Dagur - 25.11.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 25.11.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 25. nóvember 1995 - DAGUR - 11 GREIPUM UR ÆGIS BMIJIN lÍÍiltflL sms rettir ur sjavar OH01 í dag, laugardaginn 25. nóvember, verður Framkvæmdasjóður Há- skólans á Akureyri kynntur á fundi kl. 15 í stofu 24 Þingvalla- stræti 23. Dr. Þorsteinn Gunnars- Bikarkeppnin í körfu: Þórsarar komnir áfram Þórsarar eru komnir áfram í bikar- keppninni í körfuknattleik eftir sigur á Snæfelli úr Stykkishólmi á Akureyri sl. fimmtudagskvöld 88:74. Gestimir voru yfir á fyrstu mínútunum en Þórsarar náðu síð- an undirtökunum og staðan í hálf- leik var 47:36. I síðari hálfleik var aldrei spurningin hvoru megin sigurinn lenti, munurinn var um tíma rnilli 20 og 30 stig. Þórsarar slökuðu ei- lítið á í lokin og Snæfellingar náðu að minnka muninn. Fred Williams skoraði hvorki meira né minna en 43 stig í leikn- um, eða um helming stiga Þórsara. Næstir í stigaskorun hjá heima- mönnum komu Konráð Óskarsson með 16 og Kristján Guðlaugsson 12. í liði Snæfells var Brian Kopf stigahæstur með 28 stig en síðan komu Eysteinn Skarphéðinsson með 13 stig og Bárður Eyþórsson með 10 stig. son, háskólarektor, mun setja fundinn og Haraldur Bessason, formaður stjómar framkvæmda- sjóðs, skýra nokkuð frá tildrögum og stefnumörkun sjóðsins. Einnig mun taka til máls Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, sem á sæti í sjóðsstjórn, og fulltrúi þeirra sem brautskráðst hafa frá háskólanum. Þá verður fyrsta styrkveiting úr framkvæmdasjóði tilkynnt á fund- Er útiljósið bilað? Er raflöqnin í ólagi? Ert þú að byggja eða breyta og þarft bæði rafmagnsteikningu og láta leggja rafmagnið? Hafðu samband og fáðu tilboð í einstaka þætti eða heildarverk, þér að kostnaðarlausu. LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Sími 461 1090 Sölusýnmg á Laugalandi á morgun Á morgun, sunnudag, selur hag- leiksfólk vörur sínar á Þróunarsetr- inu á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Tera á Grenivík selur leðurvör- ur, Gallerý Sunnuhlíð verður með bútasaum, keramik, flugur, tré- vöru, kort, klukkur, ullarvörur, skartgripi og veislubakka. Þá verða seldir kryddhringir, skraut úr greni og fl. Frá Sauðárkróki kemur málað gler í glugga ásamt ýmsum fleiri vörum. Sýndir verða þjóðbúningar karla og kvenna ásamt þjóðbún- ingum frá ýmsum löndum. Þá verður sýnd tóvinna ásamt ullar- vörum. Hagar hendur opna vinnustofu sína, einnig Stubbur leikfangagerð sem hefur vinnustofu á Lauga- landi. Héraðssamband eyfirskra kvenna opnar safn garnla hús- mæðraskólans og Zontakonur verða með laufabrauð. Ekki má gleyma kvennaskólakaffinu í gamla borðsalnum. Eins og áður segir verður opið á morgun kl. 13-18. Sendið vinum og vandamönnum erlendis SÓmsæta KEA hangikjötid Sendingaþjónusta tíft) Byggðavcgi sími 463 0377 inum. Að lokum verða almennar umræður og kaffidrykkja. Fundurinn er öllum opinn og þess vitaskuld vænst að sem allra flestir sæki hann. (Fréttatilkynning) FÓSTUDAGSKVOLD . LAUGARDACSKVÖLD - SUNNUDAGSKVÖLD SJÁVARRÉTTA- H LAÐBO RÐ Þetta vinsæla gó A a : VERÐ AÐEINS KR. 1.380.- Svipmynd frá Klakksvík. Klakksvík í Færeyjum: Systur frá Akureyri stóðu fyrir Flateyrar-tónleikum Kona frá Akureyri, Helga Hilmars- dóttir tónlistarkennari, var einn af forsprökkum tónleika til styrktar Flateyringum, sem haldnir voru í Klakksvík í Færeyjum nú nýlega. Þar er Helga búsett og Lilja systir hennar býr einnig í Klakksvík. Tónleikamir voru haldnir fimmtudagskvöldið 9. nóvember. Um 140 manns sóltu þá og var all- ur ágóðinn lagður inn á reikning söfnunarinnar Samhugur í verki. Fjölbreytt dagskrá var á tónleikum þessum, svo sem kórsöngur, ein- söngur og einnig léku þær systur saman; Helga á píanó og Lilja á fiðlu. Þær systur ólust upp á Akur- eyri og eru foreldrar þeirra þau Jón Hilmar Magnússon og Sóley Jónsdóttir, sem búa að Hafnar- stræti 63, en það hús gengur undir nafninu Sjónarhæð. Um þann áhuga sem Færeying- ar hafa sýnt málstað Flateyringa og söfnuninni þeim til handa segir Helga að hann helgist líkast tiLaf því að þeir telji sér málið skýlt. „Þegar eitthvað tengist íslandi 'ér líkt og þeir sjálfir eigi í hlut. Já, ég held að hið sama viðhorf sé ríkj- andi meðal íslendinga gagnvart Færeyingum," sagði Helga. Hún bætti því við að víðar á eyjunum en í Klakksvík hefðu ýmislegt verið gert til styrktar Flateyring- um; svo sem að stórtónleikar hefðu verið haldnir í Þórshöfn og víða haldin bingó og því um líkt í fjáröflunarskyni. „Eg hef verið búsett hér sl. fimmtán ár og Lilja, systir mín, frá árinu 1987. Maður minn er fær- eyskur og hér kann ég ljómandi vel við mig,“ sagði Helga Hilmarsdótt- ir. Þess má geta að í Klakksvík féllu mikil snjóflóð fyrr á öldum. Þann 12. mars 1745 fórust þar fimm manns og sama mánaðardag árið 1765 banaði snjóflóð þar 20 manns. Síðan hefur verið bannað að að reisa hús í stórum hluta Klakksvíkur og virðist hlutum hér því að nokkru leyti svipa til þess sem gerst hefur á Flateyri. -sbs. Framkvæmdasjóður Háskólans á Akureyri: Opinn kýnningarfúndur í dag

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.