Dagur - 15.03.1996, Side 3

Dagur - 15.03.1996, Side 3
FRETTIR Föstudagur 15. mars 1996 - DAGUR - 3 Akureyri: Bæjarmála- punktar Ataksverkefni Á fundi bæjarráðs í gær var lagt fram yfirlit frá atvinnu- málaskrifstofunni um styrkum- sókriir til Atvinnulcysistrygg- ingasjóðs vegna átaksverkefna. Óskað er eftir að ráðið verði í 73 stöðugildi, samtals t' 244 mannmánuði. Bæjarráð sam- þykkti að umsóknimar verði sendar Atvinnuleysistrygg- ingasjóði. Prófdómarar í Myndlistaskólanum Að tilmælum skólastjóra Myndlistaskólans á Akureyri samþykkti bæjarráð að tilnefna eftirtalda ntenn prófdómara við lokapróf í skólanum á komandi vori: Við málunar- deild: Kristinn G. Jóhannsson, listmálara á Akureyri. Við deild grafískrar hönnunar: Þor- vald Öttar Guðlaugsson, graf- t'skan hönnuð og formann F.Í.T. Reykjavík. Kaup á lóðinni Sólheimum II Bæjarráð staðfesti í gær sam- komulag um kaup Akureyrar- bæjar á lóðinni Sólheimum II við Höfðahlíð af Jakobi V. Kárasyni Litluhlíð 6f. Kaup- verð er kr. 116.560. Starfshópur um yfírfærsluna Bæjairáð samþykkti að skipa starfshóp, sem undirbúi yfir- færslu grunnskólanna í bænum að fullu frá ríkissjóði til Akur- eyrarbæjar. Starfshópurinn verði skipaður formanni skóla- nefndar, félagsmálastjóra, skólafulltrúa og óskað er eftir að skólastjórar grunnskólanna tilnefni fjórða mann í starfs- hópinn. Vinnsludekk Dalborgar EA-317 gert klárt til rækjuvinnslu Togarinn Dalborg EA-317 liggur við bryggjukantinn hjá Slipp- stöðinni-Odda hf. á Akureyri, þar sem verið er að skipta um vélar á vinnsludekki til að vinna rækju um borð í skipinu. Skipið verður tekið upp í sleða í dag og þar verður það botnmálað og sett í það ballest. Ef allar áætlanir ganga eftir mun skipið verða tilbúið um miðja næstu viku. Skipið kemur hingað frá Hornafirði, þar sem það lá við bryggju og frysti loðnu. Vegna skorts á frystigeymslu kom skipið með uin 500 tonn af frystri loðnu til Akureyrar og eru enn um 400 tonn um borð í skipinu. Það hefur nokkuð tafið framkvæmdir við skipið. GG Innfjarðarrækjukvótinn á Skagafirði og Skjálfanda: Ráðuneytismenn hugsa málið Hafrannsóknastofnun hefur lagt til við sjávarútvegsráðuneytið að innfjarðarrækjukvótinn á Skagafirði verði aukinn úr 1.000 tonnum í 1.500 tonn og á Skjálf- anda úr 700 tonnum í 1.000 tonn. Á síðustu vertíð var leyft að veiða 800 tonn á Skjálfanda og 700 tonn á Skagafirði. „Það er gasalega mikil rækja á Skagafirði en þetta eru sömu árgangar og voru þar í fyrra. Á Skagafirði hefur orðið mikil aukn- ing í eins og tveggja ára ungrækju, mun meira en á Skjálfanda. Ýsu- seiði hafa ekki fundist á Skaga- firði í vetur en þau voru í tölu- verðu magni á síðasta vetri og enginn þorskur. Það var þorskur á Skjálfanda fyrr í vetur og þá voru sett skilyrði um notkun seiðaskilju og hún var notuð fram í janúar- mánuð en þá var því skilyrði aflétt þar sem forsendur voru brosnar, þ.e. þorskurinn var horfinn," sagði Unnur Skúladóttir fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er orðið óheyrilegt magn á fáa báta og það kemur til greina að veita fleiri bátum kvóta á inn- fjarðarrækjuna en hann hafa í dag, en ráðuneytinu er sniðinn nokkuð þröngur stakkur í því máli laga- lega. Það er þó verið að skoða málið með hliðsjón af því að magnið er orðið mun meira en bú- ist var við að leyft yrði að veiða þegar veiðar hófust. Þessar veiðar byrjuðu með óverulegum tilrauna- veiðum með liðlega 100 tonn en nú hefur magnið tífaldast og alltaf sömu bátamir sem fá að veiða rækjuna. Einnig var það mjög til- viljanakennt á'sínum tíma hverjir lentu inn í þessu, en í dag er verið að tala um mjög inikil verðmæti. Hvort fleiri bátar fá leyfi nú vil ég þó ekkert fullyrða um,“ sagði Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur og formaður Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, segir að það sé illframkvæmanlegt að fjölga bátum á rækjuveiðum, því eigendur rækjubátanna hafi keypt réttinn fyrir fimm árum síð- an gegn afsali þorskkvóta, og raunar hafi sumir verið í miklum vafa hvort þeir ættu að fóma þorskkvótanum. „Þetta eru orðið mjög gott mál í dag fyrir þessa báta, en þeir tóku áhættu á sínum tíma en fengu vinning og vissulega er þetta enn- þá happdrætti fyrir þá því það veit enginn hvort þetta verður til fram- búðar. Rækjan var ekki héma og gæti því eins horfið aftur,“ sagði Tryggvi Finnsson. GG Akureyri: Ráðstefna um atvinnumál kvenna Félagsmálaráðuneytið mun efna unnar verða opinberar aðgerðir í til ráðstefnu um atvinnumál þágu atvinnumála kvenna og at- kvenna á Hótel KEA á Akureyri vinnusköpun í dreifbýli og þétt- 22. marsnk. býli. " óþh Meðal viðfangsefna ráðstefn- Gránufélagsgötu 4 Akureyri ■ Sími 462 3599 Opið laugardaga kl. 10-12 I syngjandi sveiflu Hinir frábæru dönsku listamenn Benny Andersen, Povl Dissing og Jens Jef- sen fengu afskaplega hlýjar móttökur í Deiglunni á Akureyri sl. miöviku- dagskvöld, þar sem þessi mynd var tekin. Þeir félagarnir fóru enda á kost- um og heilluðu alla viðstadda upp úr skónum. Og þegar kom aö þekktum vísum af þeirra ágætu plötu, Svantcs viser, mátti heyra margan tónleika- gestinn taka vel undir. óþh/Mynd: BG HRISALUNDUR - fyrir þig! Ódýrara en þig grunar Norðlenskir dagar í Hrísalundi Tilboð! Rauðvínslegin lambalæri kr. 598 kg KEA Kjallarabollur kr. 24 stk. Þriggjakornabrauð kr. 98 stk. Svikinn héri kr. 524 kg Áleggsþrenna kr. 229 pk. HG lambakökur kr. 262 pk. Kynningar föstudag kl. 15-19 Kynningar laugardagkl. 13-17 Kynning laugardag kl. 11-14 Margaret Astor snyrtivörur 15% kynningarafsláttur

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.