Dagur - 13.01.1996, Blaðsíða 8

Dagur - 13.01.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 13. janúar 1996 ^ Guðmundur Arnar Jóns- ^ son: „Þetta er nóttúru- lega ekki búið þótt vió höf- um unnió Val. Við veróum aö halda ófram að berjast og taka hvern leik fyrir SÍg." Myndir: BG „Auðvitað verður helst alltaf að vera einhver samkeppni milli manna en þar sem ég hef klikkað hefur Bjöm fylgt mjög vel eftir. Hann hefur varið vel í þeim leikjum sem ég hef ekki fundið mig. Þannig eiga tveir markmenn helst að vinna sam- an; ef annar klikkar tekur hinn við. Annars erum við tveir mjög góðir vinir.“ Fjöldi óhorfenda kom ó óvart - KA-heimilið er orðinn frægur heimavöllur. Hvernig upplifun er það að spila í húsinu? „Fyrst þegar ég kom upplifði ég þetta sem þó nokkra pressu enda hef ég ekki spilað með liðum sem hafa haft fleiri en 100 árhorfendur á leikjum og hef alltaf verið að berjast í botnbaráttunni. Það kom mér því mjög á óvart þegar um 300 áhorf- endur voru að kaupa sig inn á æf- ingaleiki hjá okkur,“ segir Guð- mundur Amar. Hann jafnaði sig þó fljótt á viðbrigðunum og segir meiriháttar að spila fyrir fullu húsi og tilfinningin sé ólýsanleg. Aðstað- an fyrir norðan og sunnan sé líka eins og svart og hvítt og lið fyrir sunnan eigi í verulegum erfiðleikum með að ná áhorfendum á leiki. Hér sé stuðningurinn hinsvegar ótrúlega mikill. - Veistu um aðra heimavelli þar sem stemmningin er jafnmikil og í KA húsinu? „Helstu húsin sem svona stemmning gæti myndast í eru á Selfossi, í Vestmannaeyjum og kannski hjá Aftureldingu. En mér finnst þau lið ekki ná jafn mörgum áhorfendum. A KA-leikjunum eru líka allir öskrandi. Oft sé ég ótrúleg- ustu menn vera að öskra sig rauða og þetta er ekki algeng sjón annars staðar. Þessi stuðningur er auðvitað mjög hvetjandi og ef maður stendur sig ekki vel fyrir framan svona áhorfendur hefur maður ekki mikið í þetta að gera.“ Fjölskylduvænar æfingar Oft er talað um að erfitt sé fyrir íþróttamenn í keppnisíþróttum að samræma æfingar og keppnir við vinnutíma og fjölskyldulíf. Guð- mundur Amar segir að æfingar hjá KA séu á mun betri tíma en hann á að venjast með félögunum fyrir sunnan. „Ég er að vinna til þrjú í Mjólkursamlaginu og við erum á æfingum frá fimm eða hálf sex til sjö. Ég get því farið beint heim til fjölskyldunnar eftir sjö en fyrir sunnan var ég að vinna frá átta til sex, fór heim í klukkutíma, síðan á æfingu klukkan átta og var kominn heim klukkan tíu um kvöldið og fór þá yfirleitt beint í rúmið. Þetta er því tvennt ólíkt og mun fjölskyldu- vænna að vera hér en fyrir sunnan," segir Guðmundur Amar. Hann segir þó að erfiðara hafi verið fyrir kon- una hans, Gerði Gunnarsdóttur, að aðlagast Akureyri enda sé hún heima hjá bömunum og því erfitt fyrir hana að kynnast fólki. „Von- andi kemst hún út á vinnumarkað- inn fljótlega," segir Guðmundur Amar, en er þó ekki of bjartsýnn miðað við ástandið í þeim málum um þessar mundir. Én hvemig leggst framhaldið með KA í Guðmund Amar? „Við stefnum auðvitað á að tapa ekki mörgum leikjum og ég vonast til að við höldum sama dampi. En þetta er náttúrulega ekki búið þótt við höfum unnið Val. Við verðum að halda áfram að berjast og taka hvem leik fyrir sig. En þetta er virkilega skemmtilegur hópur sem stendur vel saman. Mórallinn er allt öðruvísi en í öðram liðum sem ég hef verið í enda er ég í sigurliði hér en hef oftast verið hinum megin á töflunni." AI mund Arnar? „Ég hef alltaf haft mikið álit á Guðmundi sem markmanni en aldrei fundist hann fá tæki- færi til að sýna hvað hann getur með almennilegu liði. Hann var á sínum tíma aðal markmaður landsliðs 21 árs og yngri og var talinn fram- tíðar landsiiðsmarkmaður. Hann hefur verið að spila með liðum í lægri kantinum og því ekki orðið eins mikið úr hans ferli og ég hefði vilj- að sjá. En ég var sannfærður um að hann gæti varið jafnvel og okkar