Dagur - 13.12.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 13.12.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 13. desember 1995 DACDVELJA Stjörnuspa eftir Athenu Lee Mibvikudagur 13. desember (Æ Vatnsberi (20. jan.-18. feb.; Þú treystir um of á framtak annarra. Hafðu trú á þínum eigin verkum og ákvörðunum því aðstæður eru góð- ar núna til að byggja upp sjálfs- traust. Happatölur 11,23 og 28. e Fiskar (19. feb.-20. mars) ) Stressið hleðst upp, líklega vegna tilfinninga sem þú ættir miklu frekar að fá útrás fyrir en að bæla. Þér hættir til að verða afskaplega leyndardómsfull(ur). (W Hrútur (21. mars-19. apríl) Vandamál truflar þig eða þína nánustu. Það ætti vel að vera hægt að leysa þetta seinni partinn í dag því aðstæður batna. Kvöldið er rólegt. (W Naut (20. apríl-20. maí) ) Einhver ruglingur er í gangi og þú skalt fara vel yfir áætlanir dagsins í dag. Annars mun stutt ferðalag færa þér skemmtilega tilbreyt- ingu. (/fvk Tvfour* yA J\ (21. mai-20. júni) J Hugmyndaflugið er í hámarki svo þú ættir ekkert að vera að fela það neitt fyrir öðrum. Sjálfsöryggi þitt hrífur aðra með sér í hæstu hæðir. Krabbi (21. júní-22. júlí) ) Fólk notar þig til að fá útrás fyrir pirring og streitu. En núna er kannski ekki rétti tíminn fyrir þig að leika sálfræðing. Þú eignast þín eigin vandamál í kvöld. (<mápijón 'N (25.júli-22. ágúst) J Þú ert ekki beint drífandi í dag. Kvöldið hins vegar, þrátt fyrir að upp gæti komið tilfinningalegt vandamál, lofar bara góðu. ($L Meyja (23. ágúst-22. sept, D Það lítur út fyrir endalok einhvers sambands, sem veldur þér von- brigðum en þú verður fegin(n) þegar lengra líður. Þú nýtur ró- legheita í kvöld með vinum. e^vbg ^ (23. sept.-22. okt.) J Óvæntur atburður mun verða þér í hag, þ.e.a.s. ef þú kannt að nýta þér aðstæðumar. Fjölskyldumálin gætu þarfnast nauðsynlegrar um- hugsunar. (M Sporðdreki) (23. okt.-21. nóv.) J Þú gætir misst af góðu tækifæri ef þú hlustar ekki á þá sem segja að þú sért að gera það rétta. Þú ert ófeimin(n) við annað fólk og at- burði. (Bogmaður 'N \^Lx (22. nóv.-21. des.) J Allt fer í uppnám þegar þú reynist full bjartsýn(n), ekki vottur af raunsæi og þú tekur allt of mikið að þér. Fórnaöu skemmtunum fyr- ir kvöld heima með fjölskyldunni. Steingeit ^ (22. des-19. jaji.) J (? Tómstundir og ýmis afþreying gefa þér mikið, reynast jafnvel arð- vænlegar fyrir þig. Þér gefst góður tími til að hugsa um hvort þú sért að nýta hæfileika þína til fulls. ÍHVAÐ?! 1}HVAÐ " ' NU AÐ??! \ A léttu nótunum Vangaveltur Doddi litli kemur inn í eldhús til mömmu sinnar og spyr: - Heyrðu mamma, býr hann Jesús uppi í himninum? - Já, það gerir hann. - Jæja, einmitt það. Er það þá hann sem stelur öllum blöðrunum? Afmælisbarn dagsins____ Ár tækifæranna er framundan þótt þú verðir ekki var/vör við að mikið sé að gerast fyrstu mánuð- ina. Eftir frekar leiðinlega byrjun fara hjólin heldur betur að snúast og þú kynnist hópi fólks sem hef- ur mikil áhrif á gang mála. Breyt- ingar verða í vinnu og stefna í