Dagur - 25.11.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 25.11.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 25. nóvember 1995 ÚTGEFANDI: ÐAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 • SÍMFAX: 462 7639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavfk vs. 464 1585, fax 464 2285), LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Afengislaus dagur Bindindisdagur fjölskyldunnar er í dag, 25. nóvember, og hafa félagasamtök í landinu tekið sig saman um að hvetja landsmenn til að láta áfengi lönd og leið í dag. Með þessu er undirstrikað það takmark að draga úr áfengis- neyslu og minna um leið á þau vandamál, slys og dauðsföll sem orðið hafa vegna áfengis- neyslu. Þeim íslendingum fjölgar sífellt sem missa tök á áfengisneyslu sinni og oft á tíðum hrynur lífsmynstur þessa fólks eins og spila- borg á stuttum tíma. Annað, og ekki síður mikið vandamál, er sú mikla drykkja sem er á unglingum og aldur þeirra sem neyta áfengis fer sífellt lækkandi. Bindindisdeginum er ekki síður ætlað að minna á baráttuna fyrir minni unglingadrykkju eða eins og segir í ávarpi Bindindisdags fjölskyldunnar 1995: „Áfengis- laus dagur fjölskyldunnar á að sýna í verki að heill hennar og hamingja skipar fyrirrúmið. Við leggjum áherslu á breytta lífshætti, betra umhverfi og bættan hag fjölskyldunnar. Það gerum við með því að draga úr áfengisdrykkju og forða þannig ýmsum frá því að verða fórn- arlömb á altari Bakkusar. “ Þarna er einmitt komið að kjarna málsins, fórnarlömbum Bakkusar. Það vill alltof oft gleymast að fórnarlömbin eru í raun fleiri en þeir sem ánetjast áfenginu því aðstandendur áfengissjúklinga verða oft hastarlega úti. Ekki síst þau börn sem búa við áfengisneyslu for- eldra sinna. í verstu tilfellunum er allt sem heitir eðlilegt fjölskyldulíf hrunið til grunna með tilheyrandi ofbeldi og þar með finna börnin ekki það öryggi sem heimili eiga að búa þeim í uppvextinum. Ofbeldi getur jafn- vel verið fylgifiskur áfengisneyslunnar og aldrei fer hjá því að börn sem horfa upp á slíkt verði merkt á sálinni alla sína ævi. Afengis- neyslan er þannig ekkert einkamál þeirra sem drekka og ávinningur í baráttunni gegn áfengisneyslu er ávinningur alls þjóðfélags- ins. í UPPÁHALDI Langar mest í bflskúr Gestur Einar Jónasson er landskunnur fyrir út- varpsþœtti sína, Hvíta máfa og Með grátt i vöngum á Rás 2. Auk þess stjórnar hann sjónvarps- þœttinum Þeytingi. Einnig hef- ur hann leikið í nokkrum kvik- mynduni og tekið þátt í upp- fœrslum á leikritum hjá Leik- félagi Akureyrar. Við fórum og grennsluðumst fyrir um hvað vœri í uppáhaldi hjá Gesti. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? Rjúpur sem ég veiði sjálfur, eng- in spuming. Uppálialdsdrykkur? Léttmjólk, vatn og bjór, í þessari röð. Hvaða heimilisstörffmnst þér skemmtilegustlleiðinlegust? Skemmtilegast er uppvaskið vegna þess að þar sér maður ein- hvem árangur, en leiðinlegast fmnst mér að ryksuga. Stundar þá einlmrja markvissa lireyfingu eða líkamsrœkt? Aðallega göngutúra en ég fer mikið á skíði á vetuma. Ert þú í einhverjum klúbb eða fé- lagasamtökum? Ég er í KA, Vélflugfélagi Akur- eyrar og mörgum fleiri félögum. Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? Dag, Moggann, DV, Alþýðu- Gestur Einar Jónasson. blaðið, Tíntann og National Geo- graphic. Svo kaupi ég nokkur flugblöð, sem að konunni tinnst alltof mörg. Hvaða bók er á náttborðinu lijá þér? Fyrirheitna landið eftir Einar Kárason og svo er þar bók um Évrópumál. / hvaða stjörnumerki ert þú? Ég á afmæli í maí og held að ég sé naut, annars hef lítið vit á þessu. Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er ímestu uppáhaldi hjá þér? Bítlarnir hafa alltaf verið í uppá- haldi. Uppáhaldsíþróttamaður? Alfrcð Gíslason, annars eru svo margir góðir. Uppáhaldsleikari? Katarine Hepburn Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? Fréttir og fræðsluefni. Hvar skemmtir þú þér best? Ég skemmti mér best heima, með góðu fólki eða fljúgandi á flug- vélinni minni. Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? Ég hef alltaf haft álit á Halldóri Ásgrímssyni en annars eru marg- ir mjög skemmtilegir. Hver er að þínu mati fegursti staður á íslandi? Borgarfjörður er mjög fallegur en það er mjög erfitt að gera upp á milli staða því að ísland er í heild sinni mjög fallegt land. Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum nú? Ég myndi vilja búa í Austurríki. Hvaða hlut eða fasteign langar þig mest til að eignast um þessar mund- ir? Bflskúr. Hvernig vilt þú lielst verja frístund- um þinum? Á ferðalögum með góðu fóiki. Hvað œtlarðu að gera um helgina? Ég ætla kannski í rjúpur og ef að veðrið verður gott ætla ég að fljúga. EGÞ/JEV CAUTABORÓARBRÉF INGIMAR GUÐMUNDSSON Sporvagnamir siluðust af stað hver á fætur öðrum, fullir af fólki. Ekki bara hvítu fólki, nei, hér finnst manni vera saman- komnir flestir litarhættir heims. Ég hef heyrt að stór hluti inn- flytjenda í borginni komi frá Júgóslavíu, sem var og hét, en einnig koma víst margir frá Afríku. En það er oft erfitt að átta sig á upprunanum. Sumir hafa sagt við mig að þeir væru Júgóslavar. Aðrir vilja ekki kannast við það lengur og segj- ast vera Serbar eða Bosníumenn og hvað það nú heitir allt sam- an. Mér finnst þeir allir líta eins út. Það minnti mig á konuna sem ég vann með í Noregi eitt sinn. Henni fannst skrítið að ég skyldi ekki sjá að hún væri gyð- ingur. Fyrir mér var hún bara Norðmaður. Ég tróð mér inn í yfirfullan vagn, það var nóg komið af rölti í miðbænum að þessu sinni. Ég lenti að sjálfsögðu í fanginu á einum góðglöðum. Eftir útlitinu og lyktinni að dæma var hann búinn að vera góðglaður ansi lengi. „Má ekki bjóða þér að kaupa rettur?“ drafaði hann og dró einn Kent upp úr plastpoka sem hann hélt á. Ég sá fram á að ef hann myndi anda lengi svona framan í mig gæti ég sleppt því að fá mér í glas um kvöldið. Það var þó ekki eftir- sóknarvert svo ég reyndi að troða mér framar í vagninn. Eft- ir margar tilraunir hafði náung- inn ekki fundið neinn góðan kúnna í þessum vagni og hvarf því á braut á næstu stöð. Loks fékk ég sæti. Einhver hafði skilið eftir dagblað og ég greip það feginshendi. Það var þetta venjulega aðalfréttaefni síðustu vikna, varaforsætisráð- herrann Mona Sahlin. Daman var nú loksins búin að segja af sér öllum störfum sem tjáir að nefna í ríkisstjóminni. Eftir að hafa safnað stöðumælasektum eins og frímerkjum, beðið margsinnis með að greiða þessa föstu reikninga (sem við flest fáum) þar til þeir voru komnir í innheimtu og notað greiðslukort ríkisstjómarinnar til að kaupa sér föt og utanlandsferðir var nú mælirinn fullur. Ég fletti áfram. Skrambinn, hann hafði tekið íþróttablaðið innan úr. Ég ætlaði að leggja blaðið frá mér en rak þá augun í ljósmynd sem krassað hafði ver- ið á. Hún var af ungum, svört- um innflytjanda sem hafði orðið fyrir barðinu á „sköllunum“ svokölluðu. Á milli augna hans hafði verið teiknuð skotskífa og fyrir ofan orðið „BLAM!“ Ná- ungakærleikurinn ríður ekki við einteyming hjá lesendum Gautaborgarpóstsins. Annars hafði einn „skalli“ verið í vagn- inum en hann hafði ekki setið þarna. Dæmigerður; í her- mannastígvélum, (helst Doc Martenboots, sagði einn ,,skallafræðingurinn“) gallabux- um, grænum mittisjakka og svo auðvitað krúnurakaður. Hann leit nú samt sakleysislega út, greyið. Þeir verða náttúrulega ekki hugaðir fyrr en þeir koma fleiri saman. Bæjarfélag eitt fann upp á því snjallræði að bjóða skallahópi bæjarins leigu- laust húsnæði til samkoma. Lík- lega gert til að koma þeim af götunni eða plata þá yfir í önnur betur viðeigandi félagasamtök sem voru í sama húsi. Einn bæj- arstjómarmaðurinn sagði að þetta væri einnig tækifæri fyrir þá að vaxa sem manneskjur. Éft- ir myndum að dæma höfðu skallamir tekið skilaboðin held- ur bókstaflega. Þeir höfðu jú vaxið en fyrst og fremst á þver- veginn. Húsnæði til að þjóra bjór og „hita upp“ fyrir ólæti á knattspyrnuleikjum er að sjálf- sögðu frábær þjónusta frá bæjar- félaginu. „Næsta stöð er Geimtorgið“, gall í vagnstjóranum. Þá var maður kominn á áfangastað, „geimhverfið" Bergsjön, þar sem flest götuheiti eru fengin úr stjömukerfinu. Hér býr fólk frá öllum heimshomum. Fróð kona á bæjarhlutaskrifstofunni sagði mér að í hverfinu væru töluð u.þ.b. 60 tungumál og meira en helmingur íbúa hverfisins væri af erlendum uppruna eða um sex þúsund manns. Og það hef- ur ekki gerst á löngum tíma. Ég heilsaði gömlu tailensku ömmunni Nguyen þar sem hún stóð í dyragættinni á blokkinni og reykti sitt daunilla tóbak. Þefurinn fyllti allan stigagang- inn. Tóbakið fær hún sérsent frá heimalandinu. Amma Nguy- en býr með stórfjölskyldu sinni á hæðinni fyrir neðan okkur. Hún neyðist alltaf til að fara út þegar hún fær sér smók.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.