Dagur - 13.01.1996, Blaðsíða 6

Dagur - 13.01.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 13. janúar 1996 Vetrarferð um Þingeyjarsýslur: )) Fólkið œrá hið besta úr hlutunum ♦ T"\ i r f / ■» T 1 * « / ♦ - ♦ u - segir Peter Marx frá Nordis tímaritinu Dagarnir stuttir „Hugmyndin kom héðan,“ sagði Peter, þegar blaðamaður Dags hafði orð á því að erlendir ferða- menn væru sjaldséðir í skamm- deginu. „Menn vildu sýna fjöl- miðlafólki að það væri áhugavert að ferðast hér um á vetuma, en ekki aðeins á sumrin. Mér fannst þetta mjög spennandi, og mjög sérstakt að vera á ferðinni á þess- um árstíma. Við urðum fyrir mikl- um áhrifum af að kynnast daglegu lífi fólks á þessum slóðum. Okkur fannst það bæði þess virði að koma hér um hávetur og ekki þess virði stundum. Auðvitað eru dag- arnir mjög stuttir, en meðan það er bjart er yndislegt að vera á ferð- inni. Við fórum umhverfis Mývatn og það var unaðslegt, það var ynd- islegur dagur þó það væri mjög kalt. Sólin kom upp yfir hæðunum og það var upplifun. Afur á móti var ágætt að fá snjóstorm og rigningu líka, það var áhugavert. Við fórum til Vopnafjarðar á gamlárskvöld og þar var mjög gaman, við dönsuð- um til klukkan fimm um morgun- inn. Úti var brenna, því erum ekki vön í Þýskalandi en auðvitað erum við með flugelda þar.“ Kraftur í fólkinu - Svæðið sem þið ferðuðust um er strjálbýlt og t.d. á höfðuborgar- svæðinu undrar marga að fólk skuli vilja búa í dreifbýli. Hvemig leist ykkur á aðstöðú fólks í þess- um landshluta? „Við hittum margt fólk sem okkur fannst áhugavert hvað bjó yfir mikilli orku og krafti. Þetta er fólk sem vill búa héma og fá eitt- hvað út úr því. Félagslífið er mjög jákvætt, fólk hittist og syngur mikið. Fólkið gerir hið besta úr hlutunum. Ég talaði aðeins við fáa sem sögðu að sig langaði til að flytja burtu. Kór söng fyrir okkur í Snartar- staðakirkju og hann var mjög góð- ur. Ég syng sjálfur í kór og vissi að mikill áhugi er fyrir söng á ís- landi og hefð fyrir kórsöng, mér fannst mjög ánægjulegt að hlusta á kórinn.“ Ákveðinn að koma aftur í sumar - En hvernig leist þér á Dettifoss og Jökulsárgljúfur í klakabönd- um? „Það var mjög sérstak að fá að koma þangað, ég hugsa að fæstir sem hér búa hafi tækifæri til að koma að fossinum að vetrarlagi. Þetta var stórbrotin fegurð og ógnvekjandi, mjög áhrifamikið.“ - Mundi þig langa að koma til Islands aftur? „Ég ákvað í dag að koma aftur í sumar og þá sérstaklega til að sjá Norðausturland að sumri til. Ég held að hvalaskoðunarferðir héðan frá Húsavík séu áhugaverðar. Það er mjög góð hugmynd að bjóða upp á slíkar ferðir. Ég þekki það frá Noregi að svona ferðir hafa gengið vel og ég ér viSs um að hið sama gerist hér. í svartasta skammdeginu er líklega síst von til að rekast á erlenda ferðamenn í Norður-Þingeyjar- sýslu, nema þá fólk sem er að heimsækja ættingja og vini um jólahátíðarnar. Hópur þýskra blaðamanna og fylgdarfólk þeirra heimsótti Þingeyinga um áramótin. Hugmyndin að boðinu til þeirra . kviknaði á Vopnafirði, á menning- ardögum fyrir nokkrum vikum. Það var mjög þreyttur hópur en ánægður sem þáði veitingar á Hótel Húsavík áður en haldið var áleiðis heim. Einn þeirra blaðamanna sem þátt í ferðinni tóku