Dagur - 27.01.1996, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Laugardagur 27. janúar 1996
Óskar Ingimundarson hefur náð
góðum árangri með Leiftursliðið.
í formi, því hægt er að sjá það
svart á hvítu og það er ekkert
laumuspil í kringum það,“ sagði
Oskar. Hann sagði að hópurinn
mætti á fótboltaæfingar tvisvar í
viku, auk þess sem liðsmenn væru
í Mætti aðra tvo daga. í janúar
byrjaði hópurinn síðan að hlaupa
úti. fe
Skipar Leiftursliðið sér í
hóp bestu liða landsins?
- „Höfum alarei haft svona breiðan hóp leikmanna“ segir þjálfarinn Óskar Ingimundarson
Sú var tíðin að Ólafsfirðingar
þurftu að fara til Akureyrar til að
horfa á 1. deildarleiki í vinsælustu
íþrótt landsins, knattspymunni, en
nú er því öfugt farið. Akureyring-
ar og aðrir Norðlendingar sjá 1.
deildarleiki ekki annars staðar á
Norðurlandi, heldur en í Ólafs-
firði. Leiftursliðið vann sig upp í
1. deild 1994 og reiknað var með
að liðið mundi berjast í neðri hluta
deildarinnar. Utkoman var fimmta
sætið og segist Óskar lngimundar-
son, þjálfari liðsins, hafa verið
hundsvekktur með það, þó margir
hafi talið það viðunandi árangur.“
Við sættum okkur ekki við fimmta
sætið næsta sumar, það er alveg
klárt."
Heyra má af máli Leifturs-
manna, að þeir eru reiðubúnir til
að takast á við topplið deildarinn-
ar og knattspyrnudeildin hefur
kostað miklu til að fá sterka leik-
menn til liðs við félagið fyrir sum-
arið. Dagur leit við á æfingu hjá
liðinu í reiðhöll í Kópavogi og tók
Stál í stál. Davíð Garðarsson, sem
nýlega gekk til liðs við Þórsara, hef-
ur æft með Leiftursmönnum. Hér
er hann í baráttu við Gunnar Má
Másson.
þjálfarann og
liðsins tali.
nokkra leikmenn
Ekkert gefíð eftir
Óskar Ingimundarson, þjálfari
liðsins, lét vel af aðstöðunni í
reiðhöllinni og baráttugleði leik-
manna sinna. „Hér er ekkert gefið
eftir, enda á það að vera þannig og
verður þannig í sumar. Það verður
slegist um hverja einustu stöðu og
það er hlutur sem ekki hefur verið
í okkar herbúðum á undanfömum
árum.“
Tíu leikmenn voru mættir á æf-
inguna í Kópavoginum, nokkrir
voru fyrir norðan í jólafríinu og þá
er Radislav Lazorik ekki væntan-
legur fyrr en í apríl að sögn Ósk-
ars. „Hann er að spila í Slóvakíu
og honum hefur gengið mjög vel.
Hann er búinn að skora fullt af
mörkum fyrir lið sitt, og hann
kemur til með að gera það fyrir
okkur líka,“ sagði þjálfarinn.
A æfingunni í reiðhöllinni, sem
er upphitaður malarvöllur, var að
loknum upphitunar- og teygjuæf-
ingum skipt í tvö lið. ðskar þjálf-
ari var að sjálfsögðu með og mið-
að við áreynsluna hefði það getað
hvarflað að einhverjum að hann
ætli sér að komast í liðið.
Eftir æfinguna var Óskar
spurður að því hvort hann væri
strangur þjálfari?
„Nei, ég er alveg eins og lamb,
enda hefur margt breyst í þessum
málum. Hlutimir eru orðnir öðru-
vísi en þegar ég var að spila fyrir
tíu, fimmtán árum. Maður er orð-
inn hálfgerður kerlingaþjálfari.
