Dagur - 13.01.1996, Blaðsíða 7

Dagur - 13.01.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. janúar 1996 - DAGUR - 7 E Peter Marx frá Nordis tímaritinu við hlaðborð á Hótel Húsavík, þar sem þýsku ferðamönnunum gafst m.a. tækifæri á að bragða Húsavíkurnaggana, hrátt Húsavíkurhangikjöt og ljúffengar rækjur frá Fiskiðjusamlagi Húsa- VÍkur. Myndir: IM Stundum spurðum við okkur hvemig ferðamenn ættu að geta ferðast um hér fyrir austan yfir vetrartímann, þar sem þá ganga engir langferðabflar og vegir em varasamir. Það er mikilvægt að vera með skipulagðar ferðir, eins og okkar ferð var skipulögð. Þeg- ar við komum til Húsavíkur kom- umst við að því að hingað er hægt að fá undirbúnar pakkaferðir, hér Þórður Höskuldsson, ferðamálafull- trúi hjá Atvinnuþróunarféiagi Þing- eyinga, fyigdi hópnum um Þingeyj- arsýsiur. um svæðisins, fólk fær aukna trú á að eitthvað sé hægt að gera. Þetta svæði hefur verið afskipt, það er utan hringvegar og vegir ekki sér- staklega góðir. Það hefur ekki að ráði komist inn á kort hjá ferða- skrifstofum, og ég segi ekki að það gerist í einu vetfangi en ég held að við séum að taka fyrstu skrefin. Síðast en ekki síst á ég von á að fá töluverða umfjöllun í fjölmiðlum eftir ferðina, bæði blöðum og útvarpi, miðað við áhuga fjölmiðlafólksins í ferðinni og efnisval þess eru þeir með efni í margar greinar." Sjálfsagt að hornið fái smá- sneið af kökunni - Þegar hópurinn kom til Húsavík- ur og honum vom kynntar skipu- lagðar vetrarferðir virtust þau finna eitthvað sem þau hefðu ver- ið að leita að. er yndislegt hótel og hér fundum við svar til þeirra Þjóðverja sem spyrja hvemig þeir eigi að komast til þessa landshluta." - Ertu ánægður með ferðalagið í heild? „Já, mjög ánægður," sagði Pet- er Marx, sem þegar er farinn að skipuleggja ferð með fjölskyldu sína til Islands í sumar. IM „Já, þau áttu von á því að þau væra að fara inn á svæði sem væri töluvert þróaðra en það er í raun. Eg var búin að segja þeim að hér væra aðilar sem biðu vetrarferðir og það verkefni væri í þróun. Þessir aðilar gætu strax sinnt þeim gestum sem áhuga hefðu á þessu svæði og hægt væri að leita til þeirra. Því þegar þau skrifa sínar greinar vilja þau geta vísað á ein- hvem aðila sem getur boðið eitt- hvað svipað og þau upplifðu í sinni ferð. Hér er sá aðili til staðar, en fyrir austan er ferðaþjónusta á frumstigi. Einstaklingar fara ekki slíkar ferðir um svæðið, það verða að vera litlir hópar með farar- stjóra, sem getur skapað tengsl milli gestanna og íbúa svæðisins. Ég geri mér vonir um að úrval ferða um svæðið eigi eftir að auk- ast, en eins og er er ekki sérstakt úrval ferða um svæðið, hvorki vetur né sumar. Ferðaþjónusta verður þó líklega aldrei neitt gríð- arlega stór atvinnugrein á þessum slóðum. Það stendur ekki til að fara í dýra uppbyggingu á þjón- ustu. Ibúar hafa sín einkenni sem við viljum ekki breyta, og tungu- málakunnátta er takmörkuð. Svæðið þarf að þróast hægt og markmið ferðaþjónustu þar þarf að vera að gestir fari um svæðið án þess að hrófla við mannlífi og náttúm. En það er markmið sem farið er að leggja áherslu á í dag, sérstaklega af þýskum ferðamönn- um. Þetta eru hugtök úr grænni ferðajónustu, að hlutimir fái að halda sér eins og þeir eru. Því för- um við aldrei um með stóra hópa eða marga, en hins vegar er sjálf- sagt að þetta hom