Dagur - 01.03.1996, Síða 8

Dagur - 01.03.1996, Síða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 1. mars 1996 Brotthvarf stúlkna úr íþróttum: Minni hvatning frá skyldfólki og íþróttakenn urum en piltar njóta er helsta skýringin Umbótanefnd ÍSÍ fór þess ný- lega á leit við Rannsóknarnefnd uppeldis- og menntamála að gerð yrði könnun á hugsanlegu brottfalli stúlkna úr íþróttafélög- um og fór hún fram árið 1994. Könnun sem gerð var árið 1992 gaf vísbendingu um að stúlkur hættu í miklum mæli ástundun þeirrar íþróttar sem þær höfðu áður lagt stund á. í könnuninni 1994 tóku þátt 841 nemandi í 8. bekk í grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu og á Akureyri. Niðurstöðumar leiddu í ljós að ákveðnir þættir valda því að stúlk- ur missa áhugann. Þær helstu eru að áhugi fyrir keppni minnkar, hvatning er ekki nægjanleg, fram- boðin aðstaða fellur þeim ekki í geð og það sem skiptir einna mestu rnáli; félagsskapurinn. ÍSÍ hefur ýtt úr vör verkefni sem hefur það markmið að draga úr því mikla brottfalli sem á sér stað úr íþróttafélögunum meðal unglingsstúlkna. Til þess hefur verið stofnaður þróunarhópur hjá ISI og hafa verið valin fimm svæði til að taka þátt í þróunar- verkefninu. Svæðin eru Akureyri (Þór og KA), Garðabær (Stjaman) og Reykjavík (Fjölnir, Fram og KR). I hópnum á Akureyri eiga sæti fjórar konur, tvær frá hvom íþróttafélaganna Þór og KA og Þröstur Guðjónsson, formaður IBA. Verkefni þróunarhóps félag- anna er m.a. að gera „úttekt“ á starfsemi deildanna með aldurinn 12 til 18 ára í huga svo og æfinga- tíma og fjölda æfinga í viku, mótum hvers flokks. Einnig að kanna námskeið eða fyrirlestra fyrir þjálfara stúlkna. Gert er ráð fyrir að verkefnið geti staðið í allt að tvö ár. - En hvernig er íþróttaiðkun pilta og stúlkna háttað? í ljós kom marktækur munur á íþróttaiðkun milli kynjanna og liggur mismunurinn fyrst og fremst í því að fleiri piltar iðka íþróttir svo til á hverjum degi, éða 39,9% pilta á móti 12,6% stúlkna. 28,8% pilta og 23,0% stúlkna iðk- uðu íþróttir 4 til 5 sinnum í viku; 17,8% pilta og 30,5% stúlkna 2 til 3 sinnum í viku og 13,5% pilta og 34,0% stúlkna iðkuðu íþróttir einu sinni í viku eða sjaldnar. Einnig er mikill munur á piltum og stúlkum í hópi þeirra sem iðka ekki íþrótt- 80 70 60 50- 40- 30 20- 10- 55,4. 148,9- ■ Piltar □ Stúlkur 44,7. Í36,2 132,8. 7 Faðir Móðir Vinir-Vinkonur Iþróttakennari Hlutfall þeirra sem hvetja frekar eða mjög mikið til þátttöku í íþrúttum með íþróttafélögum; skipt eftir kynjum. ir, en þar eru stúlkur í miklum meirihluta. Iþróttaástundun með íþróttafé- lögum er mikil í 8. bekk, og mun meiri meðal pilta en stúlkna, en 56% stúlkna og 42% pilta stunda ekki íþróttir með íþróttafélögum. Utan íþróttafélaga eða skóla stunda 50,2% piltanna einhverja íþróttaiðkun 4 sinnum eða oftar í viku en aðeins 17,3% stúlknanna. Munurinn minnkar eftir því sem dregur úr tíðninni og 14,0% pilta og 24,7% stúlkna hafa aldrei eða áður stundað íþróttir utan íþrótta- félaga eða skóla. Sund vinsælast hjá stúlkum Meðal pilta eru körfubolti og fót- bolti þær íþróttagreinar sem mest eru stundaðar á sumrin en sund og fótbolti hins vegar af stúlkum. 44,3% pilta en 6,8% stúlkna stunda körfubolta, 31,5% pilta en 17,0% stúlkna fótbolta, 2,1% pilta en 20,0% stúlkna sund. Á veturna nýtur körfuboltinn einnig mestra vinsælda meðal pilta en hjá stúlk- um er það skíðaíþróttin. Körfu- Skíðaíþróttin er vinsælust meðal stúlkna á vetrum. Hér fer Katrín Árnadóttir frá Akureyri mikinn á gönguskíðum. Stúlkur eru sagðar hafa mun minni áhuga á sigri í leik en piltar. Heiða Val- geirsdóttir Þórsari hefur þó örugglega mikinn áhuga á að sigra „erkifjand- ann“ KA, sem var andstæðingurinn í þessum leik. bolta stunduðu 21,1% pilta en 5,9% stúlkna en lítill munur er á skíðaíþróttinni, eða 15,6% pilta en 16,0% stúlkna. Það er einnig at- hyglisvert að skoða hvernig hlut- fall þeirra sem stunda fótbolta sem aðal íþróttagrein er misjafnt eftir landshlutum. Þannig er 38,1% nemenda 8. bekkjar á Ak- ureyri sem iðka fótbolta sem aðal íþróttagrein á sumrin, 23,6% nem- enda Langholtsskóla í Reykjavík en aðeins 16,1% nemenda Holta- skóla í Keflavík en þar stunduðu ríflega 27% nemenda körfubolta sem aðal íþróttagrein á sumrin. 