Dagur - 13.01.1996, Blaðsíða 2

Dagur - 13.01.1996, Blaðsíða 2
 2 - DAGUR - Laugardagur 13. janúar 1996 FRÉTTIR Lífeyrissjóði Norðurlands heimiluð skuldabréfakaup vegna Hvalfjarðarganga: Ovist hvort heimildin verður nýtt - segir Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri f reglugerð um Lífeyrissjóð Norðurlands sem staðfest var af íjármálaráðuneytinu skömmu fyrir jól, er ákvæði til bráða- birgða þar sem stjórn sjóðsins er veitt heimild til að gera samning við Spöl hf. um kaup víkjandi skuldabréfa af fyrirtækinu vegna fjármögnunar Hvalfjarð- arganga. Skuldabréfakaupin mega ekki nema hærri upphæð en sem nemur 1,4% af hreinni eign sjóðsins eins og hún var í árslok 1994 á verðlagi þess tíma. „Þama eru boðnir mjög háir vextir en væntanlega er í þessu einhver áhætta líka. Stjóm sjóðins hefur ekki tekið ákvörðun um hvort eitthvað verður keypt en mun væntanlega fjalla um málið á næsta fundi, síðar í þessum mán- uði,“ sagði Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Lffeyrissjóðs Norðurlands, og taldi jafnvel minnkandi líkur á að af þessum kaupum muni verða. Að sögn Kára eru vel flestir líf- eyrissjóðir með þessar heimildir. Astæða þess að þetta ákvæði er sett sérstaklega inn í reglugerð sjóðsins, er að kaupin hafi verið óheimil samkvæmt fyrri reglu- Skagafjörður: Embætti sýslu- manns auglýst Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti sýslumanns Skagfírð- inga, en Halldór Þ. Jónsson, sýslumaður Skagfírðinga um árabil, lést um miðjan desember. Umsóknarfrestur er til 2. febrú- ar nk. Athygli vekur að í auglýs- ingunni er tilgreint sérstaklega að umsóknir þar sem umækjendur óski nafnleyndar verði ekki teknar til greina. Þetta er í samræmi við ákvörðun forsætisráðuneytisins skömmu fyrir áramót þess efnis að framvegis verði ekki heimiluð nafnleynd umsókna um opinberar stöður. Þær upplýsingar fengust á sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki að Asdís Ármannsdóttir, fulltrúi, sé settur sýslumaður og gegni því starfi þar til nýr sýslumaður hefji störf. óþh Landsins vinsælasta danshljómsveit á fyrsta dansleik ársins á Hótel KEA laugardagskvöldið 13. janúar Humarseydi með sniglum oq grœnmetisstrimlum eða hörpusfeeJ/isfeur í prouencate- og gráðostasósu Ojhsteifctur lambahryggur með feartöflugratini og Madeirasósu eða grísamedahur með suesfejumauki og rauduínssósu Berjaís og/erskir duextir í sykurkörfu Verð aðeins kr. 2.500,- Verð á dansleik kr. 500,- Borðapantanir í síma 462 2200 gerð. Heimildin varðar aðeins þetta tiltekna fyrirtæki, Spöl hf„ en að öðru leyti má Lífeyrissjóð- urinn ekki kaupa skuldabréf eins og þarna er um að ræða, þ.e. víkj- andi skuldabréf, að sögn Kára. I reglugerð sjóðsins kemur fram að stjórn hans beri að ávaxta fé hans á sem bestan hátt að teknu tilliti til öryggis og áhættu. Stefna sjóðsins er að ávaxta fjármuni hans í heimabyggð í eins ríkum mæli og hagkvæmt og skynsam- legt getur talist og segir Kári þess- ari stefnu vera fylgt. HA Samkvæmt upplýsingum Samtaka fískvinnslustöðva er 11-12% tap á botnfiskvinnslunni um þessar mundir og það kemur að sjálfsögðu illa við rekstur ÚA. Þessi mynd var tekin í vikunni í vinnslusal ÚA. Mynd: bg Óviðunandi afkoma í hefðbundinni