Dagur - 15.03.1996, Síða 7
[
Föstudagur 15. mars 1996 - DAGUR - 7
Twist & Bast
á Hótel KEA
Hljómsveitin Twist & Bast
skemmtir gestum Hótels KEA
annað kvöld, laugardagskvöld.
Uppselt er í mat en húsið verður
opnað fyrir aðra en matargesti kl.
23.30.
Félagar á
Oddvitanum
Hljómsveitin Félagar skemmtir
gestum Oddvitans á Akureyri í
kvöld og annað kvöld. Aldurstak-
mark er 20 ár og eru gestir minntir
á snyrtilegan klæðnað.
Fegurðarkvold i
Sjallaiiuiii
Hitað verður upp fyrir Fegurðar-
samkeppni Norðuríands 1996 í
Sjallanum í kvöld með því að
stúlkumar kynna fatnað frá versl-
unum á Akureyri. Hljómsveitin
Bylting og DJ Elliot leikur fyrir
dansi.
Annað kvöld verður lokað í
Sjallanum vegna árshátíðar Há-
skólans á Akureyri.
Bókarkynning á Húsavík
A morgun, laugardag, kl. 17, mun
áhugafólk um mannrækt á Húsavík
bjóða öllum sem hafa áhuga á
kynningu á bókinni „Heimkoma -
uppgötvaðu og stattu með baminu
í sjálfum þér“ á sal verkalýðsfélag-
anna að Garðarsbraut 26. Þýðandi
bókarinnar, Sigurður Bárðarson,
mun kynna bókina og fara í efni
hennar. Sigurður mun leiða þátt-
takendur í gegnum hugleiðslur og
æfingar bókarinnar.
Flóamarkaður
Hjálpræðishersins
Flóamarkaður Hjálpræðishersins á
Akureyri verður opinn í dag, föstu-
dag, kl. 10-17 að Hvannavöllum
10. Að venju er á boðstólum gott
úrval af nýtilegum fatnaði. Hjálp-
ræðisherinn tekur á móti notuðum
fatnaði alla daga á sama stað.
Flóamarkaður
Náttúrulækningafélagsins
Flóamarkaður Náttúrulækningafé-
lags Akureyrar verður í Kjama-
lundi á morgun, laugardag, kl. 14-
19. Sem endranær verður í boði
ýmiskonar fatnaður á börn og full-
orðna á lágu verði. Einnig bækur,
smáhlutir og prjónafatnaður.
Soroptimistakonur með
bílskúrssölu
Systur í Soroptimistaklúbbi Akur-
eyrar ætla að endurtaka bílskúrs-
sölu sína vegna fjölda áskorana.
Salan verður í Ásvegi 23 og stend-
ur frá kl. 10 til 14 á morgun, laug-
Kaffitónleikar á
Hvammstanga
Fimmtu tónleikar Tónlistarfé- okkar fremstu gítarleikara.
lags Vestur-Húnvetninga starfs- Hann hefur komið fram á fjölda
árið 1995-1996 verða haldnir í tónleika bæði hér heima og er-
Félagsheimilinu á Hvamms- lendis. Síðastliðin þrjú ár hefur
tanga á morgun, laugardag, kl. Símon kennt við Tónskóla Sig-
14. Flytjendur eru Símon H. ursveins D. Kristinssonar. Hann
ívarsson og Michael Hillen- kennir auk þess kennslufræði
stedt, gítarleikarar. Þeir félagar og kammertónlist við sama
kalla sig Iston 42 og munu þeir skóla. Undanfarin ár hefur Sím-
byrja á því að heimsækja on starfað með fiðluleikaranum
Grunnskóla Hvammstanga f Hlíf Sigurjónsdóttur, en þau
dag og kynna nemendum klass- hafa einmitt verið gestir Tón-
t'ska gítarinn. Á tónleikunum á listarfélagsins og léku þá í Fé-
rnorgun verður fjölbreytt efnis- lagsheimilinu Ásbyrgi.
