Dagur - 27.01.1996, Page 4
4 - DAGUR - Laugardagur 27. janúar 1996
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222
SÍMFAX: 462 7639 ■ SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR,
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285).
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Umhugsunarvert
Mýmörg dæmi eru um það að börn og unglingar yngri en
sextán ára geti keypt tóbak í verslunum. Þetta er hins veg-
ar klárt lögbrot, eins og Halldóra Bjarnadóttir, formaður
Tóbaksvarnanefndar, upplýsti í Degi sl. fimmtudag. í frétt
blaðsins var haft eftir móður þrettán ára drengs á Akureyri
að hann og vinir hans verði sér auðveldlega úti um svo-
kallað fínkorna neftóbak. Þess séu mörg dæmi að verslun-
arfólk krefjist ekki skilríkja, sé það í vafa um aldur við-
skiptavina. Þetta er alvarlegt mál því það segir einfaldlega
í gildandi lögum um tóbaksvarnir að tóbak megi ekki selja
einstaklingum yngri en 16 ára. Og um það eru sérfróðir
menn sammála að fínkorna tóbakið er fjarri því hættulaust,
þó svo að unglingarnir telji svo vera. í fínkorna tóbakið eru
, notaðar dökkar og sterkar tóbakstegundir sem í er bland-
að salti, pottösku og bragðefnum. Rannsóknir sýna að í
þessu eru krabbameinsvaldandi efni fyrir svo utan það að í
ljós hefur komið að þeir sem nota reyklaust tóbak byrja
frekar að reykja.
Lögga hafsins
Það þurfti engum að koma á óvart að upp úr viðræðum ís-
lendinga, Rússa og Norðmanna í Moskvu um nýtingu á
m.a. Norsk-íslenska síldarstofninum skyldi slitna. Fyrir-
fram var búist við að viðræðurnar yrðu erfiðar og það gekk
eftir. íslendingum hefur verið vel kunn stífni Norðmanna
og sjálfskipaður yfirráðaréttur þeirra í Norðurhöfum, en nú
hafa Rússar komist að sömu niðurstöðu. Þeir börðu í borð-
ið í Moskvu og slitu viðræðunum vegna ofríkis og þver-
móðsku Norðmanna. Þar með eru Norðmenn orðnir gjör-
samlega einangraðir í afstöðu sinni til skiptingar norsk-ís-
lensku síldarinnar. Rússar eru búnir að fá nóg, íslendingar
líka og sömuleiðis Færeyingar. Evrópusambandið hefur
líka verið í stríði við Norðmenn og nú berast þau tíðindi að
Svíar séu líka búnir að fá yfir sig nóg af löggutilburðum
Norðmanna.
Málið er ekkert flóknara en það að ef Norðmenn ætla
áfram að lýsa sig löggur norðurhafa og hunsa viðræður við
aðrar þjóðir, þá mun það hafa ófyrirséðar afleiðingar í sam-
skiptum þjóða á norðurhjara. Þessi dæmalausa þver-
móðska Norðmanna hefur í för með sér áframhaldandi
óheftar veiðar á þorski í Barentshafi og norsk-íslenskri síld
og það getur ekki verið hagur Norðmanna.
í UPPÁHALDI
María Björk Ingvadóttir, fréttamaður og eigandi Kaffi Króks:
Kaupi öll blöð nema Alþýðublaðið
María Björk Ingvadóttir
erfrá Akureyri en hefur
húið á Sauðárkróki síð-
an árið 1989. Maður
hennar heitir Ómar
Bragi Stefánsson og þait
eiga tvo syni, Stefán Arnar, sem er 13
ára og Ingmr Hrannar, 9 ára. „Eg er
umvaftn karlmönnum," segir hún
hlœjandi.
María Björk er félagsráðgjafi að
mennt en hefur staifað sem fréttamað-
iii■ hjá Ríkisútvarpinu frá því luin flutti
til Sauðárkróks auk þess sem hún á og
rekur Kajfi Krók. Vegna niðurskurðar
hjá Ríkisútvarpinu á að leggja stöðu
fréttamanns á Sauðárkróki niður en
María Björkverður áfram fréttaritari
á staðnum. A móti kemur að rekstur
kajfihússins er orðinn umsvifameiri en
áður og því nóg að gera hjá Maríu
Björk. En hvað skylcli vera í uppá-
haldi hjá þessari athafnakonu?
Hvaða matur er í mestu uppáhaldi
hjá þér?
Allur sterkkryddaður matur, sérstaklega
indverskur matur.
Uppáhaldsdrykkur?
Mér finnst rauðvín með sódavatni mjög
gott.
