Dagur - 25.11.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 25.11.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 25. nóvember 1995 Af prestum, fölsurum og fleirum Jólabókaflóðið er skollið á og nýjar bækur streyma á markaðinn. Jón Hjalta- son, sagnfræðingur á Akureyri, lætur ekki sitt eftir liggja og gefur út tvær bækur fyrir þessi jól. Fyrri bókin hefur að geyma gamansögur af íslenskum prestum og ber heitið Þeim varð á í messunni. Seinni bókinn, Falsarinn og dómari hans, er nokkuð annars eðlis en í þeirri bók er að finna fimm söguþætti úr fortíð og er sögusviðið Eyjafjörður. „Vinnan bak við þessar tvær bækur var gjörólík. Falsarinn og dómari hans er bók sem ég skrifa að öllu leyti og byggi á heimildum og þurfti því að draga að mér mikið af skjölunt og grúska heil- mikið. Hin bókin byggist hins vegar á að safna saman sögum; hafa samband við menn og fá þá til að segja sér sögur eða skrifa fyrir sig sögur. Vinnan við þá bók var því allt önnur og fljótlegri því ég vann hana ekki einn. Við vorum tveir ritstjórar og ýmsir prestar sendu okkur tilbúnar sögur í bókina,“ segir Jón um bækumar sínar tvær. Norðlenskir prestar í aðalhlutverki Hugmyndin að bókinni urn prestana kviknaði í framhaldi af stuttum þætti á Stöð 2 þar sem Bjami Hafþór heimsótti nokkra presta og bað þá um að segja af sér skemmtilegar sögur. „Bjami Hafþór lagði hugmyndina í rauninni upp í hend- urnar á okkur,“ segir Jón. „Prestarnir tóku okkur mjög vel og voru líka mjög liðlegir við að senda okkur sögur af sjálfum sér.“ Norðlenskir prestar eru í stóru hlut- verki í bókinni. Birgir Snæbjömsson á Akureyri, Hannes Öm Blandon í Lauga- landsprestakalli, Hjálmar Jónsson þing- maður og Pétur Þórarinsson í Laufási segja frá skemmtilegum atvikum og einnig er að finna óborganleg tilsvör prófastanna Péturs Þ. Ingjaldssonar í Húnavatnssýslu, Arnar Friðrikssonar á Skútustöðum og Baldurs Vilhelmssonar í Vatnsfirði. Fjölmarga aðra presta ber á góma í bókinni sem of langt mál yrði upp að telja. Jón segir að það hafi komið sér nokk- uð á óvart hvað hann varð ánægður með bókina. „Mér finnst húmorinn í prestun- um svo fínn. Þetta er ekki þessi galsa- fengni húmor þar sem mikil læti eiga að kalla fram bros og hlátur heldur er hann Jón Hjaltason með bækurnar tvær sem voru að koma út. Jón er fæddur árið 1959. Hann er sagnfræð- ingur frá Háskóla íslands og hefur m.a. sent frá sér bækurnar Sögu Akureyrar 1. og 2. bindi og Her- námsárin á Akureyri og Eyjafirði. Mynd: bg Tvær gamansögur lfkari breskum húmor sem felur í sér eitthvað virkilega sniðugt og fyndið án þess að kalla endilega á öskur og læti með. Ég er mjög ánægður fyrir hönd presta landsins að þeir búi yfir þessum húmor.“ Hasarmál 19. aldar Seinni bókin sem hér er til umræðu, Falsarinn og dómari hans, er eins og fyrr segir nokkuð frábrugðin bókinni um prestana. Þessi bók skiptist í fimm sögu- þætti og er sögusvið allra þeirra Eyja- fjörður á 19. öldinni. Tveir þáttanna segja frá undarlegum örlögum tveggja manna, þeirra Þorvalds Schovelin, sem falsaði peningaseðil og var fyrir vikið dæmdur til dauða, og Jóns Sigurðssonar á Böggvisstöðum sem tókst að brjótast úr fátækt til þess að verða einn ríkasti íslendingur 19. aldar. Þrír þættir eru síð- an um hasarmál 19. aldar og fjalla allir urn einhver deilumál. Einn þessara þriggja þátta, um trippamálið, hefur tengingu í Skagafjörð en þetta mál sner- ist upp í deilur milli Eyfirðinga og Skagfirðinga um hverjir færu verr með skepnur. „Þessa