fái smásneið af kökunni. í mínum huga verður þó aldrei búið til neitt Mallorca á þessum slóðum hvað ferðamanna- straum varðar. IM Hlöðufell á Húsavík: „Trúi að menn þurfi að halda upp á marga sigra á arinu“ - segir Þórhallur Harðarson, matreiðslumaður Þau koma á móti straumnum, ungt íslenskt par frá Kaup- mannahöfn sem fyrir jólin hóf rekstur veitingastaðarins Hlöðu- fells á Húsavík. Þórhallur Harð- arson, matreiðslumaður, og Helga Jóhanna Vilbergsdóttir, hárgreiðslunemi, tóku Hlöðufell á leigu. Hann hætti störfum á Sheratonhótelinu en hún frestaði hárgreiðslunámi í Kaupmanna- höfn til að flytjast til Húsavíkur. „Ég er fæddur og uppalinn á Húsavík, en fór suður 17 ára, rétt kominn með bflpróf. Þá fékk ég lánaðan bflinn hjá mömmu og pabba og fyllti hann af öllu mínu drasli og fór suður til að læra. Meistarinn minn var Gísli Thor- oddsen," sagði Þórhallur. Hann lærði á Hótel Óðinsvé, og á námstímanum starfaði hann einnig í Viðey, í Perlunni og vann við svokallað „ráðherraeld- hús“ ásamt Gísla, en þeir sáu um veislur fyrir ráðherra og fleiri stórmenni. Þórhallur vann á Hard Rock og eftir að námi lauk hjá Emi Garðars á Glóðinni í Keflavík, en hann er mjög þekkt- ur fagmaður að sögn Þórhalls. Þórhallur vann einnig á Ránni í Keflavík. Frá Keflavík til Kaup- mannahafnar Helga Jóhanna er fædd og uppal- in í Keflavík og þar kynntust þau Þórhallur, í Stapanum eftir að Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í körfubolta. „Við vomm níu mánuði í Kaupmannahöfn og þar byrjaði ég að læra hárgreiðslu," segir Helga. - Var ekki erfitt að komast að á Sheraton hótelinu? „Jú, þetta er ævintýri að kom- ast þama að, það er mikil grisjun meðal umsækjenda. Helga man að fyrstu þrjár vikumar var ekk- ert gert nema liggja í kokkabók- unum, því ég ætlaði sko að standa mig. Síðan kom ég útpískaður heim eftir 12 tíma vaktir. Þarna er ekkert stopp, engir matartímar og ég var sár- svangur eftir vinnudaginn. Þetta lætur maður sig hafa til að halda sér inni. En þetta var erfitt, sér- staklega fyrstu þrjár vikumar. Með 1000 manns í mat Það var mikill fjöldi sem sótti um þegar ég komst að, þá kom- ust þrír í svokallað annað viðtal. Þegar yfirmennirnir á Sheraton eru svo búnir að ákveða sig eru þeir harðir, spyrja hvort maður geti ekki byrjað strax. Ein spum- ingin á umsóknareyðublaðinu er um hvort maður hafi verið í her, því þama byggist allt á heraga, það er varðandi klæðnað, per- sónuleg þrif og skipulagningu. Þama lærði ég skipulagningu al- veg upp á nýtt. Hér heima læmm við kannski að vera með þrjá hluti í gangi í einu, en þama eru gerðar miklu meiri kröfur. Það þarf einnig að hugsa um að nýta allt svo vel, t.d. heita vatnið af kartöflunum. Þegar mikið er að gera er sungið í eldhúsinu, það er ekki talað saman. í eldhúsinu unnu 28 kokkar, en á öllu hótel- inu vann fólk af 30 þjóðemum. Ég var eini íslendingurinn, en tveir fslendingar hafa unnið þama áður. Alls vinna þama yfir 300 manns, með undirverktökum og öllu. Það geta 1170 manns borðað í einu á Sheraton. Ég hef verið að vinna þegar 1000 manns komu í mat og það var brjálað að gera! Tekinn í nefíð á Sheratonhótelinu - Hvað er lærdómsríkast við að vinnaá slíkum stað? „Ég lærði grunnfagið upp á nýtt, alla frönsku matseldina. Svo lærði ég það sem kallað er „new style kitchen“, það er að koma frá Bandaríkjunum núna og er rosalega skemmtilegt. Það snýst m.a. um hvemig raðað er á diskana, allt grænmetið undir, steikina skakkt og sósuna alla- vega í kring. Þetta er ný stefna sem verið er að móta og er að koma héma. Úti kynntist ég tex- maxinu, það er líka að koma hér á íslandi. Maður lærir að standa á eigin fótum og skipuleggja sjálfan sig og láta ekki vaða yfir sig. Þeir tóku mig alveg í nefið fyrst til byrja með, ég kom úr sveitinni miðað við þessa jaxla.