skrá frá mismunandi tfmabilum
og mismunandi löndum. Mest Michael Hillenstedt fæddist
áberandi eru verk frá Suður- 1958 í Hamborg. Hann sjálf-
Ameríku en auk þeirra eru m.a. menntaði sig í gítarleik áður en
verk eftir tónskáldin C. De- hann hóf formlegt gítamám
bussy, F. Sor og Gunnar Reyni 1985 við Tónlistarskólann í
Sveinsson. Verkefnin eru valin Hamborg hjá próf. Eicke
með það að leiðarljósi að þau Funck. Arið 1991 flutti hann til
séu fjölbreytt, njóti sín vel á íslands og hefur starfað síðan
hljóðfærin og höfði til sem sem kennari við Tónlistarskóla
flestra. Einnig munu nokkrir Ámesinga, m.a. í tónfræði,
ungir heimamenn taka að hluta hljómfræði og gítar. Michael
þátt í tónleikunum. í hléi verður hefur áður verið gestur Tónlist-
kaffisala á vegum Tónlistar- arfélagsins ásamt Hilmari Emi
skóla V-Hún. Agnarssyni orgelleikara, Mette
Símon H. ívarsson er fyrir Rasmussen flautuleikara og
löngu orðinn þekktur sem einn Peter Tompkins óbóleikara.
áhrifog
írskur blær
á Pollinum
Um helgina verður mikið um að
vera á veitingastaðnum Við Poll-
inn á Akureyri. í kvöld og annað
kvöld skemmtir hljómsveitin
„Tvöföld áhrif* frá Ólafsfirði
gestum Pollsins en á sunnudags-
kvöldið verður í tilefni þjóðhátíð-
ardags íra lifandi tónlist þar sem
írskt tónlist eins og hún gerist best
fær að njóta sín.
ardag. í boði er fjöldi góðra muna
og fatnaður. Verð kr. 50-200. Allir
eru hjartanlega velkomnir.
Framtíðarkonur með basar
Kvenfélagið Framtíðin heldur bas-
ar í þjónustumiðstöðinni Víðilundi
24 á morgun, laugardaginn 16.
mars, kl. 13. Þeirri ósk er beint til
félagskvenna að þær komi með
brauð kl. 12. Ágóðinn af basamum
rennur til uppbyggingar dvalar-
heimila fyrir aldraða í Hlíð og
Skjaldarvík, en Framtíðarkonur
hafa til fjölda ára lagt drjúgan skerf
til bættrar aðstöðu aldraðra á Akur-
eyri og í Skjaldarvík.
Nikkarar með árshátíð
Árshátíð Félags harmonikuunn-
enda við Eyjafjörð verður haldin í
Lóni við Hrísalund laugardaginn
16. mars og hefst með borðhaldi
kl. 20. Húsið verður opnað kl.
19.30 fyrir matargesti og aftur kl.
23. Forsala aðgöngumiða er á sama
stað þriðjudaginn 12. mars kl. 17-
19. Áðgangseyrir kr. 2000. Upp-
lýsingar veita Jóhannes í síma
4626432 og Sigurður 4623469.
Allir velunnarar félagsins eru
boðnir velkomnir.
Waiting to Exhale í Borgarbíó
Hin vinsæla mynd Waiting to Ex-
hale með m.a. Whitney Houston
og Angelu Bassett í aðalhlutverk-
um verður sýnd í Borgarbíói á Ak-
ureyri um helgina kl. 21. Þá frum-
sýnir Borgarbíó myndina To Wong
Foo með Wesley Snipes og Patrick
Swayze í aðalhlutverkum og verð-
ur hún sýnd kl. 23.15 um helgina. í
hinum salnum kl. 21 verður sýnd
spennumyndin Heat með Val
Kilmer, A1 Pacino og Robert De
Niro í aðalhlutverkum og á bama-
sýningum á sunnudag kl. 15 birtast
á hvíta tjaldinu íslenska myndin
Benjamín dúfa og Jumanji. Síðar-
nefnda myndin er bönnuð yngri en
10 ára.
Fríða sýnir í AllraHanda
Um helgina lýkur sýningu Fríðu S.
Kristinsdóttur í Galleríi Allra-
Handa. Á sýningunni eru sýnd
myndverk og þrívíð verk ofin með
tvöföldum vefnaði; úr hör, vír og
einnig myndvefnaður úr ull.
Kaþólskur prestur með fyrir-
lestur á Akureyri og Dalvík
Kaþólski presturinn faðir Martin
frá Indlandi er staddur á íslandi
þessa dagana, en hann veitir for-
stöðu samtökunum Social Action
Movement í Tamil Nadu á Ind-
landi sem Hjálparstofnun kirkjunn-
ar hefur átt samstarf við um árabil.
Tilgangur heimsóknarinnar er að
segja frá starfi samtakanna, sem er
annars vegar stuðningur við skóla-
böm og hins vegar baráttu lægst
settu stéttanna fyrir mannréttindum
og rétti sínum til jarðeigna. Faðir
Martin heldur fyrirlestur um þetta
efni nk. mánudag, 18. mars, í safn-
aðarheimili Dalvíkurkirkju og kl.