Hvaða heimilsstörffinnst þér
skemmtilegustlleiðinlegust?
Ætli sé ekki skást að strauja því þá get ég
gert margt annað í einu eins og að horfa á
sjónvarpið eða hjálpa strákunum við lær-
dóminn. Hinsvegar fmnst mér alveg
skelfilega leiðinlegt að hengja út á snúru.
Stundarþá einltverja markvissa
Itreyfingu eða líkamsrœkt?
Ég er byrjuð í dansi hjá systur minni og
hún hefur líka dregið mig út að ganga á
hverjum degi að undafömu.
María Björk Ingvadóttir.
Ert þú í einhverjum klúbbi eða fé-
lagasamtökum?
Ég er í Bamaheil! og Heimili og skóla.
Hvaða blöð og tímarit kaupir þú?
Ég kaupi eiginlega öll þessi blöð nema
Alþýðublaðið. Ég kaupi Dag, DV, Feyki,
Morgunblaðið og Tímann. Ég kaupi
tímarit annað slagið í lausasölu og er m.a.
mjög hrifin af kvennablaðinu She.
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
Á valdi örlaganna eftir Sigurð Demenz
Franzson og Hægur vals í Cedarbend eft-
ir Rober James Waller.
/ hvaða stjömumerki ert þú?
Ég er týpískur bogmaður.
Hvaða tónlistarmaður er í mestu
uppáhaldi hjá þér?
Þeir sem mér þykir vænst um koma úr
ættinni minni. Afi minn var tónskáld og
bæði pabbi og bræður mínir eru miklir
tónlistarmenn, Afi hét Jóhann, pabbi
Ingvi Rafn og bræður mínir heita Ingvi
Rafn og Jóhann.
Uppáhaldsleikari?
Mér finnst Christopher Lambert meiri-
háttar.
Hvað liorfir þú mest á ísjónvarpi?
Fréttir eru eiginlega það eina sem ég
horfi á.
Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu
mest álit?
Sem manneskju hef ég mikið álit á Stef-
áni Guðmundssyni, tengdaföður mínum.
Ég þekki hann og veit fyrir hvað hann
stendur en hann er á þingi fyrir Fram-
sókn.
Hver er að þínu mati fegursti staður
á íslandi?
Aðalvtk á Homströndum. Ég hef komið
þangað einu sinni en mörgum sinnum í
huganum.
Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir
að flytja búferlum nú?
Helst í heitu landi langt suður í höfum.
Efþú ynnir stóra vinninginn í lóttó-
inu hvernig myndir þú eyða pening-
unum?
Ég myndi reyna að fjárfesta í bakaðgerð
svo ég næði fullum vinnukrafti á ný. Síð-
an færi ég með fjölskylduna og annað
gott fólk í góða og langa heimsreisu.
Hvernig vilt þú lielst verja frístund-
um þínum?
Þegar ég þarf að hlaða batteríin vil ég
vera nálægt strákunum mínum þremur og
langt í burtu frá öllu stressi.
Hvað œtlar þú að gera um helgina?
Ég kemst varla hjá því að vinna en síðan
ætla ég að gera eitthvað sérstaklega
spennandi með þeim sem mér þykir
vænst um. AI
MEÐ MOR6UNKAFFINU ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON
Bessastadabúggí
Það hefur ekki verið orðað við
mig að bjóða mig fram til forseta
og því þurfa landsmenn ekki að
bíða í spennitreyju eftir að ég gefi
það upp hvort ég ætli fram. Fólk
getur sofið rólegt eða þá farið að
vinna að framboði Ragnars organ-
ista, sem enn sem komið er er eini
valkosturinn sem þjóðin festir
hönd á til setu á Bessastöðum. Að
vísu hefur Ragnar ekki fundið þá
meðmælendur sem nauðsynlegir
eru til að fleyta honum í framboð,
en nægur tími er til stefnu.
Utspil Ragnars var snilldarlegt
innlegg í Langholtsendaleysuna
og það sameinaði á einkar hagleg-
an hátt Langholtið og fjölmiðla-
pælingar um Bessastaði. Ragnar
sá auðvitað að með því að detta si-
sona óvart inn í væringar í Lang-
holtssöfnuði gæti hann orðið sér
úti um ómælda ókeypis auglýs-
ingu. Nú opnar maður vart sjón-
varpið öðruvísi en Ragnar forseta-
frambjóðandi sitji við Langholts-
orgelið. Gárungarnir segja sjálf-
gefið að séra Flóki verði forseta-
ritari nái Ragnar kjöri, en reyndar
er Ragnar ekki alveg viss um að
séra Flóki ætli að styðja sig. Þetta
er sem sagt nokkuð flókið mál.
