Dagur - 09.03.1996, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 9. mars 1996
Oddur Helgi Halldórsson:
„Menningarmálin eru ágæt að r
flestu leyti. Eg hef hins vegar alltaf
verið þeirrar skoðunar að ef barnið
mitt er svangt fer ég ekki að sýna
því málverk heldur reyni ég að út-
vega því mat.“ Mynd: BG
Oddur Helgi Halldórs-
son var ó lista Fram-
sóknarflokksins ó Ak-
ureyri fyrir síóustu
sveitarstjórnarkosning-
ar. Hann situr í bygg-
ingarnefnd, íþrótta- og
tómstundanróói og er
auk þess varamaóur í
bæjarstjórn Akureyrar
og hefur margsinnis
vakió athygli fyrir áb
vera óhræddur við áb
segja sínar skoóanir,
jafnvel þó þær eigi
ekki alltaf upp ó pall-
borðió hjó flokks-
bræórum hans og
systrum. Sjólfur segist
hann vera verkamaóur
í eóli sínu og telur
heióarleika vera sinn
helsta kost. En hver er
þessi maóur og hvaóa
erindi ó hann í pólítík?
„Ég er fæddur á Akureyri og er
sonur Halldórs Amasonar, skó-
smiðs, og Sigríðar Kristjánsdótt-
ur,“ segir Oddur um upprunann.
Hann er 36 ára gamall og hefur
alla tíð búið í Þorpinu enda segist
hann vera einn af fáum hreinrækt-
uðum þorpurum. Hann er fjöl-
skyldumaður og þó að við fyrstu
sýn virðist hann ekki eiga heima í
hópi hinna svokölluðu „mjúku“
manna kemur blik í augu Odds
þegar hann minnnist á konu sína
og böm. „Konan mín heitir Mar-
grét Harpa Þorsteinsdóttir og við
eigum þrjú börn, eitt fimmtán ára,
annað tólf ára og það yngsta er
fimm mánaða. Ég tók mér frí í
einn mánuð í haust þegar yngsta
bamið fæddist, einskonar fæðing-
arorlof, og það var alveg dýrlegt.
Nú sé ég hvað ég hef misst af
rosalega miklu með því að vinna
svona mikið þegar hin börnin
voru ung og ég met fjölskylduna
mjög rnikils."
Fyrir tíu árum stofnaði Oddur
fyrirtækið Blikkrás sem hann rek-
ur í dag og segir hann bjartara
framundan í rekstrinum en oftast
áður. Hann er einn þeirra sem hef-
ur nýtt sér það nám sem Háskól-
inn á Akureyri býður upp á en ár-
ið 1992 útskrifaðist hann sem iðn-
rekstrarfræðingur eftir tveggja ára
nám. „Ég tók námið með vinnunni
og það nýtist mér mjög vel í
rekstrinum. Stundum lá við að ég
gæti nýtt mér það sem ég lærði í
skólanum um morguninn þegar ég
var að vinna í fyrirtækinu eftir
mat. Þetta er mjög sniðugt nám
því þó ég sé blikksmiður og kunni
faglega þáttinn er ekki þar með
sagt að ég kunni að reka blikk-
smiðju.“
Verkamaóur í eóli mínu
Oddur Helgi hafði ekki haft af-
skipti af sveitarstjórnarmálum fyrr
en hann tók sæti á lista Framsókn-
arflokks fyrir síðustu kosningar.
Hann segist þó alltaf hafa talið sig
til framsóknarmanna og hann hafi
lengi haft áhuga á bæjarmálunum
og haft á þeim skoðanir þó hann
hafi ekki reynt að koma þeim sér-
staklega á framfæri áður. „En ég
tel mig eiga erindi þarna inn með
mínar skoðanir og að ég geti
hugsanlega látið gott af mér
leiða."
- Hvaða málefni eru þér hug-
leiknust?
„Ég er í órólegu deildinni. Þó
ég reki eigið fyrirtæki og sé nú
með háskólapróf er ég verkamað-
ur í eðli mínu og er mjög stoltur af
því. Ég tel mig því vera fulltrúa
verkamannsins í víðu samhengi.
