Dagur - 01.03.1996, Side 7
HVAÐ ER Af> CERAST?
Föstudagur 1. mars 1996 - DAGUR - 7
Fríða sýnir í Galleríi
AllraHanda
Um helgina verður opnuð í Galleríi
AllraHanda í Listagilinu á Akureyri
sýning á vefnaði Fríðu S. Kristins-
dóttur. Á sýningunni verða sýnd
myndverk og þrívíð verk ofin með
tvöföldum vefnaði; úr hör, vír og
einnig myndvefnaður úr ull. Fríða er
mynd- og handmenntakennari við
handíðabraut Fjölbrautaskólans í
Breiðholti í Reykjavík. Sýningin í
Galleríi AllraHanda verður opin til
18. mars. Frá mánudegi til fimmtu-
dags kl. 15-18, á föstudögum kl. 13-
18 og á laugardögum kl. 10-12.
Hraðskákmót Akureyrar
Skákfélag Akureyrar stendur fyrir
hraðskákmóti Akureyrar nk. sunnu-
dag og hefst taflmennskan kl. 14.
Mótið er öllum opið. Þess má einnig
geta að Skákþingi Akureyrar í yngri
flokkum lýkur á morgun, laugardag,
og hefst taflmennskan kl. 13.30, en
skákþinginu átti að ljúka sl. laugar-
dag en var frestað vegna veðurs.
Fundur í Reikifélaginu
Fundur verður haldinn í Reikifélagi
Norðurlands nk. sunnudagskvöld kl.
20.30 í Bamaskóla Akureyrar. Allir
sem lokið hafa námskeiði í reiki eru
boðnir velkomnir.
Flóamarkaður
Hjálpræðishersins
Flóamarkaður verður á Hjálpræðis-
hemum á Akureyri að Hvannavöllum
10 í dag, föstudaginn 1. mars, kl. 10-
17. Að venju verður ýmislegt eigu-
legt á boðstólum á lágu verði.
Flóamarkaður NLFA
Flóamarkaður Náttúrulækningafélags
Akureyrar verður í Kjamalundi á
morgun, laugardag, kl. 14-17. Að
venju verður á boðstólum mikið úr-
val af fatnaði. Einnig skraut- og
nytjahlutir, bækur, veski, slæður,
hannyrðavörur, prjónavömr og margt
fleira.
Hlífarkonur með bingó
Kvenfélagið Hlíf heldur bingó í Húsi
aldraðra á Akureyri nk. sunnudag kl.
15. Margir góðir vinningar verða í
boði svo sem flugfar með Flugfélagi
Norðurlands, matvæli frá ýmsum fyr-
irtækjum á Akureyri, kvöldverður
fyrir tvo á veitingastaðnum Fiðlaran-
um á Akureyri, leikhúsmiðar, nudd-
og ljósatímar og margt fleira. Bæjar-
búar em hvattir til að mæta og leggja
góðum málstað lið. Allur ágóði renn-
ur að vanda til bamadeildar Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri.
Alþjóðalegur bænadagur
kvenna
Alþjóðalegur bænadagur kvenna er
haldinn um allan heim fyrsta föstu-
dag í mars ár hvert. Þessi alþjóðalegi
bænadagur hefur uppmna sinn eða
bænaákall frá konum á Haiti og hefur
yfirskriftina að þessu sinni: „Guð
kallar okkur til ábyrgðar". Bænadag-
urinn verður haldinn sameiginlega af
konum úr öllum kirkju- og trúarsam-
félögum á Akureyri í Hvítasunnu-
kirkjunni v/Skarðshlíð í kvöld, föstu-
dag, kl. 20.30. Allar konur em hjart-
anlega velkomnar.
Stjórnin í 1929
Hljómsveitin Stjómin verður með
dansleik í 1929 annað kvöld, laugar-
dagskvöld. Þetta verður kveðjudans-
leikur Friðriks Karlssonar, en hann er
á fömm til London á vit nýrra verk-
efna. Stjómin kemur aftur saman
næsta sumar og nýr gítarleikari tekur
við stöðu Friðriks um aðra helgi.
Orgeltónleikar í
Akureyrarkirkju
í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30,
mun hópur nemenda úr Tónskóla
Þjóðkirkjunnar undir handleiðslu
Harðar Áskelssonar halda orgeltón-
leika í Akureyrarkirkju. Á efnis-
skránni em verk eftir tékkneska tón-
skáldið Petr Eben. Aðgangur er
ókeypis og em allir hjartanlega vel-
komnir.