er Peter Marx frá Nordis, tímariti sem sérhæfir sig í umfjöllun um Norður-Evrópu og gefið er út í 30 þúsund eintök- um. í könnum hjá tímaritinu hefur komið fram að 87% lesenda þess hafa áhuga á að heimsækja ísland. Tímaritið fjallar ekki aðeins um ferðamöguleika og útivist í lönd- unum, heldur einnig um menningu, efnahagsmál, daglegt líf og pólitík. Pall Þor Jonsson, hotelstjori a Hotel Husavík, tok vel a moti ferðalöngunum og greindi þeim frá möguleikum á vetr- arferðum til Húsavíkur og hvalaskoðunarferðum á sumrin. Á ferð með fjölmiðlafólk: „Hann sagði að Dettifoss væri sem músarmiga þessa dagana“ - segir Þórður Höskuldsson, ferðamálafulltrúi „Fólkið var strax farið að tala um að koma aftur, og spá í hvernig það ætti þá að haga ferðum sín- um,“ sagði Þórður Höskuldsson, ferðamálafulltrúi hjá Atvinnuþró- unarfélagi Þingeyinga, en hann ferðaðist með hópi þýskra fjöl- miðlamanna um Þingeyjarsýslur um áramótin. „Ljósmyndari, sem var í hópn- um, vill ólmur koma til Húsavíkur og taka hvalamyndir. Hann sá myndina hans Páls Stefánssonar héma, og hvalamyndir eru eitt af þvf sem er eftirsótt um allan heim í dag. Þessi ljósmyndari hefur gef- ið út bækur og fengið birtar myndir eftir sig í þekktum ferða- og náttúrulífstímaritum. Peter Marx frá Nordis ætlar að koma með fjölskyldu næsta sumar og hefur mikinn áhuga á því sem við erum að gera. Blaðamaður frá Die Ziede er ákveðinn í að halda góðu sambandi og hefur hug á að koma aftur ásamt sambýlismanni, sem var með henni í ferðinni. Þegar fólkið fór var það mjög ánægt og vildi koma aftur,“ sagði Þórður aðspurður um ferðina og hljóðið í ferðalöngunum. Fólkið á svæðinu gerði heim- sóknina mögulega „Auk framantalinna var í ferðinni útvarps- og blaðamaður sem mik- ið hefur starfað fyrir NDR, eina stærstu útvarpsstöð í Þýskalandi. Hann hefur komið hér áður og sökkvir sér niður í lífið á íslandi, er mjög fróður um kvótakerfið og nýja landbúnaðarsamninginn. Hann ræddi heilmikið við Jóhann- es Sigfússon á Gunnarsstöðum um landbúnaðarmálin og við Jóhann A. Jónsson á Þórshöfn um útgerð- armálin, og fleiri ræddi hann við. Fjölmiðlafólkið talaði t.d. við unglinga um það hvernig væri að vera unglingur á íslandi. Þau voru ekki eingöngu að hugsa um hvern- ig landið væri sem ferðamanna- land, heldur um mannlífið, þjóð- ina sem byggir landið.“ Sendiráðsstarfsmanni var boðið með í ferðina, en Þórður segir að þýska sendiráðið hafi útvegað hljómsveit og fleira fyrir menn- ingardaga á Vopnafirði og almennt megi nýta betur ýmsa þætti sem standi til boða á vegum sendiráð- anna. Páll Stefánsson frá Iceland Review var með hópnum hluta af ferðinni. Voldugur jeppi frá Jeppa- ferðum flutti hópinn í ferðinni og fararstjóri var Jón Baldur Þor- björnsson. - Hver voru tildrög þessa ferða- lags? „Tildrögin voru þau að Sigríður Dóra á Vopnafirði fékk þýska hljómsveit á menningardagana í sumar. Hljómsveitin dvaldist í Vöpnafirði í 12 tíma og ferðaðist um með henni. Þeir voru mjög hrifnir og í kjölfar þessa fór Sig- ríður Dóra að velta fyrir sér hvort ekki væri hægt að bjóða uppá ferðir um þetta svæði. Hún kom síðan og bað um að- stoð Atvinnuþróunarfélagsins við skipulagningu og framkvæmd kynnisferðar. Við fengum góð við- brögð og Arthur Björgvin Bolla- son aðstoðaði við að finna áhuga- sama fjölmiðlamenn og Flugleiðir sýndu góð viðbrögð. Einnig feng- um við stuðning frá samgöngu- ráðuneyti og fleiri aðilum. Fólkið á svæðinu vann síðan með okkur og gerði heimsóknina mögulega.