Dagur - 08.03.1996, Síða 1

Dagur - 08.03.1996, Síða 1
79. árg. Akureyri, föstudagur 8. mars 1996 48. tölublað Harðnandi samkeppni í bifreiðaskoðun í Ólafsfirði: Bifreidaskodun Islands hf. býður öllum bifreiðaeigendum afslátt Bifreiðaskoðun íslands hf. hef- ur boðið íbúum Ólafsfjarðar 10,5% afslátt af aðalskoðun öku- tækja og er verðið til þeirra 2.750 krónur, auk þess sem boðið er upp á fría endurskoðun innan viku frá aðalskoðun. Tiiboðið stendur allt þetta ár. Ólafsfirð- ingar, einir landsmanna utan Reykvíkinga, njóta afsláttar af aðalskoðun ökutækja en Bif- reiðaskoðun íslands hefúr boðið einstaka fyrirtækjum í öðrum byggðarlögum afslætti. Aðalskoðun hf. í Hafnarfirði hefur boðið Ólafsfirðingum upp á bifreiðaskoðun einu sinni í mán- uði, tvo daga í röð, í samstarfi við bifreiðaverkstæðið Múlatind sf. í Ólafsfirði. í upphafi leituðu feðg- arnir Sigurjón og Magnús hjá Múlatindi sf. eftir samstarfi við Bifreiðaskoðun Islands en ekkert varð af því og var þá gengið til samstarfs við Aðalskoðun hf. Næst mun Aðalskoðun bjóða upp á bifreiðaskoðun í Ólafsfirði 18. og 19. mars nk. Sigurjón segir að nokkrir Akureyringar hafi látið skoða í Ólafsfirði síðan Að- alskoðun hf. tók þar til starfa og nokkrir eigi þar pantaða skoðun. „Síðast þegar skoðað var hér var gjaldið 400 krónum lægra en hjá Bifreiðaskoðun Islands á Ak- ureyri, eða 2.400 krónur. Mér finnst það alveg spuming hvort þetta tilboð Bifreiðaskoðunar ís- lands stenst samkeppnislög. Akur- eyringum og Dalvíkingum hlýtur einnig að finnast það skrýtið að Ólafsfirðingar skuli fá bif- reiðaskoðunina á mun lægra verði en þeim stendur til boða,“ sagði Sigurjón Magnússon. Sigurjón Heiðarsson hjá Sam- keppnisstofnun segir auglýsingu Bifreiðaskoðunar íslands ekki stangast á við samkeppnislög, nema um sé að ræða markaðsráð- - eini staðurinn utan Reykjavíkur þar sem allir njóta afsláttar andi fyrirtæki sem með þessu til- boði sé að gera tilraun til að flæma samkeppnisaðilann út af markaðnum. Sigurjón segir hins vegar að tilboðstíminn sé ein- kennilega langur. Guðmundur Guðmundsson, markaðsstjóri Bifreiðaskoðunar Islands hf., segir að samið hafi verið við fyrirtæki á Dalvík, Ak- ureyri og reyndar víðar og þar hafi verið boðinn hærri afsláttur en Ól- afsfirðingum standi til boða. Sá afsláttur sé hins vegar bundinn við viðkomandi fyrirtæki og starfs- menn þess og eftir sem áður þurfi bifreiðaeigendur á viðkomandi stöðum að fara til Akureyrar, Húsavíkur eða nærliggjandi skoðunarstöðvar. „Með þessu tilboði vildum við sýna Ólafsfirðingum að við vær- um samkeppnisfærir við Að- alskoðun í verðum. Við erum að „Auðvitað hefur verið nokkuð kalt, en við höfum bara klætt okkur vel,“ sögðu fyrstu tjaldgestir ársins á Akur- eyri. Mynd: BG. Vorboðarnir komnir Fargjöldin eru svo ódýr á þessum tíma árs að við ákváðum að koma nú, fremur en þegar liðið er fram á sumar,“ sögðu fyrstu gestir ársins á tjaldsvæðinu á Akureyri. Þeir höfðu þar næt- urdvöl í fyrrinótt - en héldu suður í gærdag, eft- ir að hafa skoðað sig um á Norðurlandi. Fyrstu ferðamenn hvers árs eru ævinlega merki um að vorið sé að nálgast. Háskólanemarnir Doug Shepard og Pete Nic- hols frá Virginíufylki í Bandaríkjunum hafa ferðast um landið síðustu daga og taka tíu daga í þessa ís- landsför. „I gær skoðuðum við Mývatn, en ætlum f dag suður með rútunni. Við eigum eftir að skoða Gullfoss og Geysi, en munurn fljúga aftur heini á mánudaginn," sögðu þeir félagar. Þeir bættu því við að gaman væri að ferðast um landið á þessum tíma árs, og það gæfi aðra mynd en þá sem alla jafna má sjá í litprentuðum glæsi- bæklingum. „Jú, auðvitað hefur verið nokkuð kalt, en við höfum bara klætt okkur vel og erum nokkuð vel útbúnir,“ sögðu Shepard og Nichols. -sbs. Mótmælafundur Opnberir starfsmenn funduðu í gær í Alþýðuhúsinu