Kaffitónar
Kórs Akureyrar-
kirkju
Það er orðinn árviss viðburður
að Kór Akureyrarkirkju efni til
svokallaðra kaffitónleika, þar
sem kórfélagar selja kaffi í
Safnaðarheimiii Ákureyrar-
kirkju og taka nokkur lög í
léttari kantinum fyrir kaffi-
gesti. Næstkomandi sunnudag,
3. mars, verður kórinn með
sltka kaffisölu og kórsöng í
Safnaðarheimilinu að lokinni
messu. Búast má við að kaffi-
salan hefjist um það bil kl.
15.15. Að þessu sinni mun
kórinn syngja nokkur vel
þekkt ættjarðarlög og þjóðlög í
fjölbreytilegum útsetningum.
Allur ágóði af kaffisölunni
rennur til styrktar starfi Kórs
Akureyrarkirkju, en hann aflar
nú fjár til söngferðalags til
Kanada í júní nk.
tileinkað Blómaskálanum Vín. Að-
gangseyrir kr. 1200.
Briddsmót á Húsavík
Norðurlandsmót eystra í tvímenningi
1996 verður haldið á Hótel Húsavík á
morgun, laugardag, og hefst það kl.
10. Spilaður verður barometer tví-
menningur, spilað er um silfurstig og
gefur efsta sætið rétt til úrslita í Is-
landsmótinu í tvímenningi. Þátttöku-
gjald er kr. 3.000 fyrir parið er greið-
ist á staðnum. Þátttaka tilkynnist fyrir
kl. 19 í dag, föstudag, til Sveins Áð-
algeirssonar og Björgvins Leifssonar
á Húsavík.
Aðalfundur Ferðamálafélags
Eyjafjarðar
Aðalfundur Ferðamálafélags Eyja-
fjarðar sem frestað var um sl. helgi
verður haldinn á Fiðlaranum við
Skipagötu á Akureyri á morgun,
laugardag, kl. 14. Fundurinn er öllum
opinn. Meðal annars mætir fulltrúi
Upplýsingamiðstöðvarinnar á Akur-
eyri á fundinn og ræðir um tengsl fé-
lagsins og Upplýsingamiðstöðvarinn-
ar.
Afmælistónleikar
Tónlistarskólans á
Akureyri
Næstkomandi sunnudag, 3.
mars, kl. 17 verða haldnir tón-
leikar í Glerárkirkju í tilefni 50
ára afmælis Tónlistarskólans á
Akureyri. Tónleikamir áttu að
fara fram síðastliðinn sunnudag,
en þeirn varð að fresta vegna
veðurs. Á tónleikunum mun
Kammerhljómsveit Tónlistar-
skólans ásamt hljóðfæraleikur-
um frá Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands, sem flestir eru
fyrrum kennarar eða nemendur
við skólann, leika þekkt verk úr
ýmsum áttum. Einleikarar og
söngvarar verða Anna Lea Stef-
ánsdóttir, Björg Þórhallsdóttir,
Hildur Tryggvadóttir, Þuríður
Gunnarsdóttir og Þuríður Vil-
hjálmsdóttir. Allt eru þetta
nemendur á síðasta hluta náms
við skólann. Verkin eru eins og
fyrr segir úr ýmsum áttum, en
öll vel þekkt og margrómuð.
Meðal verka má nel'na „Forleik-
inn að Vilhjálmi Tell“ eftir
Rossini, þætti úr „Myndum á
sýningu" eftir Mussorgsky, ein-
leiksverk fyrir fiðlu og hijóm-
sveit eftir Lalo og Sarasate auk
þekktra óperuaría eftir Puccini,
Bizet og Verdi. Stjómandi á
tónleikunum er Guðmundur Óli
Gunnarsson.
Tónleikarnir verða éins og
áður segir í Glerárkirkju á
sunnudag og hefjast kl. 17. Að-
gangur er ókeypis og er öllum
heimill meðan húsrúrn leyfir.
Heat í Borgarbíói
Um helgina kl. 21 sýnir Borgarbíó á
Akureyri stórmyndina Heat með A1
Pacino og Robert De Niro í aðalhlut-
verkum. Leikstjóri er Michael Mann.
Það skal tekið fram að myndin er
óvenju löng, eða 170 mínútur. í hin-
um salnum kl. 21 sýnir Borgarbíó um
helgina Jumanji með Robin Willi-
ams, Kirsten Dunst og Bonnie Hunt í
aðalhlutverkum. Klukkan 23 verður
sýnd spennumyndin Desperado og á
bamasýningum á sunnudag kl. 15
verða sýndar myndimar Pocahontas
og Jumanji.