bók er ég búin að vera með nokkuð lengi í vinnslu," segir Jón. „Við ritun Sögu Akureyrar hef ég þurft að fara í gegn um ýmis skjalasöfn. Mér datt snemma í hug að það þyrfti að skrifa um Jón Sigurðsson á Böggvisstöðum og þegar ég fór í gegnum þessi skjalasöfn hirti ég allt sem ég fann um Jón og reyndar líka það sem ég fann um Þor- vald falsara. Ferlið er því orðið mjög langt. Vegna þess að ég var að skrifa sögu Akureyrar varð ég að fara í gegn- um öll gögn, bæði stór og smá og fann gögn, t.d. um Þorvald, sem ég hefði ekki fengið ef ég hefði bara verið í þeirri vinnu að skrifa um hann. I þessu grúski mínu komst ég t.d. að því að hann hefði verið dæmdur tvívegis til dauða og þetta er eitt af þeim atriðum sem Bimi Th. Björnssyni, sem skrifaði skáldsögu um Þorvald falsara, hefur yfirsést í sinni bók. Ég leik mér svolítið að því að tengja saman minn þátt um Þorvald og bókina hans Björns Th. bæði til að leiða fram sannleikann og einnig til að les- endur geti betur áttað sig á þeim persón- um sem Björn segir frá, sérstaklega þessum mönnum sem eru að rétta í máli Þorvalds. Ég reyni að kryfja þær persón- ur og bera saman við það sem Björn segir um þær og okkur passar nú ekki alltaf saman,“ segir sagnfræðingurinn og brosir í kampinn. Séra Birgir Snæbjörnsson: Þetta var við giftingu í Akureyrarkirju. Ég bað alla að syngja með brúðkaupssálminn en aðeins einn tók undir, lftill drengur, kannski svona tveggja ára. Þegar ég söng hástöfum, Heyr böm þín, guð fað- ir, þá söng hann það sem hann kunni best en það var lagið Atti katti nóva. Hann var nú stoppaður tiltölulega fljótt en um kvöldið hitti ég drcnginn og þakkaði honum innilega fyrir með handabandi, hann hefði verið sá eini er vildi hjálpa mér eitthvað. Séra Pétur Þórarinsson: Konan mín er hjúkrunarfræðingur að mennt. Þegar við hjónin bjuggum á Hálsi var oft leitað til prestsfrúarinnar ef menn fengu skeinu eða ónot. Voru þctta mest ógiftir karlar eftir því sern gárung- amir sögðu. Þegar við ákváðum að flytja frá Hálsi í Möðruvelli sagði einn piparsveinninn: „Það er afleitt að missa þau Ingu og Pétur frá Hálsi. Hann sér um að sinna okkur andlega en Inga hefur verið dugleg að sinna okkur líkamlega.“ - Ur bókinni „Þeim varð á í méssunni. “ - - Hver er markaðurinn fyrir bók af þessu tagi? „Ég geri mér aðeins óljóst grein fyrir hver hann er. Bókaútgáfa er oft eins og að grafa eftir gulli og yfirleitt finna menn ekki neitt. En ég held þó að meðal íslendinga sé töluverður áhugi á sinni fortíð og sínum forfeðrum og ég hygg því að það sé alltaf einhver markaður fyrir þess konar bækur.“ AI TU lífskúnstners Þórðar HalMórssonar á 90 ára afmœlinu 25. nóventber 1995 Þú elskaðir frelsið og örœfafrið sem öðlinga flestra er siður. Og kunnir svo vel að keyra á þau mið að kveða draugana niður. Léttfórstu jafnan með lífsins hlass og lagðir á brattann án stafsins. Svo skaustu ellinni reffyrir rass og reifst þig úr brimróti hafsins. Barst á þig ilmvatn og blekktir hvern ref á blágrýti léttur á fœti og letraðir bœkur, sem lesið ég hef og lyft þér í höfunda sœti. Sterkur á velli með stóíska ró stundaðir listmál afnatni. Lagðir þig fram í lífsins sjó og lifðir á ölkelduvatni. Hamingja þín er hér um bil sem höll byggð á traustum sökkli. Og víst var það sœla að verða til í vestrinu, undir jökli. Ég held nú vinur er hittumst í dag ég hefðbundna kurteisi sýni. Höldum svo veislu með hátíðarbrag og hákarli og brennivíni. Þ.J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.