fjármálum veröur auðveldari en ástalífið er í lægð. Orbtakib Til þess er leikurinn gerbur Merkir að „sá er tilgangurinn". Orðtakið er kunnugt frá 20. öld. Hins vegar eru allgömul dæmi um sambandið „leikur er gerður til e-s". Þetta þarftu ab vita! Sendibobinn Aþenubúinn Feidippides hljóp frá völl- unum við Marathon til Aþenu með fréttina um að Grikkir hefðu sigrað Persa. Þetta gerðist árið 490 f. Kr. Þeg- ar hann hafði sagt fréttina datt hann dauöur niður. Hlaupið sem kallað er eftir orustustaðnum, en þar fundust grafir Grikkjanna 1890-1891, er 42.195 metrar. í þeirri mynd sem að er nú hefur það verið keppnisgrein síð- an á Ólympíuleikunum í Aþenu 1896. Spakmælib Oþarft hlutverk Þaö er hlutverk kirkjunnar að gera mitt hlutverk óþarft. (D. Haig marskálkur) STORT § Ekkert karl- mannavæl Súsanna Svav- arsdóttir, sem gefur út eina léttbláa bók fyrir þessi jól, veltir því fyrir sér ásamt Sig- urbi A. Magn- ússyni, rithöf- undi, í viötali vib Flugleibablabib Upphátt, hvab ávinnist vib ab skilja. Súsanna og Sigurbur A. eiga fimm hjónabönd samanlagt ab baki. Súsanna hefur sam- kvæmt þessu vibtali ekki mikib dálæti á karlmönnum, þrátt fyrir ab hafa í þrígang gengib í hjónaband. Orbrétt segir hún: „Ég velti því stundum fyrir mér hvort ég sé orbin of sterk. Karl- menn eru skíthræddir vib mig. Ég gerþekki sjálfa mig og vírbi mig og börnin mín umfram allt. Karlmönnum finnst erfitt ab nálgast slíkar konur." Og síbar segir Súsanna: „Ég er ekki um- burbarlynd, þolinmób eba elsku- leg manneskja. Þegar ég er búin ab vinna, þrífa og sjá um börnin er ég ekki tilbúin ab setjast nibur og hlusta á væl í karlmanni." • Erótík Súsönnu Erótískar lýs- ingar Súsönnu í bók hennar „Skuggar vögguvísunn- ar" slá í gegn, því fréttir ber- ast af því ab bókin seljist eins og heitar lummur. Og víst er Súsanna opinská í lýsingum sínum. Til dæmis þetta: „Hann tók mig upp vib vegginn eins og ég væri honum framandi. Kafabi dýpra og dýpra inn í mig og fann ab ég var ab nálgast full- nægingu sem ég hafbi bebib eft- ir margar langar nætur. Líkamar okkar fylgdust ab. Þannig hafbi þab alltaf verib og nú fann ég hárfínan titringinn hefjast í hnjánum, þjóta eins og heitur straumur eftir lærunum, upp í kvibarholib og meban sköp mín gripu fast um liminn sem þrútn- abi og kom af afli á sama tíma, var eins og elding læsti sig um allan líkama minn. Elding sem skar sinni gullnu birtu eins og fleiri í gegnum hráhvíta nótt sem féll á svartar dyr." • Látlaust bilandi Og nú í allt annab. Pétur Pétursson, heilsugæslu- læknir á Akur- eyri, er einn þeirra lækna sem segja frá í bókinnni „Fimm læknar segja frá". Ab sjálfsögbu er frásögnin kryddub meb vísum, enda Pétur vel þekktur Ijóblistarunnandi. Orb- rétt segir Pétur á einum stab: Einu sinni kom til mín sveitakona og tjábi mér ab bóndi sinn hefbi ort um sig eftirfarandi vísu: Fyrrum varstu full með grín, frísk og spilandi. Nú ertu líkt og Ladan mín látlaust bilandi. Umsjón: Óskar Þór Halldórsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.