Forsetaframboðsumræðan er
miklu umfangsmeiri í fjölmiðlum
nú en þekkst hefur fyrir fyrri for-
setakjör. Það þarf engum að koma
á óvart. Fjölmiðlunin er miklu
víðtækari en var t.d. árið 1980
þegar Vigdís Finnbogadóttir var
kjörin forseti. Nýjar útvarps- og
sjónvarpsstöðvar hafa komið til
sögunnar og dagblöðin eru á
margan hátt „frakkari“ í skrifum.
Bollaleggingarnar eru meiri, að
ekki sé nú talað um skoðanakann-
anir, sem nú eru gerðar löngu áður
en fólk býður sig formlega fram.
Og sigurvegurunum í þessum
skoðananakönnunum er slegið
upp, samanber séra Pálma í DV í
síðustu viku, rétt eins og þeir séu
komnir innfyrir þröskuldinn á
Bessastöðum.
Fjölmiðlar eru með öðrum orð-
um meira ráðandi um gang for-
setaumræðunnar en áður hefur
þekkst og út af fyrir sig kemur það
ekki svo mjög á óvart. Auðvitað
er það svo að þeir sem virkilega
eru að hugsa um að skella sér í
slaginn, verða að „hafa fjölmiðl-
ana með sér“, ef svo má segja.
Þeir vita að í gegnum fjölmiðla ná
þeir til þjóðarinnar, það er ódýr-
asta leiðin. Þetta hefur Guðrún
Pétursdóttir haft alveg á hreinu
þegar hún gaf færi á viðtali við
Dagsljós sl. mánudagskvöld.
Sumir myndu orða það svo að
Guðrún hafi tekið nokkra áhættu
með því að veita viðtal áður en
hún tæki um það ákvörðun að
hella sér í slaginn. Það er nokkuð
til í því, en að margra mati stóðst
hún prófið og heyrt hef ég í mörg-
um sem segja að Guðrún hafi
skorað umtalsvert með þessu við-
tali. í það minnsta viti þjóðin nú
hvernig Guðrún þessi líli út. Það
er svo annað mál hvort nefnd
Guðrún Pétursdóttir býður sig
fram, en ekki þyrfti það að koma á
óvart. Hún virðist í það minnsta
hafa mikinn áhuga á Bessastöð-
um.
Annar kvenkyns forsetafram-
bjóðandi er greinilega volgur,
nefnilega Guðrún Agnarsdóttir,
læknir og fyrrverandi alþingis-
kona Kvennalistans. Guðrún er
komin með upp á vasann undir-
skriftir fjölda fólks sem skorar á
hana að fara fram. Undirskriftir
eru gott veganesti fyrir forseta-
frambjóðanda og því verður að
meta það svo að meiri líkur séu en
hitt að Guðrún helli sér í slaginn.
Karlpeningurinn er óskrifað
blað og erfitt að festa hönd á því
hverjir séu líklegir að blanda sér í
baráttuna. Mig minnir að Völva
Vikunnar hafi spáð því að mynd-
arlegur karlmaður yrði kjörinn á
Bessastaði. Nú er auðvitað bróð-
urpartur karlpenings í landinu
myndarlegur og því er úr vöndu
að ráða. Séra Pálmi er að sönnu
nokkuð myndarlegur, svona hár
og grannur, og Davíð er sjarmer-
andi á sinn hátt, eða það skilst mér
á konum. Báðir koma þeir því til
greina, ef mark er á Völvunni tak-
andi. Ólafur Jóhann Ólafsson,
fyrrverandi Sony-fursti, kemur
líka til greina. Hann er nokkuð
álitlegur kostur, hár og grannur,
kann ensku, hefur búið erlendis,
þekkir tölvutæknina út og inn,
dúxaði hér á árum áður í mennta-
skóla, er vinsæll rithöfundur og
sonur eins af síðari tíma þjóð-
skáldum. En kannski er hann ekki
orðinn 35 ára, sem er Iögum sam-
kvæmt lágmarksaldur til þess að
bjóða sig fram?
Með sama áframhaldi verður
búið að nefna þúsund mögulega
forsetaframbjóðendur til sögunn-
ar. A meðan heldur veisla fjöl-
miðlanna áfram. Þeir geta hringt í
alla þessa kandidata og borið und-
ir Jrá spuminguna um hvort ætli
fram eða ekki. En einhvem veginn
þykir mér líklegt að umræðan fari
að skýrast. Ekki kæmi á óvart þótt
um miðjan næsta mánuð liggi fyr-
ir í stórum dráttum um hverja val-
ið stendur þann 29. júní nk.