16,6% nemenda á Akureyri stunduðu handbolta sem aðal íþróttagrein á vetuma, 21,5% nemenda Folda- og Breiðholts- skóla í Reykjavík en aðeins 4% nemenda Holtaskóla í Keflavík þar sem vinsældir körfuboltans eru hvað mestar hérlendis. Ljóst er að börn foreldra sem iðka íþróttir em líklegri til að iðka íþróttir sjálf. Það er athyglisvert að sterkara samband er milli iþróttaástundunar föður og dóttur en föður og sonar. Þannig stunda 47,7% pilta sem eiga föður sem stundar íþróttir einhverjar íþróttir á hverjum degi en 61,7% stúlkna og 35,4% pilta einu sinni í viku eða sjaldnar en 44,9% stúlkna. Mæður hvetja syni meira en dætur Hvatning til íþróttaiðkunar er mjög mismunandi, en piltar eru meira hvattir en stúlkur til að taka þátt í íþróttum með íþróttafélagi. Þannig telja 55% pilta móður sína hvetja sig en tæplega 49% stúlkn- anna. 44% piltanna telja íþrótta- kennara hvetja sig til þátttöku í íþróttum en 33% stúlknanna. Fleiri stúlkur en piltar eiga hins vegar föður sem hvetur þær lítið eða ekki neitt til þátttöku íþrótta með íþróttafélagi en 52% pilta á móti 41% stúlkna telja föður sinn hvetja mikið til þátttöku í íþrótt- um. Þegar litið er á kynjamun og aðstöðu til íþróttaiðkunar í ljósi íþróttaástundunar má sjá að að- staða til íþróttaiðkunar virðist skipta stúlkur meira máli en pilta. Þannig má sjá að hlutfall stúlkna sem stunda engar íþróttir lækkar hlutfallslega meira en hlutfall pilta ef íþróttaaðstaða er góð. Þannig er hlutur stúlkna sem ekki stundar íþróttir tæplega 36% ef aðstaða er léleg en rúmlega 25% þar sem að- staða er góð. Meðal pilta er mun- urinn ekki eins mikill, en 13% þeirra stunda ekki íþróttir ef að- staða er léleg og um 10% þar sem aðstaða er talin góð. Virkni í íþróttafélagi er einnig mun meiri meðal pilta, eða 57,5% á móti 39,4% hjá stúlkum. Félagsskapurinn er langalgeng- asta orsök þess hjá báðum kynjum að unglingur hættir þátttöku sinni í íþróttum með íþróttafélagi, eða 38,7% hjá piltum og 43,3% hjá stúlkum. Um 13% nemenda hættu vegna lítillar getu, þ.e. komust ekki í keppnislið eða töldu of miklar kröfur gerðar til þeirra. Nokkuð algengt er einnig að nem- endur hættu að æfa með íþróttafé- lagi þar sem lítið annað var gert en að æfa og keppa, eða 17% pilta og 16% stúlkria. Sláandi munur er á mati á því hvað skiptir mestu máli í íþróttum. Flestir töldu skipta mestu máli að vera í góðu formi, stúlkur þó meira eða 41,6% á móti 28,6% hjá piltum en að sigra eða vera leikinn í íþróttinni skiptir pilta mun meira máli en stúlkur. Þannig töldu 14,8% pilt- anna það skipta máli að vera leik- inn í íþróttinni en 9,3% að sigra eða vera betri en aðeins 6,1% stúlknanna töldu leiknina skipti máli og aðeins 1,2% sigurinn skipta máli. íþróttaþátttaka foreldra vekur áhuga barnanna Ljóst er að börn og unglingar stunda frekar íþróttir ef foreldrar þeirra gera það og eru tengslin mun sterkari hjá stúlkum, og hafði áhrif móður meiri áhrif á stúlkur en áhrif föður. Stærsti þátturinn í brotthvarfi stúlkna úr íþróttum er þó líkega hvatningin. Foreldrar, afi og amma, vinir og íþróttakenn- arar hvetja stúlkur að jafnaði minna en pilta til íþróttaþátttöku með íþróttafélögum auk þess sem hvatningin hefur mun meiri áhrif á stúlkur en pilta. Það er alvarleg niðurstaða fyrir íþróttaiðkun stúlkna og þátttöku þeirra í íþróttafélögum og er þar líklega að finna stærstu einstöku ástæðu til brottfalls stúlkna úr íþróttum. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.