Dagur - 27.01.1996, Page 3
annh vr* 'tr*r*í ro io i 01 i.oa n o
Laugardagur 27. janúar 1996 - DAGUR - 3
FRÉTTIR
nyndin var tekin sl. fimmtudag My„d:Bc
..£■!.— Hi i Lú--------------:—----------
^..
0% mrn*
Áfengisútsala á Dalvík:
Áfengisvarnanefnd
tekur enga afstöðu
„Nei, nefndin hefur enga af-
stöðu tekið tii þessa máls og
mun varla gera. Slíkt verður
aðeins ef frumkvæðið kemur
frá einhverjum einstökum
nefndarmönnum,“ sagði Ás-
laug Þórhallsdóttir, formaður
áfengisvarnanefndar Dalvík-
ur í samtali við Dag.
Undirskriftalistar liggja nú
frammi á Dalvík þar sem hvatt
er til að útsala frá ÁTVR verði
opnuð í bænum. Þeir verða af-
hentir bæjarstjóm á næstunni og
meðal þeirra sem að söfnun
undirskriftanna standa er krafan
sú að um opnun áfengisútsölu
verði kosið um leið og nýr for-
seti lýðveidisins verður valinn
þann 29. júní næstkomandi.
Áslaug Þórhallsdóttir sagði
að áður hefði verið kosið um
opnun útsölu ÁTVR í bænum
og tillagan þá fallið. Áfengis-
vamanefnd tók enga afstöðu til
málsins þá. Aðspurð vildi Ás-
laug Þórhallsdóttir ekki gefa
upp afstöðu sína í þessu máli,
sagði aðeins að opnun áfengis-
útsölu í bænum hefði sína kosti
og galla.
Þótt samþykki íbúa fyrir
opnun áfengisútsölu fáist í ai-
mennri atkvæðagreiðslu er ekki
þar með sagt að opnunin sé
sjálfsagt mái. Þar ráða ferðinni
kröfur um eðlilega arðsenri - og
einnig er veigamikið atriði hve
langt er til næsta sölustaðar.
-sbs.
Ágætstaða
Öxarfjarðarhrepps
- segir Ingunn sveitarstjóri
Staða Öxarfjarðarhrepps er góð
um þessar mundir, segir Ingunn
St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri
Öxarfjarðarhrepps, en síðari
umræða um fjárhagsáætlun
sveitarfélagsins fyrir 1996 verð-
ur nk. þriðjudag.
Fyrir ekki mörgum árum, þegar
burðarásar í atvinnulífinu hrundu,
var staða þáverandi Presthóla-
hrepps mjög slæm, en breyting
hefur orðið á og segist Ingunn St.
Svavarsdóttir ekki sjá ástæðu til
að kvarta.
Fjárfrekustu framkvæmdir
sveitarfélagsins á þessu ári lúta að
bættri íþróttaaðstöðu, bæði í
Lundi og á Kópaskeri, en þar er
verið að útbúa íþróttasal í gamla
pakkhúsinu. Leikfimisalinn í
Lundi, sem er tæpir 300 fermetrar
að stærð, er ætlunin að vígja þann
17. júní í sumar. íþróttaaðstaðan á
Kópaskeri verður hins vegar ekki
tilbúin fyrr en í mars á næsta ári.
Ætlunin er að til lengri tíma litið
verði búningsaðstaðan við íþrótta-
salinn í pakkhúsinu nýtt fyrir
sundlaug, sem er síðari tíma fram-
kvæmd á Kópaskeri. óþh
Hótelstjóri KEA:
„Erum að skoða umsóknir"
Um 20 umsóknir bárust um starf hótelstjóra Hótels KEA, sem aug-
lýst var til umsóknar á dögunum. „Við erum að skoða umsóknir og
reynum að ljúka þessu máli á næstu dögum,“ sagði Sigurður Jó-
hannesson, aðalfulltrúi hjá KEA.
Sem kunnugt er hefur Gunnar Karlsson, fráfarandi hótelstjóri, verið
ráðinn skattstjóri í Norðurlandsumdæmi eystra og tekur við því starfi um
leið og eftirmaður hans mætir til starfa. -sbs.