“ - Nú komið þið svo að segja á móti straumnum, því fólk héðan hefur verið að fiytja til Dan- merkur og Noregs. Hvað kemur til? „Það búa þama milljón manns. Auðvitað vissum við þegar við fómm út að þarna eru ekki foreldrar og vinir við hlið- ina á manni. Ég reyndi að gefa Kaupmannahöfn séns en mér bara leiddist þama. Ég kunni ekki við mig og fann mig aldrei þarna, hefði stax viljað fara heim aftur en fór í skóla og reyndi,“ segir Helga. Langþreytt á strætóferðum „Mér fannst gaman í vinnunni og mér gekk rosalega vel í öllu. Fólk sem er að flytja út þekkir ekki kerfið og þyrfti að fá liðsinni einhverra kunnugra, þó margt sé hægt að læra af dvöl- inni úti,“ sagði Þórhallur. „Við vorum bfllaus, því það er svo dýrt að kaupa bfl þarna úti. Ég var því alltaf á hjólinu eða að treysta á áætlanir, það tók klukkutíma að fara með strætó í skólann og klukkutíma til baka. Ég var langþreytt á þessu. Danir eru öðmvísi en við, leggja lítið upp úr íbúðarhúsnæðinu. Sumrin em hápunkturinn en svo leggjast þeir bara og safna peningum fyr- ir næsta sumar. Þeir em ekki mikið fyrir að kaupa sér innbú eða slflct, en fara út að skemmta sér og safna peningum fyrir sumarfríin," sagði Helga. - Þið hafið leigt hér veitinga- hús og hafið rekstur og það sýnir að þið emð bjartsýn á framtíð- ina. Hvemig líst ykkur á Húsa- vík? „Mér líst rosalega vel á þetta,“ svaraði Helga. Afastrákar og -stelpur að taka við „Þegar ég var héma síðast fannst mér allt miklu stærra, þó lítið hafi breyst síðan ég fór frá Húsa- vík. Það hafa þó orðið hér mikil kynslóðaskipti og mikið er að gerast í bænum. Hér er ýmislegt svolítið í lausu lofti og eins og vanti eina kynslóð inn, afarnir vom með umsvif og svo er unga fólkið að taka við, en það er eins og pabbana vanti í fyrirtækin. Það er eins og vanti millikynslóð í fjölda fyrirtækja og það finnst mér af því góða, margt er að fara í gang og afastrákamir og stelpurnar að taka við. Það er að bætast við togari, verksmiðja að fara í gang og ég hef trú á næsta ári og að menn þurfi að halda upp á marga sigra,“ sagði Þór- hallur. „Ég kom hér í fyrsta sinn í fyrrasumar. Þegar við vorum að keyra um fannst mér strax and- inn í bænum vera fínn. Amma mín, Unnur Marínósdóttir, er frá Húsavík. Hún flutti til Siglu- fjarðar með manni sínum Jó- hannesi Jónssyni. En Marínó, langafi minn, var bakari héma. Það er því sniðugt fyrir mig að flytjast hingað, á æskuslóðir ömmu minnar,“ sagði Helga. - Hefur ykkur verið vel tekið? „Já, við emm sérstaklega ánægð með viðtökumar sem við höfum fengið. Fólk er jákvætt út í staðinn, Hlöðufelli og að ég skuli vera kominn hingað aftur, þetta er mjög gaman að heyra,“ segir Þórhallur og Helga segir að ánægjulegt hafi verið að hitta ókunnugt fólk sem taki sér svo vel, bjóði þau velkomin og óski þeim alls hins besta varðandi reksturinn á Hlöðufelli. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.