Dagur - 09.03.1996, Síða 5

Dagur - 09.03.1996, Síða 5
Laugardagur 9. mars 1996 - DAGUR - 5 Séra Gðvarð Ingólfsson er nýr sóknarpestur á Skinnastað. Hann lauk guðfræðiprófi nú nýlega. Margir þekkja nafn Eðvarðs fyrir bækur sem hann skrifaði og náðu vinsældum, svo sem Fimmtán ára á föstu og Sextán ára í sambúð. Einnig hefur hann skrifað nokkrar ævisögur. Mynd: BG. „Síðustu daga höfum við verið að taka búslóðina upp úr kössun- um og koma okkur fyrir. Þetta er mikil vinna og allir þeir sem staðið hafa í búslóðaflutningum vita þetta. Okkur líst vel á okkur hér á Skinnastað og ég held að ekki verði svo ýkja mikil viðbrigði fyrir okkur hjónin að setjast að í sveit, nýflutt úr Kópavogi. Bæði erum við uppalin úti á landi; ég á Hellissandi og Bryndís, konan mín, í Hveragerði. Mörgu borgarbarninu brygði sjálfsagt meira við í okkar sporum. Við þekkjum taktinn í lífínu úti á landi, ef svo má að orði komast,“ segir Eðvarð Ingólfsson, nýr sóknar- prestur á Skinnastað í Öxarfírði, í samtali við Dag. Sóknamefndir í Skinnastaða- prestakalli við Öxarfjörð kusu í síðasta mánuði Eðvarð Ingólfsson cand. theol. sem sóknarprest, en brauðið hafði verið prestlaust um tíma. Eðvarð er 35 ára að aldri og lauk guðfræðiprófi á síðasta hausti. Áður hefur nafn Eðvarðs borið hátt, því fyrir nokkrum árum var hann ritstjóri Æskunnar, um- sjónarmaður unglingaþátta í Rík- isútvarpinu og höfundur unglinga- bóka. Margir þekkja bækumar Fimmtán ára á föstu og Sextán ára í sambúð, sem komu út fyrir um áratug. Gamall draumur „Það er gamall draumur að fara í prestskap og nú er hann að rætast. Fljótlega eftir stúdentspróf, eða haustið 1982, skráði ég mig í guð- fræðideild Háskóla Islands. Ég hafði þó skamma viðdvöl í guð- fræðináminu í það skiptið því þetta var um það leyti sem ég og konan mín kynntumst. Við stofn- uðum heimili og settum strax stefnuna á að eignast þak yfir höf- uðið. Að því viðfangsefni einbeitt- um við okkur næstu árin og tím- inn flaug áfram. Ég starfaði við blöð og útvarp og skrifaði jafn- framt nokkrar unglingabækur og ævisögur. Því var guðfræðinámi frestað um sinn,“ sagði Eðvarð. Hann bætir því við að reyndar hafi dregist nokkuð að hefja nám aftur, eða til ársins 1989. „Þegar hér var komið við sögu var ég að verða þrítugur og sá að annað hvort færi ég í guðfræðina eða ekki. Yrði síðari kosturinn fyrir valinu ákvað ég að nefna þetta aldrei á nafn framar. En betra var að taka af skarið og skella sér af alvöru í guðfræðina, fremur en verða gamli maðurinn sem nagar sig í handabökin yfir því að hafa ætlað að gera hitt og þetta sem aldrei varð.“ Guðfræðinámið býsna strembið - Þú hefur ekki haft hug á öðrum námsgreinum í háskóla, svo sem rafmagnsverkfræði, jarðfræði eða laganámi? „Nei, slík fög komu aldrei til greina. Ég vildi vera á mannlegu línunni. Þegar ég var við nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum var umsjónarkennari minn þar Þorsteinn Gunnarsson, nú há- skólarektor á Akureyri. Hann hvatti mig mjög til að fara í fé- lags- eða sálfræðinám. Guðfræðin togaði hins vegar sterkar í mig, enda taldi ég hana gefa mér meira sé nefnt. „Það hve námið er tjöl- breytt er líklega það sem gerir það mest heillandi," segir Eðvarð. Ögrandi viðfangsefni Það var í lok janúar síðastliðins, sem sóknarnefndir í Skinnastaða- prestakalli settu sig í samband við Eðvarð, sem þá hafði nýlega lokið embættisprófi og starfsþjálfun. Nefndarfólk bauð honum og Bryndísi konu hans að koma norð- ur og kynna sér aðslæður. „Okkur var tekið afskaplega vel hér, þá dagstund sem við höfðum viðdvöl hér. Þau litlu kynni sem við höfð- um af fólkinu lofuðu góðu og við ákváðum að slá til. Hingað höfð- um við aldrei komið áður og höfð- um engin tengsl við svæðið eða fólk hér. Það hefur sitt að segja, því