Vísindin eru komin meira inní
þjálfunina. Við notum til dæmis
mjólkursýrumæla og það er eitt af
því sem ekki þekktist fyrir nokkr-
um ámm. Við mælum leikmenn
okkar fjórum sinnum á ári og er-
um búnir að gera sl. þrjú ár. Við
getum síðan séð mælingar síðustu
ára og líkamlegt form manna. Það
er ekki nóg að halda að menn séu
Knattspyrnulið á höfuðborgarsvæðinu hafa notað reiðhallir í auknum mæli
undir æfingar. I þeim er skjól fyrir veðri og vindum og margar þeirra eru
upphitaðar. Myndin er frá æfíngu Leiftursliðsins í reiðhöll í Kópavoginum.
Atli Knútsson og Óskar þjálfari berjast um knöttinn og af myndinni að
dæma virðist Atli hafa betur í þetta skipti.
Gunnar Már Másson:
Atli Knútsson: „Leifitur var spennandi kostur“
Izudin Daði Dervic:
Nýtt fyrir mig að hlaupa
í slyddu og slabbi
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég er
með liðinu á undirbúningstímabil-
inu,“ segir Gunnar Már Másson,
hinn vöðvastælti sóknarmaður
Leifturs. „Síðustu fjóra vetur hef
ég verið í Alabama í 20 stiga hita
og sól og það er nýtt fyrir mig að
hlaupa í slyddu og slabbi.“
Gunnar Már lærði íþrótta- og
hreyfifræði í skólanum í Alabama
en er alkominn heim. Hann starfar
sem einkaþjálfari í líkamsræktar-
stöðinni World Class auk þess
sem hann er að læra flug.
- En hvemig líst honum á sum-
arið sem framundan er?
„Eg er mjög ánægður og sýnist
sem norðanliðin, Leiftur, KA og
Þór séu að vakna til lífsins og far-
in að ná sér í leikmenn til Reykja-
víkur. Eg held að það sé ntjög
mikilvægt fyrir ungu kynslóðina á
Norðurlandi að það sé uppgangur
í knattspymunni og starfsemin sé
að vaxa, því hún er búin að liggja
svolítið niðri. Mér finnst sem já-
kvæðir hlutir séu að gerast, stjórn-
armenn og félög fyrir norðan eru
vona að þeim takist að vinna sér
sæti í 1. deildinni,“ sagði Gunnar.
„Hvað sjálfan mig varðar getur
leiðin aðeins legið uppávið. Eg
sleit vöðva aftan á læri síðasta
sumar og spilaði þannig allt sum-
arið. Ég hef aldrei verið meiddur
áður og átti satt að segja hálferfitt
með að trúa því að eitthvað slíkt
gæti komið fyrir mig og að það
væri ekki nóg að taka inn lýsi og
borða hollan mat.“
- En finnst þér ekkert skrýtið
að æfa á Reykjavíkursvæðinu
mikinn hluta ársins en leika svo
knattspyrnu í öðrum landshluta?
„Norðurland er náttúrulega
vetrarparadís fyrir áhugamenn urn
skíðaíþróttina, en fyrir fótboltann
er engin aðstaða og við höfum
ekkert að gera fyrir norðan. Við
gætum jú farið og hlaupið í
íþróttasölum, en þá værum við
einfaldlega skrefi á eftir Reykja
víkurfélögunum og það gengur
ekki. Við ætlum okkur að vera á
undan þeim.“ fe
Gunnar Már Másson: „Það er ekki
nóg að taka inn lýsi og borða hollan
mat,“ segir Gunnar Már, sem
meiddist í fyrsta skipti á ferlinum í
fyrra.
að leggja sig fram til að ná sem
bestum árangri næsta sumar og ég
óska KA og Þór alls hins besta og
Lék í eina og hálfa sekúndu
„Það var kominn tími á að yfir-
gefa KR, ef ég hefði setið lengur á
bekknum, þá hefði ég staðnað.
Leiftur var mjög spennandi kost-
ur, lið á uppleið sem búið er að fá
góða menn og ég hafði ekkert
heyrt annað en gott um þessa
stráka sem eru í liðinu,“ segir Atli
Knútsson, markvörður, sem ný-
lega skipti yfir í Ólafsfjarðarliðið.