Einnig tel ég mig vera fulltrúa fyr-
ir iðnaðarmenn, sem mér finnst
hafa átt undir högg að sækja og
síðast en ekki síst er ég fulltrúi
þeirra manna sem hafa þurft að
berjast áfram í lífinu. Mér fannst
strax áberandi að ég var að ræða
við allt annan þjóðfélagshóp en
margir sem eru í þessum stjóm-
málum. Ég er að ræða við mann-
inn á götunni og kem til dyranna
eins og ég er klæddur. Ég á það til
að segja það sem mér finnst, tel
mig vera hreinskilinn og læt sam-
viskuna ráða. Stundum hefur þetta
komið mér í koll, þar sem ég á til
að mála mínar skoðanir í sterkum
liturn," segir Oddur.
Flyglakaupum mótmælt
Eitt af þeim skiptum sem Oddur
lét í sér heyra í bæjarstjórn og
mótmælti kröftuglega var þegar til
umræðu var að bærinn keypti tón-
listarflygil fyrir sex milljónir
króna. I kjölfarið fylgdi gagnrýni
á fjárframlög til Tónlistarskólans
sem honum þóttu óeðlilega há.
Því vaknar upp sú spuming hver
sé afstaða hans til menningarmála.
„Menningarmálin eru ágæt að
flestu leyti. Ég hef hins vegar allt-
af verið þeirrar skoðunar að ef
bamið mitt er svangt fer ég ekki
að sýna því málverk heldur reyni
ég að útvega því mat. Mér fannst
því mjög bagalegt að fulltrúar
þeirra flokka sem telja sig vera
fulltrúa verkamannsins leggðu til
að keyptur væri flygill fyrir sex
milljónir, sem mér telst til að sé
svipuð árslaun og tíu verkamanna.
Ég vildi eyða þessum peningum í
annað og taldi að þorri fólks hefði
kannski ekki vit á því hvort verið
vær að spila á flygil sem kostar
eina, tvær eða sex milljónir," segir
Oddur. Hann tekur fram að þetta
þýði ekki að hann sé alfarið á
móti menningu og sjálfur hafi t.d.
mjög gaman af söng. „Ég er
kannski ekki sérstaklega hlynntur
henni en er ekki mikið á móti
henni heldur.“
Um tónlistarskólann hefur
Oddur það að segja að honum
finnst fjárframlög sem skólinn fær
frá bænum vera úr takt við allt
Ég tel mig því vera
fulltrúa verkamanns-
ins í víöu samhengi.
Einnig tel ég mig vera
fulltrúa fyrir iönaðar-
menn, sem mér finnst
hafa ótt undir högg áb
sækja og síöast en
ekki síst er ég fulltrúi
þeirra manna sem
hafa þurft ab berjast
ófram í lífinu.
annað, hvort sem miðað sé við
íþróttir eða annað. „Ég held ég
fari rétt með að hver iðkandi í
íþróttum fékk um 8.000 krónur á
mann frá bænum árið 1994. Á
sama tíma eru 500 manns í tónlist-
arskólanum og bærinn borgar 50
milljónir til Tónlistarskólans sem
þýðir 100 þúsund krónur á hvern
nemanda. Ég hef ekki vit á því
sjálfur hvort hann er óeðlilega dýr
miðað við aðra tónlistarskóla en
hann er mjög dýr miðað við aðra
málaflokka. Ég vakti hressilega
athygli á þessu en eftir það hafa
menn farið að tala meira um að
reksturinn þurfi að skoða einmitt
út af því hvað hann er dýr. Menn
geta auðvitað haft misjafnar skoð-
anir en oft á tíðum finnst mér
menn hugsa fullmikið um menn-
inguna."
Er og veröur Þórsari
Hreinræktaður þorpari hlýtur að
vera harður Þórsari og Oddur er
ekki að fela með hvaða liði hann
heldur. Hann viðurkennir að sú
staðreynd að hann sé Þórsari geti
litað afstöðu hans í málum. Hins
vegar litist skoðanir allra af
einhverjum hagsmunum og mun-