Dagur - 13.12.1995, Síða 1

Dagur - 13.12.1995, Síða 1
Akureyri, miðvikudagur 13. desember 1995 240. tölublað Skandia Æl Lifandi samkepp W ni - kegri iðgjöld Geislagötu 12 • Sími 461 2222 dagar W tiljóla .*j Vilja listiðnaðarskóla í kvennaskólahúsið Bæjarstjórn Blönduóss samþykkti í lok nóvembermánaðar að fela bæjarstjóra að fá Helgu Thoroddsen á Þingeyrum til fundar við bæjarráð og fulltrúa frá atvinnumála- nefnd til viðræðna um listiðnaðarskóla. Pétur Amar Pétursson, forseti bæjarstjórnar Blönduóss, segir tilganginn með samþykktinni vera þann að listiðnaðarskóli verði staðsettur á Blönduósi í húsnæði því sem lengst af hýsti Kvennaskólann á Blönduósi en húsið stendur nú autt. „Forsætisráðuneytið samþykkti að skipa nefnd til undirbúnings stofnunar listiðnðarskóla og með samþykktinni er bæjarstjóm Blönduóss að vekja athygli á því húsnæði sem hér er til staðar og er í eigu ríkisins auk þeirra muna sem eru í eigu skólans og myndu væntanlega nýtast til starfseminnar. Menningarsaga skólans er einnig mjög merkileg. Þessi vinna er þó öll á frumstigi en bæjarstjóm vildi ganga til við- ræðna við Helgu Thoroddsen, þar sem hún á sæti í téðri nefnd forsætisráðuneytisins og hefur textílmenntun með íslensku ullina sem sér- grein," sagði Pétur Amar Pétursson. GG Þrotabú Jóhannesar & Helga hf. selt tveimur aöilum: Árnes hf. kaupir fasteignir og tæki * Utgerðar- og flskvinnslufyrir- tækið Árnes hf. í Þorláks- höfn hefur keypt fasteignir og tæki þrotabús Fiskverkunar Jó- hannesar & Helga hf. að Ránar- braut 4a og 4b á Dalvík en Sparisjóður Svarfdæla á Dalvík kaupir húsnæði og tæki þrota- búsins að Ytra-Holti. Skipta- stjóri, Örlygur Hneflll Aðal- steinsson hdl., segir að hann hafí gengið að tilboðum í þrotabúið í byrjun vikunnar og þá skrifað undir samninga. „Það er að verða æ algengara að fyrirtæki í sjávarútvegi staðsett annars staðar á landinu komi inn í rekstur þar sem rekstur hefur farið í þrot. Þar iná nefna að aðilar á Raufarhöfn og Kópaskeri samein- uðust um rekstur Geflu hf. og Út- gerðarfélag Akureyringa hf. keypti Kaldbak hf. á Grenivík og hóf þar fiskvinnslu. Þessi sala skiptir gífurlega miklu máli fyrir það fólk sem hefur haft vinnu hjá Fiskverkun Jóhannesar & Helga hf„ en þama vom um og yfir 30 störf þegar best lét. Einnig er þetta stórt hagsmunamál fyrir Dalvík- inga,“ sagði Örlygur Hnefill Aðal- steinsson hdl. „Þama verður svipuð vinnsla og hefur verið til þessa, aðallega koli og einhverjar aðrar tegundir aukfisks og þessi vinnsla passar ágætlega inn í þá kolavinnslu sem við höfurn að mestu verið með í Þorlákshöfn. Vonandi verður hægt að hefja vinnslu á Dalvík strax á nýju ári,“ sagði Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri Árness hf. Að einhverju leyti verður um samnýtingu að ræða milli fisk- verkunarhúsanna í Þorlákshöfn og á Dalvík, fiski ekið á milli, eftir því sem best hentar hverju sinni. Stefnt er að því að halda uppi jafnri og góðri vinnslu allt árið með ekki færri starfsmönnum en verið hafa fram til þessa. Ekki hefur verið gengið frá því hver veitir fiskvinnslunni á Dalvík for- stöðu. „Við sjáum ýmsan hag í því að fjárfesta á Dalvík. Við höfum áhuga á flatfiskinum fyrir norðan og þeirri þekkingu og reynslu sem þarna hefur orðið til en við seljum okkar framleiðslu að langmestu leyti sjálfir,“ sagði Pétur Reimars- son. GG Barist við eldinn Ljóst er að tjónið af vóldum eldsvoðans í Grjótgarði skiptir milljónum króna. Slökkvilið Akureyrar fékk tilkynningu um eldsvoðann kl. 08.22 í gærmorgun. Slökkviðliðsmenn áttu í nokkrum erfiðleikum vegna vatnskorts. Á myndinni hér að ofan eru slökkviliðsmenn ásamt bóndanum í Grjótgarði, Karli Sigurvinssyni (lengst til vinstri) að berjast við eldinn. Á innfelldu myndinni er verið að vinna að því að jafna braggann við jörðu. Myndir: BG Fjárhús og hlaða brunnu að bænum Grjótgarði í Glæsibæjarhreppi: Nær hundrað fjár og nokkrir kálfarurðu eldinum að bráð fjárhúsi og með því um 100 fjár og nokkrir kálfar, en sambyggðu Qósi með liðlega tug nautgripa tókst að bjarga og hleypa kún- um út. Slökkvilið Akureyrar var kallað út klukkan 08.22 og var byggingin alelda þegar komið var á staðinn. Erfíðlega gekk að komast í vatn auk þess sem bæj- arlækurinn var vatnslítill og það tafði slökkvistarfið nokkuð. Um eldsupptök sagði slökkvi- liðsstjórinn á Akureyri, Tómas Búi Böðvarsson, ekki vitað með vissu og yrði kannski aldrei með neinni vissu, en hann hefði illan bifur á rafmagnsljósahundi sem hefði verið í hlöðunni. „Eg varð var við eldinn í morg- un er ég var nýfarinn út eftir að hafa verið í fjósi. I fjárhúsinu voru um 100 kindur og þær brunnu all- ar inni auk nokkurra kálfa en hin- ar skepnurnar, nautgripirnir, náð- ust út á síðustu stundu. Fjósið, fjárhúsið og hlaðan var allt sam- byggt,“ sagði Karl Sigurvinsson. bóndi að Grjótgarði. Karl sagðist ekkert vera farinn að hugsa um það hvort hann reyndi að útvega sér nýjan fjár- stofn, taldi það ólíklegt að sinni þar sem ekkert fjárhús væri til staðar. Útihúsin eru braggabyggingar frá breska herliðinu sem var hér á stríðsárunum og voru orðnar frem- ur lélegar. Leifar braggans voru jafnaðar við jörðu í gær með stór- vikum vinnuvélum, en kindahræj- unum var ekið upp á sorphaugana á Glerárdal til urðunar. Eftir há- degið í gær barst bóndanum hjálp frá nágrönnum við að loka fjósinu og koma kúnum aftur í fjós, þar sem gat hafði rofnað í það við hlöðuna. Þrátt fyrir að nokkurt magn af heyi hafi farið forgörðum er líklegt að nóg hey verði fram á vor til að fóðra nautgripina því nokkurt hey var í rúlluböggum fjarri útihúsunum. GG Eldur kom upp í heyi í hlöðu að bænum Grjótgarði í Glæsibæjarhreppi á níunda tím- anum í gærmorgun og brann hlaðan að mestu ásamt áföstu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.