Atli er markvörður ungmenna-
landsliðsins, landsliðs sem skipað
er leikmönnum 20 ára og yngri, en
fékk lítið að spreyta sig hjá KR.
„Ég lék með liðinu í eina og hálfa
sekúndu á síðasta tímabili, ég kom
inná í homspyrnu gegn ÍBV og
leikurinn var flautaður af þegar
boltinn var ennþá í loftinu. Arið á
undan spilaði ég tvo leiki og það
er öll sú reynsla sem ég hef af 1.
deildinni." Atli Knútsson, markvörður.
Atli hefur verið KR-ingur frá
barnæsku, en sagðist ekki finna
fyrir miklum breytingum við fé-
lagaskiptin. „Það er alltaf erfitt að
koma inn í hóp, en ég hef ekki
kynnst öðru en að það sé góður
andi í liðinu. Ég bý heima og sæki
æfingar héma eins og alltaf, en
svo veit maður bara hvað stendur
fyrir dyrum næsta sumar."
- Nú hefur Þorvaldur Jónsson
staðið í markinu undanfarin ár.
Ertu ekki hræddur um að þú þurfir
að vera á bekknum eitthað lengur?
„Þetta verður hörkusamkeppni.
En ef menn eru hræddir við sam-
keppni hafa menn ekkert að gera í
fótbolta. Ég veit alveg hvar ég
stend, þetta er bara spuming um
það hvað hann hefur upp á að
bjóða,“ sagði Atli. fe
Meiri vinátta en
hjá öðrum liðum
Izudin Daði Dervic hefur víða
komið við, frá því að hann kom
hingað til lands frá Bosníu. Ólafs-
fjarðarfélagið er fimmta liðið sem
hann leikur með, enda kannski
ekkert skrýtið þar sem hann segist
hafa gaman af því að skipta um
félög. Daði byrjaði með Selfossi
en hefur síðan spilað með FH, Val
og KR.
„Ég kann vel mig hjá Leiftri.
Þetta eru góðir strákar og góður
hópur og mér finnst vera meiri
vinátta hérna innan liðsins heldur
en hjá öðrum liðum sem ég hef
leikið með. Menn eru ekki alltaf
að flýta sér heim eftir æfingar,
eins og í svo mörgum liðurn,"
segir Daði, sem leikið hefur með
KR síðustu þrjú tímabil.
„Mér finnst eins og þegar mað-
ur er búinn að vera jafn lengi hjá
félagi eins og ég var hjá KR þá sé
kominn tími á að skipta um lið.
Þegar leikmaður skiptir um félag
þarf hann að byrja á að sanna sig
og að því leyti finnst mér nauð-
synlegt að skipta um félög.“
Daði er 33 ára gamall. Hann
segir að hann sé ekkert farinn að
hægjast, en óneitanlega komi að
því innan nokkurra ára. Þá segist
hann hafa áhuga á að snúa sér að
þjálfun. Hann þjálfaði yngri flokk
hjá Selfossi, fékk ekki þjálfara-
starf hjá KR, þar sem félagið vill
ekki að leikmenn meistaraflokks
séu þjálfarar í yngri flokkum.
Izudin Daði Dervic hefur leikið með
fjórum íslenskum liðum frá því
hann kom hingað til lands fró
Bosníu.
- En á Leiftur möguleika á að
blanda sér í toppbaráttuna næsta
sumar?
„Það er erfitt að svar því svona
fyrirfram. IA er nteð besta liðið og
það skiptir engu máli hvort þeir
missa Sigurð Jónsson eða ekki.
Það kemur þá bara einhver í hans
stað. KR er með gott lið, ÍBV og
Leiftur og þessi lið eru líklegust.
Svo finnst mér Stjaman vera með
reglulega gott lið og ég yrði ekki
hissa á því þeir yrðu í toppbarátt-
unni líka.“ fe