Dagur - 01.03.1996, Qupperneq 14
14 — DAGUR — Föstudagur 1. mars 1996
ÍÞRÓTTIR
FROSTI EIÐSSON
Fjölmennt íshokkí-
mót á skautasvellinu
íslandsmót unglinga í íshokkí verður haldið á Skautasvellinu á
Akureyri um helgina. Reiknað er með að þetta verði fjölmenn-
asta mótið sem fram hefur farið í íþróttinni hér á landi en þátt-
takendur verða um 170 talsins, frá þremur félögum, Skautafélagi
Akureyrar, Skautafélagi Reykjavíkur og Birninum frá Reykja-
vík.
Mótið hefst klukkan 7:40 í fyrramálið og stefnt er að því að móts-
lok verði unt klukkan 16:30 á sunnudaginn. Hlé verður gert á mótinu
á morgun frá kl. 13-17 vegna leiks SA og SR í úrlitakeppni íslands-
mótsins í fullorðinsflokki. SR og Björninn senda bæði fjögur lið til
keppni, þar af tvö lið í þriðja flokki, sem er aldurshópurinn 10-12
ára. SA sendir eitt lið til keppni í flokkunum þremur.
Hlíðarfjall:
Stærsta snjóbretta-
mótið til þessa
A laugardag og sunnudag verður í Hlíðarfjalli stærsta snjó-
brettamót sem haldið hefur verið hér á landi. Er búist við að allt
að 200 manns verði á snjóbrettum í Hlíðarfjalli um helgina, að
sögn Trausta Jónssonar í versluninni Contact á Akureyri, sem
unnið hefur að undirbúningi mótsins.
Keppt er í þremur greinum. Fyrst er að telja svokallað „big-jump“,
sem þýða má risastökk. Þá rennir fólk sér niður brekku, stekkur á
tveimur pöllum og sýnir ýmis tilþrif í loftinu. Næsta grein er kölluð
„half-pipe“ (hálft rör) en þar er keppt í rennu svipað og þekkist t.d.
varðandi hjólabretti. Renna menn sér fram og til baka og stökkva upp
á endunum. Síðasta greinin er kölluð „border-cross“. Þá rennir fólk
sér niður braut sem alsett er hólum og hæðum og reynir að komast
niður á sem skemmstum tíma.
Mótshaldarar eru Pizza 67 og Coca Cola og er mótið hluti af svo-
kölluðum dekurdögum á Akureyri sem standa yfir tvær fyrstu helgar
marsmánaðar. Skráning er milli kl. 10 og 11 á laugardagsmorgun í
Hlíðarfjalli og keppni hefst upp úr því. Á sunnudagsmorgun kl. 10 er
þráðurinn tekinn upp að nýju og keppt fram eftir degi. Keppt er í gil-
inu norðan við Strýtuskálann.
Kraftajötnar
Tíu kraftajötnar frá Akureyri halda til Reykjavíkur
um helgina til að taka þátt í Islandsmótinu í kraft-
lyftingum í unglinga- og í öldungaflokki. Rúnar
Friðriksson, þjálfari og formaður Kraftlyftingafé-
lags Akureyrar, sagðist vera mjög ánægður með að
geta sent svona stóran og sterkan hóp. „Ég verð ansi
svekktur ef við fáum ekki marga á pall og þá á
Heiðar Sigurjónsson alla möguleika á að bæta Is-
landsmetið í drengjaflokki," sagði Rúnar. Dagur leit
við á æfingu hjá KFA í vikunni og myndaði hópinn,
sem var þannig skipaður; Fremri röð frá vinstri:
Halldór B. Halldórsson (75 kg flokki), Sigtryggur
á Islandsmót
B. Björnsson (82,5 kg flokki), Sigurbjöm Birkir
Bjömsson (82,5 kg flokki), Sigurður Áki Sigurðs-
son (90 kg flokki).
Aftari röð frá vinstri: Rúnar Friðriksson, þjálfari
og form. KFA, Jóhann Ó. Jóhannsson (90 kg
flokki), Jón Haraldsson (82,5 kg flokki), Heiðar
Sigurhjartarson (110 kg flokki) og Helgi Bergþórs-
son, fararstjóri. Þess má geta að þrír keppendanna
eru frá Vaxtarrækt Sigurðar Gestssonar. Á myndina
vantar þá Erling (75 kg fl.) og Amþór Örlygssyni
(82,5 kg fl.), keppendur í unglingaflokki og Flosa
Jónsson, sem keppir í 125 kg flokki öldunga.
Þolfimi - Islandsmótið:
Magnús ver ekki titilinn
íslandsmótið í þolflmi verður
haldið n.k. sunnudagskvöld í
Laugardalshöllinni. Keppendur
eru nokkuð fleiri en á undan-
förnum mótum, sérstaklega í
flokki unglinjga. Tíu keppendur
keppa um Islandsmeistaratitla
einstaklinga, sex konur og fjórir
karlar og vekur það athygli að
Magnús Scheving, íslandsmeist-
arinn í karlaflokki undanfarin
ár, er ekki skráður til leiks.
Kona Magnúsar, Ragnheiður
Melsted, ól honum dóttur í
fyrradag og mun það hafa átt
sinn þátt í því að Magnús ákvað
að sleppa mótinu í þetta sinn.
