Dagur - 25.11.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 25.11.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 25.nóvember 1995 - DAGUR - 7 Akureyrarkirkja: Orgelið vígt í annað sinn Á morgun klukkan tvö verður orgel Akureyrarkirkju endurvígt í sérstakri hátíðarmessu en viða- mikil endurbygging hefur staðið yfir á orgelinu í sumar. Tónlistin skipar stóran sess í hátíðarmess- unni og verður orgelið að sjálf- sögðu í aðalhlutverki. Hluti nýs verks eftir Hafliða Hallgrímsson verður frumflutt og einnig tveir nýir sálnraforleikir eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Jón Hlöðver Áskelsson. Kór Akureyrarkirkju kemur fram og Bama- og ung- lingakór Akureyrarkirkju mun einnig syngja við messuna. Vígslu orgelsins annast herra Pétur Sigur- geirsson, biskup. Annað kvöld klukkan 20:30 verða síðan sér- stakir vígslutónleikar þar sem Björn Steinar Sólbergsson, organ- isti Akureyrarkirkju, leikur á hið nývígða orgel. Bjöm Steinar, organisti, er ánægður með endursmíðina á org- elinu og segir framkvæmdina hafa tekist frábærlega vel. „Fallegu raddirnar og allt það góða sem var í gamla orgelinu er ennþá til stað- ar og einnig hafa nýir hlutir bæst við. Þannig að þetta er talsverð breyting. En menn eru mjög ánægðir með hvemig hefur til tek- ist.“ Bjöm Steinar segir það mikla kúnst að bæta við nýjum röddum þannig að þær blandist vel við þær sem fyrir voru og ein aðal ástæðan fyrir að orgelsmiðir frá P. Bruhn og Spn Orgelbyggeri í Danmörku voru valdir til verksins var sú að sóknamefnd treysti þeim til að framkvæma þetta. Dönsku orgel- smiðimir hafa ekki valdið von- brigðum því að sögn Björns Stein- ars tókst þeim mjög vel til. 3290 pípur og 49 raddir Orgel Akureyrarkirkju er annað stærsta kirkjuorgel á landinu næst á eftir orgelinu í Hallgrímskirkju. Pípumar í orgelinu eru nú 3290 og raddirnar 49 en áður voru þær 45. Orgelið var upphaflega keypt frá Þýskalandi og var vígt þann 26. nóvember 1961. Tilkoma hljóð- færisins gjörbreytti allri aðstöðu til tónlistariðkunar við kirkjuna og þeir sem hafa leikið á orgelið hafa lofað það fyrir góðan hljóm. Ástæða þess að farið varið út í jafn viðamikla og kostnaðarsama endursmíði er sú að orgelið var orðið óþétt og illa farið eftir þrjá- tíu ára notkun. Ásláttur orgelsins var rafknúinn en á þeirn tfma sem hljóðfærið var smíðað voru flest orgel smíðuð á þann hátt. Þetta var ný tækni sem orgelsmiðir höfðu trú á og bjuggust við að orgelin myndu endast von úr viti. Síðar kom á daginn að orgel sem þessi hafa stuttan líftíma eins og flestir rafmagnshlutir og því var hætt að smíða orgelin með þessum hætti og gamlar aðferðir hafa ver- ið teknar upp aftur þó notast sé við nútímatækni. Árið 1989 kom í ljós að ekki var lengur hægt að fá varahluti í orgelið í Akureyrar- kirkju og í framhaldi á því var ákveðið að ráðast í þessar fram- kvæmdir. Endist í 150-200 ár Kostnaður vegna endurbyggingar orgelsins er um 35 milljónir króna. Nýtt orgel myndi hins veg- ar hafa kostað um 50 milljónir króna. Talið er að með reglulegu viðhaldi geti endurbyggða orgelið enst í 150 til 200 ár og því þótti það mun betri kostur en að fjár- festa í nýju orgeli. Kostnaðurinn er engu að síður mikill og var stofnaður sérstakur orgelsjóður til að standa straurn af honuin. Þegar hafa safnast urn fjórar milljónir í orgelsjóð og hafa marg- ir lagt hönd á plóginn við söfnun- ina. Kór Akureyrarkirkju og Bamakór Akureyrarkirkju héldu fjáröflunartónleika, Björn Steinar Sólbergsson var með maraþontón- leika til styrktar orgelsjóðnum, kvenfélagið lét ágóða af basar og kaffisölu renna í sjóðinn og „Saga Akureyrarkirkju" eftir Sverri Páls- son var seld til styrktar endur- byggingunni svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Unnars Þórs Lárus- sonar í sóknarnefnd er sjóðurinn nú koininn í rúmar fjórar milljónir en í upphafi var aldrei reiknað með að tækist að safna fyrir allri upphæðinni. „Við erum búin að taka lán fyrir þessu til tuttugu ára og komum til með að þurfa að taka af sóknargjöldum til ein- hverra ára. Auðvitað hjálpar hver króna sem kemur inn í söfnun en svona stór og viðamikil fram- kvæmd verður aldrei gerð öðm- vísi en að taka eitthvað af sóknar- gjöldumsegir Unnar Þór. Aðgangurinn á vígslutónleik- ana í Akureyrarkirkju er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum í orgelsjóð. Fólki, sem vill styrkja sjóðinn, er einnig bent á að sóknamefnd er með sérstakan reikning í Landsbankanum fyrir orgelsjóð, sem hver sem er getur lagt inn á. AI Deildarfundir KEA haustið 1995 Strandardeild Mánudagur 27. nóv. kl. 13.30, Ráð- húsinu. Höfðhverfingadeild Mánudagur 27. nóv. kl. 20, Gamla skól- anum. Kaupfélag Eyfirðinga. Húsafriðunarsjóður Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsókn- um til Húsafriðunarsjóðs, sbr. ákvæði í þjóðminja- lögum nr. 88/1989 sbr. lög nr. 43/1991 og 98/1994 og reglugerð um Húsafriðunarsjóð nr. 479/1993. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: - undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tækni- legrar ráðgjafar og til framkvæmda vegna viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og húsum sem hafa menningarsögulegt og listrænt gildi. - byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. febrúar 1996 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Þjóðminjasafni íslands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 562 2475 milli kl. 10.30 og 12 virka daga. Húsafriðunarnefnd ríkisins. MEISTARAFELAG BYGGINGAMANNA NORÐURLANDI Málarar - Málarameistarar Námskeið Notkun lasurefna Námskeið um notkun lasurefna verður haldið 1. og 2. desember nk. Á námskeiðinu verður m.a. farið í: ♦ Efniseiginleikar áferöarbreytandi efna. ♦ Notkunarmöguleikar áferöarbreytandi efna. ♦ Akrýlefni. ♦ Lasurtækni t.d. svampáferð og vaskaskinnsáferö. ♦ Námskeiöið er aö mestu leyti verklegt. ♦ Námskeiðiö verður haldiö í Verkmenntaskólanum á Akureyri (smíöadeild). Námskeiösgjald er kr. 3.000,00. Skráning hjá F.B.E. í síma 462 2890 og M.B.N. í síma 461 1222. Skráning stendur til miövikudags 29. nóvember.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.