Skíðaferð FA í Skíðadal
Ferðafélag Akureyrar stendur fyrir
léttri skíðaferð í Skíðadal á morgun,
laugardag. Lagt verður af stað frá
skrifstofunni, Strandgötu 23, kl. 9 og
ekið fram í Skíðadal. Þar verður stig-
ið á skíðin og gengið fram í Stekkjar-
hús og jafnvel lengra ef vilji og að-
stæður eru fyrir hendi. Skrifstofa fé-
lagsins verður opin í dag, föstudag,
kl. 17.30-19 og þá fer fram skráning í
ferðina.
Rökkurkórinn í Laugarborg
Rökkurkórinn úr Skagafirði og Jó-
hann Már Jóhannsson halda söng-
skemmtun í Laugarborg í Eyjafjarð-
arsveit laugardaginn 2. mars kl. 15.
Stjómandi er Sveinn Ámason og
undirleikari Richard Simm. Meðal
annars verða á þessum tónleikum
frumflutt þrjú ný lög eftir Kristján
Stefánsson frá Gilhaga, eitt þeirra er
Árshátíð SÁÁN
Árshátíð SÁÁN verður haldin í Húsi
aldraðra á Akureyri í kvöld, föstudag,
og verður húsið opnað kl. 20. Veislu-
stjóri verður Hjalti Bjömsson, Stað-
arfelli. Þórarinn Tyrfingsson flytur
ávarp. Hljómsveitin Bylting leikur
fyrir dansi. Miðasala í síma 466
1097, Helgi. Verð aðgöngumiða kr.
2.500.
Síðasta sýning á
Sporvagninum
Allra síðasta sýning á Sporvagninum
Gimd verður í Samkomuhúsinu á
Akureyri annað kvöld, laugardags-
kvöld.
Fræðslufundur í
Safnaðarheimilinu
Á morgun, laugardag, verður
fræðslufundur í Safnaðarheimili Ak-
ureyrarkirkju á vegum Eyjafjarðar-
prófastsdæmis, en samstarfshópur
prófastsdæmisins um málefni fatlaðra
annast undirbúning og framkvæmd.
Fyrirlesari verður Sigrún Gísladóttir,
framkvæmdastjóri ellimálaráðs
Reykjavíkurprófastsdæma. Fyrirlest-
urinn nefnist „Að glæða von“. Efni
fundarins er heimsóknarþjónusta
kirkjunnar.
Síðasta sýning Ellismella
Síðasta sýning sönghópsins Elli-
smella á Dalvík á „Gullnu árin“ verð-
ur í Sæluhúsinu á Dalvík í kvöld,
föstudag, kl. 22. Þessi síðasta sýning
átti að vera um síðustu helgi, en var
aflýst vegna veðurs.
Tvær sýningar
opnaðar í Lista-
safninu
Á morgun, laugardag, kl. 16,
verða tvær myndlistarsýningar
opnaðar í Listasafninu á Akur-
eyri. I austur- og miðsal sýnir
ljósmyndarinn og bókagerðar-
maðurinn Guðmundur P. Ólafs-
son ljósmyndir og nefnist sýn-
ing hans „I náttúru Islands -
ljósmunir og bækur“. Guð-
mundur er þekktur af verkum
sínum, en hann hefur sent frá
sér bækumar Fuglar í náttúru
íslands, Perlur í náttúru íslands
og Ströndin í náttúru íslands.
„Guðmundur Páll er rithöf-
undur og vísindamaður, mynda-
smiður, teiknari, hönnuður,
bókagerðamiaður, gruflari og
kafari. Með bókum sínum hefur
hann fært okkur heim sanninn
um að Jónas Hallgrímsson hafði
lög að mæla í grein sem hann
lauk aldrei við að skrifa... Nátt-
úrufræðin er allra vísinda in-
dælust," segir Guðmundur
Andri Thorsson í inngangi um
sýninguna.
í vestursal er sýning á verki
rússnesku listamannanna Kom-
ar og Melamid, en þeir sýndu
„Síst eftirsóttasta málverk ís-
lensku þjóðarinnar“ á Kjarvals-
stöðum í febrúar. Á sýningunni
í Listasafninu á Akureyri eru
sýndar vatnslitamyndir sem
gerðar vom til undirbúnings
olíumálverkanna og eru þær í
eigu Hagvangs hf. Einnig gefur
að líta eftirmyndir af „Eftirsótt-
asta og síst eftirsóttasta“ mál-
verki bandarísku þjóðarinnar á
sýningunni. Athygli vekur hve
lík verkin em íslensku verkun-
um og reyndar hve öll serían er
lík innbyrðis.
