Dagur - 13.01.1996, Blaðsíða 5

Dagur - 13.01.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. janúar 1996 - DAGUR - 5 Halldór Jónsson: „Stundum hefur verið sagt við mig að ég sé hálfgerður dellukarl og kannski er það rétt. Það sem ég geri tek ég frekar alvarlega og vil hafa af því gagn og ánægju og reyni því að leggja svolítið í það.“ Mynd: BG Hin hlidin á Halldóri Nafn Halldórs Jónssonar heyrist allofl í norðlenskum fréttum en hann er fram- kvæmdastjóri Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og fyrrverandi bæjarstjóri. Þó framkvæmdastjórastarfið sé erilsamt gefur Halldór sér engu að síður tíma til að sinna hugðarefnum sínum en hann hefur um árabil verið mikill áhugamaður um fjallaferðir og ferðast um bæði á jeppa og vélsleða eftir því hvað hentar hverju sinni. Nú er einmitt að renna upp sá tími sem vél- sleðamenn fara að horfa til fjalla og því þótti tilvalið að hafa tal af Halldóri um áhuga- mál hans. „Ferðabakteríuna get ég rakið aftur til ársins 1987. Ég bjó fyrir sunnan á þeim tíma og vinnufélagi minn átti jeppa sem hann lánaði mér. Þetta var upphafið af þessum jeppaferðum og ég hef eiginlega verið óstöðvandi síðan,“ segir Halldór urn upphaf þess að hann fór að ferðast á fjöll. Árið eftir þessa fyrstu ferð eignaðist hann jeppa og hann segir tjölskylduna hafa eytt töluverðum tíma á hverju sumri í að ferðast innanlands. Fjölskyldan hefur tekið minni þátt í vetrarferðunum en þó segir Hall- dór að konan hans hafi nokkrum sinnum komið með honum í sleðaferðir. Kyrrðin og náttúrufegurðin heilla mest Halldór segir erfitt að átta sig á hvað það sé sem dragi hann upp á fjöll ár eftir ár. Ýmislegt komi upp í hugann en tlest sé það tengt kyrrðinni og náttúrufegurðinni. Ferðir sem þessar séu ekki síður góðar fyrir þá sem eru í erilsömu starfi og þurfi á hvíld að halda og þó aðeins sé unt stutta helgarferð að ræða komi hann oftast til baka endurhlaðinn orku. „Obyggðin hefur oft yfir sér sérstakan blæ og getur t.d. verið gaman að koma á sömu staðina á ýmsum árstíðum. Þessir staðir geta verið mjög ólíkir eftir því hvaða tími er og því finnst mér ég alltaf vera að upplifa eitthvað nýtt. Ég hef kontið mjög oft á ýmsa staði en virðist samt aldrei fá leið á þeim. Ég held að það sé því um- hverfið og kyrrðin sem dragi mig af stað aftur og aftur. Einnig skipt- ir máli að vera í góðum og ánægjulegum félagsskap." Margir uppáhaldsstaðir Þegar spurt er um uppáhaldsstað- inn segir Halldór engan einan vera efstan á blaði. „Það er mjög mis- munandi hvað staðir hafa upp á að bjóða. Ef verið er að leita eftir sér- stakri kyrrð og að hafa það gott kernur mér í hug staður eins og Laugarfell þar sem er heitt vatn og sundlaug sem hægt er að slappa af í. Hinsvegar eru margir aðrir stað- ir sem hafa kannski meiri fegurð til að bera þó þeir bjóði ekki upp á sömu þægindi.“ Halldór nefnir þó nokkra staði sem eru honum eftirminnilegri en aðrir og telur upp svæði eins og Vatnajökul þar sem hægt sé að halda áfram lengi án þess að sjá breytingar en langt í tjarska sjáist fagurt útsýni. Hann hefur einnig skoðað nokkra íshella sem hann sejgir að séu heimur út af fyrir sig. „Ég gæti haldið áfram að telja upp fjölmarga eftirminnilega staði. Síðastliðið vor fór ég t.d. á Strandir og Homstrandir og þar náðum við þremur heiðríkjudög- um sem ég held að sé einstakt á þessunt tíma árs. Náttúran þar er margbreytileg og hrikaleg og allt öðurvísi en við eigum að venjast hér í kring.“ Halldór segir ótrúlegt hve heppin hann hafi verið með veður í þeim ferðum sem hann hafi farið að vetri til og hann hafi t.d. aldrei þurft að liggja úti heldur alltaf komist í hús eða skjól þó stundum hafi munað mjóu. Reyndar segir hann orðið mun algengara að ferðahópar komi sér upp aðstöðu á hálendinu og þessi hús séu ntjög mikilvæg fyrir öryggi ferða- ntanna. Það hefur sýnt sig að þau eru afar mikilvæg en í hæfilegu magni og eins verður að staðsetja þau eftir ákveðnu skipulagi." Undirbúningur nauðsynlegur Þrátt fyrir fleiri og betri hús geta ferðir um hálendið engu að síður verið varasamar, sérstaklega á vet- urna. Halldór ferðast mest á öku- tækjum og segir nokkum mun á því hvort ferðast sé á jeppa eða sleða. „I jeppanum hefur maður skjól en ef ferðast er á vélsleða er nauðsynlegt að vera sjálfum sér nógur og fær um að bjarga sér við hvaða aðstæður sem er. Það gildir unt þessar ferðir eins og annað að því betri sem undirbúningurinn er því betur er viðkomandi í stakk búinn til að takast á við hluti sem hugsanlega koma upp. Hluti af ferðum sem þessum er því að skipuleggja og undirbúa. Góður undirbúningur breytir því ekki að hættumar eru til staðar eins og slysin sanna. Hinsvegar verða slys livar sem maður er. Með góðum undirbúningi og varfæmi er hægt að minnka líkurnar á slysum án þess að útloka þau.“ Keppti í rallý Fjallaferðimar eru ekki eina áhugamálið sem Halldór hefur átt sem tengist tækjum og tólum. Hann var nokkuð liðtækur rallari á árum áður og neitar því ekki að áhuginn á jeppa- og sleðaferðunt geti verið angi af því sarna og dró hann út í rallaksturinn. „Kannski ntá segja að þessi þörf fyrir ein- hverja spennu eða eitthvað öðru- vísi hafi yfirfærst frá rallinu yfir í jeppana eða sleðana,“ segir hann. „Ágætur félagi minn hér í bæ, Ulfar Hauksson, byrjaði í þessu með mér og við kepptum saman í nokkur skipti. Við vorum báðir miklir áhugantennn um rall og höfðum lesið okkur til í erlendum blöðum. Við töldum okkur því vita eitthvað um þetta, lögðum mikla vinnu og tíma í þetta og höfðum gaman af.“ Halldór er ekki frá því að fyrsti áhuginn á að ferðast á fáfarnari slóðum hafi kviknað þegar hann var í rallinu. „Rallbíllinn var þannig útbúinn að hann komst meira og þoldi meira en venjulegir fólksbílar og á þessum tíma byrj- aði ég aðeins að þvælast út fyrir alfaraleiðir. Það er því ekki útilok- að að á frumárum rallsins hafi kviknað einhver neisti sem ekki hefur slokknað síðan.“ AI Vinnuuélar Til sölu vélskófla og krani. Michigan 175 G, árg. ’72, þarfnast lagfæringa. Einnig P&H 140 tonna krani. Uppl. gefur Kristinn í síma 852 4272.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.