Dagur - 15.03.1996, Side 15

Dagur - 15.03.1996, Side 15
IÞROTTIR Föstudagur 15. mars 1996 - DAGUR - 15 FROSTI EIÐSSON Lokatömin í viöureignum KA og Selfoss á Akureyri í kvöld: „Heimavöllurinn og hvatning áhorfenda getur skipt sköpum" - segir Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA „Þetta var jafn leikur á Selfossi en þeir voru heppnari að þessu sinni. Við höfum heimavöllinn til góða þegar kemur að úrslita- leiknum í kvöld og ég vona að það geri útslagið,“ sagði Erling- ur Kristjánsson, fyrirliði KA, um leik liðsins gegn Selfossi á Akureyri í kvöld. Sigurvegari í leiknum fer í undanúrslita- Erlingur Kristjánsson. Skíöi: Bikarmót í Hjíðarfjalli - íslandsganga í Ólafsfirði Vegna snjóleysis þarf að sameina bikarmót sem átti að vera á Dalvík og á Siglu- firði um helgina. Mótið fer fram í Hlíðarfjalli. Þá verður keppt íslandsgöngunni í Ól- afsfirði á morgun. Bikarmótið í Hlíðaríjalli stendur á morgun og sunnu- dag. Keppt verður í svigi og stórsvigi í aldursflokkum 15- 16 ára og í flokki fullorðinna. Hefðbundin ganga verður í íslandsgöngunni í Ólafsfirði. Gengnir verða 20 kílómetrar í flokkum 16-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri. Gengnir verða 5 og 10 kílómetrar í karla og kvennaflokki. Fylgismenn Selfoss norður Stuðningsmenn Selfossliðsins í handknattleik hyggjast fjöl- menna norður yftr heiðar í kvöld og hvetja sína menn þegar þeir etja kappi við KA í úrslitleik liðanna. Klapplið KA fær því samkeppni á heimavelli því ltkur bentu til í gær að nokkrir tugir stuðn- ingsmanna kæmu að sunnan Selfyssingar leigja Fokker 50 flugvél frá Flugleiðum til að flytja liðsmenn og stuðn- ingsmenn norður. Síðdegis í gær var reiknað með að Sel- fyssingar leigðu aðra flugvél og smærri sem einnig færi með handboltaunnendur norður þannig að mikið er lagt í söl- umar til að styðja liðið í bar- áttunni. JÓH keppni íslandsmótsins í hand- knattleik og fyrstu leikir þeirra fara fram á þriðjudag. Erlingur segir KA-menn ekkert hugsa um undanúrslitaleiki enn sem kom- ið er enda sé leikurinn í kvöld aðalatriðið. „Þetta eru jafnir og spennandi leikir við Selfyssingana og vafalít- ið skemmtilegir fyrir áhorfendur. Heimavöllurinn og hvatning áhorfenda skiptir okkur miklu og gerir andstæðingunum erfitt fyrir. Við höfum séð það margoft í vet- ur að áhorfendur skipta máli fyrir okkur því þegar okkur gengur vel og leikgleðin er til staðar þá eru áhorfendur 100% að baki okkur. Það slær oft hin liðin út af lag- inu.“ Erlingur segir að KA-liðið hafi ekki átt góðan leik á mánudags- kvöldið þrátt fyrir sigur þá en bæði lið hafi spilað betri hand- knattleik á miðvikudag og sigur- inn lent Selfossmegin í það skipt- ið. „Samt var fullt af mistökum í leiknum sem er eðlilegt því spenn- an er gífurleg. Það sem við þurf- um fyrir leikinn í kvöld er að ná upp stemmningu og alltaf má laga eitt og eitt smáatriði. Eg á von á að þessi leikur þróist líkt og hinir, hann verði jafn en í lokin verði það bæði lukkan og viljinn til að vinna sem ráði úrslitum. Þetta er spuming um einbeitingu og stemmningu eins og oftast er í viðureignum af þessu tagi. Hjá okkur kemur ekkert annað til greina en sigur því það lið sem tapar fer bara í sumarfrí og það ætlum við okkur ekki,“ sagði Er- lingur. Leikur KA og Selfoss hefst í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld kl. 20. A sama tíma keppa Stjam- an og Afturelding í Garðabæ og Haukar og FH í Strandgötunni í Hafnarfirði. JÓH Knattspyrna: Varamark- vörður ÍBV til Dalvíkur Gísli Sveinsson, varamarkvörð- ur 1. deildarliðs ÍBV, hefur gengið til liðs við Dalvíkinga í 3. deildinni í knattspyrnu. Gísli er 22 ára og lék einn leik með Eyja- mönnum í 1. deildinni í fyrra. Björn Friðþjófsson, formaður UMFS á Dalvík, segir stefnt að því að fá 2-3 nýja leikmenn fyrir komandi tímabil enda þrír af fastamönnum frá síðasta sumri farnir til Akureyrar. Það eru þeir Bjarni Sveinbjömsson og Atli Rúnarsson sem fóru til Þórs og Jón Örvar