Dagur - 27.01.1996, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 27. janúar 1996
5
- Guðmundur L. Friðílnnsson, bóndi og rithöfundur á Egilsá í Skagafírði, sóttur heim
Guðmundur Liijendal í garðin-
um heima á Egilsá. „Ég hef all-
ar götur verið ákaflega fanginn af
vorinu, gróðri þess og lífi; öllu sem
lifnar og grær við yl sólar og dögg
himins.“ Mynd: sbs.
að mold með hendinni, loks vökv-
að og fullgengið frá. Oft þurfti að
flytja vatnið í brúsum alllanga leið.
Þetta var mikið verk og erfitt, en
undantekning ef planta drapst.
Næst kom svo bjúgskóflan og þá
varð allt auðveldara. Loks kom
plöntustafurinn fyrir bakkaplönt-
umar,“ segir Guðmundur.
Gull í hönd framtíðar
Það var fyrir tæpum tíu árum sem
Egilsá varð viðurkennt land til
nytjaskógræktar. Auk trjágarðs við
bæjarhúsin í landi jarðinnar eru 29
ha girtir af og hafa þúsundir
plantna þar verið gróðursettar, þó
nokkrar eyður séu eftir á þessu
svæði sem þurfi að bæta í. Guð-
mundur segir að ef landgræðsla og
skógrækt hér á landi eigi að verða
almenn þurfi að virkja bændur í
því efni. En það þurfi peninga.
„Það kostar mikla vinnu og
peninga að girða og halda girðing-
um við. Mikil vinna er að halda
skóginum við og bændur geta ekki
lagt slíkt af mörkum án launa.
Þama er verið að vinna fyrir fram-
tíðina, en enginn étur hugsjónir þó
þær kunni að vera fyrir hendi. Lítil
von er til skógamytja fyrr en eftir
áratugi og þá þurfa vinnslustöðvar
að vera fyrir hendi. Sannast það
hér sem skáldið góða frá Fagra-
skógi kvað; að fáir njóta eldanna
sem fyrsti kveikja þá. - En til þess
að reyna að vera raunsær þá held
ég að flestir bændur ættu að gæta
þess að enginn veit hveming bú-
skapur þróast í framtíðinni og á
hvem hátt landið verður nytjað. En
stærsta málið vona ég að alltaf
verði að fegra og bæta landið og
skilja við það, á allan hátt, betra en
við var tekið. Landið okkar er önn-
ur auðlind. Fólk verður að geta lif-
að af landinu í sátt. Hver króna,
sem lögð er til landbóta, er gull í
hönd framtíðar," segir Guðmund-
Guðmundur Liljendal Friðfinns-
son, bóndi og rithöfundur á
Egilisá í Skagafirði, hélt fyrir
skemmstu upp á 90 ára afmæli
sitt. Hvað hann snertir er aldur
þó fremur afstætt hugtak, því
svo er að sjá að hann búi enn yfir
nokkurri snerpu og fjöri æsku-
mannsins - bæði til sálar og lík-
ama. Hann segir sjálfur að slitur
ein séu eftir.
„Ég hef aldrei verið mikið gef-
inn fyrir það að tilkynna um mínar
fyrirætlanir. En endist mér heilsa
og kraftar langar mig að sjá betra
mannlíf og gera eitthvað fyrir
landið og jörðina mína, sem mér
hefur verið trúað fyrir. Um þetta
kemst ég svo að orði í litlu ljóði
sem heitir Vikadrengur: ... feginn
vildi ég vera áfram vikadrengur
þinn og láta laufblað gróa. Ég
vona að öll viljum við sjá betra
mannlíf - og fegurri og gróðursælli
jörð í margháttuðum skilningi. En
öll lútum við skaparans vilja. Það
er lögmál sem ekki verður breytt,
enda er þetta gott lögmál," sagði
Guðmundur í upphafi þegar blaða-
maður Dags sótti hann heim fyrir
skemmstu.
Guðmundur er fæddur og upp-
alinn á Egilsá og hefur alið þar all-
an sinn aldur. Arið 1932 kvæntist
hann Önnu Sigurbjörgu Gunnars-
dóttur, bónda í Keflavík á Hegra-
nesi. Þetta sama ár hófu þau hjón
búskap á Egilsá og tóku þá við af
foreldrum Guðmundar, þeim Frið-
finni Jóhannssyni og Kristínu
Guðmundsdóttur.
Fanginn af vorsins gróðri
„Ég hef allar götur verið ákaflega
fanginn af vorinu, gróðri þess og
Iífi; öllu sem lifnar og grær við yl
sólar og dögg himins. Viðurkenni
þó að allar árstíðir hafa sína töfra.
Ein meðal minna fyrstu minninga
tengist því að ég sat uppi á þaki
torffjóssins heima, þar sem ég
ræktaði baunimar mínar. Þetta
vom auðvitað heilbaunir sem ég
lét spíra í vatni og sáði svo í ofur-
lítinn garð, sem ég girti með
bandspottum. Þama gat ég setið
timum saman og látið mig dreyma.
Dagdraumar og loftkastalar hafa
alla tíð verið drjúgur partur af
minni vitleysu í lífinu," segir Guð-
mundur - og hann bætir því við að
hann hafi snemma á sínum bú-
skaparferli byrjað á túnrækt og
stór hluti af hans ræktunarlandi sé
unnin með hestaverkfærum.
Við íbúðarhúsið á Egilsá er stór
trjágarður og hæstu trén í honum,
sem em björk, reyniviður og barr-
tré, auk limgerða, mælast yfir 15
metrar á hæð. „Ekki þótti öllum
það búhnykkur þegar ég tók spildu
af besta túninu og lagði til trjá-
ræktar. En eftir því sé ég aldrei.
Lengi var venja að grafa holu fyrir
hverja plöntu, bera gamlan búfjár-
áburð í og pæla svo saman. Þá var
plöntunni komið fyrir af mikilli
natni, rótum var hagrætt og sópað
ur.
Þetta skilti blasir við vegfarendum þegar ekið er heim að Egilsá og ber það vitni áhuga Guðmundar og ræktarsemi
hans til umhverfismála. Mynd -sbs