á Akureyri en þar var haidinn sameiginiegur fundur BSRB, BHMR og Kennarasambandsins að tiihlutan aðgerðarnefndar féiaganna. Framsögumenn voru Björn Arnórs- son, hagfræðingur BSRB, og Martha Hjáimarsdóttir, varaformaður BHMR. Mikill urgur er í opinberum starfsmönnum vegna þriggja frum- varpa fjármáiaráðherra, sem m.a. hefur verið talin svívirðileg aðför að kjör- um og réttindum opinberra starfsmanna. í hópi kennara hefur verið talað um að grípa tii andsvara með eins konar skæruhernaði. GG/Mynd: BG Þrotabú Fiskverkunar Jóhannesar & Helga hf. á Dalvík: Ekkert fæst greitt upp í lýstar kröfur Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði Fiskverk- un Jóhannesar & Helga hf. á Dalvík gjaldþrota í lok nóvem- bermánaðar sl. og í desember- mánuði voru síðan hús og tæki seld Árnesi hf. í Þorlákshöfn. Fiskvinnsla, aðallega á flatfiski, hófst svo að nýju í húsinu í janú- armánuði. Skiptafundur í þrotabúinu var haldinn 6. mars sl. á Húsavík af skiptastjóra, Örlygi Hnefli Jóns- syni hdl., þar sem birt var skrá yfir lýstar kröfur og ráðstöfun á eign- um og réttindum búsins. Lýstar kröfur námu alls 95 milljónum króna og forgangskröfur þess utan um 14 milljónum, en af forgangs- kröfum námu launa-, orlofs- og lífeyrissjóðskröfur unt 8 milljón- um króna. Engar eignir eru til upp í lýstar kröfur, en söluandvirði fasteigna og véla gekk upp í greiðslu á öllum veðkröfum. Ver- ið er að kanna skuldastöðu félags- ins, þ.e. útistandandi kröfur sem skiptastjóri segir vera mjög ótryggar, eða einskis virði í versta falli. GG fikra okkur áfram í þessu og átta okkur á samkeppninni. Ólafsfirð- ingar eru til þessa þeir einu sem við höfum boðið afslátt til allra íbúa að Reykjavíkingum undan- skildum, en það er aðeins fyrsta skrefið. Við teljum okkur hafa tekist að þjóna landsbyggðinni mjög vel og mjög víða og þar sem öryggið í umferðinni skiptir miklu máli þá teljum við að það sé ekk- ert sem eigi að gera of ódýrt, þar sem kostnaður er töluverður, og missa svo öryggið úr böndunum. Við óttumst að á fámennum stöð- um muni skoðunarfyrirtækin ekki ganga í grimmri samkeppni og ör- yggisþátturinn líða fyrir það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Full skoðun án afsláttar kostar hjá Bifreiðaskoðun íslands 3.010 krónur og innifalið í því er meng- unargjald, 330 krónur, og umferð- aröryggisgjald, sem rennur til Umferðarráðs. Einnig er end- urskoðun frí sé hún nýtt samdæg- urs, en þó hefur hún á sumum skoðunarstöðvum Bifreiðaskoðun- ar íslands verið gefin frí. GG Borgaraleg handtaka á Akureyri: Geröu sig heimakomna í nafni réttra íbúa s Ibúar í fjölbýlishúsi við Víði- lund á Akureyri handtóku tvo drengi með borgaralegum hætti, þegar þeir gerðu sem heima- komna þar sl. miðvikudag. Lög- reglan tók piltana síðan í sína vörslu. „Dyrabjöllunni hjá mér var hringt og sá sem fyrir svörum varð kvaðst heita Jón Magnússon, líkt og nágranni minn í næstu íbúð. Hinn meinti Jón sagðist hafa týnt húslyklum sínum og bað mig um að hleypa sér inn, sem var sjálfsagt mál. En þegar ég fór fram í stigaganginn til að hafa tal af nágranna mínum, var hann ekki þar, heldur þrír fjórtán ára drengir, sem ég hafði aldrei séð áður,“ sagði Valur Hilmarsson, íbúi í Víðilundi. Valur og hinn raunverulegi Jón gómuðu drengina og settu sig í samband við lögreglu, sem kom skömmu síðar. Hún hafði þá haft afskipti af þeim fyrr sama dag, vegna annarra mála, að sögn Vals. Drengirnir sem um ræðir náðu engu að stela, áður en til handtök- unnar kom. Áður hefur þó verið farið inn í þetta fjölbýlishús og stolið skótaui og reiðhjóli. „Það er aldrei of varlega farið og þetta er enn eitt atriðið sem maður verður að hafa í huga vegna þjófa, sem geta verið á ferðinni," sagði Valur Hilmarsson. -sbs.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.