slíkt gerir viðfangsefnið enn meira spennandi og ögrandi. En þetta hefur sannarlega verið óvænt þróun atburða nú á einum mánuði. Síðustu daga hefur maður verið að ná áttum í orðsins fyllstu merk- ingu. Við erum í raun að nema nýtt land; kynnast nýjum stað og nýju fólki,“ sagði Eðvarð. Eiginkona hans er Bryndís Sig- urjónsdóttir, leikskólakennari, úr Hveragerði. Böm þeirra hjóna eru tvö, Elísa tíu ára og Ingólfur, sem er sex ára. Þau eru nú byrjuð í námi í Lundarskóla, sem stendur skammt frá Skinnastað. Þriðja barnið er væntanlegt í maí næst- komandi. - Verslun og önnur þjónusta er yfirleitt sótt í Ásbyrgi, sem er í 6 km fjarlægð, eða út að Kópaskeri, en þangað eru 30 km. Þrjár sóknir í Skinnastaðarprestakalli eru þrjár sóknir. Það eru: Garðssókn í Kelduhverfi, Skinnastaðarsókn, sem nær yfir byggðina við Öxar- tjörð, og Snartarstaðasókn, sem nær yfir Kópasker og nærsveitir. Sóknarbörn eru 480 talsins. Væntanlega mun Eðvarð syngja sína fyrstu messu þann 17. mars, þá í kirkjunni að Skinnastað. Sr. Öm Friðriksson, prófastur á Skútustöðum í Mývatnssveit, inun setja hann inn í embættið. „Embættisbústaðurinn á Skinnastað er risastór og eru þar hvorki fleiri né færri en tíu her- bergi. Forstofuherbergið hef ég nú þegar tekið undir skrifstofu sókn- arprests og þar verður komið fyrir bókum og öðru því sem tengist starfi prestsins. Annað herbergi ætla ég hins vegar að helga rithöf- undinum. Þessa tvo menn, prest- inn og rihöfundinn, verður að temja og kenna þeim að búa sam- an. En presturinn verður hér eftir mitt aðalstarf, en rithöfundurinn Eðvarð Ingólfsson hugsar sér engu að síður gott til glóðarinnar. Hann á ýmislegt á harða diskinum í tölvunni sinni, sem ef til vill birt- ist lesendum á næstu árum,“ sagði Eðvarð. Hryggileg umræða „Eins og flestum, ef ekki öllum, í prestastétt, þá þykir mér þessi um- ræða afar hryggileg. Ég mun þó ekki láta hana hafa nein áhrif á mig í starfi og mun leitast við að rækja skyldur mínar í prestakall- inu eins og kostur er,“ sagði Eð- varð Ingólfsson að síðustu, að- spurður um átök þau innan Þjóð- kirkjunnar, sem hátt hafa borið að undanfömu; hvort heldur ásakanir á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi um meinta kynferðisáreitni eða hið fjölþætta ósætti meðal manna í Langholtskirkju í Reykjavík. „Því skulum við ekki gleyma að á öllum tímum hafa menn haft skiptar skoðanir innan kristinnar kirkju og deilt um einstök mál. Lesa má í Postulasögunni um hvernig tekist var á í upphafi. Kirkjan er vitaskuld ekkert annað en samfélag ófullkominna manna, sem leita náðar og fyrirgefningar Guðs - og nú eru prestar þar ekki undanskildir. Oft hafa ýmis mál komið upp í íslenskri kirkju, en nú, þegar fjölmiðlar eru orðnir ágengari og opinskárri en var, er hætt við að þau magnist um of. Þá er líka stutt í að neistinn verði að báli,“ sagði séra Eðvarð Ingólfs- son. -sbs. - rætt við séra Eðvarð Ingólfsson, nýjan sóknarprest á Skinnastað í Öxarfirði sem einstaklingi. Hvort sem eiga í hlut sálar-, félags- eða guðfræð- ingar þá starfa þeir vissulega allir á vettvangi hins mannlega lífs. Helsti munurinn er hins vegar sá að í starfí prests er fyrst og fremst unnið á trúarlegum forsendum. Það réði úrslitum um að ég fór í guðfræðinám, jafnframt því sem ég taldi það geta útvíkkað mig sem rithöfund." Embættisnám í guðfræði tekur fimm ár. Eðvarð neitar því ekki að það sé býsna strembið á köflurn, sérstaklega grísku- og hebresku- námið. Hittt sé þó annað - og bót í máli - hve fjölbreytt þetta nám sé. Það spanni yfir nánast öll svið mannlegrar tilveru. Guðfræðinem- ar þurfi til að mynda að læra sögu, félagsfræði, söng, uppeldisfræði og geðsjúkdómafræði svo fátt eitt „Ég vildi vera á mannlegu línunni“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.