauti sagði að þessi vinna væri nú komin af stað og hefði Rann- sóknastofnun Háskólans á Akur- eyri verið fengin til að hafa yfir- umsjón með vinnunni. Magnús Gauti orðaði það svo að um væri að ræða skipulega naflaskoðun og sagðist hann vera viss urn að út úr þessari vinnu fengist skil- virkara og markvissara fyrirtæki. Gunnar Hallsson vakti máls á því að nokkur ágreiningur hafi verið uppi um það hvort til þess- arar vinnu ætti að fá Rannsókna- stofnun Háskólans eða annað ónafngreint fyrirtæki sem hefði nokkra reynslu á þessu sviði. Gunnar sagðist undrast að Rann- sóknastofnun HA tefldi fram tveim sjávarútvegsfræðingum í þessa vinnu en ekki rekstrar- fræðimenntuðu fólki, sem ætti að hafa meiri þekkingu á þessu sviði. Magnús Gauti svaraði þessari athugasemd þannig til að í sínum huga væri það jákvætt að leitað væri til stofnunar á Akureyri til þess að annast þessa vinnu. Hann benti á að Rannsóknastofnun nyti ráðgjafar doktors í þessunt fræð- um við Háskóla íslands. Ný verslun á Siglufirði Kaupfélag Eyfirðinga hefur lagt f umtalsverðar fjárfestingu í nýju verslunarhúsnæði á Siglufirði og upplýsti kaupfélagsstjóri á fund- inum á Hótel KEÁ sl. mánudags- kvöld að ætlunin væri að opna nýja og endurbætta verslun um næstu mánaðamót. Gunnar kjörinn formaður Fráfarandi formaður Akureyrar- deildar, Magnús Jónsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og í hans stað var kjörinn formaður Gunnar Hallsson, starfsmaður tölvudeildar KEA. óþh Hafís aðeins 17 sjó- mílur frá Straumnesi Hafísinn er nú nær landi út af Vestfjörðum og Norðvesturlandi en mörg undanfarin ár á sama tíma og staða ísbrúnarinnar líkari því sem er snemma vors. Út- breiðsla er einnig óvenju mikil. Næst landi er ísbrúnin 17 sjómíl- ur norðvestur af Straumnesi og 28 sjómílur norðnorðaustur af Horni. Þessari breytingu valda fyrst og fremst vestlægar áttir sem þarna hafa verið ríkjandi að undanförnu en vindátt er nú hagstæð fram eftir vikunni, þ.e. norðaustanátt á Grænlandssundi, svó ísinn ætti ekki að nálgast landið meira í bili, jafnvel rekast vestur á bóginn. ísinn er ekki korninn inn á sigl- ingaleiðir þótt ísdreifar séu nær landi en meginísjaðarinn en hann er hins vegar mjög nærri veiði- svæði loðnubátanna. GG Skráningarskylda á kerrum - undanþágur í gildi fram að áramótum Um næstu áramót rennur út frestur sem menn hafa til að fullnægja skráningarskyldu á aftaníkerrum fyrir bíla, sam- kvæmt reglum sem verið hafa í gildi um nokkurn tíma. Regl- urnar snerta aðallega stærri kerrur fyrir einkabfla, svo sem hestakerrur, vélsleðakerrur o.fl. Samkvæmt reglunum eru tjald- vagnar og hjólhýsi skráningar- skyld. Einnig eru kerrur skráning- arskyldar ef heildarþyngd er yfir 750 kg. Þá skulu þær búnar heml- urn, s.s. ýti- eða rafhemlum auk stöðuhemils. Þessar reglur eru aft- urvirkar, þ.e. eiga við urn allar kerrur í umferð óháð aldri. Þó er gefin varanleg undanþága varð- andi hemlunarbúnað fyrir kerrur sem færðar eru til skráningar fyrir áramót, þ.e. komi rnenn með kerr- una til skráningar fyrir þann tíma losna þeir undan skyldunni um hemlunarbúnað. Eftirvagnar sem nær eingöngu eru gerðir fyrir notkun utan vega, s.s. aftan í drátt- arvélar, eru ekki skráningarskyld- ir. Kerrur með minni heildar- þyngd en 750 kg eru hvorki skrán- ingarskyldar né eru kröfur uni hemlunarbúnað. Almenna reglan er að heildarþyngd fari ekki yfir helming af heildarþyngd dráttar- tækis. Þá er vert að benda á að all- ar kerrur, óháð þyngd, þurfa að fullnægja ákveðnum kröfum um Lambakjöt örveru- og sýrumælt Kjöt í Sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík var ör- ve'-umælt af Rannsóknastofn- un iandbúnaðarins í sláturtíð- inni, en þetta er í fyrsta sinn sem lambakjöt er örverumælt í sláturtíð, að áliti Páls G. Arnar, sláturhússtjóra. „Kjötið var einnig sýrustigs- mælt og niðurstöðumar komu mjög vel út hjá okkur. Að mínu mati undirstrikar þetta hvað hangandi fláningskerfi hefur mikið að segja í sambandi við hreinleika á skrokkunum. Það kemur líka í veg fyrir að fólkið sé að vinna með hendurnar í ull- inni og mengi þannig kjötið. Við losnunt við alla ull af skrokkun- um, óhreinindi úr henni, einnig gor og annað sem borist getur á kjötið. Mér finnst þetta mjög já- kvæðar niðurstöður fyrir okkur,“ sagði Páll G. Arnar. 1M Ijósabúnað, um hjólhlífar og varð- andi hámarksbreidd. Þá þurfa bflar sem draga kerrur að vera útbúnir samþykktu dráttarbeisli, sem er sérstaklega tilgreint í skráningar- skírteini bifreiðar. HA r i Canon Hósritunar- vélar Þú bekkir Canon Þú þekkir Tölvutæki LVUTÆICI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 A

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.