Dagur - 13.01.1996, Blaðsíða 12

Dagur - 13.01.1996, Blaðsíða 12
I 12 - DAGUR - Laugardagur 13. janúar 1996 PÝRARÍKI Í5LANP5 Fuglar 72. þáttur Skeiðönd (Anas clypeata) Skeiðandarsteggur í sumarbúningi. (Andrew Gosler (ed): The Hamlyn photographic guide to the birds of the world. 1991.) SKEIÐÖNDIN er af ættbálki gás- fugla eða andfugla, eins og t.d. gæsir og álftir. Hún er síðan af andaættinni, sem hefur að geyma um 140 tegundir fugla. Andaættin er tegundaflesta fuglaættin hér á landi, með um 25 tegundir árvissar og þar af 18 þeirra reglubundna varpfugla. Ættin skiptist í gráendur (sem einnig eru nefndar buslendur, grasendur, eða hálfkafarar) og kafendur. Skeiðöndin tilheyrir hinum fyrmefndu. Hún er 44-52 sm á lengd, að meðaltali um 730 g að þyngd (kvenfuglar 470-800 g, karlfuglar 475-1000 g), og með 70-84 sm vænghaf. Kynin eru mjög ólík, eins og algengt er með endur. Karlfugl í varpbúningi er að mestu svartur og hvítur að ofanverðu, dökk- grænn á höfði, purpurarauður á kviði og síðum og hvítur á bringu. Stélfjaðrir eru einnig hvítar, með gráum blettum í. A ofanverðum framvængjum er stór, ljósblár reit- ur, áberandi á flugi, en á blikum í kyrrstöðu slúta lengstu axlafjaðr- imar, svartar með hvítum lang- röndum, niður eins og skraut um fellda vængina. Spegill er grænn. Augu gul. Kollan er hins vegar á litinn eins og aðrar stöllur hennar í flokki grasanda, þ.e.a.s. brún- flikrótt (fölust að neðanverðu), en þó ljósblá á öxlum (framvæng), eins og blikinn. Spegill er svart- leitur. Augu brún. Bæði kynin hafa æði skringi- legt nef, er greinir þau frá öllum öðrum öndum, og þau bera reynd- ar nafn sitt af. Það er langt og breitt (á karlfuglum grágrænt, en á kvenfuglum grábrúnt með rauð- gulum skoltfjöðrum), og endar þannig fremst, að útkoman minnir á skeið. Nöglin er smá, blásvört á lit. Fætur rauðgulir. Skeiðöndin verpir á tempruð- um svæðum norðurhvels jarðar, þ.e.a.s. á Islandi, um löndin kring- um Norðursjó og Eystrasalt, Rúss- landi, Síberíu, M-Asíu og vestur- hluta N-Ameríku. Á fyrri hluta þessarar aldar hefur öndin breiðst út norður á bóginn í Evrópu, en austur á við í Ameríku. Deilitegundir eru engar; mjög líkar endur í S-Ameríku, S-Afr- íku, og Ástralíu teljast sjálfstæðar tegundir. Skeiðöndin er láglendisfugl; kjörlendið örgrunnir, næringarrík- ir og gróðursælir pollar, tjamir og vötn, einkum í grennd við sjó. Hún er sjaldgæfust þeirra anda, er verpa að staðaldri hér, enda nýj- asti landneminn í sínum flokki. Það var nefnilega ekki fyrr en árið 1931, að menn fundu hana verp- andi. Næsta hreiður fannst árið 1933. Og síðan árlega upp frá því. íslensku varpheimkynnin eni að- allega norðanlands, í Aðaldal, Kelduhverfi og við Mývatn. Ein- hver reytingur er vestan- og sunn- anlands. Skeiðöndin er eindreginn far- fugl, og er að koma upp til lands- ins í marslok og byrjun apríl. Ólíkt öðrum grasöndum, helgar þessi tegund sér óðal og gerir hreiður sitt ýmist í blautu gras- lendi, eða þá sendnu eða kjarri vöxnu óræktarlandi. Það er dæld í jörðu, fóðruð í byrjun ýmsu jurta- kyns og svo að lokum miklum dúni. Eggin, ljósbrún eða gulgræn, eru yfirleitt á bilinu 8-12 talsins. Kollan sér ein um ásetuna, sem tekur rúmar 3 vikur, og annast svo oftast ein um hreiðurfælna ung- ana. Þeir verða fleygir 40-45 daga gamlir, og flestir kynþroska á 1. aldursári, að talið er. Á sundi ristir öndin djúpt að framan og veit nefið þá alltaf nið- ur á við. Hún nærist einkum á jurta- og dýrasvifi, sem rótað er upp og síað frá öðru sem fíngerð- um nöddum skoltrandanna, með höfuð teygt fram. Einnig tekur hún mýflugur og önnur skordýr. Þessi andartegund er ekki mik- ið á sjó. Vængir sitja óvenjulega aftar- lega á bolnum og flug hennar, sem jafnan er lágt yfir, er þunglama- legt, sem og gangur á landi. Þó ber hún vængi ótt og títt og það reyndar svó að hvín í. Rödd blikans, einkum að vor- lagi, er lágt, hrjúft garg, en kollan á sér ívið hreinni tóna. íslenski