Milljónamær-
ingar og
Karakter í
Sjallanum
Mikið verður um að vera í kvöld í
Sjallanum á Akureyri þegar Millj-
ónamæringamir og Stefán
Hilmarsson skemmta gestum. Á
Góða dátanum í kvöld verður svo-
kallað Piparsveinamót þar sem
ýmislegt verður til skemmtunar.
Anna Björk Birgisdóttir, dagskrár-
gerðarmaður á Bylgjunni, verður
kynnir, nýinnflutt kanadísk fata-
fella mætir og tætir af sér fötin,
Súsanna Svavarsdóttir, rithöfund-
ur og gagnrýnandi, les kisumál og
kynþokkafull undirfatasýning
verður í boði. Boðið verður upp á
austurlenska rétti af hlaðborði og
er verð með dansleik og mat kr.
3.500. Opið verður á rnilli Sjallans
og Góða dátans. Forsala á Pipar-
sveinamótið verður í dag kl. 14-18
í Sjallanum.
Annað kvöld, laugardagskvöld,
verður Starfsmannafélag Akureyr-
arbæjar með árshátíð í Sjallanum
og skemmtir hljómsveitin Karakt-
er ásamt Ingvari Grétarssyni og
Emu Gunnarsdóttur. Húsið verður
opnað á miðnætti fyrir aðra en
matargesti.
I Kjallaranum skemmtir hljóm-
sveitin Mýranda í kvöld.
Gloría á
Oddvitanum
Hljómsveitin Gloría leikur fyrir
dansi á veitingahúsinu Oddvitan-
um á Akureyri í kvöld og annað
kvöld. Aldurstakmark er 20 ár og
verður húsið opnað kl. 22. Hljóm-
sveitina Gloríu skipa Kristján S.
Halldórsson, söngur og gítar, Öm
Sigurðsson, tenórsaxafónn og
söngur, Þráinn M. Ingólfsson,
sólógítar, Sigurjón Sigurðsson,
trommur, Sigurpáll ísfjörð, hljóm-
borð og harmonika, og Víðir Pét-
ursson, bassi.
Herramenn
áKEA
Hljómsveitin Henamenn frá Sauð-
árkróki leikur fyrir dansi á Hótel
KEA á Akureyri annað kvöld,
laugardagskvöld, og skal ítrekað
að frítt verður inn. Á Súlnabergi
verður ítalskur laugardagur á
morgun, laugardag, með ítölsku
hlaðborði í hádeginu og um kvöld-
ið fyrir kr. 795. Á sunnudag verð-
ur fjölskyldudagur á Súlnabergi
með hlaðborði ásamt úrvali eftir-
rétta og pizzu fyrir bömin fyrir kr.
1.050. Frítt fyrir böm 0-6 ára og
hálft gjald fyrir 6-12 ára.
Saumastofan á
Melum
Leikdeild Ungmennafélags
Skriðuhrepps frumsýndi í gær-
kvöld leikrit Kjartans Ragnarsson-
ar, „Saumastofarí*. Leikstjóri er
Aðalsteinn Bergdal. Önnur sýning
verður á Melum í Hörgárdal nk.
sunnudagskvöld kl. 20.30. Miða-
pantanir í símum 4626793 og
4626794 kl. 17-20.
Súsanna á Poll-
inum í kvöld
Hin eina og sanna Súsanna Svav-
arsdóttir, rithöfundur og gagnrýn-
andi með meiru, verður með
skemmtilega uppákomu á veit-
ingastaðnum Við Pollinn á Akur-
eyri í kvöld, föstudagskvöld,
stundvíslega kl. 22. Ekkert hefur
kvisast út um hvað Súsanna hygg-
ist bjóða gestum upp á, það kemur
bara í ljós, en fólki til upprifjunar
gaf hún út „léttbláa“ bók fyrir síð-
ustu jól og hver veit nema hún
grípi í hana? Að uppákomu
Súsönnu lokinni sér hljómsveit
Ingu Eydal og Co. um að
skemmta gestum fram á nótt.
Annað kvöld, laugardagskvöld,
verður mikið fjör á Pollinum þeg-
ar Tvöföld áhrif skemmtir gestum.