Dagur - 15.03.1996, Síða 11
Föstudagur 15. mars 1996 - DAGUR - 11
Jazzþing tíu ára
í febrúar síðastliðnum varð Jazz-
þing, félag áhugamanna um jazz í
Þingeyjarsýslu, tíu ára. Félagið
var stofnað þann 24. febrúar árið
1986. í tilefni af afmælinu bauð
félagið til tónleika í Hlöðufelli á
Húsavík föstudaginn 1. mars. Það
var Jazzkvartett Reykjavíkur sem
sótti þingeyska jazzunnendur
heim, fjölntenni var í Hlöðufelli
og allir skemmtu sér hið besta.
Jazzkvartett Reykjavíkur var
stofnaður árið 1992 af Sigurði
Flosasyni saxófónleikara og Tóm-
asi R. Einarssyni kontrabassaleik-
ara auk þeirra komu fram á tón-
leikunum í Hlöðufelli þeir Einar
Valur Scheving trommuleikari og
Kjartan Valdimarsson píanóleikari.
Tónlist hljómsveitarinnar er nú-
tímalegur órafmagnaður jazz og
samanstóð efnisskráin af lögum
eftir Sigurð Flosason, Tórnas R. og
Einar Val auk klassískra jazzlaga.
Að efla framgang jazztónlistar
Grétar Sigurðarson, saxafónleikari
og mjólkurfræðingur á Húsavík,
er núverandi formaður Jazzþings
en hann hefur verið formaður fé-
lagsins í nærfellt hálfan aldur
þess. Blaðamaður Dags hitt Grétar
að máli og innti hann eftir þeirri
starfsemi sem félagið hefur staðið
fyrir á liðnum árum.
Grétar sagði að tilgangur fé-
lagsins væri að efla framgang
jazztónlistar og auka kynni félags-
manna af henni. I því augnamiði
hefði félagið staðið fyrir nám-
skeiðum annars vegar fyrir hljóð-
færaleikara og hins vegar fyrir al-
menna jazzunnendur. Þessi nám-
skeið hefði félagið haldið ýmist
eitt og sér eða í samvinnu við aðra
aðila og þá oftast Tónlistarskóla
Húsavíkur.
Að læra að hlusta á jazz
Námskeiðin, sem haldin hafa ver-
ið fyrir hljóðfæraleikarana, hafa
verið spunanámskeið og meðal
annarra hafa Paul Weeden, Sig-
urður Flosason og Hjörleifur Sig-
urðsson sótt þingeyska tónlistar-
menn heim af því tilefni.
Nokkur námskeið í hlustun þar
sem leitast er við að kenna áheyr-
endum að njóta jazz og sérstaða
jazzins er kynnt með sögulegu
ívafi hafa verði haldin og meðal
þeirra sem kenndu á þeim nám-
skeiðum voru Ingimar Eydal og
Tómas R. Einarsson.
Félagið hefur haldið fjölda
jazztónleika, sjaldan færri en þrjá
A tiu ara afmælishatíð Jazzþings var þeim sem sinnt höfðu stjórnunarstörfum á vegum félagsins og staddir voru í
Hlöðufelli veitt viðurkenning fyrir vel unnin störf. Hér eru f.h. Anna Lilja Karlsdóttir, Kári Sigurðsson, Auður
Gunnarsdóttir, Jón Aðalsteinsson, Birgir Steingrímsson og Grétar Sigurðarson.
Zontaklúbburinn Þórunn hyrna á Akureyri:
Alvarlegt ef krabbameins-
leit leggst niður
Fundur í Zontaklúbbnum Þórunni ir yfir þungum áhyggjum ef
hyrnu, haldinn 12. mars 1996, lýs- krabbameinsleit leggst niður á
BRIPPS_________________
Bridgefélag Akureyrar:
Sveit Antons leiðir
á Halldórsmóti
Síðastliðinnn þriðjudag hófst Hall-
dórsmótið hjá Bridgefélagi Akur-
eyrar en mótið er sveitakeppni
Bridgefélag Sauðárkróks:
Hjóna- og parakeppni
Síðastliðinn mánudag var fyrri
umferð hjóna- og parakeppnni hjá
Bridgefélagi Sauðárkróks spiluð.
Staða efstu para er þannig:
1. Berta Finnbogadóttir -
Birkir Jónsson 132 stig.
2. Margrét Guðvinsdóttir -
Gunnar Þórðarson 124 stig.
3. Agústa Jónsdóttir -
Kristján Blöndal 116 stig.
4. Þórdís Þormóðsdóttir -
Einar Svansson 111 stig.
Seinni umferð hjóna- og para-
keppni félagsins verður spiluð
mánudaginn 18. mars í Bóknáms-
húsi Fjölbrautaskólans á Sauðár-
króki og hefst spilamennskan kl.
20.
með Bardomats-fyrirkomulagi.
Sveit Antons Haraldssonar leiðir
eftir fyrstu þrjár umferðimar.
Spiluð eru 10 spil milli sveita
og getur mesti sigur verið 32:0.