varpstofninn, sem árið 1951 var álitinn 30-60 pör, er enn mjög lítill, að því er best er vitað, eða á a.g. 50-100 pör. En síðla hausts leita þessir fuglar, ásamt mað afkvæmum sumarsins, yfir hafið, að líkindum til írlands og Bretlands, og hafa þar vetursetu. Á árunum 1956-1957 voru 27 skeiðendur fluttar á Reykjavíkur- tjörn. Þrjú hreiður fundust í Vatnsmýri árið 1959, en kollumar afræktu þau. Og árið 1960 urpu þar tvær kollur, en ekkert komst úr hreiðri. Þetta munu vera einu hreiður tegundarinnar á Suðvest- urlandi, að því er best er vitað. Elsti fugl, sem ég á heimildir um, reyndist vera a.m.k. 20 ára, 5 mánaða, og 7 daga gamall. Sá hafði verið merktur fullorðinn í Sovétríkjunum 19. júní 1935 og náðist aftur 26. nóvember 1955. UTAN LANDSTEINA UMSJÓN: ELSA JÓHANNSDÓTTIR Fall er fararheill Einhvehjar stelpur ættu nú að kannast víð svípínn á þessum kappa. Jú, þetta er eínhver eftír- sóttasti leikarí Hollywood í dag, Brad Pítt. Héma er hann í frum- raun sinní í sjónvarpsseríunní Glory Days, sem rúllaði í bandaríska sjónvarpinu áríð 1990. En það tókst ekkí betur tíl en svo að þættimír voru bara sýndir í þrjá mánuði, hlutu eng- ar vínsældir og framleíðslu þeírra var hætt. Ári seínna, 1991, fékk Pítt hlutverk í bíó- myndínní Theltna and Louíse, sló þar í gegn sem f}anmyndar- um í tilboðum um leið og hann legur kúreki og nú veður hann gerír kvenþjóðína vítlausa. setja kappanum úrslítakosti og þjarma svolítið að honum með að ákveða giftingardagínn en það hrífur lítið á Andre og fer hann bara undan í flæmíngi. Segíst bara eínfaldlega ekkí vera tílbúínn til að gifta síg. Nú nýlega brá kærastan út af vananum og lét Andre fara eínan tíl Moskvu í keppnísferð og spumíng hvort það sé merkí um að þolínmæðín sé að bresta. „Ég er búín að leggja alltof míkínn tíma og til- finningar í þetta samband og fer því ekkí að gefast upp núna. Ég er sannfærð að hann er réttí maðurínn fýrir mig." Og hún hefur stuðníng frá tengda- pabba: „Þau myndu fá blessun mína eíns og skot! Þau eru eins og sköpuð fyrir hvort ann- að.“ Tennisstjarnan Andre Agassi vírðist eitthvað vera smeykur víð að festa ráð sitt endanlega og nú er faríð að reyna á þol- rifin í kær- ustunní, Brooke Maðurinn með músarhjartað Shields. Ekkí hefur mönnum sýnst annað en paríð hafi ver- íð ástfangíð upp fýrir haus gegnum þessí tvö ár sem þau hafa veríð saman. Brooke er nú farin að „Bond“ finnur gleðina á ný Það má með sanni segja að nú leíkí gæfan víð Píerce Brosnan, sem er að slá í gegn sem hinn nýí James Bond. Nýjasta Bond- myndín, Goldeneye, þykír eín- hver sú besta sem gerð hefur veríð í þessarí seríu og nýtur míkilla vinsælda. En gæfan var ekki tíl staðar í lífi Brosnan fýrir fjó um árum þega eíginkona hans Cassandra, lést ú krabbameíní, os að sögn Brosnan var þaí honum svo gífur- legt áfall að eftir útlítinu að var engu Iíkara en hann hefðí dáíð með henní. Það var eínmítt hún sem sagðí honum að hann værí alveg kjör- ínn í hlutverk James Bond og hvattí hann tíl að grípa tækí- færið, en Brosnan bauðst það fýrir nokkrum árum. Vegna anna gat hann ekkí tekið það að sér og þar að aukí hló hann bara að vítleysunni í konu sinní. Nú hefur annað komið á dagínn og á frumsýníngu mynd- arinnar var hans heitasta ósk að Cassandra sæti stolt víð hlíðína á honum og segði eitthvað á þessa Ieíð: „Sko, ég sagðí þér það!“ Nú vírðist „Bondínn" hafa fundíð ástína á ný en hann hef- ur sést reglulega í fýlgd með dökkhærðri og glæsílegrí blaðakonu, Keely Shaye Smíth, sem hann kynnt- íst á góð- gerðarsam- komu í Bandaríkjun- um. „Ég var eínu sínni ofl borínn saman víð Cary Grant, sem mér fannst al- veg út í hött. Núna er mér líkt við Sean Connery en hann er nú sjálfsagt aðeins Iágvaxnarí en Cary. Þegar ég verð orðínn gamall og skropp- ínn saman verður mér sjálfsagt Iíkt víð mjög lágvaxna Ieíkara... þá verð ég kannskí kallaður hínn nýí Míckey Rooney, hver veít?“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.