Hallinn á botnfiskvinnslunni:
Sveiflur í sjávarút-
vegi ekki ný tíðindi
- segir Friðrik Pálsson, forstjóri SH
Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna,
telur ekki ástæðu til grundvall-
ar uppstokkunar sjávarútvegs-
fyrirtækja sem byggja sína af-
komu að lang mestu leyti á hefð-
bundinni úrvinnslu í landi, sbr.
Útgerðarfélag Akureyringa hf.,
þrátt fyrir erfiðleika á mörkuð-
um, sem endurspeglist í þungum
rekstri botnfiskvinnslunnar.
„Það er og hefur alltaf verið
mikil sveifla í sjávarútveginum.
Einu sinni gaf saltfiskurinn ekkert
af sér en svo snérist það skyndi-
lega við. Eg minnist þess líka að
menn héldu að öll vinnsla á ís-
landi myndi leggjast af og allur
fiskur yrði fluttur ferskur í gámum
til vinnslu erlendis. Það má heldur
Sjóvélar/DNG:
Góð staða eftir
sameiningu
Um mitt síðasta ár voru fyrir-
tækin DNG rafeindaiðnaður hf.
í Glæsibæjarhreppi og Sjóvélar
hf. í Garðabæ sameinuð undir
einn hatt. Bæði fyrirtækin höfðu
sérhæft sig í þróun veiðarfæra
fyrir krókaveiðar en þó hvort
með sínum hætti. DNG hefur
náð afar góðum árangri í sölu á
tölvustýrðum færavindum fyrir
krókabáta meðan Sjóvélar ein-
beittu sér að línukerfum fyrir
stærri og smærri báta.
Kristján Eldjám Jóhannesson,
framkvæmdastjóri, segir að sam-
einingin hafi komið vel út til
þessa. „Það er enn mikil vinna í
gangi við að koma þessari samein-
ingu í kring og samhæfa þetta
tvennt. Reksturinn verður áfram á
tveimur stöðum og við lítum
björtum augum á framhaldið,“
sagði Kristján.
Hann sagði menn þó hafa viss-
ar áhyggjur af stefnu ráðamanna í
sambandi við smábátaútgerð hér á
landi. „Við erum auðvitað mjög
háðir henni en getum ekki annað
en tekið áhættuna, í þeirri trú að
það verði áfram smábátaútgerð á
Islandi, þó það líti ekki alltof vel
út.“
Eftir sameininguna býður fyrir-
tækið upp á allt sem þarf til króka-
veiða, bæði vindur og sjálfvirk
línukerfi fyrir smærri sem stærri
báta. Markaðsmöguleikamir hafa
því aukist að sögn Kristjáns og
við bætist að fyrirtækið fer að
bjóða upp á allar rekstrarvörur
tengdar útgerðinni, öngla, gimi og
annað. HA
ekki gleyma því að ekki er langt
síðan rækjuvinnsla var hér í mik-
illi lægð og sama má segja um
loðnuna. Núna eru þessar greinar
báðar hins vegar í uppsveiflu. Fyr-
ir ekki mörgum ámm voru frysti-
skipin með miklu betri afkomu en
landfrystingin. Nú hefur bilið
þama á milli minnkað, aðallega
vegna stóraukins framboðs á sjó-
frystum fiski frá fleiri þjóðum,
einkanlega Rússum. Sveiflur af
þessu tagi munu því alltaf eiga sér
stað,“ sagði Friðrik.
„Útgerðarfélag Akureyringa
hefur í langan tíma staðið sig
mjög vel og sú stefna sem þar hef-
ur verið fylgt, hefur eftir því sem
ég hef vit á, verið rétt. Meginmál-
ið er að þótt botnfiskvinnslan sé
erfið eins og er, þá tel ég ekki rétt
í ljósi sögunnar að umbylta á
skömmum tíma rekstri þessara
fyrirtækja," sagði Friðrik Pálsson.
óþh
Faxpappír
30 m rúllur
Janúartilboð
á 30 m rúllum,
8 saman í kassa.
Verð 296 kr. stk.
Janúartilboð 195 kr. stk.
BiKVAL
Kaupvangsstræti 4
Sími 462 6100
■ Fax 462 6156 ■