Dagur - 22.11.1995, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. nóvember 1995 - DAGUR - 7
Aldarminning þjóðskáldsins:
Nýr diskur með lögum við
ljóð Davíðs Stefánssonar
- þrjú af lögunum tekin upp á Norðurlandi
Lög Atla Guðlaugssonar á diskinum voru tekin upp í ágúst sl. í Stúdíó Hljóðlist á Akureyri. Pessi mynd var tekin viö
það tækifæri. Frá vinstri: Atli Guðlaugsson, lagahöfundur, Guðjón Pálsson, píanóleikari, Birgir Karlsson, gítarleik-
ari, Sigrún Hjálmtýsdóttir, söngkona, Kristján Edelstein, upptökustjóri, og Óskar Pétursson, söngvari.
Út er kominn geisladiskur sem
inniheldur 13 lög við Ijóð Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskógi og er
diskurinn gefinn út í tilefni af því
að í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu
skáldsins. Torfi Olafsson og Jó-
hann Helgason höfðu umsjón með
útgáfu disksins en alls eru 8 útgef-
endur að honum, þar af þeir Atli
Guðlaugsson, skólastjóri Tónlist-
arskóla Eyjafjarðar og Hilmar
Sverrisson, tónlistarmaður á Sauð-
árkróki.
I stúdíói Hilntars Sverrissonar
Framhlið nýja hljómdisksins með
lögum við ljóð Davíðs Stefánssonar
frá Fagraskógi.
á Sauðárkróki var tekið upp í sept-
ember finnskt þjóðlag við Ijóðið
„Til eru fræ“ en Hilmar útsetti
lagið. Söngurinn er í höndum Ás-
dísar Guðmundsdóttur á Sauðár-
króki.
í ágúst voru lög Atla Guðlaugs-
sonar við ljóðin „Brúður söngvar-
ans“ og „Vomótt“ tekin upp í
Studíói Hljóðlist á Akureyri. Átli
fékk til liðs við sig stórsöngvarana
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Óskar
Pétursson sem syngja saman í
báðum lögunum. Alls koma fram
fimm ný lög við ljóð Davíðs á
þessum diski og á Atli tvö af
þeim. Aðspurður segir hann að
„Vornótt“ hafi verið skrifað með
þau Sigrúnu og Óskar í huga
þannig að strax hafi verið undir-
búið að fá þau sem flytjendur.
Aðrir sent að lögum Atla komu
voru undirleikaramir Birgir'Karls-
son og Guðjón Pálsson. Upptöku-
maður var Kristján Edelstein.
Eins og áður segir eru 13 lög á
diskinum og höfundar þeirra eru
auk Atla Guðlaugssonar þau Torfi
Ólafsson, Heimir Sindrason,
Bergþóra Ámadóttir, Gullý Hanna
Ragnarsdóttir, Sverrir Helgason,
Jóhann Helgason og Páll Isólfs-
son. Mörg af lögunum eru þekkt
en í sumum tilfellum hefur útsetn-
ingum verið breytt. Diskurinn
Aldanninning Davíðs Stefánsson-
ar er fáanlegur í öllum hljóm-
plötuverslunum. JÓH
Sandfell á Akureyri:
Aukið úrval af kulda-
fatnaði firá Max
Verslunin Sandfell við Laufásgötu
hefur nú starfað á Akureyri í 11
ár. I fyrstu var fyrst og fremst um
veiðarfæaraverslun að ræða, en
verslunin hefur alla tíð selt sér-
hæfar vörur til sjómanna og út-
gerðarmanna. Á seinni ámm hefur
sala á vinnufatnaði aukist, sem og
sala á sjófatnaði. í vetur hefur
verið aukið verulega við úrval af
íslenskum kuldafatnaði frá Max,
s.s. kuldasamfestingum á böm og
fullorðna, auk allskyns ódýrs
vinnufatnaðar og stígvéla. Á
myndinni er Þórður Helgason,
verslunarstjóri, við sýnishom af
kuldafatnaði frá Max.
Mynd: Halldór.
Lionsklúbbur Akureyrar:
Peru- og jóladaga-
talasala næstu daga
Einn af föstum liðum í aðdrag-
anda jólahátíðarinnar á Akureyri
er peru- og jóladagatalasala
Lionsklúbbs Akureyrar sem nú er
hafin.
Salan fer fram næstu daga og
verður gengið í öll hús í bænum.
Reiknað er með að félagar verði
við söluna fram undir mánaðamót
og verða þeir að á kvöldin og unt
næstu helgi. Salan er eitt af meg-
inverkefnum klúbbsins til fjáröfl-
unar fyrir verkefni hans.
félagsmaiuta
afsláttur
16. nóvember til 2. desember
kjallarinn
wmmm
(valdir vöruflokkar)
Raflasnadeild
(fatnaður oy busahold)
í verslunum KEA utan Akureyrar
gilda einnig sömu kjör á sömu vörum