Dagur - 09.03.1996, Qupperneq 20
Verið viðbúin
vinningi!
Fimmtán athugasemdir
við aðalskipulag
Eyjafjarðarsveitar:
Reiðvega-
málin
erfiðust
- segir Pétur Þór
Jónasson, sveitarstjóri
Fimmtán athugasemdir bárust
við tillögu að aðalskipulagi
Eyjafjarðarsveitar, en frestur til
að skila athugasemdum rann út
á dögunum. Bæði er um að ræða
einstaklinga og landeigendur en
einnig félagasamtök, þ.e. hesta-
mannafélög.
Viðamestu athugasemdimar
snerta skipulag reiðvega, að sögn
Péturs Þórs Jónassonar, sveitar-
stjóra, en þau mál hafa einmitt
verið talsvert til umfjöllunar að
undanfömu. „Reiðvegimir eru
auðvitað langsamlega erfiðasta
málið. Þar er mikil stífni í sjónar-
miðum sem leiða til þess að þau
stangast mjög alvarlega á,“ sagði
Pétur.
Hreppsnefnd hefur nú 8 vikur
til að afgreiða athugasemdirnar og
verður að taka hverja og eina til
skoðunar og afgreiðslu. „Margt af
þessu sýnist mér að verði fljótgert
að afgreiða en annað gæti orðið
talsvert strembið," sagði Pétur. Að
þessu loknu er afgreiðsla hrepps-
nefndar send Skipulagi ríkisins.
„Það sem gæti gerst, út af reiðveg-
unum þá einna helst, er að það
þurfi að auglýsa skipulagið aftur.
Ef mál em svona viðkvæm og svo
andstæð sjónarmið uppi, gæti
þurft að gera þær breytingar að
aftur yrði auglýst,“ sagði Pétur.
HA
© HELGARVEÐRIÐ
Samkvæmt spá Veðurstofu
ísland verður sunnanstrekk-
ingur, skýjað en úrkomulítið
og milt í veðri á Norðurlandi
í dag. Á morgun verður
svipað veður fram eftir degi
en snýst í hvassa suðaust-
anátt með rigningu um
kvöldið. Hiti um helgina
verður á bilinu 5-8 stig en á
mánudag kólnar en ætti að
vera þurrt.
Sjógangur í rokinu
Hlýindin og sunnanrokið í gær og fyrrakvöld minntu frekar á annan árstíma en hávetur. Pollurinn á Akureyri var úfinn í rokinu í gærmorgun og gus-
umar gengu upp á Strandgötuna og bryggjuna á Oddeyrartanga, eins og sjá má. Snjórinn er á undanhaldi þegar svona viðrar og það mátti mæla á
mörgum ám á Norðurlandi í gær. Mynd: bg
Eyþing dregur að hefja undirbuning að starfsemi skólaþjónustu:
Háir starfsemi fræðsluskrifstofu
- segir Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri
Einn hluti af fyrirhuguðum
flutningi grunnskólans frá
ríki til sveitarfélaga er að sveit-
arfélögin taka við þeirri sér-
fræðiþjónustu, sem lögum sam-
kvæmt á að inna af hendi. Fyrir-
komulag þessarar þjónustu í
framtíðinni hefur mjög verið til
umfjöllunar og á Norðurlandi
eystra hafa sveitarfélögin náð
saman um eina skólaskrifstofu,
Skólaþjónustu Eyþings, sem
staðsett verður á Akureyri með
útibú á Húsavík.
Stofnunin mun í raun taka við
hlutverki og verkefnum fræðslu-
skrifstofu. Enn er flutningur
grunnskólans í nokkurri óvissu og
hefur það slæm áhrif á starfsemi
fræðsluskrifstofunnar, að sögn
Trausta Þorsteinssonar, fræðslu-
stjóra. Hann segir fullri starfsemi
verða haldið úti allt þar til að
fræðsluskrifstofan verður lögð
niður 1. ágúst nk. Aftur á móti
þurfí að breyta áherslum eitthvað
á næstunni. „Við þurfum að fara
að huga meira að því að ganga frá
hlutum og koma þeim í’ hendur
nýrra aðila. Það sem okkur hins
vegar vantar er viðskiptaaðili okk-
ar. Eyþing hefur ekki enn gengið
frá skipun skólaráðs sem fara á
með stjóm skólajrjónustunnar og
ekki auglýst eftir forstöðumanni
nýrrar stofnunar. Við erum því í
nokkrum vandræðum að vinna
þetta verk,“ sagði Trausti.
Stjórn Eyþings hefur lýst því
yfir að skólaráð taki ekki til starfa
fyrr en ljóst er hvort af flutningi
grunnskólans verður. Trausti seg-
ist hins vegar ekki fyllilega skilja
þessa afstöðu. „Maður spyr sig
hvenær menn telja það ljóst að af
flutningnum verði. Telja þeir það
ljóst eftir fulltrúaráðsfund Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga um
helgina. Einnig er óvissa vegna
aðgerða opinberra staifsmanna út
af frumvörpum fjármálaráðuneyt-
isins og félagsmálaráðuneytisins.
Er það nóg til þess að menn haldi
enn að sér höndum með að stíga
þetta skref? Við erum því í mikilli
óvissu gagnvart Eyþingi, sem er
mjög slæmt. Það gerir það að
verkum að maður er hræddari um
að ný þjónusta verði ekki í stakk
búin til að sinna hlutverki sínu,
þegar skólar hefjast næsta haust,“
sagði Trausti og tekur undir að
það hái starfsemi fræðsluskrifstof-
unnar að Eyþing dregur að hefja
undirbúning þess að taka við þjón-
ustunni. „Við vitum ekkert hvað
tekur við meðan Eyþing gengur
ekki tryggilega frá þessum hlut-
um. Önnur sveitaifélög hafa þegar
sett sínar stofnanir á laggirnar en
hér halda menn enn að sér hönd-
um. Manni finnst það einkennilegt
þegar orðið er samkomulag milli
sveitarfélaganna á svæðinu urn
fyrirkomulagið. Þá finnst manni
hlálegt að sýna ekki þá djörfung
að hefja þessa starfsemi,“ sagði
Trausti.
Hann tók undir að nauðsynlegt
sé að nýta þá þekkingu sem er til
staðar á fræðsluskrifstofunni og
yfirtaka Skólaþjónustu Eyþings
verði með þeim hætti að það komi
ekki niður á þeirri þjónustu sem
um ræðir. Einmitt þess vegna sé
ekki eftir neinu að bíða hjá Ey-
þingi að kjósa skólaráðið og það
hefji starfsemi. „Eftir því sem tím-
inn líður minnka möguleikarnir á
að mynda samfellu í þessu starfi,
sem við erum að sinna,“ sagði
Trausti. HA
bkolaostur kg/stk.
io%
LÆKKUIM
VERÐ NU:
VERÐ ÁÐUR:
ÞÚ SPARAR:
647 kr.
kílóið.
■ kílóið.
72 kr.
á hvert kíló.
OSTA- OG
SMIÖRSALAN SE