Guðrún Gísladóttir frá Púlsin-
um á Akureyri, Olga Bjamadóttir
frá Selfossi og Ásdís Pétursdóttir
frá fímleikadeild Ármanns eru
skráðar til leiks í kvennaflokki
ásamt þeim Unni Pálmarsdóttur,
núverandi Islandsmeistara, Borg-
hildi Kristjánsdóttur og Evu Dögg
Sigurðardóttur, sem öll eru í
Aerobic sport í Reykjavík.
Þrír af fjórum keppendum í
karlaflokki eru frá Aerobic sport,
en það em þeir Haraldur Jónsson,
Halldór Birgir Jóhannsson og
Gunnar Már Sigfússon. Samúel
Sveinn Bjamason kemur frá
Hressó í Vestmannaeyjum.
Gunnar Már og Unnur ættu að
vera ömgg með íslandsmeistara-
titilinn í parakeppninni því þau
mæta ein til leiks.
Alls er 21 keppandi skráður til
leiks á Islandsmeistaramóti ung-
linga. Jóhannes Gabríel Kristjáns-
son úr Vaxtarræktinni og Hafþór
Óskar Gestsson úr Aerobic sport
eru einu keppendumir í piltaflokki
en sex stúlkur taka þátt í mótinu.
Strandagangan
Fyrsta Islandsgangan, Stranda-
gangan, verður haldin á morgun
í Selárdal, við Geirmundarstaði,
15 km norðan við Hólmavík.
Gangan hefst klukkan 14 og
keppt verður í 20 km göngu í
flokkum 16-34 ára, 35-49 ára og
50 ára og eldri. Þá verður sam-
hliða íslandsgöngunni keppt í
trimmgöngu, þar sem gengnir
verða fimm og tíu kílómetrar.
Þetta er í annað skiptið sem ís-
landsgangan fer fram á Ströndum.
Hún var haldin í fyrsta sinn sl.
vetur og þótti þá takast mjög vel.
Alls voru þátttakendur þá 71 að
tölu, á aldrinum 7-63 ára og segj-
ast mótshaldarar hjá Héraðssam-
bandi Strandamanna vonast eftir
enn fleiri að þessu sinni. Nánari
upplýsingar um mótið veitir Vign-
ir Pálsson í síma 451-3332 og
Hjörtur Þór Þórsson í síma
451-3375.
Auglysingasamningur
hjá Völsungi og SAH
Sunnudaginn 18 febrúar sl. var
undirritaður auglýsingasamningur
til fjögurra ára milli Knattspyrnu-
deildar Völsungs á Húsavík og
Skipaafgreiðslu Húsavíkur, SAH.
Að sögn Ingólfs Freyssonar,
formanns Völsungs, er um viða-
mikinn samning að ræða. Skipaaf-
greiðslan mun auglýsa á öllum
keppnistreyjum Knattspymudeild-
ar Völsungs allt frá meistaraflokki
niður í yngstu flokka deildarinnar.
Auk þess verður SAH aðal styrkt-
araðili meistaraflokks og mun
auglýsa á öllum keppnisfatnaði og
búnaði meistaraflokks. SAH fær
sem styrktaraðili rétt til að auglýsa
á knattspymuvelli félagsins í leik-
skrá og víðar. Að auki fær SAH
sjónvarpsútsendingarrétt á öllum
leikjum og atburðum á vegum
knattspymudeildar Völsungs í
samræmi við reglur KSÍ. En þess
má geta að auknir ntöguleikar
hafa opnast til sjónvarpsútsend-
ingar frá leikjum Völsungs með
tilkomu Húsvískrar fjölmiðlunar.
„Þetta er stærsti auglýsinga-
samningur sem Völsungur hefur
gert og stuðningur SAH er mjög
myndarlegur. Allir flokkar knatt-
spyrnudeildar munu njóta góðs af
þessum samningi og hann styrkir
verulega allt starf deildarinnar sér-
staklega þar sem hann er til fjögurra
ára. A síðustu árum hafa fyrirtæki
hér á Húsavík í auknum mæli beint
því íjármagni sem nýtt er í auglýs-
ingar til starfsemi innan bæjarins og
það er mjög ánægjuleg þróun.
Þannig nýtist auglýsingarfjármagn-
ið til uppbyggingar á heimavelli,"
sagði Ingólfur Freýsson.
SAH er flutninga- og fram-
leiðslufyrirtæki og sagði Friðrik
Sigurðsson, framkvæmdastjóri, að
fyrirtækið hefði trausta og jákvæða
ímynd og stuðriingur við bama- og
unglingastarf á Húsavík væri vissu-
lega verðugt verkefni. „Við kjósum
að nýta okkar auglýsingafjármagn
til að leggja okkar af mörkum í já-
kvæðri starfsemi eins og þessari.
Enda teljum við að tvímælalaust sé
um forvamarstarf að ræða, sem geti
skipt sköpum fyrir mörg ung-
menni,“ sagði Friðrik. KLJ
Hér handsalu þeir Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skipaafgreiðslu
Húsavíkur, SAH, og Garðar Jónsson, formaður Knattspyrnudeildar Völs-
ungs, samninginn á gámi við höfnina. Með þeim á myndinni eru f.h. Nor-
mann Denish, fyrir hönd knattspyrnudeildar, Ingólfur Freysson, formaður
Völsungs, þá Garðar og Friðrik og eigendur SAH, þeir Grímur Kárason og
Hannes Höskuldsson.