Eiríksson sem fór til KA. „Það er því ljóst að við verðum að styrkja hópinn. Við ætlum að byggja upp lið á heimamönnum og markmiðið er að halda sætinu í 3. deildinni en það yrði góður bónus ef við færum upp í 2. deild og þá værum tilbúnir að styrkja liðið enn frekar. En fyrst er að takast á við slaginn í 3. deildinni enda er hart barist þar,“ sagði Bjöm. JOH Norðlensku keppendurnir þrír á opna Coca-Cola mótinu í Geilo í Noregi. Frá vinstri: Björgvin Björgvinsson, Dagný Linda Kristjánsdóttir og Rúnar Friðriksson. Skíðafólk frá Dalvík og Akureyri: Kepptu á Coca- Cola móti í Noregi Björgvin Björgvinsson frá Dal- vík og Rúnar Friðriksson og Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri og Jóhann Haukur Hafstein úr Reykjavík kepptu á opna Coca-Cola mótinu, sem fram fór í Geilo í Noregi um síð- ustu helgi. Eitt hundrað kepp- endur voru í piltaflokknum og 60 í stúlknaflokknum og komu keppendurnir víðs vegar að úr Evrópu. Arangur þremenninganna var með ágætum. Jóhann Haukur Haf- steinsson náði 2. sæti í stórsvigi pilta og Björgvin Björgvinssin 22. sæti. Rúnar Friðriksson féll úr keppni. í sviginu náði Björgvin 8. sæti en Jóhann Haukur og Rúnar féllu báðir úr keppni. Dagný náði að ljúka keppni bæði í stórsvigi og svigi. Hún varð 15. í stórsviginu og 13. í svigi. JÓH Deildarbikarkeppnin i knattspyrnu að hefjast: Mikilvægt mót fyrir lið- in af landsbyggðinni - segir Nói Björnsson, þjálfari Þórs Deildarbikarkeppni KSÍ hófst í gær í Reykjavík og verður fram haldið um helgina. í keppninni taka þátt lið úr 1., 2. og 3. deild auk sex liða úr 4. deild. Keppnin tryggir mikilvæga æfingaleiki fyrir lið af landsbyggðinni, sem búa við lakari æfingaaðstæður og segir Nói Björnsson, þjálfari Þórs á Akureyri, að þetta skipti landsbyggðarfélögin miklu máli. Raunar hafa aðstæður úti á landi verið einstaklega hagstæð- ar knattspyrnumönnum að und- anförnu og t.d. er ólíku saman að jafna hjá knattspyrnumönn- um á Akureyri, sem á sama tíma í fyrra höfðu skársta æfinga- svæðið í göngugötunni í mið- bænum. Norðanliðin Þór, Dalvík, Tindastóll og Völsungur keppa í deildarbikarkeppninni um helgina. Dalvíkingar mæta Valsmönnum á Ásvelli í Mosfellsbæ í kvöld, Þórsarar spila á sama velli við Keflavík í fyrramálið og að þeim leik loknum mæta Dalvíkingar FH. Tindastóll mætir einnig Haukum á Ásvellinum á morgun og á sama tíma leika Völsungar og Valsmenn á sandgrasinu í Kópavogi. Á sunnudag spila svo Tindastóll og Haukar á sandgras- inu, Völsungar mæta FH á Ásvöll- um en Þórsarar mæta Breiðabliki á sandgrasinu í Kópavogi síðdeg- is. Nói Björnsson. „Þetta tíðarfar er búið að nýtast okkur vel. Það er ekki spuming," sagði Nói Bjömsson, þjálfari Þórs. „Bæði hefur veðrið spilað stórt hlutverk og ekki síður hefur verið okkur mikilvægt að geta æft í nýju lýsingunni á Sanavellinum. Það hefur verið meiriháttar bylting,“ sagði Nói. Æfingaleikjum fer að fjölga hjá knattspymuliðunum þegar kemur fram á þennan árstíma og sérstak- lega getur deildarbikarkeppni KSÍ skipt miklu. Spilað er í 6 riðlum og eru sex lið í fimm þeirra en fjögur í einum. „Liðin fyrir sunnan hafa auð- vitað ekki þurft að sækja í æfinga- keppni eins og þessa því þar hafa verið næg ætlngaverkefni en þá höfum við sem erum úti á landi átt erfitt með að komast í æfingaleiki. Deildarkeppnin er því mjög gott mál og þó gervigrasvellimir séu ekki það besta þá eru þeir betri en mölin og drullan sem við höfum stundum þurft að búa við á völl- unum á vorin,“ sagði Nói. Leikið verður í deildarbikar- keppninni næstu viku og riðla- keppninni lýkur í lok apríl. Þá tek- ur við úrslitakeppni en mótinu verður lokið áður en Islandsmótið hefst upp úr 20. maí. i □ □ □ □ □ □ [TTTTÍ Hamar félagsheimili Þórs: MARSTILBOÐ Nýjar perur í ljósabekkjunum Frábært verð: Stakur tími fyrir kl. 14.00 kr. 250,- Eftirkl. 14.00 kr. 350,- Þórsarar, mætið í ntorgunkaffi á föstudögum kl. 09.00 Hamar sími 461 2080

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.