Tíu sveitir mættu til leiks á mót-
inu og spilaðar voru þrjár umferð-
ir, samtals 30 spil.
Sveit Antons Haraldssonar hef-
ur 79 stig í fyrsta sæti en næst
kemur sveit Soffíu Guðmunds-
dóttur með 57 stig og í þriðja sæti
sveit Ævars Ánnannssonar með
52 stig.
Næstu 3 umferðir verða spilað-
ar þriðjudaginn 19. mars.
Úrslit í sunnudagsbridge síðast-
liðinn sunnudag urðu þau að Pétur
Guðjónsson og Una Sveinsdóttir
sigruðu með 192 stig, Anton Har-
aldsson og Sverrir Haraldsson
urðu í öðru sæti með 176 sgit og
Gissur Jónasson og Ragnhildur
Gunnarsdóttir urðu í þriðja sæti
með 173 stig.
Akureyri. Fundurinn telur mjög
alvarlegt ef svo nauðsynlegum
forvömum er hætt vegna niður-
skurðar og mikilvægt að heima-
menn sjái um starfsemina áfram.
Krabbameinsleit hefur verið á Ak-
ureyri frá 1969 og hefur henni
verið sinnt af sömu starfsmönnum
af mikilli trúmennsku frá upphafi.
Leitarstöðin hefur veitt góða og
persónulega þjónustu.
Fundurinn skorar á heilbrigðis-
yfirvöld að semja við heimamenn
svo framhald geti orðið á þessu
mikilvæga forvarnarstarfi á Ákur-
eyri.
Leiðrétting
í frásögn um Heimiskvöld í Mið-
garði í blaðinu á miðvikudag voru
tvær vísur sem ekki voru kórrétt-
ar. Önnur vísan, sem um ræðir,
var ranglega sögð eftir Kolbein
Konráðsson, en er réttilega eftir
Þorleif bróður hans. Rétt er vísan
svohljóðandi:
Ingibjörg er engum lík.
um það ríkirfriður.
Efþað kœmi önnur slík,
yrði ’ún skorin niður.
Og Kolbeinn Konráðsson kvað svo
réttilega um forsetaframbjóðendur:
Tungulipurð, orka og elja,
eru síst til skaða.
Því er Ijóst - ég víst mun velja
Valda-Sleitustaða.
Grétar Sigurðarson saxafónleikari er formaður Jazzþings.
til fjóra á ári og þar hafa komið
fram flestir þekktustu jazztónlist-
armenn þjóðarinnar auk erlendra
gesta og síðast en ekki síst jazz-
leikara úr heimabyggð. Síðasta
vetrardag hefur félagið jafnan
staðið fyrir jazzveislu á Húsavík
og hefur sá viðburður ávallt verið
vel sóttur.
Léttsveit Húsavíkur
Þann 1. febrúar 1988 var Léttsveit
Húsavíkur stofnuð en sveitin bar
síðar nafnið Stórsveit Húsavíkur.
Sveitin var lengst af deild í Tón-
listarskóla Húsavíkur en að sögn
Grétars hefur ætíð verið gott sam-
starf milli Jazzþings og tónlistar-
skólans.
Sveitin lék á tónleikum víða á
Norðurlandi. Hún kom fram á
jazzhátíðinni á Egilsstöðum árið
1991 og fór í tónleikaferð til Eng-
lands árið 1990. Stjómendur
sveitarinnar voru þrír á þeim tíma
sem hún starfaði, Cristofer
Murpy, Sandy Miles og Norman
Dennis.
„í þessari sveit var allan tím-
ann sem hún starfaði mikið áf
ungu tónlistarfólki og margir öðl-
uðust sína fyrstu reynslu af sveiflu
jazzins einmitt með sveitinni. Nú
starfar þessi sveit ekki lengur hún
lék síðast á tónleikum Jazzþings á
síðasta degi vetrar árið 1993,“
sagði Grétar.
NA12
Þegar Léttsveit Húsavíkur fór í
tónleikaferðina til Englands árið
1990 var með henni í för Söng-
sveitin NA 12, eða Norðaustan 12
eins og sveitin kallaði sig. Þessi
söngsveit átti eftir að starfa mikið
með Léttsveit Húsavíkur og fór
með henni í nokkrar tónleikaferð-
ir. NA 12 kom síðast fram á tón-
leikum á vordögum 1995.
Framtíðin spurningarmerki
Félagsmenn í Jazzþingi eru nú 41
talsins en frá upphafi hafa milli
áttatíu og níutíu manns starfað
innan vébanda félagsins. Grétar
sagði að á þessum tímamótum í
sögu félagsins teldi hann rétt að
staldra við og velta því upp hvort
félagið ætti framtíð fyrir sér í
óbreyttri mynd. KLJ
462 5950
Pizza!
16" pizza m/3 áleggstegundum
brauðstangir
og 2 lítrar af Frissa fríska
kr. 1.400,-
Nýjung!
Kjúklingabitar, brauðstangir, lauk-
hringir og ítölsk kryddpylsa
★
Munið austurlenska matinn okkar!
Tilboð á eftirlætinu þínu