“ Gullin birta í Mývatnssveit - Nú var ferðin farin á alólíkleg- asta ferðamannatíma. „Við hefðum getað gert þetta á öðrum árstíma en horfðum til þess að tíminn um jólin er mikill ferða- tími hjá Þjóðverjum. Áramót í Reykjavík hafa notið mikilla vin- sælda og talið var heppilegt að sýna fjölmiðlamönnum áramót á fleiri stöðum á landinu. Við áttum sérlega fallegan gamalársdag í Mývatnssveit, ég hef sjaldan upplifað aðra eins feg- urð í gullinni birlu og stillu veðri. Við sáum vítt yfir af Hellisheiði, fórum í sund við kertljós í Selár- laug. Á Þórshöfn var Jóhann A. Jónsson yfirheyrður og farið á Langanes, þar sem þokan skapaði svolitla dulúð. Jóhannes á Gunn- arsstöðum var að hleypa til í fjár- húsunum, og þó hrútarnir sýndu lit hef ég séð árangursríkari at- hafnir. Á Ytra-Álandi var lamba- kjötskynning, en þar var Garðar Eggertsson frá Fjallalambi mættur með kjöt og ýmsa rétti. Konurnar báru fram matinn í upphlut og buðu okkur skyr f eftirrétt, en það naut mikilla vinsælda. Ferðamála- samtökin Miðnætursólarhringur- inn gaf gestunum lopapeysur og nokkrir karlar tóku sig til og sungu, og það verður ekki annað sagt en að þeir sungu mjög vel. Á Raufarhöfn var farið um bæinn, Jökull heimsóttur og litið við í beitningaskúr. Við vorum í kulda- göllum en sjómaðurinn í þunnum jakka og fráhneppt niður á bringu, og þau áttu ekki orð yfir hvað hann þoldi kuldann vel. Við sáum brimið á Hraunhafn- artanga, náttúruöflin á fullu. Þarna var ein af nokkrum sögustundum í ferðinni og hjátrúin var tekin fyrir, m.a. sagði Dóra hótelstjóri sögur frá Hótel Norðurljósi, en þar munu draugar vera á fullri ferð. -Síðla dags fórum við um Sléttu og heimsóttum Geflu og Byggða- og bókasafnið. Kirkjukórinn söng fyrir okkur í Snartarstaðakirkju, og það vakti heilmikla hrifningu. Kafaldsbylur á leið að Dettifossi Gist var á Víkingavatni en morg- uninn eftir var farið í Ásbyrgi og síðan var Guðmundur Theodórs- son frá Austaralandi leiðsögumað- ur að Dettifossi. Þá fengum við fyrsta almennilega vetrarveðrið, það gerði kafaldsbyl, vegurinn sást ekki og ganga þurfti á undan bílnum. Við fossinn létti til, hann skartaði sínu fegursta og var mik- ið myndaður. Guðmundur sagði reyndar að fossinn væri ekki nema eins og músarmiga þessa dagana. Leiðsögumenn á hverjum stað gerðu sitt til að ferðin var skemmtilegri og áhugaverðari. Við komum í skólann í Lundi og þar voru okkur boðnir fiskrétt- ir. Að því loknu var haldið til Húsavíkur.“ - Hverju skilar svona ferð að þínu mati? „Hún er þegar búin að skila heilmiklu. Þetta fólk segir alveg eins og því finnst og þó ferðin væri vel heppnuð í heildina stóðu sum atriðanna uppúr. Af þessu fékk ég heilmargar hugmyndir til að vinna úr. Þegar er búið að hnoða saman aðdraganda að ferð sem verður farin að ári. Þar er ver- ið að horfa á 10 daga ferð í mars- aprfi á norðausturhornið. Ég finn fyrir vakningu hjá íbú-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.