landvinnslu - segir Björgóifur Jóhannsson, fjármálastjóri ÚA Eins og fram hefur komið í fréttum er botnfísk- vinnslan í landinu, frysting og söltun, rekin með bullandi tapi. Samkvæmt útreikningum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva eru þessar greinar til samans reknar með 11-12% halla að meðaltali. Er þetta fyrst og fremst rakið til óhagstæðrar gengis- þróunar mikilvægustu gjaldmiðla og hærra hrá- efnisverðs. Landvinnsla Útgerðarfélags Akureyringa er nánast eingöngu frysting og af því leiðir að þar á bæ finna menn verulega fyrir þessu erfiða rekstrarumhverfi. „Það er ljóst að afkoman í hefðbundinni landvinnslu er óviðunandi um þessar mundir sagði Björgólfur Jó- hannsson, fjármálastjóri ÚA og stjórnarmaður í Sam- tökum fiskvinnslustöðva. Varðandi afkomutölur ársins 1995 hjá ÚA segir hann að þær muni væntanlega liggja fyrir í næsta mánuði. „Ég held að eftir árið í heild séum við ekki að horfa á sambærilega tölu og eftir 6 mánaða upp- gjör, þó ég vilji ekkert staðfestá í því,“ sagði Björg- ólfur. Hann segir vinnu að sjálfsögðu vera í gangi til að vinna bug á þessum vanda og til að mynda voru Sam- tök fiskvinnslustöðva að funda um þessi mál í gær. „Þetta eru í sjálfu sér engin ný tíðindi fyrir okkur hjá ÚA. Við fundum fyrir þessu strax í marsmánuði á síðasta ári,“ segir Björgólfur og viðurkennir að meg- inhluta síðasta árs hafi því verið frekar þungt undir fæti í rekstrinum. HA Mikill áhugi á samkeppni um hönnun Sólborgarsvæðisins: Hátt á annan tug aðila fengið útboðsgögn Eins og fram hefur komið hefur verið ákveðið að efna til opinnar samkeppni um hönnun nýbygg- inga og aðlögun eldra húsnæðis á Sólborg starfsemi Háskólans á Akureyri, ásamt heildarskipu- lagi háskólasvæðisins. Það var 1. apríl 1995 sem menntamálaráð- herra afhenti Háskólanum samning milli ráðherra félags- mála, fjármála og menntamála um yfirtöku skólans á svæðinu. Þátttakendum að samkeppninni gefst kostur á að skoða byggingar á Sólborgarsvæðinu í dag milli klukkan 10 og 15. Trúnaðarmaður dómnefndar, Baldur Dýrfjörð, bæjarlögmaður, segir að hátt á annan tug aðila hafi fengið gögn vegna samkeppninnar og hafi skráð sig í vettvangskönnunina í dag. Dómnefndina skipa Þorsteinn Gunnarsson, rektor, Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- íslands. Tillögum skal skila á ráðuneytinu, Örlygur Geirsson, skrifstofu Akureyrarbæjar eigi skrifstofustjóri í menntamálaráðu- síðar en 22. mars nk. og eru verð- neytinu, og arkitektamir Baldur . laun 2,4 milljónir króna og 1. Ó. Svavarsson og Egill Guð- verðlaun eigi lægri en 1 milljón mundsson af hálfu Arkitektafélags króna. GG Stjórnmálafundur í Deiglunni í dag Lýðveldisklúbburinn, nýlega stofnuð samtök jafnréttis- og fé- lagslega sinnaðs fólks á Akur- eyri, stendur fyrir opnum fundi í Deiglunni á Akureyri í dag, laugardag, kl. 13. Á fundinum verða rædd sam- einingarmál félagshyggjufólks, sem svo mjög hafa verið í deigl- unni að undanförnu. Meðal þeirra sem þátt taka í pallborðsumræðum eru þeir Svavar Gestsson, formað- ur þingflokks Alþýðubandalags- ins, og Mörður Árnason, vara- þingmaður Þjóðvaka í Reykjavík og fyrrverandi félagi í Álþýðu- bandalaginu. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.