bestu markmenn," segir Alfreð Gíslason um ástæðu þess að hann fékk Guðmund Amar til liðs við KA í haust. Alfreð segist vera ntjög ánægður með Guðmund Am- ar í markinu það sem af er þessu keppnistímabili en telur jafnframt að enn eigi hann eftir að vaxa og verða betri. „Styrkur hans sem markmað- ur er að hann er tæknilega mjög góður. Hann kann það sem kunna þarf í markinu. Staðsetningar eru mjög góðar og hann sést gera hluti sem aðeins mjög góðir markmenn hafa á valdi sínu. Hann nær t.d. að drepa boltann vel, er ekki að slá hann út í teig, og heldur því flestum boltum sem hann ver. Hann er líka mjög stór og síðast en ekki síst er hann góður félagi og eins og sniðinn inn í KA lið- ið.“ AI Handboltalió KA hefur átt gódu gengi ab fagna á þessu keppnistímabili og hefur ekki enn tapab leik á heima- velli. Margir höfbu af því nokkrar áhygcfjur ab skyndi- l$g brottför Sigmars Þrastar Oskarssonar, sem stób í markinu í fyrra, hefbi slæm áhrif á gengi libsins. Annab hefur hinsvecjar komib á daginn og nyi markmabur- inn, Gubmunaur Arnar Jóns- son, var einn af bestu mönn- um libsins í frækilegum sigri KA manna á Valsmönnum á mibvikudaaskvöld þegar lib- in áttust vlb í 8 liba urslitum bikarkeppninnar. Guðmundur Amar er stór og stæðilegur og fellur ef til vill ekki að þeirri ímynd sem ýmsir kunna að hafa um kvika markmenn. Engu að síður varði hann 16 skot í leiknum gegn Val og þykir hafa verið vax- andi í markinu hjá KA í vetur. Hann er að vonum ánægður með leikinn gegn Valsmönnum og segir sigurinn mjög mikilvægan fyrir liðið, ekki síst í ljósi þess að Valsmenn hafi reynst KA mönnum erfiðir í skauti það sem af er tímabilinu. f síðasta leik KA liðsins gegn KR gekk Guð- mundi Amari reyndar ekki eins vel að verja og því er spurt hvort hann hafi verið taugaóstyrkur fyrir leik- inn á miðvikudag. „Jú, ég var farinn að velta því fyrir mér hvernig jóla- steikin hefði farið í mig,“ segir hann „Á KA leikjunum eru allir öskrandi. Oft sé ég ótrú- legustu menn öskra sig rauða og þetta er ekki aí- geng sjón annars staóar," segir Guömundur Arnar. og brosir í kampinn. „En auðvitað var samt lítið að marka KR leikinn. Liðið spilaði allt annan bolta og var ekki mikið að hafa fyrir vörninni. Vömin í leiknum gegn Val var hins- vegar alveg frábær og þegar svo er fær maður meira sjálfstraust. Þetta var því tvennt ólíkt,“ segir hann. Var á lei&inni að hætta Guðmundur Amar er úr Reykjavík og segist engin tengsl hafa við Norðurland. Þegar á hann er gengið viðurkennir hann þó að faðir hans, Jón Guðnason, hafi verið mikið í sveit í Svarfaðardalnum sem bam. „Einhver skyldmenni á ég víst hér um slóðir er mér sagt en tengslin við þau eru ekki mikil." Hann byrjaði að spila handbolta 12 ára gamall en hann verður þn- tugur á þessu ári. Fyrstu árin spilaði hann með Þrótti en var síðan sex ár með Fram. Hann var aðal markmað- ur í landsliði 18-21 árs og þótti mjög efnilegur. Þegar hann hætti með Fram ákvað hann hinsvegar að hægja á sér og fór að spila með Fjölni í Grafarvogi. Þaðan fór hann í ÍH þar sem hann spilaði í tvö ár en hafði ákveðið að hætta í handbolt- anum þegar Alfreð Gíslason hringdi í hann og vildi fá hann til að koma til Akureyrar og spila með KA lið- inu. Alfreð tókst að sannfæra Guð- mund Amar og hann flutti ásamt konu og tveimur ungum bömum norður yfir heiðar. En hvemig skyldi hafa verið að koma inn í lið sem var bikarmeistari og taka við af markmanni sem hafði staðið sig mjög vel með liðinu? „Kannski þótti mér það einmitt erfiðast að þurfa að taka við af Sig- mari því hann er mjög góður mark- maður og litríkur. Mér fannst ég vera borinn mikið saman við hann í byrjun en það þýðir ekkert að láta það á sig fá.“ Hvemig er samvinnan milli þín og Björns Bjömssonar sem einnig æfir mark hjá KA? „Meiriháttar að spila fyrir fullu húsi"

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.