20.30 sama dag í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju.
LfTT»
VINNINGSTÖLUR
MIÐVIKUDAGINN lo.UJ. íaab
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö
^ m 6 af 6 1 53.849.000
0 5 af 6 C.. + bónus 0 272.666
3. 5a,e 2 107.110
4. 4 af 6 208 1.630
r- 3 af 6 O. + bónus 696 200
Samtals: 907
Heildarvinnlngsupphæð: Á íslandi:
54.814,126 965.126
Upplýslngar um vinningstölur tást elnnig I simsvara
568-1511 eða Grænu númerí 800-6511 og I textavarpi
á síöu 453.
„Maður og
náttúra“ í Deigl-
• /
unmamorgun
Á morgun, laugardag, kl. 14,
mun dr. Skúli Skúlason llytja
fyrirlestur í Deiglunni á Akur-
eyri. Fyrirlesturinn er annar
tveggja með yfirskriftinni
„Maður og náttúra“ en dr. Páll
Skúlason hélt þann fyrri þann
10. febrúar sl. og nefnist sá
„Umhverfing". Fyrirlestur
Skúla nefnist „Tengsl manns og
náttúru - samskipti og um-
gengni okkar við ferskvatns-
auðlindir íslands“.
Höfundur greinir svo frá efni
fyrirlestursins: „Fyrirlesturinn
tekur á spurningum sem varða
stöðu mannsins í náttúrunni
með sérstakri áherslu á hvemig
við sjáum og skilgreinum verð-
mæti hennar. Gildismatið er
skoðað í tengslum við auðlinda-
nýtingu og almenna umgengni
okkar við náttúmna. Eðli gildis-
matsins helur grundvallaráhrif á
það hvemig samskiptum við
náttúruna vindur fram. Þannig
er almenn þekkingaröflun, jafnt
sem árangur vísindarannsókna,
í beinu samhengi við virðingu
okkar fyrir viðfangsefninu.
Náttúran er fiókin, síbreytileg
og lífverur í stanslausri þróun.
Gildismat okkar verður að taka
mið af þessum ferlum og
breytileika. Aðstæður hérlendis
gefa sérstaklega gott tækifæri til
að hugsa um þessa hluti. Nátt-
úran er um margt sérstæð, vist-
kerfin eru fjöbreytt en vegna
landfræðilegrar einangrunar era
hér fáar tegundir. Þetta skapar
aðstæður fyrir bæði hraða og
sérstæða þróunarferla lífvera.
Bleikjan hefur talsvert verið
rannsökuð í þessu samhengi. í
fyrirlestrinum verður byggt á
Dr. Skúli Skúlason.
umræðu um vötn og vatnakerfi
á íslandi, með áherslu á líffræði
bleikjunnar. Samskipti okkar
við þessar auðlindir verða skoð-
uð í Ijósi ofangreindrar áherslu
á ferla og breytileika náttúrunn-
ar."
Dr. Skúli Skúlason fæddist
og ólst upp á Akureyri. Hann
lauk stúdentsprófi frá MA vorið
1978. Hann hefur lokið eftirfar-
andi háskólagráðum: BS f líf-
fræði frá Háskóla íslands árið
1981, meistaragráðu í dýrafræði
frá háskólanum í Guelph í Kan-
ada árið 1986 og doktorsprófi
frá sama skóla árið 1990. Skúli
hefur starfað sem deildarstjóri
fiskeldisbrautar Hólaskóla frá
árinu 1990.
Allt áhugafólk er velkomið á
fyrirlesturinn í Deiglunni á
morgun.
PÓSTUR OG SÍMI
Útboð
Póstur og sími óskar eftir tilboðum í landpóst-
þjónustu frá Póst og símstöðinni Akureyri
um Glæsibæjarhrepp, Skriðuhrepp,
Öxnadalshrepp og Arnarneshrepp.
Dreifing mun fara fram fimm sinnum í viku frá
Póst og símstöðinni Akureyri.
Afhending útboðsgagna fer fram á skrifstofu stöðvar-
stjóra, Póst og símstöðinni Akureyri frá og með mánu-
degi 18. mars 1996 gegn 2.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en kl. 10,
9. apríl 1996. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 14
í fundarherbergi Pósts og síma, 4. hæð í Hafnarstræti
102, Akureyri, í viðurvist þeirra tilboðsgjafa er
viðstaddir verða.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum.
PÓSTUR OG SÍMI
Póstmálasvið -150 Reykjavík